Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1994, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1994 DV Endumýjað starfsleyf! Faxamjöls í Örfirisey til 5 ára: Það hef ur sannast að lætin öll voru óþörf - segir framkvæmdastjórinn. íbúasamtökin viðurkenna nú að engin lykt sé frá henni Fréttir Reykjanes: Skattadrottn- inginer eiginkona kaupmanns Valgerður Blomsterberg, eigin- kona Bjarna Blomsterberg, kaup- manns i Hafnarflrði, reyndist gialdahæsti einstaklingurinn á Reykjanesi samkvaemt álagningu skattstjóra. Henni er gert að greiða rúmar 44 milljónir í opin- ber göld vegna tekna sinna á síð- asta ári. Þau hjónin áttu Fjarðar- kaup í Hafnarfirði en seldu sinn hluta á síðasta ári. Annað saetið yfir gjaldahæstu einstaklingana vermir Helgi Vil- hjálmsson, eigandisælgætisverk- smiðjunnar Góu og veitingastað- axma Kentucky Fried Chicken. Honum er gert að greiða rúmar 15 miUjónir í opinber gjöld vegna umsvífa sinna i fyrra. Þriðja sæt- ið vermir svo Sígurjón S. Helga- son, verktaki í Kefiavík. Honum er gert aö greiða tæplega 8,8 milij- ónir í opinber gjöld. Meðal 10 hæstu gjaldenda á Reykjanesi eru að auki Benedikt Sigurðsson, Iyfsali í Keflavík, Sig- urður Valdimarsson, Seltjamar- nesi, Anna Jóna Halldórsdóttir, Garðabæ, Pétur Einarsson, húsa- smiöur í Hafnarfirði, Matthías Ingibergsson, lyfsali í Kópavogl, Hjalti Svanmundur Guömunds- son, húsasmiöur í Keflavík, og Magnea Rósa Tómasdóttir, Sel- tjarnarnesi. Af fyrírtækjum á Reykjanesi eru íslenskir aðalverktakar gjaldahæstir með 705 mifljónir i heildargjöld. Þá koma Varnarlið- iö með 130 milljónir, Atlanta meö 63 milljónir, Sparisjóöur Hafnar- fjarðar með 51 milljón, Hafnar- Öarðarkaupstaður raeð 47 millj- ónir, Kópavogskaupstaöur með 45 milljónir, Fjarðarkaup með 39 milljónir, íslenska álfélagið með 32 milljónir, BYKO meö 32 millj- ónir og Byggingaverktakar Kefla- víkur með 30 milljónir. Sé tekið mið af einstökum sveit- arfélögum á Reykjanesi er meðal- tal álagðra gjalda á einstaklinga hæst á Seltjamamesi eða rúmar 372 þúsund krónur. Lægst er meðaltahð í Kjósarhreppi, 185 þúsund krónur. Starfsleyfi fiskimíölsverksmiðj- unnar Faxamjöls hf. í Örfirisey var formlega endumýjað til fimm ára í fyrradag eða til 1. janúar 1999. Verk- smiðjan hafði fengið tveggja ára starfsleyfi árið 1992. Miklar deilur vom um verksmiðj- una á árunum 1991 og 1992 en á sum- armánuðum 1991 sótti Faxamjöl um að fá að færa fiskimjölsverksmiðju frá Hafnarfirði í Örfirisey. Mikil ólga var í ýmsum íbúum vesturbæjar vegna þess en óttast var að mikinn bræðslufnyk legði frá verksmiðj- unni. íbúasamtök vesturbæjar geng- ust fyrir undirskriftasöfnun þar sem því var mótmælt að verksmiðjan flyttist í Örfirisey. Um þrjú þúsund undirskriftir söfnuðust. Ýmsir héldu því fram að fasteignaverð myndi falla í vesturbænum, lyktin myndi leggjast yfir bæinn og fæla frá er- lenda ferðamenn svo eitthvað sé nefnt. Mengunarvarnir Hollustu- verndar ríkisins lögðust í upphafi gegn staðsetningu verksmiðjunnar í Örfirisey út frá mengunarsjónarmið- um en á endanum var Faxamjöli veitt starfsleyfi til tveggja ára í jan- úar 1992. „Menn héldu því fram