Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1994, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1994, Side 25
FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1994 33 Afmæli Margrét Hannesdóttir Margrét Hannesdóttir húsmóöir, Langholtsvegi 15, Reykjavík, er ní- ræð í dag. Fjölskylda Margrét fæddist á Núpsstað í Vest- ur-Skaftafellssýslu og ólst þar upp. Hún giftist 20.9.1930 Samúel Krist- jánssyni, f. 8.10.1899, d. 1965, sjó- manni. Hann er sonur Kristjáns Péturssonar, sjómanns í Grunnavík og á ísaflrði, og Stefaníu Stefáns- dótturhúsfreyju. Börn Margrétar og Samúels eru Hanna Þ. Samúelsdóttir, f. 22.3.1932, búsett í Borgamesi, gift Hauki Gíslasyni en hún á fjögur börn með fyrri manni sínum, Hreggviði Guð- geirssyni; Jón Valur Samúelsson, f. 21.8.1933, búsettur í Kópavogi, kvæntur Lovísu Gunnarsdóttur og eiga þau þijá syni; Elsa Samúels- dóttir, f. 23.11.1935, búsett í Garðabæ og á hún þrj ú börn með fyrrv. manni sínum, Hreini Árna- syni; Auður Helga Samúelsdóttir, f. 20.12.1941, d. 15.1.1993, var búsett í Hafnarfirði, var gift Sverri Lúthers og eignuðust þau sex börn; Margrét Samúelsdóttir, f. 11.3.1944, búsettí Kópavogi, gift Sveini Sveinleifssyni og eiga þau þrjá syni. Langömmu- börn Margrétar eru nú tuttugu og þrjú talsins. Systkini Margrétar: Dagbjört Hannesdóttir, f. 29.10.1905, búsett á Bíldudal; Eyjólfur Hannesson, f. 21.6.1907, búsettur á Núpsstað; Margrét Hannesdóttir. Fihppus Hannesson, f. 2.12.1909, búsettur á Núpsstað; Margrét Hann- esdóttir, f. 23.12.1910, búsett á Kirkjubæjarklaustri; Jón Hannes- son, f. 14.11.1913, búsettur í Reykja- vík; Málfríður Hannesdóttir, f. 17.12. 1914, búsett í Reykjavík; Sigrún Hannesdóttir, f. 7.1.1920, d. 1.6.1982, búsett á Húsavík; Jóna A. Hannes- dóttir, f. 30.3.1923, búsett í Reykja- vík; Ágústa Þ. Hannesdóttir, f. 4.8. 1930, búsett í Hafnarfirði. Foreldrar Margrétar voru Hannes Jónsson, f. 13.1.1880, d. 29.8.1968, bóndi og landpóstur á Núpsstað í Vestur-Skaftafellssýslu, og Þóranna Þórarinsdóttir, f. 14.5.1886, d. 8.9. 1972, húsfreyja. Margrét verður með kaffi í safnað- arheimili Áskirkju kl. 18.00 í dag. Tapað fundið Læða tapaðistfrá Frostaskjóli Hvít læða með svört eyru, svart skott og svarta flekki á baki tapaðist frá Frosta- skjóli um 28. júní sl. Hún var nýílutt í vesturbæinn og gæti hafa villst. Hún er eyrnamerkt R 4H073. Ef einhver hefur séð hana eða veit hvar hún er niðurkom- in er hann vinsamlegast beðinn að hringja í hs. 10122 eða vs. 73550. Tónleikar Sumartónleikar á Norðurlandi 3. röð tónleika Sumartónleika á Norður- landi veröur haldin helgina 15. til 17. júlí. Þaö eru tónlistarmennirnir Ann Wall- ström fiðluleikari og Ulf Soderberg, org- elleikari frá Svíþjóð, sem flytja verk frá ýmsum tímum. Tónleikar verða í Húsa- víkurkirkju í kvöld kl. 21, í Reykjahliðar- kirkju á laugardagskvöld kl. 21 og í Akur- eyrarkirkju á sunnudag kl. 17. Sumartónleikar í