Dagur - 23.04.1996, Blaðsíða 6

Dagur - 23.04.1996, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 23. apríl 1996 UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ Staða verkefnis- stjóra CAFF Staða verkefnisstjóra (Programme coordinator) fyrir samstarfi átta þjóða (Bandaríkjanna, Kanada, Rúss- lands og Norðurlandanna fimm) um vernd lífríkis á norðurslóðum (Conservation of Arctic Flora and Fauna, CAFF) er laus til umsóknar. Samstarf þetta er hluti víðtækara samstarfs um umhverfisvernd á Norð- urslóðum (Arctic Environment Protection Strategy, AEPS). Skrifstofa samstarfsins er staðsett á Akureyri. Umsækjendur þurfa að uppfylla eftirtalin skilyrði: • Hafa stjórnunarreynslu og geta unnið sjálfstætt. • Hafa reynslu af alþjóðasamstarfi á sviði vísinda. • Hafa almenna þekkingu á málefnum norðurslóða, einkum umhverfismálum með sérstakri áherslu á gróður og dýralíf. • Hafa gott vald á ensku. Verkefnisstjóri verður í fyrstu ráðinn til eins árs og þarf að geta hafið störf sem fyrst. Staðan verður auglýst á ný á árinu 1997 í öllum aðildarlöndum samstarfsins. Frekari upplýsingar veita Þórður H. Ólafsson, skrif- stofustjóri í umhverfisráðuneytinu, Vonarstræti 4, 150 Reykjavík, sími 560 9600, bréfsími 562 4566, eða Ævar Petersen, forstöðumaður Reykjavíkurseturs Náttúrufræðistofnunar íslands, Hlemmi 3, Reykjavík, sími 562 9822, bréfsími 562 0815. Umsóknir skulu berast umhverfisráðuneytinu fyrir 15. maí nk. Umsækjendur skulu greina frá menntun, reynslu og hæfni með skírskotun til áðurgreindra skilyrða. Hvammstangi LAUS STÖRF Á Hvammstanga eru eftirtalin störf laus til um- sóknar. Framkvæmdadeild Hvammstangahrepps VERKSTJÓRI ÁHALDAHÚSS Æskilegt er að viðkomandi hafi vélvirkjamenntun eða tilsvar- andi menntun og starfsreynslu, sé skipulagður, geti unnið sjálfstætt og hafi góða verkstjórnareiginleika. Umsóknarfrest- urertil 5. maí nk. GARÐYRKJUMAÐUR í starfinu felst m.a. skipulag, umsjón og umhirða opinna svæða, stofnanalóða og skógræktarsvæða, svo og umsjón með vinnuskóla. Leitað er að starfsmanni með menntun frá skrúðgarðyrkjubraut Garðyrkjuskóla ríkisins, skógfræðingi eða tilsvarandi menntun og starfsreynslu. Umsóknarfrestur er til 5. maí nk. Upplýsingar veita tæknifræðingur og sveitarstjóri í síma 451 2353. Grunnskóli Hvammstanga SKÓLASTJÓRI Umsóknarfrestur er til 12. maí nk. GRUNNSKÓLAKENNARAR Almenn kennsla, danska, enska, myndmennt, heimilisfræði og kennsla yngri barna. Umsóknarfrestur er til 12. maí nk. Upplýsingar veita skólastjóri í síma 451 2417 og sveitarstjóri í síma 451 2353. Leikskólinn Ásgarður LEIKSKÓLAKENNARAR eða starfsmenn með sambærilega menntun. Umsóknarfrest- ur er til 15. maí nk. Upplýsingar veita leikskólastjóri í síma 451 2343 og sveitarstjóri í síma 451 2353. Umsóknir um ofangreind störf skal senda skrifstofu Hvammstangahrepps, Klapparstíg 4, 530 Hvammstanga. Hvammstangi er vaxandi bær miðsvæðis milli Reykjavíkur og Akur- eyrar. Á síðasta ári var fjölgun íbúa 2,2%, mest þéttbýlisstaða á Norðurlandi vestra. Hvammstangi er ekki á jarðskjálftahættusvæði