Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1994, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1994, Blaðsíða 24
32 FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ1994 Menniiig Háskólabíó/Bíóhöllia: Löggan í Beverly HUls 3: * Vi Axel í undralandi Eddie Murphy á í mestu vandræöum með að blása lífi í glæöur kvikmyndaferils síns og nýjasta mynd hans mun ekki veröa aö neinu liði nema síður sé. Murphy varð stjarna á einni nóttu fyrir tólf árum og Kvikmyndir Gísli Einarsson hélt toppsætinu í ein fimm ár. Ferill hans hefur ekki rétt úr sér síðan Beverly Hills Cop 2 og nú er svo kom- ið að nafn hans er ekki lengur trygging fyrir góðri miðasölu. Þriðja myndin um lögguna í Beverly-hæðum, byrjar ágætlega. Vondir menn skjóta yfirmann Axels Foleys, ofur-lögreglumanns í Detroit, og leið hans hggur enn á ný í sólina á vesturströndinni, lögregluyfirvöldum þar til mikils ama. Hann rekur slóðina til risa- skemmtigarðs (eftir eina augljósustu vísbendingu kvikmyndasögunnar) þar sem öryggisverðir garðsins eru eitthvað að bralla beint fyrir framan nefið á góð- hjörtuðum eigandanum. Fljótlega kemur geysigott áhættuatriði þar sem Foley er fastur uppi í einu af stærri tækjum garðsins. Eftir það liggur leiðin hratt niður á við því eftir að Foley er búinn að uppgötva hverjir vondu mennirnir eru, hvar þeir eru, hvað þeir eru að gera og hvernig þeir gera það, er sagan búin. Myndin heldur þó áfram því engar aðrar löggur í Beverly Hills trúa honum (í vondum handritum eru mjög oft persónur sem hegða sér eins og hálfvitar, því annars væri engin mynd), og Foley vill ékki skjóta vondu mennina fyrr en hann finnur einhverjar sannanir. Restin af myndinni fer í klunnaleg atriði hvort sem það eru byssubardagar eða brandarar og jafnvel endurkoma Serge (Bronson Pinc- hot), sem stal fyrstu myndinni, er Utlaus. Eddie Murphy leikur aðalhlutverkiö í myndinni eins og þeim fyrri. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem framhaldsmynd frá Hollywood svíkur væntingar áhorfenda og örugglega ekki það síðasta. Eddie er nú búinn að leika í þremur slíkum myndum (Cop 2&3, Another 48HRS) svo það er kannski ekki furða hvernig komið er fyrir honum. Eins og oft í myndum John Landis bregður fyrir frægum leikstjórum í örhlutverkum. Kvikmyndaá- hugamenn geta leikiö sér að því að bera kennsl á Joe Dante, Peter Medak, Arthur Hiller, Ray Harryhausen, Barbet Schroeder, John Sigleton, Mörfhu Coolidgle og síðast en ekki síst George Lucas. Beverly Hills Cop 3 (Band. 1994) Handril: Steven E. de Souza (Die Hard 1&2,48HRS). Leikstjóri: John Landis (Innocent Blood, Coming to Amorica). Leikarar: Eddie Murphy (Distingushed Gentleman, Boomer- ang, Oscar), Judge Relnhold, Hector Elizondo, Theresa Randle (CB4), Timothy Carhart, Stephen McHattie. Glettin Landsýn Tóm asar R. Einarssonar JAZZÍS hefur nú gefið út sína þriðju plötu. Fer þar Tómas R. Einarsson djassskáld, sem er nú í fimmta sinn með framleiðslu undir eigin nafni á innan við áratug, og eru það ótrúleg afköst og bíræfni af íslensk- um djassmanni. Að vísu má vonast eftir að þessi nýja plata, Landsýn, fái víðtækari útbreiðslu og meiri spil- un en fyrri plötur Tómasar því auk þess að styrkt landshð íslendinga í djassspiliríi leikur á plötunni hefur Tómas sankað að sér skrautlegum hópi söngv- Djass Arsæli Másson ara sem kirja skemmtilega valdar úrvalsbókmenntir íslenskar. Svo lesendur fái einhverja mynd af innihald- inu verður að telja upp eitthvað af þeim grúa fólks sem á hér hlut að máli: Guðmundur Andri Thorsson raul- ar smellinn óð Sigurðar Guðínundssonar til íslenskrar tungu, Sif Ragnltildardóttir syngur hóð eftir Pétur Gunnarsson, Olaf Jónsson