Dagur - 30.03.1996, Blaðsíða 10

Dagur - 30.03.1996, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 30. mars 1996 ÚTBOÐ RARIK óskar eftir tilboðum í: RARIK 96006, lagningu 33 kV jarðstrengs frá að- veitustöð við Kópasker að aðveitustöð við Brúar- land í Þistilfirði. Um er að ræða þrjá einleiðara. Lengd strengs í útboði er 52 km (3x52). Verktími er 15. júlí-30. september. Útboðsgögn verða seld á aðalskrifstofu RARIK, Laugavegi 118, Reykjavík og Óseyri 9, 603 Akur- eyri, frá og með þriðjudeginum 2. aprfl nk. Verð fyrir hvert eintak er 2.500 kr. Skila þarf tilboðum á skrifstofu RARIK á Akureyri fyrir kl. 14 miðvikudaginn 15. maí nk. Tilboðin verða þá opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda sem óska að vera nærstaddir. Þóknun fyrir gerð tilboða er engin. Vinsamlega hafið tilboðin í lokuðu umslagi, merktu: RARIK- 96006 strenglögn Kópasker-Brú- arland. ^ RARIK Laugavegi 118 • 105 Reykjavík Stmi 560 5500 • Bréfasími 560 5600 HYRNA HF BYGGINGAVERKTAKI • TRÉSMIÐJA Dalsbraut 1 • 600 Akureyri • Sfmi 461 2603 • Fax 461 2604 Smíium fataskápa, baiianrétlingar, eláúsinnréttingar og inniburiir Teiknum og gerum föst verðtilboð, þér að kostnaðarlausu. Greiðsluskilmálar vii allro hæfi. F orstöðumaður Skólaþjónustu Eyþings Stjórn Eyþings auglýsir lausa til umsóknar stöðu forstöðumanns Skólaþjónustu Eyþings í Norðurlandskjördæmi eystra. Þjónustan verður með skrifstofu á Akureyri og útibú á Húsavík. Verkefni þjónustunnar verða eftirfarandi: • Ráðgjöf samkvæmt 42. og 43. gr. grunnskólalaga nr. 66/1995. • Ráðgjöf samkvæmt 15. og að hluta 16. gr. laga um leikskóla nr. 78/1994. Sú ráðgjöf nær til sálfræðiþjónustu og sérkennsluráðgjafar, en ekki til al- mennrar ráðgjafar eða rekstrarráðgjafar. • Aðstoð við þróunar- og nýbreytnistarf í grunnskólum og tilboð um endur- og símenntun fyrir kennara. • Skýrslugerð og upplýsingagjöf til skóla, sveitarstjórna og annarra opin- berra aðila og umsjón með gagna- og upplýsingasafni fyrir skóla og sveitarstjómir. • Urvinnsla vinnuskýrslna kennara fyrir sveitarstjórnir. Menntun og starfsreynsla: Umsækjendur skulu hafa sérmenntun og starfsreynslu á einhverju því sviði sem skrifstofan mun sinna. Stjómunarreynsla er nauðsyn- leg. Umsóknarfrestur og upplýsingar: Umsóknarfrestur er til 9. apríl næstkomandi og skulu umsóknir berast til skrifstofu Eyþings, Strandgötu 29, 600 Akureyri. Nánari upplýsingar veita formaður Eyþings, Einar Njálsson í síma 464 1222 og framkvæmdastjóri Eyþings, Hjalti Jóhannesson í síma 461 2733. Stjórn Eyþings. Munið söfnun Lions fyrir endurhœfingarlaug í Kristnesi Söfnunarreikningur í Sparisjóði Glœsibœjarhrepps á Akureyri nr. 1170-05-40 18 98 Valgeir í heimsókn í Freyvangi Eins og fram hefur komið í Degi sýnir Freyvangsleikhúsið um þessar mundir uppfærslu sem byggð er á lögum á plötunni Sum- ar á Sýrlandi, sem Stuðmenn gáfu út árið 1975. Valgeir Guðjónsson, einn Stuðmanna, kom norður um síðustu helgi og horfði á sýning- una í Freyvangi. Dagur sló á þráð- inn til Valgeirs af þessu tilefni. Lögin á plötunni virðast vinsæl um þessar mundir því Fjölbrauta- skólinn í Breiðholti setti einnig upp leikrit í vetur sem byggir á sömu lögum en Valgeir leikstýrði einmitt þeirri uppfærslu. Tilviljun réði að sama ár hafa tvö leikfélög fengið lögin á plötu Stuðmanna að láni og Valgeir segir þessar tvær uppfærslur eiga fátt sameiginlegt annað en lögin. „I Freyvangi spil- ar kórinn stærra hlutverk en upp- færslan í Breiðholti byggðist meira á texta,“ segir hann m.a. þegar hann er beðinn um að lýsa því hvað sé ólíkt. Hann lætur vel af sýningunni í Freyvangi, segir hana fjöruga og fyndna og skemmtilegt hve leikgleðin skíni í gegn. Hljómsveitin hafi einnig skilað sínu og passað að spila ekki of hátt. „Ég var mjög ánægður og Norðlendingar mega hundar heita ef þeir drífa sig ekki í Freyvangs- leikhúsið," segir Valgeir. Hæfilega hallærisleg Valgeir viðurkennir að vissulega kalli það fram minningar að vinna með þessi lög og segir skemmti- legt hve vel platan hafi elst. Tón- listin virðist höfða býsna sterkt til fólks á öllum aldri. Mörg laganna fjalla um eiturlyf og upplifanir í tengslum við