Dagur - 05.06.1996, Blaðsíða 1

Dagur - 05.06.1996, Blaðsíða 1
Skandia A Lifandi samkeppni W - lœgri iðgjöld Geislagötu 12 • Sími 461 2222 Viðræðum um hugsanlega sameiningu ÚA, Strýtu og Söltunarfélagsins lokið: Ekki tókst að brúa bilið Þorsteinn Már Baldvinsson, framkvæmdastjóri Samherja hf. á Ak- ureyri, tilkynnti Jakobi Björnssyni, bæjarstjóra, það með bréfi dagsettu í gær að könnunarviðræður um hugsanlega sameiningu Út- gerðarfélags Akureyringa hf., Strýtu, Söltunarfélags Dalvíkur og Oddeyrar hafí leitt í Ijós að verulega skilji „á milli í mati aðila á framtíðarhorfum í rekstri þessara fyrirtækja,“ eins og Þorsteinn Már orðar það í bréfí sínu til bæjarstjóra. Þorsteinn Már sendi bæjarsijóranum á Akureyri bréf þann 17. apríl sl. þar sem hann óskaði eftir því að Akureyrarbær beitti sér fyrir könnunar- viðræðum milli ÚA, Strýtu og Söltunarfélags Dalvíkur um hugsanlega sameiningu þessara fyrirtækja. Þá óskaði Samherji eftir því að kannaður yrði möguleiki á að Akureyrarbær seldi hluta bréfa sinna í ÚA til Sam- herja og annarra; „þó með það að markmiði að Akureyrarbær verði áfram sterkur eignaraðili að fyrirtækinu." Fram kemur í bréfi Þorsteins Más í gær að þar sem. viðræðum um stækkun ÚA sé lokið hafi Samherji hf. ekki frekari áhuga á hlutabréfa- kaupum í ÚA með þeim hætti sem gert var í bréfinu frá 17. apríl sl., „enda myndu þau hlutabréfakaup ekki skapa nægilega möguleika til áhrifa á stjómun ÚA,“ eins og Þorsteinn Már kemst að orði í bréfi sínu. Síðan segir Þorsteinn Már: „Af hálfu Samherja var hugmyndin að koma á laggimar mjög öflugu sjávarútvegsfyrirtæki í fjölbreyttum rekstri. Til að sameining fyrirtækja með þessum hætti nái fram að ganga þarf að ríkja um það fullkomin sátt af hálfu beggja aðila. Forsvarsmenn Samherja hafa alls ekki viljað stofna til átaka um hugsanlegt sameiningarferli eða verðmætamat á fyrirtækjun- um. Þar sem svo mikið skilur á milli aðila í þessum efnum tel ég rétt að láta viðræðunum lokið. Fyrir hönd Samherja þakka ég bæjaryfirvöldum og stjórn ÚA við- brögðin við bréfi mínu frá 17. apríl s.l. og óska eigendum félagsins, stjóm þess og starfsmönnum gæfu og gengis um ókomin ár.“ Með þessari niðurstöðu er ljóst að óvissa ríkir um hvort og þá hverjum Akureyrarbær selur hlutabréf sín í Útgerðarfélagi Akureyringa hf. Bæjaryfirvöldum hefur borist erindi stjómar ÚA um kaup fyrirtækis- ins sjálfs á hluta bréfa Akureyrarbæjar í fyrirtækinu og það erindi bíður afgreiðslu. Þá hefur Dagur fyrir því heimildir að forráðamenn öflugra sjávarútvegsfyrirtækja innan Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hafi fylgst vel með gangi mála og látið í ljós áhuga á hugsanlegum kaupum hlutabréfa Akureyrarbæjar í ÖA. óþh Árangursríkur ráðherrafundur EFTA á Akureyri: Velkominn til Akureyrar! Hans van den Broek kom til Akureyrar í gær í opinbera heimsókn, en hann fer með utanríkis- og öryggismál auk Evrópumála í framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins. Þar með koma í hans hlut sam- skipti Evrópusambandsins við EFTA. Á þessari mynd taka þær Sigríður Snævarr, sendi- herra, og Hervör Jónasdóttir, eiginkona Helga Ágústssonar ráðuneytisstjóra, á móti Hans van den Broek við komuna til Akureyrar. Hann fundaði síð- degis í gær með ráðherrum EFTA-ríkjanna. I dag á hann morgunverðarfund með Hall- dóri Ásgrímssyni á Akureyri. óþh/Mynd: BG Starfsemi samtak- anna í góðum farvegi - að mati Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra Almenn ánægja var ríkjandi hjá þátttakendum að lokn- um ráðherrafundi EFTA, frí- verslunarsamtaka Evrópu, sem haldinn var á hótel KEA á Ak- ureyri í gær. Fundinum stjórn- aði Halldór Ásgrímsson, utan- ríkisráðherra, en auk hans sátu fundinn Jean Pascal-Delam- uraz, forseti Sviss, Greta Knud- sen, utanríksisviðskiptaráðherra Noregs og Andrea Willi, utan- ríkisráðherra Lichtenstein. ís- land fer einmitt með for- mennsku í EFTA um þessar mundir. Ráðherramir vom sammála um að fundurinn hefði