Skálholtskirkju Laugardaginn 16. og sunnudaginn 17. júlí verða haldnir tónleikar í Skálholtskirkju Á efnisskránni þessu sinni verða ein- göngu verk eftir meistara. Flytjendur eru Bachsveitin í Skálholti ásamt átta söngv- urrnn undir stjórn Laurence Dreyfus. Á laugardag kl. 13.30 heldur Laurence Dreyfus fyrirlestur um kantöntur J.S. Bach, BWV 5 og 42. Aðgangur á tónleik- ana ókeypis. Tilkynningar Tombóla Nýlega héldu þessir krakkar, sem heita Kristófer Jarosz, Alexandra Jarosz og Viðar Örn Ágústsson, tombólu til styrkt- ar hjálparsjóði Rauöa kross íslands. Alls söfnuöu þau 514 krónum. Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Hana nú verð- ur á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Nýlagað molakaffi. Sumarhátíð varnarliðsmanna Varnarhðsmenn halda árlega fjölskyldu- hátíð sína með „karnival“-sniði laugar- daginn 16. júli. Hátíöin fer fram í stóra flugskýlinu næst vatnstanki vallarins og gefst gestum kostur á aö njóta þar fjöl- breyttrar skemmtunar fyrir alla fjöl- skylduna kl. 11-17. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Lungnabíllinn á ferð um Island LungnabíU Samtaka gegn astma og of- næmi verður staddur í Borgamesi e.h. í dag, á laugardag á Blöndósi f.h. og Sauö- árkróki e.h. og á sunnudag á Akureyri. Samtökin eru 20 ára á þessu ári og vílja minnast tímamótanna með því að vekja athygli á starfsemi sinni. í lungnabílnum eru tæki til lungnamælinga og fleira. Fjölskylduvika á Austfjörðum Þessa dagana er 48 manna hópur ungl- inga og fullorðinna frá Norðurlöndunum staddur á Austflörðum að skemmta fólki með söng, dansi og vitnisburðum. Þessi hópur er hluti af kristilegu starfi sem kallar sig King’s Kids International (Kon- ungsbörn). í dag kl. 14.30 verður útimark- aður á Egilsstöðum, á laugardag kl. 15 verður sumarmarkaður við Andapollinn á Reyðarfirði, á sunnudag kl. 16 við Neistaflugsplanið í Neskaupstað, kl. 11 fjölskyldusamvera í Egilsstaðakirkju og kl. 16 í Atlavík í Hallormstaðarskógi. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágr. Göngu-Hrólfar fara frá Risinu kl. 10 á morgun í Mosfellsbæ. Þingvellir-fræðsla og samverur Á laugardag og sunnudag efnir Þing- vahaþjóðgarður til lengri og skemmri gönguferða, bamasamvera og guðsþjón- ustu. Þátttaka er ókeypis og öllum heim- U. Starfsmenn í þjónustumiðstöð veita upplýsingar. Félag eidri borgara Kópavogi Spiluð verður félagsvist og dansað í fé- lagsheimih Kópavogs í kvöid kl. 20.30. Þöh og hljómsveit skemmta. Húsiö öhum opið. Fréttir Það eru timamót þegar veiðimenn veiða maríulaxinn sinn. Hann Pétur Pétursson veiddi sinn fyrsta lax í Norðlingafjóti á Devon fyrir skömmu. Fyrst er veiðiugg- inn bitinn af. En veiðiugginn er vondur eða segjum bara að hann smakkist alls ekki vel en maður lætur sig hafa það. DV-myndir Pétur Gunnarsson HafQaröará: 250 laxar komnir á þurrt „Á þessari stundu hefur Haffjarð- ará geflð 250 laxa og hann er 16 punda sá