Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1994, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1994, Page 14
14 FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELCERT B. SCHRAM Aöstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Dávaldurínn Alþjóðastjómmál eru öðrum þræði einkennilegur samkvæmisleikur. Þegar Kim II Sung, einvaldur í Norð- ur-Kóreu, féll frá í vikunni sendi forseti Bandaríkjanna, stærsta lýðræðisríkis heims, syni hans og arftaka, Kim Jong II, samúðarkveðjur. Areiðanlega hefði mörgum þótt nær að skjóta upp flugeldum. Kim D Sung var enginn venjulegur einvaldur. í hálfa öld var hann dávaldur heillar þjóðar sem telur tuttugu og tvær milljónir manna. í hálfa öld var nafn hans aldr- ei nefnt í ríki hans nema við væri bætt „hinn mikh, elsk- aði og virti leiðtogi". Vald hans var algjört. Þegar andlát hins áttatíu og tveggja ára gamla stjórn- anda alræðisríkisins varð kunnugt þyrptist fólk út á göt- ur og torg í höfuðborginni Pyongyang. Sagt er að konur og börn hafi grátið en karlmenn borið harm sinn í hljóði. Sefunarmáttur dávaldsins náði yfir landamæri lífs og dauða. í landi Kim D Sung eru fimmtíu þúsund líkneski, sum stærri en Sigurboginn í París. Þau eru stöðug áminning um Sólkonung 20. aldar. Frá blautu bamsbeini hefur þegnunum verið kennt að virða hann og hlýða honum. Hinir örfáu sem undan því hafa vikist, einhverjir tugir þúsunda manna að mati Amnesty Intemational, eru í þrælabúðum stjómarinnar. í höfuðborg Norður-Kóreu og á nokkrum öðrum stöð- um í ríkinu hefur verið komið fyrir gríðarmiklum leik- tjöldum, himneskum torgum og tijágörðum, skýjakljúf- um og stjómsýslusetrum og risastórum alþýðublokkum. Víðast annars staðar blasir við fátækt og eymd vanþró- aðrar þjóðar. Leiktjöldin em sá þáttur sefjunarinnar sem snýr ekki síður út á við en inn. Þau em sýningamar og slóðimar sem nytsamir sakleysingjar frá útlöndum, einkum blaða- menn og stjómmálamenn frá Vesturlöndum, eru leiddir um til að meðtaka dýrðina og missa sjónar af raunveru- leikanum. Sósíalisminn í Norður-Kóreu hefur verið kaDaður heDadauði heiDar þjóðar. Hann er eitthvert kynlegasta fyrirbæri múgsefjunar sem þekkist á þessari öld sem þó hefur upplifað kommúnismann í Rússlandi og nasismann í Þýskalandi. Harmur og grátur í Pyongyang er ekki uppgerð heldur fuDkomnun hins vísindalega marxisma. Svo öfugsnúin er þessi veröld að naumast var alræðis- herrann lagstur á banabeðið en ráðamenn lýðræðisþjóð- anna sögðu hver við annan: „Gat hann ekki beðið!“ Kim D Sungs var þá vænst til fyrsta leiðtogafundar kóresku ríkjanna frá lokum styijaldarinnar. Umræðuefnið var nýjasta leikfang gamla mannsins: kjamorkusprengja. Menn vonuðu að vitinu yrði komið fyrir leiðtoga Norð- ur-Kóreu og framleiðsla gereyðingarvopnsins stöðvuð. Það var skynsamlegt að reyna það. Og þeirri viðleitni þarf að halda áfram. Nógu margir bijálaðir menn eru að bræða plútoníum þótt leiðtogi Norður-Kóreu bætist elcki í hópinn. Sonur sólarinnar virðist hafa erft ríki föðurins, þótt það sé ekki nákvæmlega eftir uppskrift hinnar sögulegu efnishyggju Marx og Leníns. King Jong D þykir maður dulúðugur og enginn veit í rauninni hvers vænta má af honum. Spumingamar, sem brenna á vömm umheims- ins, em: Tekst honum að halda þjóð sinni áfram í fjötrum dáleiðslunnar? Hvenær lýkur dásvefni tuttugu og tveggja miDjóna manna? Guðmundur Magnússon „Kim II Sung var Noröur-Kórea, eftir hans dag verður ekkert sem fyrr.“ - Leiðtoginn mikli kominn undir kristallshjúp í sinni hinstu för frá syrgjandi þjóð. Simamynd Reuter Kim kemw í Kims stað Að minnsta kosti þriðjungur allra íbúa Kóreu, Norður- og Suð- ur-, ber eftirnafnið Kim, svo ætla mætti að ekki sæi högg á vatni þótt fækkaði um einn af þeim millj- ónum af samanlögðum íbúafjölda 70 milljóna með þessu nafni. En dauði Kim 11 Sungs er meiri héraðs- brestur en ætla mætti. Með honum líður heilt sögutímabil undir lok. Kim II Sung átti upphafið að Kóreu- styrjöldinni 1950, sem er enn ekki formlega lokiö og er annað af tveimur stórmálum sem enn eru óafgreiddar. leifar síðari heims- styrjaldarinnar. Hitt er formlegt stríösástand sem enn ríkir milh Sovétríkjanna (eða