Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1994, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1994, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1994 15 einmitt slík þátttaka í atvinnulíflnu hluti af símenntun kennara sem gerir þá aö hæfari kennurum? Meiri kennsla Það er hins vegar ekkert sem mælir gegn því aö endurskoða okk- ar skólakerfi en ég vil taka undir þá skoðun Guðna Guðmundssonar rektors, sem fram kom hér í DV, „að meðan vel er unnið þá dugi lengd skólaársins". Hins vegar taldi hann að kennslan ætti að vera meiri og gengið eftir meiru allan grunnskólann. Ég er mjög efins um að lengra skólaár bæti námsárangur. Ég ótt- ast fremur að slík breyting skapaði námsleiða og yrði til þess að mörg ungmenni, sem kosta sig sjálf til náms, yrðu að hætta námi. Þrátt fyrir styttri skóla en hjá frændþjóð- um hefur mér sýnst að í ýmsum keppnum i flóknum greinum, hvort sem það snýr að andlegum eða verklegum þrautum, haíi okkar fólk staðist prófið. Því er mikilvægt að lenging skólaársins sé rædd frá öllum hliðum áður en ákvöröun er tekin. Guðni Ágústsson „Sérstaða þessa lands er hið stutta og bjarta sumar. Ég er sannfærður um að skóli yfir sumarmánuðina skapaði námsleiða og lakari árangur.“ Á að lengja skólaárið? Umræða er hafin um að lengja skólaárið hér á landi í tíu mánuði á ári. Slík breyting kæmi við alla þætti þjóðlífsins og orkar tvímælis. Mikilvægt er að þessi áform verði rædd af fullri einurð áður en svo róttæk breyting er gerð hér á landi. Sumarhléið í upphafi skal endinn skoða. Skil- aði slík breyting okkur betri skól- um og skarpara námsfólki? Stúd- entspróf kæmi að vísu ári fyrr en spurningin er þessi: Hverju skilar í staðinn hið langa hlé, er það illa nýtt, og standa okkar ungmenni jafnöldrum sínum í nágrannalönd- um að baki eða hafa þau víðtækari reynslu þegar námi lýkur? Nú vill svo til að slík ákvörðun að lengja skólann í tíu mánuði myndi á mörgum sviðum gjör- breyta þjóðfélaginu, auk þess aö vera dýr framkvæmd. Breytingin breytti mjög högum þriggja hópa: skólafólksins, kenn- aranna og ekki síst foreldranna. Vinna skólafólks skilar tvennu: þeir kynnast vinnunni á mikil- vægu mótunarskeiði og atvinnu- háttum þjóðarinnar. Auk þess er efnahagur margra heimila með þeim hætti að þessi sumarvinna getur ráðið úrslitum um hvort unglingurinn heldur áfram námi. Þetta á ekki síst við um skólafólk sem sækir heimavistarskóla eða skóla fjarri eigin heimih. Sérstaða iandsins Nú búum við í fyrsta sinn í ára- tugi við atvinnuleysi en slíkt tíma- bundið ástand má ekki rugla þessa umræðu. Bæði atvinnulífið og ekki síður stjórnmálamennirnir hafa lýst vilja sínum til að bægja slíkri plágu frá. Skólarnir eru heldur ekki nein barnaheimili eða geymslustaður til að veita afþrey- ingu og aliir staðir þar sem fólki leiðist eða líður ekki vel skaða ár- angur. Sérstaða þessa lands er hið stutta og bjarta sumar. Ég er sannfærður um að skóli yflr sumarmánuðina skapaði námsleiða og lakari árang- ur. Starf kennarans er önnur hlið þessa máls. Kennarar hafa ekki síður en unghngarnir sótt í önnur störf á sumrin, bæði til að bæta „Skólarnir eru heldur ekki nein barnaheimili eða geymslustaður til að veita afþreyingu," segir Guðni m.a. í greininni. kjör sín en ekki síður til að hvhast og byggja sig upp fyrir næstu önn. Verða það jafn góöir skólamenn sem hætta að taka þátt í fjölbreytt- um störfum þjóðfélagsins? Er ekki KjaHarinn Guðni Ágústsson alþingismaður Hverjum á að trúa, hver er að Ijúga? Að undanfórnu hefur umræða um hugsanlega inngöngu íslands í Evrópusambandið aukist verulega. Berlega er komið í ljós að ekkert var að marka orð stjórnvalda við undirbúning EES-samninganna um að þeir hefðu það í för með sér að ekki þyrfti að ræða inngöngu landsins í ESB í náinni framtíð. Enn sem komið er hefur enginn íslenskur stjórnmálaflokkur geng- iö fram fyrir skjöldu og kveðið upp úr með að hagsmunum íslands sé best komið fyrir innan ESB. Álykt- un Alþýðuflokksins í síðasta mán- uði um þessi mál var hvorki fugl né fiskur enda þótt menn þekki vilja formannsins í þessum efnum. SUJ samþykkti reyndar nýlega ályktun um að ísland ætti að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Svo skemmtilega vildi til að sama daginn bárust þær fréttir frá Sví- þjóð að þarlendir ungkratar hefðu samþykkt andstöðu við umsókn Svíþjóðar um aðhd að ESB. Vitnað í utanríkisráðherra í vor hafa veriö að berast fréttir utan úr heimi um að utanríkisráð- herra íslands, Jón Baldvin Hannib- alsson, hafi lýst því yfir að ísland muni sækja um aðild að Evrópu- sambandinu innan skamms tíma. - Upp á síðkastið á þetta að gerast fyrir árslok. Á sama tíma hefur Kjallariiin Gunnlaugur Júlíusson hagfræðingur og formaður Samstöðu um óháð ísland forsætisráðherra lýst því yfir að stefna ríkisstjórnarinnar sé að að- ildarumsókn að ESB sé ahs ekki á dagskrá að sinni. Fyrst birti svússneskur fjölmiöill fréttir þar að lútandi og bar utan- ríkisráöherra fyrir fréttinni. Hann bar fréttina af sér. -.