Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1994, Blaðsíða 4
FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1994 Fréttir Ummæli Guðrúnar Ágústsdóttur, forseta borgarstjórnar, um húsafriðunarnefnd: Gætir misskilnings og sumt er rangt hjá henni - segir Guðný Gerður Gunnarsdóttir, formaður húsafriðunarnefndar „Eg vil koma því á framfæri aö þaö gætir nokkurs misskilnings hjá Guð- rúnu Ágústsdóttur. Sumt sem hún segir er rangt. Guðrún gagnrýnir húsafriðunarnefhd fyrir aö vera of sveigjanleg en reyndar fær nefndin oftar gagnrýni fyrir að vera of stif. Það liggur í hlutarins eöli að nefnd eins og húsafriðunarnefnd getur ekki gert svo að öllum líki," segir Guðný Gerður Gunnarsdóttir, formaður húsafriðunarnefhdar, í samtali við DV. DV greindi frá gagnrýni Guðrúnar Ágústsdóttur, forseta borgarstiórnar Reykjavíkur, á húsafriðunarnefnd á mánudaginn. Hlutverk húsafriðun- arnefndar er að stuðla aö varðveislu byggingararfs þjóðarinnar, að meta hvaða hús sé ráðlegt að friða hverju sinni og gera um það tillögur til menntamálaráðherra. Einnig úthlut- ar nefndin styrkjum úr húsafriðun- arsjóði. „Það þarf að meta málsatvik í hverju tilviki og oftar en ekki þarf að taka tillit til raunverulegra að- stæðna eins og vilja og getu þeirra sem eiga húsið og þá kemur eðlilega til málamiðlana. Það var slík staða sem húsafriðunarnefnd var í várð- andi Iðnó og það ætti Guðrúnu Ág- ústsdóttur að vera ljóstþar sem hún sat í borgarstjórn Réykjavíkur á þeim tíma þegar fjallað var um Iðnó. Hvað varðar ummæli Guðrúnar um húsafriðunarsjóð og úthlutanir úr honum finnst mér þau vera svolít- ið sérkennileg og þar eru atriði sem eru beinlínis röng. Styrkir úr sjóði eru fyrst og fremst veittir einstakl- ingum sem eiga friðuð hús og varð- veisluverð hús og sóknarnefhdum sem fara með umsjón friðaðra kirkna. Húsafriðunarnefnd hefur það fyrir reglu að úthluta ekki styrkjum til bygginga í eigu ríkis- ins," segir Guðný. Að sögn Guðnýjar hefur ríkið ekki staðið við að veita þau framlög sem það á að veita samkvæmt lögum í húsafriðunarsjóð. Jömunarsjóður sveitarfélaga hefur greitt sitt framlag að fullu en ríkið ekki nema um einn þriðja af því sem það á að leggja fram í sjóðinn. „Ég fagna því að ný borgarstjórn ætii að stofna sérstaka nefnd til þess að móta stefhu í húsaverndunarmál- um. Ég lít ekki svo á að nefndin sé sett til höfuðs okkur. Mér finnst að sveitarstjórnir ættu að marka stefnu í jafn mikilvægum málaflokki og jafnframt að tryggja að unnið sé eftir henni. Gerð var sérstök úttekt á steinbæj- unum í Reykjayík fyrir nokkrum árum á vegum Árbæjarsams. Síðan hefur borgin í rauninni ekki verið reiðubúin að leggja neitt af mörkum til þess að tryggja varðveislu þessara húsa. Borgin vildi ekki taka þátt í því með húsafriðunarsjóði að varð- veita Brennu við Bergstaðastræti," segir Guðný. Guðný tekur fram að þrátt fyrir allt hafi Reykjavíkurborg gert margt gott og staðið myndarlega að viðgerð gamalla húsa í eigu borgarinnar og að húsafriðunarnefnd hafi átt mjög gott samstarf við borgarminjavörð og Árbæjarsafh. Deilt hefur veriö um glerskálann við Iðnó. Hann var meðal annars