stærsti," sagði okkar maður á bökkum Haffjarðarár í gærkvöld. „í ánni er mikið af fiski og smálax- inn er mættur í þónokkrum mæli. Útlendingar, sem voru í síðustu viku, veiddu 100 laxa. Þó veiðimenn veiði vel hafa margir laxar sloppið á flug- urnar. Flestir eru laxarnir frá 12 upp í 16 punda,“ sagði okkar maður. í lok- in. Veiddu 11 laxa í Norðlingafljóti „Þetta var hörkuveiðitúr í Norð- hngafljót, við fengum 11 laxa og hann var 15 punda sá stærsti,“ sagði Pétur Gunnarsson en hann var að koma úr Borgarfirðinum fyrir skömmu. „Við fengum níu á Devon og tvo á maðk, það er mikið af fiski þarna. Það er gaman þegar krakkarnir veiða maríulaxinn sinn. Pétur sonur minn veiddi maríulaxinn sinn, 11 punda fisk á Devon,“ sagði Pétur. Veiddi betur en pabbi hans „Þetta hefur verið góð veiði síðustu daga, þaö hafa veiðst yfir 20 laxar og hann er 12 punda sá stærsti," sagði Símon Sigurmonsson í Görðum á Snæfellsnesi í gærkvöld. „11 ára veiðimaður veiddi fjóra laxa í Lýsuvatni fyrir fáum dögum, þetta var Haukur Óskar Hafþórsson en pabbi hans veiddi einn lax. Það er mikið af fiski komið á svæðið. Sil- ungsveiðin hefur verið htil það sem af er veiðitímanum en fiskurinn er stærri," sagði Símon i lokin. Veiðivon Gunnar Bender Stóra-Laxá í Hreppum hefur gefió100 laxa „Stóra-Laxá í Hreppum er komin með 100 laxa og hann er 21 pund sá stærsti, svæði fjögur hefur gefið best,“ sagði Jón Gunnar Borgþórs- son, framkvæmdastjóri Stangaveiði- félags Reykjavíkur, í gærkvöld. „Veiðimenn, sem voru að koma úr Miðá í Dölum, veiddu 10 laxa og 3 bleikjur en áður en þeir komu á svæðið var kominn einn lax á land. Norðurá í Borgarfirði hefur gefið 630-640 laxa,“ sagði Jón Gunnar í . lokin. Fundu spúnna í Flókadalsá „Það er mikih lax í Flókadalsá en hann tekur mjög hla, sérstaklega maðkinn,” sagði Ingvar Ingvarsson á Múlastöðum í gærkvöld. „Það eru komnir 70 laxar á land og hann er 14 punda sá stærsti enn- þá, Helgi Sigurðsson veiddi fiskinn. Við höfum fundið spúnna á tveimur stöðum í ánni, á Pokabreiðu og í Hjálmfossi. Það er skrítið því spúnn er alveg bannaður í Flókadalsá. Við hjónin vorum fyrir skömmu við veið- ar og settum í tíu laxa en náðum aðeins tveimur. Ég var meö tvo lax- ana á í 15 mínútur en þeir sluppu af, blessaðir. Guðmundur Svavarsson * er hérna við veiðar núna og er búinn að veiða fimm laxa áðan, fjóra á maðk og einn á flugu,“ sagði Ingvar. Rangámar: 19 laxar og 19 punda „Það er sama fjörið hjá okkur á bökkum Rangánna, í morgun veidd- ust 19 laxar og hann var 19 pund sá stærsti," sagði Þröstur Elliðason á bökkunum í gær. „Núna eru komnir á land 250 laxar og það er sama góða veiöin áfram hjá okkur. Veiðimenn sem voru hérna í morgun veiddu 9 laxa í beit,“ sagði Þröstur. Stangafestingar á bíla (sogskálar) Góðar Neoprenevöðlur, kr. 13.900 LAUGAVEGI 178, SÍMAR 16770 - 814455, FAX 813751 markaðstorg tækifæranna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.