þau en Valgeir segir að Sumar á Sýrlandi endurspegli ekki endilega þennan tíma, fyrir tuttugu árum, enda hafi platan verið samin sem hálfgert grín og þeir reynt að gera lögin hæfilega hallærisleg. „A þessum tíma var þó mikið um að menn reyktu hass og LSD hafði einnig skotið upp kollinum,“ segir Valgeir og bendir á að við- horf til eiturlyfja hafi verið ólíkt. Lítið var vitað um skaðsemi þess- ara efna og hassreykingar voru hluti af uppreisn gegn þjóðfélag- inu, að vera á móti stjómvöldum og standa upp í hárinu á foreldrum sínum. „Nú eru aðrir tímar. í Breiðholti var tekin mjög ákveðin afstaða gegn fíkniefnum og í Freyvangi var það líka gert, þó með nokkuð öðrum hætti. En mér finnst mjög ánægjulegt að sjá að unga fólkið lætur ekki glepjast af fagurgala dópsalanna.“ Leynihljómsveit í upphafi Sumar á Sýrlandi var fyrsta plata Stuðmanna og vöktu þeir meðal annars athygli vegna þess að þeir komu fram með grímur og gáfu ekki upp hveijir þeir væm. Valgeir segir þetta laumuspil hafa verið hluta af gríninu en ástæðan hafi líka verið sú að hann og félagar hans hafi verið uppteknir við að koma fram á öðrum vettvangi og ekki endilega viljað kenna sig við tónlistina á plötunni. Nokkrir voru að spila með Spilverki þjóðanna og Jakob Magnússon hafði fengist nokkuð við jazz. Hulunni var þó svipt af Stuðmönnum og Valgeir hlær dátt þegar hann rifjar upp hvemig afhjúpunin hafi borið að. „Omar Valdimarsson, blaðamaður, fletti ofan af okkur í Morgunblað- inu,“ segir hann og virðist búinn að fyrirgefa þennan grikk enda vom flestir sem eitthvað þekktu til innan tónlistarheimsins þegar bún- ir að komast að því hverjir Stuð- mennirnir voru. AI Hverníg hægt er að neita kurteíslega? Hver kannast ekki við að vera upptekin(n) upp fyrir haus en taka engu að síður að sér fleiri verkefni ein- ungis vegna þess að þeir kunna ekki við að neita þegar til þeirra er leitað? Hjálpsemi við náungann er auðvitað góðra gjalda verð en ef þú ert svo upptekin(n) við að uppfylla þarfir ann- arra að þú hefur engan tíma til að vinna að eigin markmiðum gæti verið tímabært að þú bætir nýju orði í orðasafnið; orðinu NEI! Hvort sem þú ert heima hjá þér eða á vinnustað er mögu- legt að neita verkefnum á kurteislegan en ákveð- inn hátt. Hér koma nokkur dæmi um hvem- ig hægt er að svara bón neit- andi án þess að móðga á nokkrun hátt þann sem talað er við: 1. Þegar einhver fjölskyldumeðlimur vill fá þig til að gera eitthvað en þú hefur ekki tíma er best að vera hreinskilin(n): „Ég vildi að ég gæti gert þetta en því miður hef ég ekki tíma.“ Ef viðkomandi gefst ekki upp (hugsanlega vegna þess að hann er vanur því að þú neitir aldrei neinu) verður þú að vera ákveðin(n) á móti: „Þakka þér fyrir að spyrja hvort ég haft áhuga. Mér þætti mjög gaman að gera þetta en verð að neita þér í þetta sinn.“ 2. Yfirmanni á vinnustað er mjög erfitt að neita en þó er það ekki ómögulegt. Ef yfirmaður þinn biður þig t.d. um að vinna eftirvinnu sama dag og þú hefur lof- að þér í annað skaltu útskýra vandann fyrir yfir- manninum. Þú gætir boðist til að mæta klukkutíma fyrr í vinnuna næsta morgun í stað- „ainn eða semja við yfirmanninn um að fara bil beggja; vinna að- eins klukkutíma í viðbót í stað tveggja tíma og seinka áætlun kvöldsins um þennan klukku- tíma í stað þess að fresta henni fram á annað kvöld. 3. Ef yfirmaður þinn bætir á þig verkefnum og þér finnst þú þeg- vera að drukkna í of mörgum verkefnum er ágætisráð og fara í fljótheitum yfir þau verkefni sem þú ert að vinna að og spyija yfirmanninn hvað eigi að hafa forgang. 4. Ef vinnufélagi biður þig að hlaupa undir bagga með sér en þú ert upptekinn getur þú boðið krafta þína seinna þegar þú hefur rýmri tíma. 5. Ef notkun á NEIinu vex þér í augum er ágætt að æfa sig með því að byrja á að segja að þú verðir að athuga verkefnalistann hjá þér og síðan munir þú hafa samband aftur. Því næst skaltu æfa þig í ein- rúmi að segja töfraorðin: „Því miður, ég hef ekki tíma.“ Þegar þér finnst þú hafa æft þig nægjanlega er kominn tími til að hringja til baka og láta neitun- ina flakka. Þýtt og endursagt. AI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.