Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1994, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1994, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Frá gæðum til gæðinga Það voru bersýnilega pólitísk sjónarmið en ekki fagleg eða embættisleg sem réðu þeirri ákvörðun Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra að fá Stefán Jón Haf- stein íjölmiðlafræðing til að stýra úttekt á stjómsýslu Reykjavíkurborgar. Fram hefur komið að Stefán Jón, sem er fyrrverandi fréttamaður og dagskrárgerðarmaður á Ríkisútvarpinu, var helsti ráðgjafi núverandi borgarstjóra í kosningabar- áttunni í vor. Hann hefur orð á sér fýrir að vera mjög langt til vinstri í skoðunum og þykir ekki spegla þau breiðu pólitísku viðhorf sem lágu R-hstanum til grund- vallar. DV sagði frá því skömmu eftir kosningamar að borgar- stjóri hefði boðið Stefáni Jóni að koma til starfa fyrir sig í ráðhúsinu. Þegar hún svo nokkm síðar réð gamla vin- konu sína póhtískan aðstoðarmann sinn héldu margir að ráðning hans væri ekki lengur inni í myndinni. Ann- að reyndist uppi á teningnum. Borgarstjóri segir í viðtah við DV í gær um verkefni og ráðningu Stefáns Jóns að ætlunin sé að gera úttekt á skilvirkni borgarkerfisins og upplýsingaflæði í ráðhúsinu og semja skipurit fyrir embættismenn borgarinnar. At- hygh vekur að allt em þetta verkefni sem em sérfræði- legs eðhs og hljóta að kaha á sérfræðilega vinnu. Hér er með öðrum orðum ekki um póhtísk áhtamál að ræða, hvað þá flokkspólitísk, heldur öðm fremur embættisleg, stjómunarleg og rekstrarleg. Menntun Stefáns Jóns á sviði fjölmiðlafræða er vafa- laust góð og gild. Á hinn bóginn er ekki til þess vitað að hann hafi sérstaka menntun, þekkingu eða starfsreynslu á sviði stjómunar og stjómsýslufræða. Ekki er heldur kunnugt um að nokkurt fyrirtæki eða opinber stofnun hafi fyrr séð ástæðu til að leita ráðgjafar hans eða leiðsagnar um stjómun, rekstur eða skipulag. Reykjavíkurborg, sem með réttu má kalla stærsta fyr- irtæki landsins, á vitaskuld að hafa fagleg sjónarmið að leiðarljósi þegar um fagleg úrlausnarefni er að ræða. Hún getur ekki gert minni kröfur um hæfni ráðgjafa sinna en atvinnufyrirtæki og opinberar stofnanir. í þessu ljósi er ráðning Stefáns Jóns Hafsteins 1 emb- ætti nokkurs konar skipulags- og stjómunarráðgjafa borgarstjóra gagnrýnisverð. Fyrir nokkm beitti borgarstjóri sér fyrir því að fá virt endurskoðunarfyrirtæki til að gera úttekt á fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar. Fyrir það hlaut hún lof í umræðum manna á meðal. Bjartsýnustu fylgismenn hennar spáðu því þá að hún mundi leiða gæðastjómun, sem er þekkt hugtak úr nútímarekstri, til öndvegis við stjóm höfuð- borgarinnar. Síðan hefur á ýmsu gengið. Nú finnst mörgum að leið Ingibjargar Sólninar hggi frá gæðunum til gæðinganna. Út af fýrir sig er hægt að réttlæta ráðningar póhtískra aðstoðarmanna á skrifstofu borgarstjóra þótt slíkt hafi ekki þekkst áður. En það á að kaha hlutina sínum réttu nöfnum. Það á ekki fara í feluleiki th að koma sínum mönnum að. í kosningabaráttunni í vor lofaði Ingibjörg Sólrún því meðal annars að stofha embætti umboðsmanns borg- arbúa. Því hefur hún nú slegið á frest með þeim orðum að ekki sé gert ráð fyrir umboðsmanninum í Qárhags- áætlun borgarinnar. Oneitanlega hljómar þetta einkenni- lega þegar hún á sama tíma býr th tvö ný embætti póh- tískra aðstoðarmanna í ráðhúsinu. Guðmundur Magnússon Þjóðgarður undir Jökli Þjóðgarður undir Jökli hefur áratugum saman verið draumur náttúruunnenda um alit land. Á sínum tíma var það Eysteinn heit- inn Jónsson, fyrrum formaður Framsóknarflokksins og fyrsti formaður Náttúruverndarráðs, sem ýtti hugmyndinni á flot. Fyrri tilraunir til að stofna þjóðgarð á svæðinu hafa rekist á margvíslega þröskulda og ævinlega verið and- vana fæddar. Afmælisgjöf Nú hefur umhverfisráðuneytið hins vegar ráðist í undirbúning að nýjum þjóðgarði á utanverðu Snæ- fellsnesi og hefur til samráðs kallað vahnkunna áhugamenn um mál- efniö. Hugmyndin