að voðinn væri vís ef við fengjum þetta leyfi. Við sögöum hins vegar alltaf að við gætum gert þetta þannig að sómi væri að og lyktarlaust. Við erum hreyknir af árangri okkar enda hefur enginn hringt hingaö og kvartað yfir lykt allan tímann. Mér skilst á Holl- ustuvernd ríkisins að enginn hafi gert athugasemdir við það að gefið væri út nýtt leyfi þrátt fyrir að það hafi legið lengi frammi til kynningar. Við erum afskaplega hreyknir yfir þessu. Það hefur sannast að okkar mati að þetta voru óþarfa læti,“ segir Gunnlaugur S. Gunnlaugsson, fram- kvæmdastjóri Faxamjöls hf. Að sögn Gunnlaugs var verksmiðj- an að stofni til flutt úr Hafnarfirðin- um. Hún hafi verið betrumbætt og aukið hafi verið viö búnaðinn þannig að auðveldara væri að eyða lykt. Betur sé nú gengið frá hráefnis- geymslum og þess gætt í hvívetna að vinna efnið alltaf ferskt. Að sögn Lúðvíks Gústafssonar, yf- irdefldarstjóra í Hollustuvemd ríkis- ins, hefur lítið 'borið á kvörtunum vegna lyktar frá verksmiöjunni. Sævar Guðbjömsson, formaður íbúasamtaka vesturbæjar, sagði í samtali við DV að reynslan hefði sýnt aö ekki hefði gætt neinnar lykt- armengunar frá verksmiðjunni í vesturbænum. Fiskimjölsverksmiðjan í Örfirisey: Vonda lyktin sem aldrei fannst Agúst 1991: Faxamjöl hf. sækir um leyfi fyrir að flytja verksmiðju úr Hafnarfirði í Örfirisey. „Reiðir vesturbæingar óttast bræðslufnyk," segir í DV. Mengunarvarnir ríkisins leggjast gegn verksmiðjunni. Segja einungis um flutning á lyktarvandamálum frá Hafnarfirði til Reykjavíkur að ræða. „Ekki til aðferð til að útiloka lykjt frá “ segir Jóhánn íngunarvörnum. Hins vegar er mælt með ströngum skilyrðum. Umhverfisráðuneytið skoðar málið. Einar Örn Stefánsson, fojanaður íbúasamtaka vesturbæjar, ségir umhverfisráðherra hijóta að taka lillit til und þúsund íbú er^mótmælt einstakhng^ v^turbæ og miðbaé :rskrifta|-lista ura þrjú t þar segi verksátiðjunn Alls erú 4.700 r 16 áráof eldrj búseltir í Janúar 1' „ Vonb skttli ekki ta íbúa ieitt Fajéunjöli tf gði að 1 camjo mhvert a tilli til viljs tveggja iraðherp annars betur utbunar. allt til að eyða lykt. munum gera Júní Ákvörðun tekin ura að fra starfsleyfi Faxamjöls um fir Janúar 1992: Mengunarvarnir ríkisins hafna ekki verksmiðjunni í Örfirisey í umsögn til umhverfisráðuneytisins. - lengja ár. Júlí 1994: Formlegt léyfi til firnm ára sent Faxamjöli. DV í dag mælir Dagfari Sigurför Davíðs Davíð Oddsson hefur að undanf- örnu dvalið í Brussel og heimsótt ráðamenn Evrópusambandsins. Það var sannarlega kominn tími til að Delors, Dehaene, Santer og aðrir ráðamenn Evrópusambandsins hittu Davíð okkar Oddsson, ekki síst þar sem Davíð hefur haft yfir- burðaþekkingu á málefnum ESB. Mun hafa farið vel á meö þeim fé- lögum og hlýddu þeir kumpánar úti í Brussel á forsætisráðherrann okkar og samþykktu flest af því sem hann hafði til málanna að leggja. Davíð kemur afar ánægður af þessum fundum. Davíð hefur sagt margoft hér heima aö umsóknarað- ild sé ótímabær og öll umræða um ESB á íslandi óþörf. Forráðamenn ESB samþykktu þennan skilning Davíös umyrðalaust, að sögn Dav- íðs sjálfs. ESB mun halda ríkjaráð- stefnu sem hefst 