og ekki á snjófióðahættusvæði. Á Hvammstanga er mjög fjölbreytt þjónusta, atvinnulíf og félagslíf. Velkomin til Hvammstanga. BELTIN (hd/7^6 ÚUMFERÐAR RÁÐ Vortónleikar Mánakórsins Fimmtudaginn 18. apríl efndi Mánakórinn til vortónleika sinna í Laugarborg í Eyjafjarðar- sveit. Stjórnandi kórsins er Michael Jón Clarke, en undirleikari á píanó Richard Simm. Samkvæmt söngskrá er Mána- kórinn skipaður tuttugu og einum söngmanni. Þar af eru karlar ein- ungis sjö og af þeim þrír í bassa. Hlutfall karla og kvenna er því nokkuð óhagstætt og gætti þess all- víða í flutningi kórsins, að karla- raddir voru heldur dauflegar og þróttlitlar. Þó áttu karlar góða hluti, svo sem í lögunum Dögun eftir A. Balascs við ljóð eftir Ingólf Jóns- son frá Prestbakka, Blessaðir vinir eftir Bellman í skemmtilegri út- setningu eftir Gordon Jack og Káti jámsmiðurinn eftir G. F. Handel, sem sungið var á hljóðatkvæða- setningu eftir Michael Jón Clarke. Best nutu karlar sín í laginu í dag eftir Sigfús Halldórsson við ljóð Sigurðar Sigurðssonar. Sópran Mánakórsins telur níu söngvara. Þar er greinilega að finna góðar raddir, sem ráða almennt vel við sitt hlutverk. Þannig var röddin vel björt í laginu Smalastúlkan eftir Skúla Halldórsson við ljóð Jóns Thoroddsens og átti góða hluti víð- ar. Rétt brá fyrir þvingun í tóni hjá sópran, svo sem í Við tvö og Blóm- ið eftir Sigfús Halldórsson við ljóð eftir Vilhjálm frá Skáholti og Söng förusveinsins, sem er þýskt þjóðlag við ljóð eftir Ólaf Guðmundsson. Altinn telur fimm konur. Hann hefur þéttan tón, sem fellur vel í hljóminn og gerði víða vel, svo sem í laginu Við tvö og Blómið eft- TÓNLIST HAUKUR ÁÚÚ5TSSON SKRIFAR ir Sigfús Halldórsson við ljóð eftir Vilhjálm frá Skáholti. í heild er Mánakórinn agaður og vel æfður kór. Innkomur er jafnan góðar sem og afslættir. Breytingar í styrk og önnur túlkunaratriði eru einnig almennt í góðu lagi. Þessi atriði nutu sín vel í til dæmis lög- unum Fyrr var oft í koti kátt eftir Fririk Bjamason við ljóð eftir Þor- stein Erlingsson, Hljóða nótt eftir L. van Beethoven við ljóð eftir Þórð Kristleifsson, sem kórinn söng með fallegri lyftingu og Söng förusveinsins, sem var vel jafnt og skemmtilega fjörlegt. I nokkur skipti brá út af, svo sem í Ástardraumi eftir Franz Liszt við ljóð eftir Davíð Guðmundsson, Vakna Dísa eftir Christiani við ljóð eftir Friðrik A. Friðriksson, Kata gamla eftir Magnús Ingimarsson við Ijóð Davíðs Stefánssonar og Þín hvíta mynd eftir Sigfús Hall- dórsson við Ijóð eftir Tómas Guð- mundsson. I þessum lögum og nokkru víðar var órói í röddum og á stundum ekki alls kostar hreint sungið. Ingunn Aradóttir söng tvö lög við undirleik Richards Simms. Þau voru Haustþankar og Vöggu- vísa. Bæði lögin eru effir Pálma Þ. Eyjólfsson og ljóðin eftir Stefán A Jónsson. Einnig söng Ingunn yfir- rödd í laginu Dögun. Ingunn hefur verulega rödd, þvingunarlausa og vel breiða. Tónninn er líltils háttar hvass. Haukur Steinbergsson söng einnig tvö lög við undirleik Richards Simms. Þau voru Þú ert eftir Þórarinn Gumundsson