Dagur - 05.06.1996, Blaðsíða 2

Dagur - 05.06.1996, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 5. júní 1996 FRETTAVIf>TALIf> - VIÐ KJARTAN /ÓHANNSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRA EFTA Kjartan Jóhannsson, fyrr- verandi alþingismaður, ráðherra og sendiherra Is- lands hjá EFTA gegnir nú stöðu framkvæmdastjóra hjá bandalaginu. Hann læt- ur vel af starfinu, segir Is- land og starfsmenn þess vinna gott starf innan EFTA, og það sé ekki að flnna að ísland sé neinn „litlibróðir" í samstarfinu, þrátt fyrir að meginkostn- aðurinn við starfsemi EFTA sé greiddur af Sviss og Noregi. „Völdin liggja hjá ráðherrun- um,“ segir Kjartan, þegar spurt er hvort staða framkvæmdastjórans feli í sér mikið vald. „Ráðherrarn- ir taka meginákvarðanir varðandi stefnur og á hvað skuli lögð áhersla, þannig að hin endanlegu völd eru hjá EFTA-ráðinu. Fund- urinn hér er fundur EFTA-ráðsins með þátttöku ráðherra, en venju- lega eru þessir fundir haldnir með þátttöku sendiherra. Þeir fundir eru haldnir aðra hverja viku í Genf, þar sem fjallað er um allt sem varðar EFTA í heild sinni. Önnur nefnd fjallar um efnisatriði EES-samningsins, en í henni sitja líka fastafulltrúar frá löndunum, og tekur hún hinar efnislegu ákvarðanir. Fllutverk fram- kvæmdastjórans er að framfylgja þessum ákvörðunum, og sjá til þess að það sé farið eftir þeim og þeim árangri náð sem ætlast er til og að reka stofnunina almennt.“ Valdameiri fundur Kjartan segir fundinn á Akureyri valdameiri en hina venjulegu sendiherrafundi. „Ráðherramir hittast tvisvar á ári til að marka stefnuna milli sinna funda. Þá gerist tvennt; menn gera úttekt á því hvemig hefur miðað og hins vegar leggja þeir línumar varðandi framhaldið. Ég á nú ekki von á neinum stór- ákvörðunum núna, við höfum mikið rætt um samskipti okkar við „þriðju lönd“, þ.e.a.s. önnur lönd en þau sem em í Evrópubandalag- inu, og það hefur átt sér stað mikil þróun í þeim efnum. Við erum komin með fríverslunarsamninga við tólf „þriðju lönd“ og sam- starfssamninga við fimm lönd til viðbótar. Væntanlega verður ein- hver áframhaldandi þróun í þeim efnum, samstarfssamningamir þróist yfir í fríverslunarsamninga og hugsanlega verða nýir sam- starfssamningar gerðir.“ Fyrirkomulagið gagnast íslandi - Er enginn yfirgangur af hendi stærri ríkjanna tveggja í EFTA í garð okkar íslendinga? „Mín reynsla er sú að sá sem undirbýr sig vel og hefur rökin sín megin, geti haft veruleg áhrif. Ég hef lagt áherslu á að íslendingam- ir stæðu sig vel í því sem þeir eru að gera, það er ekki nauðsynlegt að þeir taki þátt í öllum nefndum; á mörgum sérfræðisviðum höfum við ekki svo ríkra hagsmuna að gæta. AUt fyrirkomulagið er af því tagi að það gagnast smáþjóð eins og íslendingum ákaflega vel, við nýtum fólk frá stofnuninni og öðr- um löndum til þess að fylgjast með því sem er að gerast og vinna hluta verkanna." Reynsla EFTA-ríkjanna af EES „Ég held að reynslan sé nokkuð góð. Við erum komin vel af stað með að reka samninginn, það var svolítið erfitt í upphafi, því mörg EFTA-landanna voru á leiðinni inn í Evrópubandalagið, og voru f.o.f. með hugann við það. Eftir að „Til þess að einangrast ekki verða menn að standa sig betur og hafa sig ineira í frammi.“ Mynd: BG Reynslan af EES er góð - segir Kjartan Jóhannsson, framkvæmdastjóri EFTA það lá fyrir að Noregur yrði áfram í EFTA þurfti að endurskipuleggja starfsemina og í það fór mikill kraftur um tíma, en ég tel að við séum nú komin vel af stað og ávinningurinn fari að skila sér.“ - Hver er helsti ávinningur Is- lands af EES? „Samningnum fylgdu til dæmis miklar tollalækkanir að því er varðaði útflutning okkar á fiskaf- urðum, en síðan þýðir þetta það að hvaða fyrirtæki á íslandi sem er, hefur sama aðgang að Evrópu- markaðnum eins og þýskt fyrir- tæki, danskt, belgískt eða hvað maður vill telja. Ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir alla þróun og ég er ekki frá því að áhrifin af þessu séu farin að koma fram, út- flutningur á iðnaðarvarningi hefur aukist. Ég hef nú verið þeirrar skoðunar að það væri mjög mikil- vægt fyrir íslendinga að þróa sinn iðnað og það getur ekki gerst öðruvísi en með útflutning í huga.