Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1994, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1994, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 632700 FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1994. Póst- og símamálastjóri: Gætisættsig við rauða litinn „Húsið er friðað og þar með þarf að gera allar breytingar í samráði við húsafriðunarnefnd. Nefndin hafði samband við Póst og síma og fór fram á að húsið væri málað rautt," segir Guðný Gerður Gunn- arsdóttir, formaður húsafriðunar- nefndar. Ekki er.endanlega búið að ákveða hvernig gamla pósthúsið í Austur- stræti 15 verður á litinn en húsið er friðað og var upphaflega rauðbrúnt á litinn. „Ég hef ekki haft neina sérstaka skoðun á því hvernig húsið verður málað. Þetta er mér ekkert kappsmál þó að ég megi hafa mína persónulegu skoðun á því hvernig ég vildi helst hafa húsið á litinn. Þetta verður sjálf- sagt rætt næstu daga," segir Ólafur Tómasson póst- og símamálastjóri. „Húsafriðunarnefnd telur sig hafa skoðun á þessu og ef hún á að ráða litnum samkvæmt lögum þá gerir hún það. Mér þykir ljósi liturinn fall- egri heldur en sá dökki en það er ekki bara sjónarmið póst- og síma- málastjóra sem ræður hjá þessari stofnun," segir Ólafur. íslendingarnir í baráttusætum Þegar þrjár umferðir eru eftir á opna kanadíska skákmótinu í Winnipeg eru íslendingarnir Mar- geir Pétursson og Jón L. Árnason enn í baráttusætum. Tukmakov, Ukraínu, er efstur með 6 'A vinning. Margeir, Hodgson, Englandi, Ba- linas, Filippseyjum, Spraggett og Hergott, báðir frá Kanada, eru í 2.-6. sæti með 6 v. og Jón L. hefur 5'A v. í 7.-12. sæti ásamt m.a. Finegold, USA, og Nikoloff, Kanada. Keppend- ur eru 178 og tefldar 10 umferðir eft- irMonrad-kerfi. JLÁ/hsím Týndur Hollendingur: Fannstvið Heklu í morgun Fimmtugur Hollendingur fannst fremur illa búinn og ráfandi um hraunið í Skjólkvíum við norðvest- anverða Heklu laust fyrir klukkan sjö í morgun en hans hafði verið saknað frá því síðdegis í gær. Maðurinn var í hópi sem gekk á fjalliö í gær. Á leiðinni var mannin- um ráðlagt að snúa til baka því hann var það illa búinn, sérstaklega til fótanna. Hann fór að þessum ráðum en fann síðan ekki rútuna og villtist. Samkvæmt upplýsingum DV í morg- un var maðurinn ekki illa haldinn þegar hann fannst. LOKI Endar þetta ekki með því aðJón Baldvinferaleinn inn í Evrópusambandið? Eflirlýsti maðurinn sem „hvarf' 19. júní frá heimili sínu: Valgeir sást á krá eftir að leit hóffst - talinn illa liðinn vegna viðskiptahátta í fíkniefhaheiminum Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum DV sást Valgeir Víðisson, maðurinn sem greint hefur verið frá að hafi ekki sést frá þvi 19. júní síðastliðinn, á krá í Reykjavík 2. júlí - eftir að byrjað var að lýsa eför honum í fjölmiðlum. Upplýs- íngar sem liggja fyrír um þetta eru taldar traustar. Einnig iiggur fyrir örugg vitneskja um að Valgeir kom í verslun á Laugaveginum undir lok júnímánaðar. Þessar upplýs- ingar hefur DV fengið staðfestar hjá lögreglunni í Reykjavík. Samkvæmt þessu er taiið líklegt að Valgeir sé í felum en hvort það er hér á landi eða ekM og hvers vegna er hins vegar ekki vitaö. Valgeir sást siðast á krá i Reykja- vik taugardaginn 2. júli síóastliðinn - eftir að leit að honum var haf in. Hann sást einnig í verslun við Laugaveg skömmu áður. Valgeir hefur ekki látið ættingja vita um ferðir sínar. Þær upplýsingar sem DV hefur undir höndum um Valgeir eru m.a. á þá leið að hann hafi á síðustu árum tengst fíkniefnaheiminum og sé af ýmsum aðilum, m.a. einni „klíku", illa liðinn vegna „vafa- samra viðskiptahátta". Vegna þessa og hvarfs hans hafa komið til ýmsar vangaveltur. Þó er rétt að árétta að ekkert liggur fyrir um að einhver hafi unnið Valgeiri mein. Valgeir hefur ekki komið við sögu afbrotamála með sannanlegum hætti á síðustu árum. Hann hlaut hins vegar þrjá fangelsisdóma á árunum 1985-1987 fyrir brot á lög- um og reglugerðum um ávana- og fíkniefni. Valgeir var þá dæmdur í samtals 21 máriaðar fangelsi. Lögreglan hefur rannsakað hugs- anlegt brotthvarf Valgeirs úr landi en á tímabili voru iikur taldar á að hann hefði farið með farþega- ferjunni Smyrli. Það er nú talið vist að Valgeir hefur ekki farið úr landi á síðustu vikum í eigin nafni. Að sama skapi hefur ekki verið útilokað að hann hafi yfirgefið landið undir fölsku flaggi. Lögreglan í Reykjavík biður alla þá sem einhverjar upplýsingar geta gefið um Valgeir frá 19. júní að hafasamband. Fjöldi fólks hefur streymt að Laugarvatni að undanförnu þar sem landsmót ungmennafélaganna stendur yfir. I gær voru þessar stúlkur að leika sér á kajökum á vatninu. Mýið er svo mikið að algengt er að menn kaupi sér andlitsnet eins og önnur stúlkan á myndinni er með. DV-mynd BG Jón Baldvin um ESB: Óljósttaíog í viðtengingar- hætti - segir Björn Bjarnason „Mér finnst margt af þessu sem Jón talar um óljóst og í viðtengingar- hætti. Það er ekki stefna ríkisstjórn- arinnar eða Alþingis að ísland gerist aðili að Evrópusambandinu," sagði Björn Bjarnason, formaður utanrík- ismálanefndar Alþingis, við DV um þau ummæli Jóns Baldvins Hanni- balssonar að aðild íslands að Evr- ópusambandinu, ESB, fyrir árið 1996 sé ekki útilokuð. Jón hefur látið þessi orð falla eftir fundi sína að undan- fbrnu með ráðamönnum ESB. Björn sagðist hafa staðið að álykt- un sem Alþingi samþykkti á síðasta ári um að taka upp viðræður við Evrópusambandið um tvíhliða sam- skipti ef fjögur EFTA-ríki færu inn í Evrópusambandið. Það lægi ljóst fyr- ir eftir þá samþykkt að ef íslensk srjórnvöld ætluðu að sækja um aðild að sambandinu þyrfti sjálfstætt um- boð frá Alþingi til þess og það lægi ekki fyrir. Jafnframt minnti Björn á að Jón Baldvin hefði ekki fengið þá samþykkt á flokksþingi krata nýlega að ísland sækti um aðild að ESB. Veðriðámorgun: Hiti 8 til 18stig Suðvestankaldi og skúrir um sunnan- og vestanvert landið en víða léttskýjað norðaustanlands. Dálítil súld við suðvestur- og vest- urströndina en annars þurrt. Hiti 8 til 18 stig. Veðrið í dag er á bls. 36 Ertu búinn að panta? dagar til þjóðhátíðar FLUGLEIDIR Innanlandssími 690200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.