Dagur - 30.03.1996, Blaðsíða 3

Dagur - 30.03.1996, Blaðsíða 3
FRÉTTIR í^OO I’ r(P mnpAU'rv.T' I . C3I IíT*»A í 1 O Laugardagur 30. mars 1996 - DAGUR - 3 Skóladeilan í Mývatnssveit: Þingmenn funda með meiri- hlutanum í næstu viku Þingmenn Norðurlandskjör- dæmis eystra funduðu með full- trúum suðurhluta Skútustaða- hrepps á Akureyri sl. miðviku- dag um ágreining í sveitarfélag- inu sem fyrst og fremst er um framtíðarskipan skólamála og einnig áform íbúa við sunnan- vert Mývatn um stofnun nýs sveitarfélags ef ekki nást sættir. Leifur Hallgrímsson, oddviti Skútustaðahrepps, segir að ekki hafi borist formleg beiðni frá þingmönnunum um fund en hann geri ráð fyrir að sá fundur fari fram í næstu viku. „Fulltrúar meirihluta Skútu- staðahrepps hafa rætt óformlega við þingmennina um málið, þó það hafi aðallega hvílt á mfnum herðum. Ég veit hins vegar ekkert um það hvernig að þeim fundi verður staðið," sagði Leifur Hall- grímsson. Þess má geta að Skútustaða- skóli, sem styrinn stendur nú um, var stofnaður kringum 1960 að ákvörðun þáverandi meirihluta en oddviti var Jón Gauti Pétursson bóndi að Gautlöndum. Fyrir þrem- ur árum var svo stofnaður þar einkaskóli þegar allt skólahald var flutt í nýtt skólahúsnæði í Reykja- hlið en það sættu íbúar við sunn- anvert Mývatn sig ekki við sem kunnugt er. Engin eining var þá um skólamál frekar en nú, undir- skriftarlistar í gangi til að mót- mæla staðsetningunni að frum- kvæði þeirra sem vildu staðsetja skólahúsið í Reykjahlíð. Öll böm í hreppnum sóttu þó nám að Skútu- stöðum þegar skólahúsið var tekið í notkun. Skólinn var fyrst heima- vistarskóli, en heimavistin varð fljótlega of lítil og þá hafinn skólaakstur. GG Húsbekkingar í heimsókn Góðir gestir komu á ritstjórn Dag sl. fimmtudag. Þetta voru nemendur í efstu bekkjum Húsabakkaskóla í Svarfaðardal ásamt kennurum sínum, þeim Birni Daníelssyni og Hjörleifi Hjartarsyni. Hin hefðbundna kennsla var brotin upp í góða veðrinu og haldið í rútu til Akureyrar þar sem krakkarnir kynntu sér m.a. starfsemi dagblaðsins Dags og Utvarps Norðurlands. Þessi mynd var tekin af hópnum að lokinni fræðslu um hvemig dagblað verður til. oþh/Mynd: BG Skátar heiðruóu Hermann Skátar á Akureyri færðu Hermanni Sigtryggssyni skátatreyju síðastliðinn fimmtudag sem þakklætis- vott fyrir samstarf við hann íprótta- og æskulýðs- sem fulltrúa Akureyrarbæjar. Þorsteinn Pétursson afhenti Hermanni treyjuna og hér takast þeir í hendur að skátasið. JÓH/Mynd: BG Drangur SH seldur til Drangsjökuls hf. á Raufarhöfn - fer á síldveiðar í maí sem Arnarnúpur ÞH Togarinn Drangur SH-511, 400 tonna skip smíðað á Akranesi 1980, í eigu Fiskiðjunnar-Skag- firðings hf., áður Hraðfrystihúss Grundarfjarðar hf., hefur verið seldur til Raufarhafnar og var afhentur nýjum eiganda í Grundarflrði síðdegis í gær. Skipið er selt án kvóta en er með veiðileyfi í lögsögunni og því fylgir úreldingarréttur. Lík- legt er að skipið fái nafnið Arn- arnúpur ÞH. Kaupandi er Drangsjökull hf. sem útgerðarfyrirtækið Jökull hf. á Raufarhöfn er eigandi að. Skipið fer í breytingar hjá Skipasmíða- stöð Þorgeirs & Ellerts hf. á Akra- nesi þar sem það verður útbúið sem tog- og nótaveiðiskip. Þeim breytingum á að vera lokið um miðjan maímánuð og þá fer hann á síldveiðar í Síldarsmugunni, verði ekki búið að loka fyrir að- gang að þeim með kvótasetningu. Togarinn Rauðinúpur ÞH er á grálúðuveiðum og landaði um 40 tonnum á Raufarhöfn í gær. Stefnt er að því að senda skipið í Smug- una þegar líða tekur á sumarið. Atlanúpur ÞH hefur verið á sölu- skrá en ekki verið seldur en m.a. hafa verið þreifingar milli útgerð- arinnar og eigenda Akoplasts hf. um kaup en ekki gengið. Atlanúp- ur