Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1994, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1994, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 15. JÚLI1994 25' Iþróttir Niirnberg vill f á tvíburana - samningaviðræöur hafhar milli Feyenoord og þýska félagsins Þýska 1. deildar liðið Níirnberg vill fá tvíburana Arnar og Bjarka Gunn- laugssyni í sínar raðir fyrir næsta keppnistímabil. Þeir bræður voru í Þýskalandi í boði félagsins á dögun- um þar sem þeir æfðu í tvo daga og léku æfingaleik með liðinu gegn austurrísku liði. Þeir léku saman í fremstu víglínu og spiluðu annan hálfleikinn og tókst Bjarka að skora í leiknum. Forráðamenn þýska liðs- ins þurftu ekki að sjá meira til tví- gær. Gunnar Oddsson fylgir honum eftir og DV-mynd ÞÖK alltrétt samt" eftir tap gegn Blikum vörn. í framlínunni voru atkvæðamestir þeir Kristófer Sigurgeirsson og Arnar Grétarsson. í liði Keflavíkur var Ólafur Gottskálksson traustur í markinu, í vörninni var Sigurður Björg- vinsson sterkur, ásamt Karli Finnbogasyni. í framlínunni áttu þeir Kjartan Einarsson og Georg Birgisson góða kafla og þá sérstaklega Georg. Arnar Gunnlaugsson. buranna og settu sig strax í samband við hollenska félagið Feyenoord, liðiö sem þeir Arnar og Bjarki hafa verið hjá. Viljum hypja okkur héðan sem fyrst „Við viljum báðir fara frá Feyenoord og vujum hypja okkur héðan sem fyrst svo við náum að æfa undirbún- ingstímann með Niirnberg. Við þurf- um á breytingu að halda enda er kominn einhver deyfð í þetta hjá Feyenoord," sagði Arnar Gunnlaugs- son við DV í gærkvöldi. „Okkur leist mjög vel á Niirnberg liðið. Þjálfarinn er mjög jákvæður og allar aðstæður hjá félaginu hinar bestu. Spurningin er hvort Núrnberg kaupir okkur frá Feyenoord eða leig- ir og verði niðurstaðan leigusamn- ingur eru líkurnar meiri á að Bjarki fari einn til Þýskalands enda hafði Feyenoord alltaf talað um að leigja hann. Ég er hins vegar að vonast til að geta farið líka þó að um leigu verði að ræða," sagði Arnar við DV í gær- kvöldi. Forráðamenn Feyenoord og Nurnberg hafa ræðst við og munu gera það áfram og það ætti að koma í ljós einhvern næstu daga hvort af því verði að tvíburarnir fari til Niirnberg. Félagið er stórt á þýskan mælikvarða og koma á milli 25 og 30 þúsund manns á heimaleiki liðsins. Liðið féll úr úrvalsdeildinni í fyrra og náði ekki að endurheimta sætið á síðasta keppnistímabili. Þjálfari fé- lagsins er Rainer Zobel, fyrrum þjálf- ari Kaiserslautern. Bjarki Gunnlaugsson Joitas Thern ekki með gegn Islendingum? Svo gæti farið að Jonas Thern, fyrirliði sænska landsliðsins í knattspyrau, léki ekki með Svíum þegar þeir raætá ísiendinum j und- ankeppni Evrópumóts landsliða á Laugardalsvelli 7. september. Thern, sem rekinn var af leikvelli i undanúrslitaleiknum gegn Brasíl- íumönnum í fyrrakvöld, á yfir höfði sér leikbann og fái hann tveggja leikja bann sem gæti alveg gerst verður hann í banni þegar þjóðirnar mætast. Svíar eru annars ekkert ýkja hressir eftir tapað gegn Brössum. Thern segir aö menn séu svekktir og hann sjái ekki tilgang með því að leika um 3. sætið, Bæði Búlgarar og Syíar séu í sárum og Alþjóða knattspyrausambandið spái bara í hve mikla peninga það græði á leiknum. Svíar munu leika á Theras og Rogers Ljung gegn Búlg- örum sem taka út leíkbönn. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri eftir fund með framkvæmdanefhd HM '95: Borgin ekki ein út í dýrar framkvæmdir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir að Reykjavíkurborg hafi ekki fjárhagslegt bolmagn til að fara út í dýrar fram- kvæmdir vegna heimsmeistarakeppn- innar í handknattleik sem hefst á ís- landi eftir 10 mánuöi. Borgarstjóri hélt í gær fund með framkvæmdanefnd HM '95, forystu- mönnum handknattleikssambands ís- lands og fleiri þar sem farið var yfir stöðuna í húsnæðismálum vegna heimsmeistarakeppninnar. Eins og rhargoft hefur komið fram er tekist á um það hvort koma eigi upp nýrri byggjngu til að hýsa úrslitaleik keppn- innar eða láta Laugardalshöllina með breytingum duga eins HM '95 nefndin hafði þegar samþykkt að keppnisstað- ur. „Við fórum svona aðeins yfir stöð- una. Ég vildi þar fá á hreint hvort Laugardalshollin rúmar 4200 manns eða ekki. Það hefur nefnilega verið orðrómur í gangi um þaö að höllin rúmaði ekki þennan fjölda. Þess vegna var Gísli Halldórsson arkitekt á fund- inum. Hann og aðrir telja að hún eigi að rúma þessa 4200 áhorfendur þannig aö þær forsemdur hafa í sjálfu sér ekk- ert breyst," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri við DV í gær- kvöldi. „Við ræddum þetta og eins þá ef ef menn mætu það svo að það væri mun meiri ásókn í þessa keppni en menn höfðu gert sér grein fyrir og hvort að það þyrfti þá að reyna að bæta við ein- hverjum sætafjölda." Tveir möguleikar „Þá er tvennt sem er verið að tala um. Annars vegar bráðabirgðahúsnæði sem yrði þá flutt eitthvert annað að keppni lokinni. Það myndi kosta 300 núlljónir. Hinn möguleikinn er að byrja fyrsta áfangann á varanlegu fjöl- nota íþróttahúsi sem myndi kosta okk- ur 520-540 miUjónir." Ingibjörg segir borgina ekki tilbúna að fara eina út í dýrar framkvæmdir. Hún segir að ef slíkt ætti að gerast yrði það að vera nánast þjóðarátak og aö því þyrftu að koma borg, ríki, ferða- þjónustan í landinu og fleiri aðilar þar sem allir yrðu að leggjast á eitt og fjár- magna dæmið. „Þó svo að menn séu að tala um tilboð upp á einhverjar 100-150 milljónir er það bara einn Uður af mörgum. Það er bara skurnin. Þá er öll jarðvegs- vinna eftir, lagnir og innvolsið allt saman," sagði Ingibjörg Sólrún. Höllin líklegust - H ver finnst þér besti kosturinn í þessu máli? „Þaö er enginn kostur góður. Tíminn er að vera ansi naumur en við viljum ekki útiloka neitt. Það er í rauninni allt hægt ef allir leggjast á eitt. Auðvit- að eru mestar líkur á að keppnin fari fram í Laugardalshöll. Hún er alltaf það sem viö eigum. Keppnin verður og þá verða menn bara að spila úr þeim möguleika og reyna að gera það úr eins og þeir geta," sagði Ingibjörg. Ágætur fundur „Mér fannst þetta ágætur fundur og það er svona full vinsemd í þessu máli aö finna lausnir sem gætu gengið en hitt er annað mál að það er skammur tími og ekki auðhlaupið af því að gera miklar breytíngar frá því sem áður var búið að ákveða," sagði Geir H. Haarde, formaöur framkvæmdanefndar HM '95, við DV í gærkvöldi. - Sýnist þér eins og staðan er í dag að Höllin verði niðurstaðan? „Ég vill ekkert fullyrða um það. Ég hefði gjarnan viljað fá rýmra húsnæði en við verðum bara að bíða og sjá," sagði Geir. HópferðáSkagann KR-klúbburinn stendur fyrir hópferð á leik ÍA og KR í Mjólkur- bikarkeppninni í kvöld. farið verður frá KR-heimUinu kl. 17.30. Farið verður í hópferðabílum, siglt með Akraborginni til Akra- ness, en ekið til baka til Reykja- víkur að leik loknum. Nánari upplýsingar í síma 813577 og 611033. Opið mót á Króknum Opna Flugleiðamótið í golfi fer fram á Hlíðarendavelli Golf- klúbbs Sauðárkróks um helgina. Leiknar eru 36 holur með og án forgjafar og keppt í karla-, kvenna- og unglingaflokkum. Flugleiðir styrkja mótið með myndarbrag. Skráningu lýkur í kvöld í s. 95-35075. ÍR-ingarleitamuna Áætlað er að vígja nýja íþrótta- og félagsmiðstöð hjá IR á svæði félagsins í Mjódd í haust. Vegna vígslunnar hyggjast ÍR-ingar efna til sögusýningar í húsinu þar sem eitt og annað úr 87 ára sögu fé- lagsins verður rifjað upp. Af þessu tilefni eru ÍR-ingar að leita hvers kyns muna sem gætu átt heima á sýningunni og kunna að vera í vörslu félagsmanna. Þeir sem gætu séð af þessum hlutum eða lánað þá geta snúið sér til Vals Pálssonar (s.33242), Ingólfs P. Steinssonar (s. 50858), Jóns Þ. Ólafssonar (s. 611224), Rúnars Steindórssonar (s. 74087) og Ág- úst Ásgeirssonar (s. 651026). Arsenal hætti vid Arsenal hætti í gær við tilboð sitt um kaupin á Chris Sutton hinum 21 árs gamla framherja hjá Norwich. Það hggur því nán- ast á borðinu að hann gangi í raðir Blackbum Rovers en félag- ið er tilbúið að borga fyrir hann uppsett verð sem er 525 milljónir króna. íþróttaslysamóttaka? fþróttasamband íslands kannar nú möguleika á stofnun íþrótta- slysamóttöku. Hugmyndin er að reka slíka þjónustu í samráði við þjálfunarstöð meö aðstoð lækna, stoðtækjafræðings og sjúkra- þjálfara og yröi opið 3-4 daga í viku. Turnermeðforystu Ný-Sjálendingurinn Greg Turn- er hefur forystu eftir fyrsta hring á opna breska meistaramótinu sem hófst í Tumberry í Skotlandi í gær. Turner hefur leikið á 65 höggum. Bretinn Jonathan Lom- as hefur leikið á 66 höggum og Bandaríkjamaðurinn Andrew Magee á 67 höggum. Tom Watson frá Bandaríkjunum er á 68 högg- um en Nick Price frá Zimbabve og S-Afríkubúinn Ernie Els sem veðbankar spá sigri koma næstir á 69 höggum. Spánverjinn Sever- iano Ballesteros hefur leikið á 70 höggum og Greg Norman frá Ástrahu á 71 höggi. AAmna ISLANDSMOTIÐ 1. DEILD KVENNA MIZUNO-DEILDIN Laugardag 16. júlí kl. 14.00 Dalvíkurvöllur Dalvík-Haukar KR-völlur KR-UBK Garðabær Stjarnan-Valur Akranes ÍA-Höttur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.