arftaka þeirra) og Japans vegna Kúrileyja. Kim II Sung var Norður- Kórea, eftir hans dag verður ekkert sem fyrr. - For- seti Suður-Kóreu heitir líka Kim. KjaUarinn Gunnar Eyþórsson blaðamaður raunverulegi þjóðaróvinur Kóreu- manna, hvaða fornafni öðru en Kim sem þeir nefnast. Japan er undirrót alls ills í Kóreuríkjunum báðum, en ekki Sovétríkin sálugu, Bandaríkin né heldur Kína. - í því ljósi ber að líta á það sem gerst hefur aö undanförnu. Kjarnavopn, raunveruleg eða ímynduð, í Norður-Kóreu eru ætl- uð Japan að þjóðemishugsunar- hætti landsfólksins, ekki banda- ríska herhðinu. Þjóðaróvinur Suð- ur-Kóreumanna er líka Japan, ekki norðurhlutinn eða Kína. Þannig hafa málin staðið í kyrr- stöðu allt frá vopnahléinu í Pan- munjon 1953, sem var í raun mesti hemaðarósigur Bandaríkjanna fyrir Víetnamstríðið og hefur mót- að aha afstöðu Vesturlandamanna hingað th. - Með dauða Kim II „Kjarnavopn, raunveruleg eða ímynd- uð, í Norður-Kóreu eru ætluð Japan að þjóðernishugsunarhætti landsfólks- ins, ekki bandaríska herliðinu.“ Syngmann Rhee Menn sjá gjarnan Kóreu í ljósi árásar heimskommúnismans á allt vestrænt vegna þess sem geröist 1950. Þá var staðan sú, eftir alda- langa áþján undir japanskri stjóm, að Rússar höíðu með samkomulag- inu í Jalta 1945 hertekið norður- hlutann en Bandaríkjamenn suð- urhlutann, sunnan 38. breiddar- baugs, og átti þetta að vera bráða- birgðafyrirkomulag. Eins og annars staðar á þeim tíma var komið upp járntjaldi og alger- um aöskilnaði; kommúnismi ann- ars vegar, hinn „frjálsi heimur" hins vegar. Bandaríkjamenn voru uppteknir af endurreisn Japans á þessum árum og skeyttu ekki meira um Suður-Kóreu og lepp sinn Syng- mann Rhee en svo aö ástæða þótti til að draga í efa að þeir mundu verja landið. í trausti þess reyndi fyrrgreindur Kim að sameina alla Kóreu undir sinni stjórn og á þeirri tilraun, beint í framhaldi af bylt- ingu Maós í Kína, hefur kalda stríð- ið nærst og þrifist á þessum slóðum allt fram á þennan dag. Japan Af öhu þessu er mikil saga sem Vesturlandamenn hafa reynt að gera aö sinni meö hhðstæðum við Austur- og Vestur-Evrópu. En á bak við liggur að Japan er hinn Sungs verða þáttaskh. Ef menn láta stríðsæsingar ekki villa sér sýn blasir þaö viö að með þessum Kim er Norður-Kórea brátt úr sögunni ásamt öðrum leifum kalda stríösins, hvaða fornafn sem sá Kim ber sem við tekur. Nú er að bíða og sjá hversu langan tíma það tekur Norður-Kóreu að sam- lagast samfélagi þjóðanna. Gunnar Eyþórsson Skoðanir annarra Vítahringur ríkisútgjalda „Meira en tíunda hver króna sem ríkissjóður fær í skatttekjur af almenningi og fyrirtækjum fer í vaxtakostnað af lánum ríkisins. Þetta samsvarar því að hver fjögurra manna fjölskylda greiði hðlega 170 þúsund krónur th ríkisins á þessu ári vegna vaxta... Þegar þessar tölur eru hafðar í huga og hversu stór hluti ríkisútgjaldanna er í raun sjálfvirk- ur þarf ekki að koma á óvart þótt ekki takist betur til í ríkisfjármálunum. Út úr þessum vítahring verður ekki komist fyrr en sjálfvirknin er rofin.“ Úr forystugrein Viðskiptabl. 13. júlí. Bjartsýni og bölsýni á víxl „Forsætisráðherra og aðrir stjórnarliðar hafa bent á að viðskiptajöfnuður sé nú jákvæður. Það er jákvætt, en þó er ekki allt sem sýnist í þessum efn- um... Það er skylda stjórnmálamanna að segja þjóð- inni satt um efnahagsástandið og draga ályktanir af marktölum sérfræðinga, sem byggðar eru á raun- sæi. Bjartsýni og bölsýni á víxl, sem hentar flokks- hagsmunum hverju sinni, er ekki boðleg. Veröldin er ekki í svarthvítu, og efnahagsmáhn eru það ekki heldur." Ur fory stugrein Tímans 13. júlí. Lögmál tekna og útgjalda „Viðreisnarárin leystu haftaárin af hólmi. í kjöl- farið sáust menn ekki fyrir og hin fengsælu heild- salaár runnu upp þegar næstum því allar innfluttar vörur seldust jafnóðum og þær komu í búð- ir... Segja má, að þegar meiri jöfnuður komst á pen- ingamál og vöruskipti og lán urðu vísitölutengd, komust landsmenn meira niður á jörðina. Samt hef- ur það tekið furðulega langan tíma fyrir íslendinga að átta sig á einfóldustu lögmálum tekna og gjalda." Úr forystugrein Alþ.bl. 13. júlí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.