Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1994, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1994, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1994 13 Sviðsljós * > > > Grace Jones: Alltíjárnum Söngkonan Grace Jones hélt upp á afmæliö sitt í næturklúbbi einum í New York og gerði það með stíl. Reyndar átti hún afmæli í maí síð- astliðnum en það spillti ekki fyrir fjörinu enda var múgur og marg- menni á staðnum. Grace mætti í fótum úr málmi og kakan var skreytt með járnskúlptúr svona til að auka matarlystina. Eftir á óskaði Grace sjálfri sér til hamingju með afmælið og söng fyrir sig en þegar gestir spurðu hversu gömul hún væri varð lítið um svör. Grace er þekkt fyrir að blanda saman mörgum tiskustraumum frá öllum timum veraldarsögunnar. Uma felur sig í kjöltu Richards þegar Ijósmyndarinn gerist of nærgöngull. Richard Gere: Leynilegt stefnumót? Leikarinn Richard Gere og eigin- kona hans, Cindy Crawford, hafa undanfarna mánuði verið fórn- arlömb fjölmargra slúðursagna um að hjónaband þeirra sé að bresta í sundur. Þau hjónin hafa beitt mörgum nýstárlegum aðferðum til þess að uppræta þessar kjaftasögur en það hefur gengið hálfilla og ekki bætir úr skák að um daginn sást Richard með leikkonunni Umu Thurman. Þetta væri svo sem ekki í frásögur færandi nema hvað leikararnir forð- uðust ljósmyndara einn eins og heit- an eldinn og átti hann stundum fót- um sínum fjör að launa. Þau voru þá búin, að sögn kunn- ugra, að eyða fjórum klukkutímum á veitingarhúsi og voru á leiðinni út þegar ljósmyndarinn rakst á þau. Þetta atvik hefur hleypt af stað vangaveltum um hjónaband Ric- hards og Cindyar og hugsanlegum viðbrögðum Cindyar viö títtnefndu atviki enda þótti ljósmyndafælni þeirra óvenju grunsamleg. Uma Thurman á hraðferð eftir að Ijósmyndarinn kom auga á hana og Ric- hard Gere. LETT- SLOMPUÐ SPENNUSAGA, TILVALIN í SUMARFRÍIÐ 895 kr. á næsta sölustað og ennþá ódýrari í áskríSt Kynntu þér frábært áskrif tartilboð í sima (91)632^00 ÖRVALS BÆKUR EL NYKOMIÐ - NYKOMIÐ Terylene buxur, aðeins kr. 3.990, hvítar skyrtur, kr. 990 Búðin, Bíldshöfða 18, sími 91-879010, fax 91-879110 Opið: mánud-föstud. 9-18, laugard. 10-16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.