verið árangurs- ríkur, en á honum var farið yfir starfsemi EFTA og samskipti samtakanna við bæði Evrópusam- bandið og önnur lönd, hvert held- ur þau eru í Evrópu, austan hafs eða vestan. „Það má segja að það hafi verið ríkjandi svartsýni um starfsemi EFTA fyrir stuttu síðan. Við höfum gengið í gegnum mik- ið breytingaskeið og það hefur tekist vel. Skrifstofan vinnur vel og það hefur tekist að koma þessu starfi í það form sem ekki er ástæða til annars en vera ánægður með,“ sagði Halldór um starfsemi EFTA. Einn mikilvægasti þáttur í starfsemi EFTA er samskipti þess við Evrópusambandið og þau mál ræddu ráðherrarnir á fundi sínum. „Við höfum lagt mikla áherslu á pólitísk samskipti við Evrópusam- bandið á undanfömum mánuðum og reynt að auka þau. Við höfum lagt áherslu á að auka þátttöku okkar í ýmsum nefndum í þeim tilgangi að við höfum aukin áhrif á þá löggjöf sem þar er samþykkt. Við höfum náð vissum árangri í þessu sambandi en þar er hægt að Frá blaðamannafundinum í gær. Á myndinni má m.a. sjá Kjartan Jóhanns- son, framkvæmdastjóra EFTA, Andrea Wiili, utanríkisráðherra Lichten- stein, Jean Pascal Delamuraz, forseta Sviss, og Halldór Ásgrímsson, utanrík- isráðherra. Mynd: BG gera betur og á það verður stefnt í framtíðinni. Að undanförnu höf- um við gert mikið af samningum um fríverslun við önnur lönd. Því verður haldið áfram, en sú breyt- ing hefur orðið að nú er meiri áhersla lögð á alheimsviðskipti en nokkru sinni fyrr. Þess vegna verður EFTA að endurskoða sína stöðu í því ljósi,“ sagði Halldór. I því sambandi sagði hann verða að leggja aukna áherslu á samskipti og samstarf við lönd utan Evrópu- sambandsins, bæði með beinum samningum við viðkomandi lönd og í gegnum Evrópusambandið. Hinir ráðherrarnir tóku í sama streng. EES-samningurinn væri mikilvægur samstarfsvettvangur við Evrópusambandið, sem reynst hefði vel, en raunar er Sviss utan EES. EFTA myndi áfram verða mikilvæg stofnun, hvert heldur sem litið er til samskipta EFTA- ríkjanna sín á milli, samskipti þeirra við ESB eða viðskipta- samninga við önnur ríki. Lofuðu þeir það forystuhlutverk sem ís- land hefur óneitanlega gegnt í að endurskipuleggja hlutverk og starfsemi EFTÁ miðað við breytt- ar forsendur, en sum stærstu að- ildarlöndin hafa sem kunnugt er skipt um hest á síðustu árum, þ.e. gengið úr EFTA í Evrópusam- bandið. HA Utgerðarfélagið: Landa 160 tonnum úr Hágangi II Síðdegis í dag verður landað á Akureyri 160 tonnum af ísfiski úr Hágangi II, sem hann hefur flutt frá Noregi fyrir Útgerðarfélag Akureyr- inga hf. Björgólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri ÚA, segir að ekkert uppihald sé á þessum fiskfíutningum frá Noregi og til marks um það sé Hríseyjan EA ytra þar sem verið er að lesta hana. Uppistaða aflans sem kemur með Hágangi II er þorskur. Björgólfur segir að verið sé að kanna möguleikann á að fá flutningaskip til þessara flutn- inga, en niðurstaða þeirrar at- hugunar liggi ekki fyrír. Hann segir ekkert benda til annars en framhald verði á þessum við- skiptum, en ítrekar hins vegar að hér sé um tilraun að ræða af hálfu Útgerðarfélags Akureyr- inga hf. óþh Líknar- og hjálpar- sjóöur lögreglumanna: Tveir Norð- lendingar fástyrk Avegum Landssambands lögreglumanna er starf- ræktur svokallaður líknar- og hjálparsjóður og greiða allir lögreglumenn á landinu til hans ákveðna upphæð af launum sínum. Sjóðurinn var stofnaður árið 1992 og nú þegar hefur verið úthlutað nokkrum sinnum úr honum. Að sögn Hermanns Karls- sonar, formanns Lögreglufé- lags Akureyrar, hefur í tvígang verið úthlutað styrkjum úr líknar- og hjálparsjóði lög- reglumanna til einstaklinga á Norðurlandi. Skömmu fyrir jól var ekkja í Skagafirði, sem missti éiginmann sinn og son í hörmulegu bflslysi, styrkt, og í tengslum við þing Landssam- bands lögreglumanna í Varma- hlíð í byrjun maí var 14 ára krabbameinssjúkri stúlku á Dalvík afhentur fjárstyrkur. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.