Alþýðublaðið - 25.08.1921, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 25.08.1921, Blaðsíða 1
Alþýðublaðið Oefið út af Alþýðuflokknuni, 1921 Fimtudaginn 25. ágúst. 194. tölubl. Lloyd George og de Talera. Nú hafa verið birtar þær til- iögur, sem Lloyd George f nafni ensku stjórnarinnar hefir lagt fram fyrir de Valera og írsku fulltrú- ana á Lundúnafundinum seinast í :júll. Enska stjórnin er samkvæmt þeim fú? til þess að veita írlandi samskonar sjálfstjórn eins og Suð- ur Afríka, Kanada og Ástralfa hafa þegar fengið. í tillögunum er gert ráð fyrir því, að írland verði fullkomlega sjálfrátt um skattamál sfn og fjármál, hafi sérstaka írska dómstóla, sérstakan her og lög- reglulið, full umráð yfir póstmál- um landsins og ýmsum öðrum málafnum. En svo setja Bretar veruleg skilyrði fyrir samþykki sínu til þess að írland fái slíka sjálfstjórn. 1 fyrsta lagi, að breski herflotinn einn gæti hafsins umhverfis írland og megi nota frskar hafnir, enn fremur, að frski herinn verði ekki hlutfailslega stærri en hinn enski, að írar taki hlutfallslegan þátt í loftvornum og greiði að tiltölu kostnaðinn við herbúnað ríkis- beiidarinnar, að fullkomið verzl- unarfrelsi, án allra tollhafta, sé milli landanna og loks að írland greiði rfkisskuldirnar bresku í hlut- falli við fólksfjölda. Það er ætlast til þess, að Ulster fái að hafa þá sérstöðu, sem það hefir sfðan í vor, og að sjálfstjórn þess verði í engu skert nema með samþykki Ulsterbúa sjálfra. Við- urkenningar Suður-írlands af sjálf- stjórn þessa héraðs er og gert að skilyrði af hálfu bresku stjórnar- innar. Annars verði Norður íriand og Suður-írland í framtíðinni Iátin jafna sfn ágreiningsmái sjálf, án ihlutunar ensku stjórnarinnar. Þessum boðum hefir de Valera gersamlega hafnað. Hann segir, að enda þótt sjálfsforræði írlands sé i tillögum ensku stjórnarinnar viðurkent i orði, þá sé þar þó einnig breskum stjórnvöldum leifð- ur sá fhlutunarréttur um ensk mál er geri írum ómögulegt að njóta sjálfstæðisins. De Valera hefir Iýst því yfir, að írsku málin muni ekki leidd til lykta, svo vel fari, öðrú- vfsi en að fulikomið sjálfsforræði írsku þjóðarinnar verði viðurkeat. Hún viiji engan þátt eiga í hern- aðar eða utanrfkispólitfk stórveld anna og krefjast því þess að losna við allar byrðar af slfku. Annars kveður hann íra fúsa til þess, að semja við Breta um verzlun og samgöngur milii landanna; einnig um hervarnir, að þær verði með þeim hætti, að Englendingar þurfi ekkert að óttast af hálfu íra. — Það sé enn fremur ástæðulaust að ætla, að trland verði notað til þess, ef til styrjaldar Ikæmi í framtfð- iuni, að gera þaðan árásir á Eng- land. Hvað þátttöku íriands í bresku rfkisskuldunum snertir, býðst hann til þess, að leggja það mál í enskírska gerð, með odda- manni, sem Harding Bandarfkja- forseti til nefni. Loks Iýsir de Valera yfir þvf, að enska stjórnin hafi engan rétt til þess, að hluta írland sundur á þann háti er hún hafi gert með því, að stofna sér- stakt þing fyrir Ulster. í andsvari hefir Lloyd George neitað rétti íra til fullkomins skiln- aðar við England og á því er málið strandað. Samkvæmt allra nýjustu frétt- um hefir þó verið ákvcðið að reyna að láta Þjóðabandalagið jafnaþessa deilu. Vafasamt virðist þó, að því muni takast, að leiða þessi vanda- mál til endanlegra úrslita. Knattspymnfél. ,,Yíkingur“ fer til tsafjarðar f dag á íslandi. Ætlar það að keppa þar við tvö knattspyrnufélög og þriðja leikinn við úrvalalið úr báðum félögunum. Þetta er önnur útrásin, sem Vík- ingar gera úr höfuðstaðnum. í fyrra fóru þeir til Vestmannaeyja. V Brunatryggingar 0 á innbúi og vörum hvergl ódýrari en hjá A. V. Tulinius vátryggíngaskrlfstofu Elmskfpafélagshúslnu, 2. hæð. Fjárkreppan. (Káfli úr ritgerð um .Revisionismus contra kommunismus.*) --- (Frh.) Gengi peninga utan Bandarfkj- anna sýnir þetta enn betur. Hér fer á eftir tafla er sýnir það: Bandaríkin kómust á ódýrastan hátt út úr stríðinu, enda urðu þati

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.