hefur þegar hlotið samþykki ríkisstjórnarinnar og í samþykkt hennar er sérstak- lega tekið fram aö til málsins var stofnað í tilefni af 50 ára afmæli íslenska lýðveldisins. Mörk þjóðgarðsins eru ennþá ó- ráðin en landið sem kemur til áhta hggur á svæðipu milh Dagverðarár og Gufuskála, og teygir sig austur yflr Snæfellsjökul. Þaö kemur ekki síst th kasta heimamanna að ákveða þau endanlega. Einstakt landslag Náttúran undir Jökh á engan sinn líka. Gersemin mesta er sjálf- ur Snæfellsjökull, þar sem eldfjall- ið mókir undir íshettu. Frá því og eldvörpum umhverfis hafa runnið mikh og sérkennheg hraun sem setja sterkan svip á strandlengj- una. Undir Jökh mætast í einum skurðpunkti helstu sérkenni ís- lenskrar náttúru: eldíjall, hraun, jökull og víðátta hafsins og yfir syndir dimmblár himinn noröur- Kjallariim Össur Skarphéðinsson umhverfisráðherra hjarans. Þessar andstæður skapa hina dulúðgu stemningu undir Jökh sem gerir að verkum að margir telja hann snertipunkt þessa heims og annars. Enda kom- ast menn við Snæfehsjökul í svo gott samband við astralplanið að meira að segja gamall kommi eins- og Skúh Alexímdersson taldi sig hafa séð þar geimverur á dögunum! Ekki spillir máhnu að undir Jökli er líka að flnna sérlega verðmætar minjar um sjósókn horfmna alda sem gefa nýjum þjóðgarði sérstakt ghdi. Stuðningur við ferðaþjónustu Aukinn fjöldi ferðalanga um landið herðir á nauðsyn þess að opna og lyfta nýjum svæðum, og flest bendir th aö næsta stóra úti- vistarsvæði landsins verði á og við Snæfehsnes, ekki síst vegna fyrir- hugaðra jarðganga undir Hval- fiörð. Umhverfisráðuneytið hefur því lagt sérstaka áherslu á Snæfehs- nes, eins og sést á ákvörðun þess um þjóðgarð undir Jökh og fyrir- huguðum sérlögum um vemdun Breiðafjarðar. Á Snæfehsnesi er ferðaþjónusta vaxandi atvinnugrein. Nú þegar hafa þar nokkrar fjölskyldur drjúg- an starfa af ferðamönnum, og með stofnun þjóðgarðs verður ómetan- legri náttúru svæöisins gefið enn meira vægi í augum þeirra sem sýsla með ferðamenn. Svipuð áhrif munu sérlög um Breiöafjörð hafa. Nýr þjóðgarður undir Jökli mun því treysta frekar stoðir fábrotins atvinnulífs, og þar með hlúa að rótum þess fólks sem þar vhl lifa - og deyja. össur Skarphéðinsson „Umhverfisráðurneytið hefur því lagt sérstaka áherslu á Snæfellsnes, eins og sést á ákvörðun þess um þjóðgarð und- ir Jökh og fyrirhuguðum sérlögum um verndun Breiðaíjarðar.“ Skodanir aimarra Sóknarmöguleikar í sjávarútvegi „Huga þarf aö því hvort hægt sé að auka kaup íslenskra aðha á rússaþorski enn og kanna kosti þess að nýta hann einnig th saltfiskvinnslu... Líkur em á, að Rússar verði ekki hráefnisútflytjendur á þennan hátt í mörg ár enn, því þeir munu í framtíð- inni vhja þróa veiðar sínar og vinnslu á þann veg, að þeir geti sjálfir fuhunnið afla sinn... Mikhvægt er að hafa vakandi auga með öllum slíkum sóknar- færum og nýta eftir megni." Ur forystugrein Mbl. 26. júlí. Styrkþegar í menningunni „Sú menning er ekki upp á marga fiska, sem enginn vhl njóta nema aðrir borgi fyrir hana. Hins vegar er málum svo komiö að Ustamenn Uta flestir á að þeir eigi framfleytingarkröfu á samborgara sína og finnst jafnvel eitthvað ógeðfeUt við það að selja vinnu sína á frjálsum markaði... Það er hins vegar ekki hægt að áfehast styrkþegana, því auövitað taka þeir glaðir við þeim sporslum, sem á boðstólum em. Þeir væm beinhnis skrýtnir ef þeir gerðu það ekki. Seku mennimir em við AusturvöU og þar er enginn flokkur undanskhinn.“ Úr forystugrein Eintaks 25. júlí. Haustkosningar besti kosturinn „Ósamstæð ríkisstjóm, sem jagast um mál eins og unglingar á málfundi, kemst ekki að neinni niður- stöðu... Haustkosningar væru því besti kosturinn fyrir þjóðina - og fyrir stjómmálamennina, sem yrðu þá að endurskoða margt og fyrst og fremst að mynda samhenta ríkisstjóm, sem af alvöra tekst á við við- fangsefnin, en flækir sig ekki í lýðskrumi og vand- ræðalegum yfirlýsingum.“ Úr forystugrein Tímans 27. júlí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.