1996 og það er ekki fyrr en að henni lokinni 1998 eða 9 sem ný aöildarríki eru á dag- skrá. Það mun ekkert gerast fyrr og okkur liggur því ekkert á, segir Davíð og er kampakátur. Davíð Oddsson hefur verið afar óhress með þá umræðu sem fram hefur farið á íslandi. Hann hefur sett ofan í við Jón Baldvin utanrík- isráðherra fyrir hvatvísi og bráð- ræði í þessum málum og kann því illa að stjómmálamenn á íslandi séu að tala um málefni sem hann sjálfur, þ.e. forsætisráðherrann, hefur ekki sjálfur ákveðið að séu á dagskrá. Og ekki bara stjórnmála- menn. Almenningur hefur verið að hossa sér á þessu máli og fjölmiðlar og þvælt um það fram og aftur hvort íslendingar eigi að sækja um aðild að Evrópusambandinu þegar Davíð hefur margítrekað að þaö mál væri ekki á dagskrá. Umræðan um það væri óþörf. Samt hafa menn haldið áfram að tala um það. Auövitað hlaut að koma að því að Davíð færi utan og segði forráða- mönnum ESB frá þessari dæma- lausu umræðu á íslandi og stoppaði hana af. Það hefur Davíð gert með Bruss- elferðinni. Hann hefur sagt Delors og öðrum háttsettum Evrópu- mönnum frá því að hann kunni því illa ef þeir séu að gefa í skyn að ísland eigi að sækja um aðild sem fyrst og að ísland geti komist inn áöur en ríkjaráðstefnunni lýkur. Það þarf ekki að hafa mörg orð um það hvað forráðamönnum ESB var mikið í mun aö fá Davíð í heim- sókn. Þeir tóku allir á móti honum. Davíð hafði sérstaklega orð á því hvað Delors hefði slappað vel af og hvað þeir félagar hefðu getað talað opinskátt saman. Það bendir til þess að Delors hafi lagt sig í líma viö að geðjast Davíð og skilið að honum væri fyrir bestu að taka Davíð vel til að halda íslenska stór- veldinu góðu. Að umræðum loknum er Davíð afskaplega ánægður með niður- stöðurnar. Þær eru eins og hann hafði óskað sér. ísland kemst ekki inn í Evrópusambandið fyrr en eft- ir mörg, mörg ár. Davíð er afskap- lega ánægður meö aö heyra það. ísland á ekki að sækja strax um aðild og það liggur ekkert á aö tala um það. Þetta staðfestu viðmæ- lendur hans í Brussel og Davíð er afskaplega ánægður með það. Nú liggur þaö fyrir svart á hvitu að Davíð hafði rétt fyrir sér eins og alltaf og þeir hjá Evrópusamband- inu eru búnir að samþykkja að hleypa íslandi ekki að í ESB fyrr en einhvern tímann í framtíöinni og þess vegna er umræðan í dag óþörf með öllu og ekki orð um það meir. Eftir þessa sigurfor Davíðs er eins gott fyrir Jón Baldvin og aðra Evrópusinna að halda sig á mott- unni. Þeir eiga að hafa sig hæga. Davíð er búinn að banna umræðu um Evrópumál og hann er búinn að fá það staðfest að forráðamönn- um ESB liggur ekkert á að fá um- sókn frá Islandi um aðild og nú eiga menn að anda rólega á íslandi og hætta þessu þrefi um það hvort við göngum í ESB eða ekki. Þetta var ánægjuleg fór hjá for- sætisráðherra. Honum tókst að koma í veg fyrir að umsókn frá ís- landi yrði tekin alvarlega. Hann hefur sannfært forráðamenn ESB um að íslendingum liggi ekkert á aö komast í ESB fyrr en í fyrsta lagi eftir ríkjaráðstefnuna. Davíð er með pálmann í höndun- um. Hann er búinn að keyra ESB- málið í kcif. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.