við ljóð Gests og Mánaskin eftir Eyþór Stefánsson við ljóð Helga Konráðs- sonar. Hauki tókst allvel einkum í síðara laginu. Tónleikar Mánakórsins í Laug- arborg vom óverðuglega illa sóttir. Kórinn er vel þess virði að sækja hann og hlýða á söng hans. Áf flutningi hans er ljóst, að unnið er af vandvirkni og metnaði. Því voru tónleikarnir í Laugarborg ánægju- legir. Þar má ekki láta ógetið undir- leikarans, Richards Simms, sem studdi vel í undirleik sínum og veitti af snilld sinni það sem unnt var á píanó hússins í flutningi Ást- ardraums Liszts. Á efnisskránni eru m.a. ný sönglög eftir Hróðmar Sigur- bjömsson og Atla Heimi Sveins- son, ýmsar nýstárlegar útsetningar á þekktum íslenskum söng- og dægurlögum, skandinavísk þjóð- lög og margt fleira. ' Tjarnarkvartettinn hefur starfað saman í 7 ár og á þeim tíma haldið fjölda tónleika innan lands og ut- an, sungið í útvarp og sjónvarp og Dagur bókarinnar Tjarnarkvartettinn í söngferð Tjarnarkvartettinn er að leggja upp í stutta söngferð austur á land fyrstu helgi í sumri. Kvart- ettinn heldur tónleika í Húsa- víkurkirkju að kvöldi sumar- dagsins fyrsta, nk. fimmtudag, kl. 20.30. Síðan verður haldið austur á bóginn. Tónleikar verða í Egilsstaðakirkju föstu- dagskvöldið 26. apríl kl. 20.30, í Seyðisíjarðarkirkju iaugardag- inn 27. aprfl kl. 16 og í safnaðar- heimilinu á Neskaupstað sunnu- daginn 28. kl. 14. gefið út tvo geisladiska. Kvartett- inn skipa þau Rósa Kristín Bald- ursdóttir, sópran, Kristjana Arn- grímsdóttir, alt, Hjörleifur Hjartar- son, tenór, og Kristján Hjartarson, bassi. VINNINGSTOLUR LAUGARDAGINN Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæð 1 B 5 af 5 0 11.663.852 2. XH? W~T~ 801.660 3.4a'5 125 11.060 4. 3af5 4.307 740 Samtals: 17.035.192 Upplýsingar um vinningstölur fást einnig I símsvara 568-1511 eða Grænu númeri 800-6511 og I toxtavarpi á slðu 451. Dagur bókarinnar verður haldinn há- tíðlegur í Deiglunni á Akureyri í kvöld kl 20.30. Þar munu rithöfund- amir Helga Ágústsdóttir, Heiðdís Norðfjörð og Lárus Hinriksson lesa úr verkum sínum, sem og Kristján Kristjánsson, heimspekingur og Jón Hjaltason, sagnfræðingur. Auk þessa verður lesið úr bók Vígfúsar Björnssonar og úr verð- launabókinni „Sossu Iitlu“ eftir Magneu frá Kleifum. Að dagskránni standa Amtsbóka- safnið á Akureyri, Rithöfundasam- band fslands, Hagþenkir og Café Karólína. Allir em velkomnir. (Fréttatilkynning) Bókasafh í KÞ í dag er alþjóðlegur dagur bókarinn- ar og af því tilefni ætla starfsmenn bókasafns Suður-Þingeyinga á Húsavík að opna útibú í húsi Kaup- félags Þingeyinga á Húsavík. Þar verður hægt að fá bækur að láni á venjubundinn hátt og sérstakt tilboð verður fyrir nýja lánþega. Þeir sem ekki eiga lánsskírteini bóka- safnsins og fá fimm bækur eða fleiri að láni geta fengið ársskírteini ókeypis í dag. Þeir sem ætla að skila bókum ættu hinsvegar frekar að leggja leið sína í Safnahúsið á Húsavík, þar sem bókasafnið er til húsa, því að þar verður sektarlaus dagur í dag. KLJ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.