ÞH er á grálúðu- og línuveiðum og verður það fram á haust. Sléttunúpur ÞH hefur ekki verið á veiðum á þessu ári og fer ekki á veiðar, en sala til írlands gekk til baka. Öxamúpur ÞH er á innfjarð- arrækjuveiðum á Öxarfirði og verður lagt í vor eftir vertíðina fram að vertíðinni 1996/1997. GG Hagkvæmnisathugun gerð á sameiningu fimm sveitarfélaga í Eyjafirði: Rekstur & Fyrirtækið Rekstur & ráðgjöf hf. í Reykjavík hefur verið ráðið til að framkvæma hagkvæmnis- athugun á fimm sveitarfélögum við utanverðan Eyjafjörð með hugsanlega sameiningu þeirra í huga í eitt sveitarfélag. Gert er ráð fyrir að athuguninni verði lokið fyrir lok maímánaðar. Þá verða niðurstöðumar kynnt- ar fyrir sveitarstjómum viðkom- andi sveitarfélaga og bendi þær til þess að sameining sé hagkvæm fer fram kynning á hagkvæmnisat- huguninni meðal íbúanna. Sveitar- félögin sem um ræðir eru Ólafs- fjörður, Dalvík, Svarfaðardalur, Q HELGARVEÐRIÐ Sólin virðist ætla að brosa við Norðlendingum á pálmasunnu- dag. Á morgun spáir Veður- stofan hæglætisveðri norðan- lands. Skýjað verður með köfl- um. Svipað veður verður á sunnudag og mánudag. Hiti um helgina verður um frost- mark. Á þriðjudag og miðviku- dag er von á vaxandi suðaust- anátt og hlýrra veðri, hugsan- lega með rigningu og slyddu. ráðgjöf geri skýrslu Árskógshreppur og Hrísey. Krist- ján Ólafsson, forseti bæjarstjómar Dalvíkur, segir að allir málafokkar verði skoðaðir og það metið hvernig þeim reiðir af í sameigin- legu sveitaifélagi, hvort hægt verði að draga úr kostnaði en jafn- framt auka þjónustuna við íbúana. Kristján segir að ef athugunin verði jákvæð verði að hans mati gengið til sameiningarkosninga ekki síðar en á komandi haustdög- um. Tveir mánuðir ætti að reynast nægjanlegur tími til kynningar þó vissulega sé það vissum erfiðleik- um háð yfir sumarmánuðina. GG Akureyri: Kókdollur dulbúnar sem sprengja Nokkur ótti greip um sig við KA heimilið seint á fimmtudags- kvöld þegar menn ráku augun í undarlegan hlut undir útvarps- bíl sem þar var staddur vegna beinnar útsendingar frá leik Vals og KA. Var talið hugsan- legt að um sprengju væri að ræða og svæðið því rýmt. Sú grunsemd átti þó ekki við rök að styðjast því hér var um vandlega dulbúnar kókdósir að ræða. Ólíklegt er að kókdósirnar tvær hafi komist undir bílinn fyrir til- viljun. Búið var að vefja þær vandlega inn og ofan á voru ein- hverskonar rafeindatæki og leiðsl- ur sem lágu inn í dósirnar ekki ósvipað og ef um sprengju væri að ræða. Því virðist sem hér hafi ver- ið um ljótan grikk að ræða og seg- ir lögreglan á Akureyri það vera hina mestu mildi að ekki varð vart við hlutinn fyrr eftir leikinn þegar flestir gestir voru famir til síns heima. Ef þurft hefði að rýma svæðið á meðan á leik stóð hefði það orðið mikið mál. Lögregla hefur ákveðna aðila gmnaða um að hafa komið kókdollunum fyrir undir bflnum og eru þeir nú í yfir- heyrslu. AI Akureyri: Lóan er komin Koma lóunnar staðfestir jafn- an nálægð vorsins og menn bíða því spenntir eftir að heyra tóna hennar. Stefán G. Sveinsson á Akureyri hafði samband við blaðið í gær og fullyrti að hann hefði heyrt til lóunnar ofan bæjarins í gær- morgun. „Eg var hér í Breiðholts- hverfinu á miðvikudagskvöldið en þá var strekkingsvindur en mér fannst ég heyra til lóunnar á túninu hér ofan við hverfið en gerði þá ekkert með það. í morgun var logn og mjög hljóð- bært og þá heyrði ég greinilega til hennar þannig að ég er ekki í vafa um að lóan er komin,“ sagði Stefán. JÓH IMarðlendingarí IMarðíendingarí Ferðatöskur - Fatatöskur Seðlaveski - Buddur Töskur fyrír dömur ag herra Sendum í póstkröfu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.