byggður vegna þess að talið var nauðsynlegt að fá aukarými í staðinn fyrir gömlu viðbygginguna og einnig til þess að vernda salinn fyrir hávaða að utan. Steinbærinn Stórasel, sem stendur bak við Holtsgötu, var byggður fyrir aldamót og hefur tekið miklum stakkaskiptum síöan. Búið er að byggja margoft við bæinn. Borgin keypti hluta bæjarins til niðurrifs en Árbæjar- safn lagðist gegn því. Afstaða Reykjavíkurborgar er að steinhúsið Brenna við Bergstaðastræti verði ekki rifið en borgin vill ekki taka þátt í að kosta endurbygginguna. DV-myndir ÞÖK Debetkort bankanna í sviðsljósinu: Fólk rekst á alls kyns hindranir - útbreiðsla Maestro takmörkuð í E vrópu - Electron hægt að nota þar sem rafrænn búnaður er Fjögur ár eru liðin síðan umræða fór af stað hjá bónkum og kaup- mönnum um að taka upp debetkort í greiðslumiðlun. Kortin áttu að vera arftakar ávísananna og sann- kölluð galdratæki. Markmiðið var, og er væntanlega enn, að auðvelda bankaþjónustu og gera hana ódýr- ari og koma í veg fyrir gúmmítékk- ana. En langan tíma tók að koma debetkortunum á markað, m.a. vegna andstöðu kaupmanna. Fyrstu kortin voru gefin út í árs- lok 1993 en eru orðin 70 þúsund talsins í dag. Samningar tókust ekki við samtök kaupmanna fyrr en í vor en undanfarið hefur þeim þjónustuaðilum fjölgað sem taka við kortum. Núna eru 1200 þjón- ustuaðilar komnir með debetkorta- samninga, þ.e. um helmingur þeirra aðila sem hafa rafrænan búnað til að taka við kortum, svo- kallaða posa. Því eru fjölmargir aðilar sem enn taka ekki við kort- unum og vandræði hafa komið upp í notkun hraðbanka með debet- kortin. Þá hefur komiö í ljós að ís- lendingar virðast vera nokkuð langt á undan sumum Evrópuþjóð- um í notkun debetkorta og þeir lent í vandræðum ytra, sér í lagi not- endur Maestro-debetkorta. Fjöldi kvartana Fleira hefur staðið gegn þessum kortum. Samkeppnisstofnun hefur úrskurðað samkomulag bankanna frá því í vor við samtök kaup- manna ólöglegt og Neytendasam- tökin hafa haft sínar efasemdir um samkomulagið. Nýlega sendu Neytendasamtökin Landsbankanum bréf þar sem ósk- að er eftir svörum við nokkrum spurningum um debetkort og gjald- skrá bankans. Samtökin efast um að liðir í gjaldskránni éigi við rök að styðjast. Bréfið er tilkomið vegna fjölda kvartana undan gjald- töku bankanna sem samtökunum hafa borist að undanförnu. Sólrún Halldórsdóttir, hagfræðingur Neytendasamtakanna, sendi bréfið og í samtah við DV kvaðst hún vonast eftir svari fljótlega. Aðspurð sagði Sólrún að fólk sem hringdi í samtökin væri fyrst og fremst óánægt með aukna gjald- töku bankanna. „Það er gífurleg óánægja með að það sé verið að þvinga fólk til að taka debetkort. Fólki finnst þetta vera yfirgangur. Þá er óánægja með að ekki hefur verið hægt að nota debetkortin sem skyldi. Fáar verslanir virðast taka við kortum ennþá. Kortin hafa verið markaðs- sett með miklum glæsibrag en síð- an er fólk að reka sig á alls kyns hindranir," sagði Sólrún. Hún hef- ur reiknað út að gjaldtaka banka og sparisjóða af riotendum tékka og debetkorta skili þeim um 700 milljónum króna ofan á aðrar tekj- ur. í bréfi Neytendasamtakanna til