“ - Telurðu vemdarákvæði ís- lands um sjávarútveginn í samn- ingnum vera okkur til trafala á einhvem hátt? „Það getur vel verið að þau séu að einhverju leyti til trafala, en þetta var atriði sem íslendingar lögðu áherslu á; að sjávarútvegur- inn væri sér á parti. Hann er ekki nema að hluta til inni í samningn- um, rétt eins og landbúnaðarmál- in, þau eru að mestu leyti utan við samninginn, sökum þess að þetta voru erfið málefnasvið. Menn stóðu frammi fyrir því að ef taka ætti þessi atriði í ríkara mæli inn í samninginn, kæmi nýting auðlind- anna inn í umræðuna og það vildu íslendingar auðvitað ekki. Ég hef ekki orðið var við nein neikvæð viðhorf samningsríkjanna vegna þessara ákvæða okkar, þau eru einungis tekin sem staðreynd." Austur-Evrópuríki ekki í EFTA - Hafa Austur-Evrópuríki sóst eft- ir inngöngu í EFTA? „Nei, um það er einungis eitt dæmi. Slóvenía hafði sig svolítið í frammi í þeim efnum, en Slóvenar voru jafnframt að sækjast eftir að- ild að Evrópubandalaginu. Mín skoðun er sú að Mið- og Austur- Evrópuríkin séu að sækjast eftir pólitískri vigt, sem þau geta feng- ið með aðild að Evrópubandalag- inu, en hún er ekki fyrir hendi í EFTA. Mér sýnist alveg ljóst að þau stefni beint á aðild að Evrópu- bandalaginu. Ég held að þau meti það þannig að ef þau ættu að byrja á að fara inn í EFTA myndi það tefja fyrir þeim á leiðinni inn í EB.“ Höfum við einangrast? Talsverð umræða hefur verið um að ísland hafi einangrast í ríkja- samstarfi eftir að Svíþjóð og Finn- land gengu í EB og einungis Nor- egur og ísland urðu eftir utan bandalagsins af Norðurlöndunum. Telur Kjartan svo vera? „Við erum kannski ekki að ein- angra okkur, en auðvitað þýðir þetta að við verðum að standa okkur enn betur en við höfum gert áður. Við byggðum mjög mikið á Norðurlandasamstarfinu og nutum þess mjög, og eins að hópurinn í EFTA var breiðari til að fylgja fram málum. Til þess að einangr- ast ekki verða menn að standa sig betur og hafa sig meira í frammi.“ - Höfum við efni, aðstæður og mannafla til þess? „Ég held að þetta sé nauðsyn, og menn verði að leggja sig fram um þessi atriði. Það sem menn taka að sér verða þeir að gera vel og meðan þeirri stefnu er fylgt, er- um við að minnsta kosti að gera það sem hægt er.“ - Hefur minni Norðurlanda- samvinna haft einhver áhrif innan EFTA? „Nei, hún hefur ekki gert það. Það sem hefur gerst þar er einung- is að við erum færri og smærri. Það þarf að vinna nokkum veginn sömu vinnuna og áður, þegar þjóðimar voru fleiri, en með mun minni mannskap.“ - Er EFTA minnimáttar gagn- vart EB? „Auðvitað, það liggur í augum uppi. Ég get þó ekki sagt að sam- skipti okkar hafi verið þannig að EB reyni að valta yfir okkur; en það skiptir þó miklu máli að EFTA-ríkin haldi vöku sinni og minni stöðugt á sig. Við þurfum að vera mjög vakandi til að halda uppi hagsmunamálum okkar og halda þeim til streitu. Yfirleitt hef- ur tekist að leysa öll mál milli EB og EFTA, þó sum hver hafi tekið langan tíma. Mál sem t.d. hefur tekið mikla orku og tíma og er ennþá verið að vinna í eru við- skipti með unnar landbúnaðarvör- ur. Vonandi tekst að leysa það áð- ur en langt um líður, en þar er um að ræða mismunandi hagsmuni sem verið er að takast á um. Þar eru kannski fyrst og fremst sænsk- ir hagsmunir gegn norskum, en jafnframt EFTA-hagsmunir á móti Evrópubandalagshagsmunum. Sama gegnir um strandflutninga, þar sem við höfum ekki fengið þá lausn mála sem við teljum okkur eiga að fá; þar er einnig um að tefla ólíka hagsmuni, en réttur okk- ar í þeim efnum er viðurkenndur af framkvæmdastjóm EB og því er ekkert annað að gera en að þjarka og þrauka og fá niðurstöðu." Framtíðarhorfur EFTA „Eins og hlutimir em núna sé ég ekki annað en að þetta muni verða í óbreyttu formi, þessi fjögur lönd; ísland, Noregur, Sviss og Liech- tenstein, muni áfram reka sín sam- skipti í gegnum EFTA, auk sam- skiptanna við „þriðju lönd“ og að EES-samningurinn verði áfram í þeim farvegi sem hann er. Hvað liggur í langri framtíð veit ég ekki, það er ómögulegt að segja, en í fyrirsjáanlegri framtíð held ég að þetta breytist lítið. Ef Noregur hefði farið inn í EB á sínum tíma hefðu hlutimir gjör- breyst, Island hefði orðið eitt eftir með EES-samninginn, því Liecht- enstein var ekki komið inn og Sviss er ekki aðili að honum. Um leið og ljóst varð að Noregur yrði áfram, en gengi ekki í Evrópu- bandalagið, breyttist myndin, en umræðan um óvissa framtíð EFTA fyrir um tveimur árum var mjög eðlileg miðað við aðstæður þá.“ shv

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.