og Stefán Olafsson, Ragn- hildur Gísladóttir syngur ljóð eftir Halldór Laxness, Lindu Vilhjálmsdóttur, Stefán Hörð Grímsson og Ingi- björgu Haraldsdóttur, Kristján Kristjánsson (KK) syngur Landsýn Steins Steinarrs, Einar Örn Bene- diktsson flytur texta eftir Jón Ólafsson úr Grunnavík og Tómas, Eyþór og Sigurður Flosason kirja kvæði Jóns Þorsteinssonar píslarvotts við þjóðlagjð „Minn munnur sýngur". Eru þá enn ótaldir Bergþór Pálsson, Pálmi Gunnarsson og Björgvin Halldórsson, Gyrðir Elíasson og Snorri Hjartarson. Svo ég snúi mér að tónlistinni þá vil ég fyrst taka fram að mér finnst Tómasi og raunar þá um leið flytjendum öllum takast mjög bærilega að skapa viðeigandi andrúmsloft við innihald textanna. Við þá hina gamansamari eru lögin einföld og flutningur allur einkennist af þeirri glettni sem góðum djassleikurum er lagið og umgjörð hinna er einnig vel við hæfi. Dagur er snoturt lag sem spinn- ur sig áfram og er skemmtilega lengi að „komast heim". Eyþór Gunnarsson og Sigurður Flosason eiga létta og góða spretti í hinu hálfgerða dægurlagi við S.S. Montclare og skilar Ragnhildur Gísladóttir hlut- verkum sínum þar með prýði. Frank Lacy leikur á básúnu í þremur lögum og munar um slíkan Uðsstyrk í hljómsveitina. í íslandsblúsnum, sem mætti kannski kalla pönkdjass, eru það Lacy og Einar Örn sem eru í framtinunni og orga báðir í anda hins htt jákvæða texta Grunnavíkur-Jóns. Útsetning þjóðlagsins Minn Tómas R. Einarsson. munnur syngur er vel heppnuð og er píanóleikur Eyþórs þar framúrskarandi en vægari lýsingarorð hæfa söng þeirra félaga. Nostalgía og Landsýn eru góðar stemningar og snyrtilega fluttar. Síst finnst mér svo takast til með geðblöndun íslenskrar einsöngshefð- ar og hefðbundinnar djassljljómfræði eins og Tómas segist vera að gera tilraun með í laginu Land, þjóð og tunga en útkoman finnst mér hvorki né. Þjóðlagið Kærustu hlýðið kristnir á er heldur ekki í samræmi við smekk pistilskrifara en menn af hans kynslóð eru aldir upp við hljóminn í Hammondorgeli ekki síður en við síðasta lag fyrir fréttir og Þórir Baldursson spinnur blúsinn undir Nótu Lindu Vilhjálmsdóttur snUldarlega. Samkvæmt frásögnum ýmissa sem sóttu tónleika Tómasar á nýafstaðinni Ustahátíð þar sem flutt var a.m.k. einhver hluti af efni Landsýnar átti ég ekki von á þeim léttleika sem einkennir sérstaklega fyrri part plötunnar. Raunar er efni hennar tekið upp á fjórum mismuhandi stöðum í Evrópu, á tímabilinu frá febrú- ar 1993 til maí 1994, og fjórtán hljóðfæraleikarar koma við sögu, mismargir hverju sinni. Ég vU leyfa mér að segja að Ustunnendur af ýmsum toga geta haft gaman af flestu því sem Tómas býður hér upp á þótt ekki sé víst að aUir meti efnið á sama hátt. Kvæðabók EinarsBen. Það er mikið gleðiefni að fá þetta merka kvæðasafn í (nokkuð) hand- hægri útgáfu og á tiltölulega mjög lágu verði. Einar var eitt af helstu ljóð- skáldum þjóðarinnar undanfarna öld, og einstaklega vandvirkur. Því eru langflest kvæði þessa mikla safns verulega góður skáldskapur. Sérkenni Einars var m.a. óvenjuleg myndvísi. Hann lagði sig einkum fram við kvæði með mörgum löngum erindum sem hefjast á ítarlegri, dýrlegri náttúrulýsingu. Innan hennar birtist mælandi kvæðisins og finn- ur til skyldleika við umhverfið, uppgötvar að sömu lögmál ráða í geimn- um og innra með honum sjálfum. Þetta er auðvitað dulrænt og á vissan hátt trúarlegt. Tvö dæmi þessa eru í fyrsta ljóðasafninu, „Undir stjörn- um" frá 1894 og „Norðurljós" tveimur árum yngra. Af þeim má sjá hve ört skáldið þroskaðist á þeim árum. En umhverfið er ekki aUtaf „náttúr- Bókmenntir Örn Ölafsson an" eða sfiömuhiminnmn, í mörgum dýrlegustu kvæðum Einars er