Landsbankans eru tvær spurning- ar af fimm um debetkortin; annars vegar um mismun á færslugjöldum af debetkortum og tékkum og hins Hraðbankatæki bankanna eru komin til ára sinna og að auki tal- in of fá. Dæmi eru um að fólk hafi lent i vandræðum með að nota debetkort í hraðbönkunum. DV-mynd ÞÖK Fréttaljós vegar hvort rétt sé að einungis hluti færslna með debetkortum sé athugaður með tiUiti til innistæðu. DV haföi samband við Brynjólf Helgason, aðstoðarbankastjóra í Landsbankanum, og innti hann eft- ir svörum viö spurningum Neyt- endasamtakanna. Brynjólfur sagði aö bréfi samtakanna yrði svarað fljótiega með formlegum hætti. Al- mennt um erindið sagði Brynjólfur að mismunur á gjaldtöku skýröist fyrst og fremst af þyí hvað þjónust- an kostaði bankann. „Mannshönd- in er dýrari í rekstri en tölvutækn- in," sagði Brynjólfur og átti við hvað tékkavinnan væri mun dýrari fyrir bankana en debetkortavinn- an. Um það hvort aöeins hluti de- betkortafærslna væri athugaður með tiUiti til innistæðu vildi Brynj- ólfur ekkert segja að svo komnu máh. Á undan öörum þjóðum Notendur Maestro-debetkorta hafa lent í vandræðum með þau í Hollandi. Gunnar Bæringsson hjá Kreditkortum sagði að ísland væri á undan mörgum þjóðum með de- betkortin og markaðssetning þeirra væri rétt að hefjast í löndum eins og Hollandi. Þar væri aðeins hægt að nota debetkortin í hrað- bönkum en ekki í verslunum. Fréttaritari DV í Hollandi fór á stúfana og skyndikönnun hans staðfesti orð Gunnars svo um mun- aði. Engar verslanir könnuðust við Maestro-debetkort og í bönkum var lítið vitað um þau. Gunnar Bæringsson sagði mikil- vægt að fólk kynnti sér vel hvar unnt væri að nota kortin áður en það legði af stað í frí. Skynsamlegt væri að taka greiðslukort með de- betkortinu. Þessar upplýsingar væri hægt aö fá í bönkunum. Gunnar vísaði því á bug að fólk hefði fengið rangar upplýsingar um útbreiðslu debetkorta erlendis. Forráðamenn Visa íslands segja að notendur Visa Electron debet- korta þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur, sama hvar þeir séu staddir í heiminum, svo framarlega sem rafrænn búnaður sé til staðar. Óánægja með hraðbankana Með aukinni notkun debetkorta hefur álagið á hraðbankana hér innanlands aukist verulega. Hrað- bankatækin eru komin til ára sinna og til að anna aukinni eftirspurn þyrfti að fjölga þeim verulega. Dæmi eru um erfiðleika við að nota debetkortin í þessum tækjum. Neytendasamtökin hafa orðið vör við mikla óánægju með hraðbank- ana. Sólrún sagði að hraðbankarn- ir væru alltof fáir, sér í lagi á lands- byggðinni. Sem dæmi nefndi hún Norðurland þar sem eingöngu tvo hraðbanka væri að finna. Sólrún sagði mikilvægt aö aðgangur að hraðbönkum væri óhindraður, ekki síst í ljósi þess að debetkortin áttu einkum að koma í staðinn fyr- ir „litla" tékka. „Fólk þarf alltaf aö hafa eitthvert skotsilfur," sagði Sólrún. íslandsbanki er kominn lengst í að endurnýja hraðbankana og tek- ur nýja og fullkomnari tegund í notkun innan skamms í útibúum bankans. Aðrir bankar eru skemmra á veg komnir með end- urnýjun hraðbankanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.