Þar næst var frétt sama efnis höfð eftir gríska forsætisráðherranum. Þeir höfðu aldrei rætt saman um þessa hluti að sögn JBH. - Aftenposten í Nor- egi kom þar næst og vitnaði í utan- ríkisráðherrann þess efnis að ís- land ætti að sækja um aðild að ESB. - Síðan birti Daily Telegraph frétt fyrir viku þess efnis að hugs- anlega muni íslendingar sækja um aðhd að ESB fyrir áramót og er JBH borinn fyrir fréttinni. - Síðan er haft eftir honum í ítölskum fjölmiðli í gær (7. júh) að þaö sé lífs- nauðsyn fyrir íslendinga að sækja um aðhd að ESB að mati utanríkis- ráðherra. Enn neitar JBH að fréttin sé höfð eftir sér. Hverjum á að trúa? Það er ljóst að fyrir getur komið að rangt sé haft eftir mönnum eða orð óvarlega túlkuð af blaðamönn- um. Þess vegna er ekki ástæða th að hoppa hátt þótt berist ein og ein undarleg frétt utan úr heimi þar sem haft er eitthvað eftir stjórn- málamönnum sem þeir vúlja ekki kannast vúð. En þegar komnar eru fimm samhljóða fréttir frá jafn- mörgum löndum á skömmum tima, þar sem haft er eftir utanríkisráð- herra að ísland eigi og muni sækja um aðhd að ESB á næstu mánuðum þá snýr málið dáhtið öðruvísi við. Er á ferðinni alþjóðlegt samsæri um að ljúga skoðunum upp á utan- ríkisráðherra landsins og herma upp á hann orð sem hann hefur aldrei sagt eða er málflutningur hans erlendis vúð blaðamenn á þeim nótum að hann vhl ekki vúð Málið er orðið þannig vaxið að eðhlegt er að utanríkismálanefnd alþingis taki það formlega fyrir. Stjórnskipulega hefur hún nokkra ábyrgð á utanríkisstefnu íslend- inga og getur því vart látið þessa umræðu sem vúnd um eyrun þjóta. Gunnlaugur Júlíusson „Er á feröinni alþjóðlegt samsæri um aö ljúga skoðunum upp á utanríkisráö- herra landsins og herma upp á hann orö sem hann hefur aldrei sagt...?“ hann kannast þegar heim er kom- ið? Fagna nýrristefnu- mótun „Arið 1990 var í rauninni búiö að taka ákvörðun um að halda í alla steinbæi sem eftir voru en svo hafa borg- aryfirvöld _ ... verið rokk- ,Ra9nb*'ður cÍT' andimeðþað. 'aksdótta h,aSógU- Frá því ég téiaginu byrjaði að taka þátt í húsfriðun- arbaráttunni árið 1975 hefur það verið einkennandi hversu óljóst hefur veriö í hvaða hús ætti að halda. Ég fagna því mjög sem Guðrún Agústsdóttir borgarfuh- trúi hefur sagt að nú ætti að móta framtíðarstefnu í þessu máli því fram að þessu hefur þetta verið barátta um hvert ein- asta hús. Einn daginn á steinbær- inn að fara og annan daginn á að halda í hann. Víð erum mjög heppin að eiga þó þessa 25 bæi sem eftir eru og ekki spurning að við eigum að varöveita þá. Steinbæirnir eru th vitnis um söguna. í mörgum thfellum voru það tómthúsmenn sem hlóðu þessa bæi úr afgangsgrjóti og það var mjög merkilegt framtak og sýndi mikinn stórhug en því mið- ur hafa fáir eða engir þessa verk- kunnáttu lengur. Margir þessara bæja eru mjög smekklegir og fah- egir og meö vúlja, áhuga og hygg- indum er liægt að gera þá hægt og rólega upp. Maöur verður bara að vera opínn fyrir þeim mögu- leikum sem eru fyrir hendi." Varð- veisla yrði kostn- aðarsöm „Brenna er eimi af gömlu steinbæjun- um og þess vegna væri æskilegt að varöveita MHL hana. Hins , vegar er hús- Pórunn Pa^ótt'r’ ið í mikilli byggingaverktræi- niðurníðslu in«ur °9 varabor«-. og til lítihar arfullirúi prýði eins og stendur. Það Mggur fyrir að það myndi kosta tals- verða fjármuni að koma því i gott ástand. Það sem vegur þyngst í þessu máli er að eigend- ur hússins hafa eindregið óskað eftir því að fá aö rífa það. Það er því um það að ræða að grípa ekki fram fyrir hendur eigenda Brennu og leyfa þeim að rífa það í friði eða að fara út í að varð- veita húsið án samstarfs vúð eig- enduma. SUkar aðgerðir eru ávaht kostnaðarsamar. Ég met það svo að Brenna sé ekki þess virði aö fara út í að varðveita hana án samstarfs vúð eigendur. Menn verða að velja og hafna í þessum málum sem öðrum og i gamla bænum eru fjölmörg önn- ur hús sem þarf fjármagn í að varðveita og samstarf viö eigend- ur er fyrirsjáanlegt. Það má líka geta þess að húsafriðunarsjóður hefur kostað th uppmælingu á steinbænum þannig aö hann kemur th meö aö varöveitast á teikningum þó svo eigendur Brennu myndu láta rífa hann.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.