þetta umhverfi skapað af mönnum; Kvöld í Róm, Tínarsmiðjur, í DísarhöU. Þar sem kvæðin eru að jafnaði vel byggð heUd er erfitt að taka dæmi sem eru nógu stutt fyrir pistil sem þennan. En eitt elsta kvæði Einars, „Hvarf síra Odds frá Miklabæ" frá 1891, sýnir þegar finlega samstiUingu ýmissa þátta. í fyrsta erindi, lýsingu hestsins, er t.d. stokkið frá smáu til stórs og öfugt, frá fnæsandi nösum hestsins til þess að sjá hann í veðurofs- anum; og frá hæsta hjaUanum aftur til fax hestsins. Þessi órólega hreyf- ing fram og aftur mtili þess nálæga og fjarlæga er vel til þess fallin að sýna órólegan huga einmana reiðmannsins sem óttast draug. Auk þessa er sem reglubundin hrynjandin endurómi hófadyninn. Hér fléttast saman sjónmyndir (jakar í spori rísa, hátt slær nösum, faxi reistu) og heyrnmynd- ir (glymja járn við jörðu, gjósta hvín í faxi), en þeim síðarnefndu fylgja oft miklar hljóðhkingar, auðkenndar hér: Hleypir skeiði hörðu halur yfir ísa, glymja járn við jörðu, jakar í spori rísa. Hátt slær nösum hvæstum hestur í veðri geystu. Gjósta af hjaUa hæstum . hvín í faxi reistu. Útgáfan Eins og vant er um „Stórbækur" Máls og menningar er þessi útgáfa óbreytt endurprentun. Innan kápunnar er einfaldlega ljósprentun á aldar- afmæhsútgáfunni frá 1964. Þó er sleppt þýðingu Einars á leikriti Ibsens, Pétri Gaut, og er það skUjanlegt, það hefði lengt bókina um nær 200 bls. Gott er að formála Sigurðar Nordals var haldið. Hann er einkar aðgengi- legt yfiriit um ævi Einars og hugmyndaheim kvæða hans, en einfaldar ekkert um of. En annars er endurprentunin einum of vélrænt gerð. Þannig er titiU bókarinnar Kvæðabók á kápu, en Kvæðasafn á saurblaði! Hér er sama faUega letur og uppsetning á síður sém prýddi útgáfuna 1964. Brotið hef- ur hins vegar verið minnkað svoUtið og því er helmingur skorinn af Unu með handritssýni (bls. v.): „Rithönd Einars Benediktssonar" Mátti ekki einu sinni færa þetta neðst á síðuna? Ekki eru nú fremur en þá neinar upplýsingar um þetta handrit, t.d. hvaðan það sé (það er ekki meðal þenra sárafáu handrita Emars sem lent hafa í Landsbókasafni). Athug- uU lesandi getur þó fundið kvæðið í bókinni eftir upphafsUnum og að það var flutt við konungsheimsókn 1921. Það sést í Skýringum, en þar eru endurprentaðar upplýsingar um fyrri prentanU" Hvæða í blöðum og tíma- ritum, eins og fylgdu kvæðasöfhunum 1945 og 1964. Þar á meðal eru for- málar þeir sem fylgdu upphaflegu ljóðabókunum. En formála fyrstu bók- arinnar var sleppt 1964. Mig grunar að hann hafi þótt of hógvær fyrir pomp og prakt aldarafmæUsins. Þetta er hins vegar síst ómerkari form- áh en tiinir, og var sjálfsagt að birta hann núna, í stað þess að fylgja útgáfunni 1964 í btindni. Einar Benediktsson: Kvæðabók. Mál og monning 1994, 683 bls. Sviðsljós Allur er var- inngóður Ástarsenur í kvikmyndum geta gert leikurum Ufið leitt enda kannski ekki öfundsvert að þurfa að leika náin kynni við einhverja manneskju sem reynist óþolandi. Kvikmyndaleikarar þurfa einnig að hugsa um aUar þær kjaftasögur sem ganga manna á mUU þegar áður- nefndar senur eiga í hlut. TU að koma í veg fyrir aUt sUkt ákvað leikkonan Jane March, nokkr- um dögum áður en hún og Bruce þurftu að leika í ástarsenu, að skrifa eigmkonu Bruce WUUs, Demi Moore, langt bréf og lýsti þar yfir að það væri sama hvaða kjaftasögu hún heyrði, mUU sín og Bruce væri ekk- ert nema vinskapur. Að sögn kunnugra féU bréfið í góð- an jarðveg og svaraði Moore því um hæl og er hún nú orðin góð vinkona Jane March. Samband Bruce Willis og Demi Moore hefur ávallt þótt til fyrirmynd- ar og ekki mun Jane March rýra það álit.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.