Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1994, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1994, Síða 8
8 FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1994 Stuttar fréttir Olintonrýfur tengsl Búíst er við að Clinton Banda- ríkjaforseti rjúfi öll tengsl viö sljórn Hútú-manna í Rúanda. Dregiðúrspennu SÞ hefur tekist að draga úr spennu í Sarajevo með þvi að fá Tyrklandsforseta til að fresta heimsókn. Berlusconi í vanda Silvio Ber- lusconi, for- sætisráðherra Ítalíu, á nú i stríðí við dóm- ara sem rann- saka spillingar- mál en þeir hafa fariö fram á Qutning i önnur störf til að mótmæla tak- mörkunum á handtökuheimild- um þeirra. Karamellanbráðnar Hitinn í sænskri sælgætisfabr- ikku er svo mikill að karamellan og súkkulaðiö storkna ekki. Verkfali í Bretlandi Breskir járnbrautarstarfsmenn boðuðu tveggja sólarhringa verk- fall. Hittastaftur Norður-kóreskir og bandarískir embættismenn hittast i næstu viku til aö ákveða næsta fund um kjarnorkuágreining. ÓgnviðJapan Japönsk stjórnvöld sögðu í morgun að langdræg flugskeyti Norður-Kóreu og meint áform um kjarnavopnasmíði væri ógn við Japan. Ekkertóðagot Bill Clinton Bandaríkjafor- seti og suður- kóreskur starfsbróðir hans ákváðu i morgun að fara sér að engu óðslega í við- brögðum við breytingum í Norð- ur-Kóreu eftir fráfall Kims Ils- sungs. Afsögnráðherra Valdis Bírkvas, forsætisráð- herra Lettlands, sagði af sér í gær eftir að stjórn hans féll. Tekmrfyrirsmygl Lögrelan í Namibíu hefur hand- tekið sex menn, þar á meðal hátt- setta löggu, fyrir smygl á fíla- beini. MannfallíTyrklandi Átta Iögreglumenn og 32 kúrd- neskir féllu í átökum í Tyrklandi. Ekkisamiðumfisk Ekki náðist sarakomulag milli Marokkó og ESB um samdrátt fiskveiða. Mitterrand sæll Francois Mit- terrand Frakk- landsforseti hélt fjórtánda og síðasta Bast- illudaginn sinn sem forseti há- tíðlegan 1 gær og baðaði sig í dýrðarljóma afreka sinna. Bamasmygl Fimm manns eru í steininum í Rúmeniu fyrir tiiraunir til að smygla börnum úr iandi. Skiptumverði Norska þjóölistasafnið ætlar að skipta um öryggisgæslufyrirtæki í kjölfar þjófnaða á listaverkum, m.a. Ópi Munchs. Rcuter, TT Utlönd Straumur flóttafólks frá Rúanda til Zaire: Milljón f lóttamenn til Zaire í vikulokin Flóttamennirnir frá Rúanda bera eins mikið af veraldlegum eigum sínum og þeir geta á höfðinu. Búist er við að tala flóttamanna, sem flýr yfir landamærin til Zaire, verði komin upp í 800.000 til ein milljón manns í vikulokin. Símamynd Reuter Flóttamannastraumur frá Rúanda yfír til nágrannaríkisins Zaire heldur stöðugt áfram og er að myndast mik- ið vandræðaástand í flóttamanna- búðum í þorpinu Goma á landa- mnærunum. Fjöldi ílóttamanna er gífurlegur orðinn í búðunum, var- færnir segja töluna komna upp í 200.000 manns, aðrir segja hana orðna miklu hærri. Búist er viö að tala flóttamanna á þessu svæði verði komin upp í 800.000 til ein milljón manns í vikulokin. Flóttamennirnir bera eins mikið af veraldlegum eigum sínum og þeir geta á höfðinu. Fjölmargir hermenn úr stjórnarhernum hafa slegist í fór með flóttamönnum enda er getum að því leitt aö stutt sé í endalok and- spyrnunnar gegn uppreisnarmönn- um. Eitthvað hefur borið á skothríð í þorpinu Goma og er talið að hún sé frá skelfmgu lostnum íbúum þorps- ins sem eru að reyna að verja eigur sínar fyrir þurfandi ílóttamönnum. Flóttamenn eru að mestum hluta fólk af Hútú-ættbálknum sem er á flótta undan uppreisnarmönnum sem eru af Tútsí-ættbálknum. Herir Tútsí- manna eru á allan hátt betur vopn- um búnir og skipulagðari en sveitir stjómarhers Hútú-manna. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur farið fram á að vopnahléi verði komið á í landinu og hefur sent hjálp- arbeiðni til þjóða heims um að koma flóttamönnum til aðstoðar. Frakkar, sem hafa komið sér upp vemdar- svæði fyrir flóttafólk í landinu, höfðu áður ítrekað varað við því skelfing- arástandi sem vofir yfir flóttamönn- um. Höfuðstöðvar leifanna af herjum stjórnarsinna og ríkisstjórnar lands- ins em skammt frá búðum Frakk- anna. Búist er við að þegar stjórnin falli, muni leifar hennar leita til verndarsvæðisins. Frakkar hafa lát- ið í það skína að þeir séu ekki vel- komnirþangað. Reuter Hitnar í kolunum í Karibahafi: Bandarískir hermenn farn- ir að æf a innrás á Haítí Stuðningsmenn herforingjastjórn- arinnar á Haítí söfnuðust saman í miðborg Port-au-Prince í gær til að mótmæla þrýstingi á alþjóðavett- vangi á stjómina að fara frá. Bandarískir embættismenn í Was- hington gerðust sífellt haröorðari í garð Haítístjórnarinnar og Hvíta húsið viðurkenndi að bandarískir landgönguliðar væm við æfingar á Bahamaeyjum. Þá var tilkynnt að átta til tólf lönd hefðu fallist á aö senda hermenn undir forustu Bandaríkjanna til Haítí eftir að leiö- togar þar hefðu farið frá. Að auki efndu tvö þúsund fallhlíf- arhermenn úr 82. herfylkinu til stærstu æfingar á innrás úr lofti sem það hefur haldiö í tvö ár, að sögn blaðsins New York Times. Fallhlífarhermennirnir eru að æfa sig að stökkva út úr C-141 og C-130 flutningavélum og tryggja lendingar- staði fyrir hersveítir og hergögn sem flogið yrði með síðar, sagði í blaðinu í morgun. Jean-Bertrand Aristide, útlægur forseti Haítí, fór fram á skjótar að- gerðir af hálfu þjóða heims til að bola burtu herforingjunum sem ráku hann úr embætti í blóðugri byltingu í september 1991. Aristide sagðist einnig ætla að hefja útvarpssendingar til lands síns í dag. Tugir mótmælenda fóm í fylkingu um torg nærri forsetahöjiinni, böröu bumbur, blésu í lúðra og bám spjöld þar sem alþjóðlegt viðskiptabann á Haítí var fordæmt, svo og tilraunir Bandaríkjastjómar til að neyða her- foringjastjómina til að láta af völd- um. „Niöur meö viðskiptabannið. Lengi lifi Haítí,“ sungu mótmælendumir sem komu saman að undirlagi upp- lýsingamálaráðuneytis landsins. Reuter Watsonferaftur á hvalamiðin Paul Watson, baráttusinninn gegn hvalveið- um, er væntan- legur aftur á norsk hvala- mið. Skip sam- taka hans, Sea Shepherd, sem ber nafniö Whales Forever, varð fyrir skakkafóllum í átökunum við norska varðskipið Andenás og varð að halda til hafnar á Shet- landseyjum í viðgerðir. Watson hefur tilkynnt fjölrniölum aö hann sé væntanlegur aftur á hvalamiðin á næstu dögum. „Okkar markmið em aö koma aftur og bjarga hvölunum. „Wha- les Forever“ er hugmynd sem Norömönnum mun veitast erfitt að stöðva," sagði Lisa Distefano, leiöangursstjóri Sea Shepherd. NTB Tuttugu og sjö létust í sprengingu á ítölsku elllheimili: Heyrði hvell og húsið var horfið Gassprenging varð 27 manns að bana á elliheimih í bænum Mitta Visconti á Norður-Ítalíu í gær og hmndi einlyft húsið eins og spila- borg, að sögn björgunarmanna. íbú- ar hússins vora að setjast aö morg- unverði þegar ósköpin dundu yfir. „Ég heyrði ofboðslegan hvell, sneri mér við og elliheimilið var horfið," sagði sjónarvottur við fréttamenn. Björgunarmenn grófu sjö slasaöa úr rústunum með berum höndunum og fluttu á sjúkrahús. Átta manns sluppu án meiðsla. Þetta er mesta manntjón í slysi af þessu tagi frá árinu 1985 en þá létust 34 þegar sex hæða bygging hrundi nærri bænum Taranto á Suður-ítal- íu. Björgunarsveitamenn leita að fólki i rústum eliiheimilisins sem hrundi í gassprengingu á ítaliu í gær. Simamynd Reuter Elveno Pastorelii, yfirmaður al- mannavarna á Ítalíu, sagði að gasleki úr ryðguðum leiðslum undir gólfi matsalarins hefði valdið sprenging- unni. Paolo Visdentíni, sem býr í Motta Visconti, sem er um 35 kílómetra suðaustan Mílanó, sagði að spreng- ingin hefði hljómað eins og þegar flugvél væri að rjúfa hljóðmúrinn. Oscar Luigi Scalfaro, forsetí ítahu, sendi samúðarskeyti og Marco For- mentini fór á staðinn. „Ég fékk mér ekki morgunverð svo ég fór bara út í sólina," sagði Luiga Andreone sem er á níræðisaldri og bjó á elliheimilinu. Hún var flutt á sjúkrahús tíl að jafna sig eftír áfallið. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.