Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1994, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1994, Blaðsíða 24
36 FIMMTUDAGUR 28. JULI 1994 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. Hringdans í höllinni „Ég heyröi þaö fyrst í kvöld aö þeir hjá Electrolux væru reiöu- búnir aö fjármagna bygginguna aö öllu leyti. Ég hef hins vegar ekki enn séð neitt tilboð. Gerist það hins vegar lítur málið allt öðruvisi út,“ er m.a. haft eftir borgarstjóranum í Reykjavík í DV í gær en nú herma fregnir aö erlendir aöilar séu tilbúnir aö fjármagna byggingu handbolta- hallar. Þeir vilja eflaust fá eitt- hvað fyrir ómakið og um þaö seg- ir Ingibjörg Sólrún: „Það gerist ekki öðruvísi en meö húsaleigu- tekjum. Það þýðir væntanlega aö húsaleigan veröur aö vera tals- vert há. íþróttafélögin verða því að sækja um styrki til Reykjavík- Ummæli urborgar til aö standa undir þeirri leigu. Þá erum viö nú kannski komin í hring.“ Ekkert að gerast „Aöildarviöræöur eru ekki á dag- skrá. Þaö er alveg ljóst aö það gerist ekkert í þessum málum fyrr en eftir fjögur eða fimm ár,“ sagöi Davíð Oddsson forsætisráö- herra í samtali við DV frá Bruss- el í gær en þar hefur hann átt fundi með forráðamönnum ESB. Dýralæknar og lyfjagjafir „Þetta hlýtur aö hafa verið gert í samráöi við dýralækni. Mér finnst afskaplega leiöinlegt að þetta skuh eiga sér staö. Það gengur enginn Pétur og Páll með svona lyf í vasanum," segir Þor- kell Bjarnason hrossaræktar- ráðunautur í DV í gær en allt bendir til að gæðingurinn Gýmir hafi veriö sprautaður með deyfi- lyfjum áður en hann fór til keppni á landsmótinu á Hellu. Saga átakanna á Kóreuskaga Málfundafélag alþjóðasinna stendur að málfundi í kvöld, fimmtudagskvöldið 28,júh, aö Fundir Klapparstíg 26, 2.hæð. Erindi heldur Gylfi Páll Hersir en yfirskríft fundarins er „Kórea - saga átakanna á Kóreuskaga og ástæður óstöðugs ástands þar.“ Fundurinn hefst kl. 20.30 og er öllum opinn. Sagtvar: Hann taldi að skipið hafi farist. Rétt væri: Hann taldi að skipið hefði farist. Gætum tuncrunnaj Eða: Hann telur að skipiö hafi farist. Léttir til austanlands Á landinu verður norðlæg átt, gola eða kaldi á Norður- og Vesturlandi en suðvestangola eða kaldi á Suð- Veðrið í dag austur- og Austurlandi. Skýjað um norðanvert landið og súld eða rign- ing með köflum en annars skúrir, einkum síðdegis. Austanlands léttir heldur til síðdegis. Hiti verður á bil- inu 8-18 stig. Á höfuðborgarsvæðinu verður norðlæg átt, gola eða kaldi og skýjað með köflum. Hiti verður á bilinu 9-14 stig. Sólarlag í Reykjavík: 22.46. Sólarupprás á morgun: 4.24. Síðdegisflóð í Reykjavík 22.12. Árdegisflóð á morgun: 10.37. Heimild: Almanak Háskólans. Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyrí skúrásíð. klst. 6 Egilsstaðir rigningog súld 8 Bolungarvík rigning 7 Keíla vikurílugvöllur skýjað 9 Kirkjubæjarklaustur þokuruðn- ingur 9 Raufarhöfn súld 5 Reykjavík skýjaö 9 Vestmannaeyjar þokumóða 9 Bergen skýjað 15 Helsinki heiöskírt 22 Ósló skýjað 21 Stokkhólmur léttskýjað 24 Þórshöfn rigningá síð. klst. 11 Amsterdam þrumuveð- ur 21 Berlín heiðskírt 24 Chicago léttskýjað 15 Frankfurt heiðskirt 23 Giasgow skýjað 13 Hamborg léttskýjaö 25 London þrumuv. á síð. klst. 18 LosAngeies léttskýjað 19 Lúxemborg léttskýjað 22 Malaga þokumóöa 21 Mallorca heiðskirt 21 Montreal alskýjað 20 New York rigningá síð. klst. 25 Nuuk þokaí grennd 4 Orlando leiftur 24 París þrumuveð- ur 18 Vín léttskýjað 21 „Það leggst bara vel í mig aö taka við þessu starfi. Ég hiakka til en;: ég er nú nokkuð kunnug þessari starfsemi. Bæði var ég aöstoðar- maður í Laugarneskirkju þar sem Æskulýðssambandiö hafði aðsetur ogvarþessvegnamikiðítengslum við æskulýðsstarfið þar. Og síðan Maður dagsins hef ég unniö aö skipulagningu og framkvæmd ó stærri mótum og samkomum á vegum sambands- ins,“ segir sr. Sigrún Óskarsdóttir en hún hefur verið ráöinn fram- kvæmdastjóri lijá Æskulýðssam- bandi kirkjunnar í Reykjavíkur- prófastsdæmum og tekur við starf- inu nú um mánaðamótin. „Prófastsdæmin hafa þarna sam- an svona tengilið sem hefur sam- Sigrún Óskarsdóttir. band við öll æskulýðsfélögin og sér um allar sameiginlegar uppákom- Viö erum einnig aöilar að evrópsk- ur og stórmót s vo eitthvað sé nefnt, um kristilegum samtökum og það- an fáum við mikið af efni og upplýs- ingum og eins förum við út og reyn- um að fá nýjar og spennandi hug- myndir," segir Sigrún aðspurö um þá starfsemi sem feliur undir Æskulýðsráðið. Á meðal þeirra móta, sem hinn nýráöni framkvæmdastjóri minnt- ist á, er svokölluð „haustsamvera" en þá taka félagar í æskulýðsstarf- inu sig til og eru saman í heilan dag og fara á sjúkrastofnanir og elliheimili. Að sögn Sigrúnar skipta þau sér þá niður í hópa og hafa ýmsar uppákomur á fyrrtöld- um stöðum á borö við söng og ritn- ingarlestur. Sigrún starfaði í nokkur ár sem aðstoöarprestur í Laugarneskirkju eftir aö hún lauk námi. Að undan- förnu hefur hún hins vegar starfað sem sjúkrahúsprestur á Landspít- alanum í hlutastarfi og segist hafa kunnaö því mjög vel en draumur hennar er einmitt að vinna við það í framtíðinni. Myndgátan Lausn gátu nr. 978: Svefnsófl ErÞÚR- íslandsmót- ið í knatt- spymu íslandsmótið i knattspymu heldur áfram í kvöld en þá eru íþróttir górir leikir á dagskrá í 1. deild karla. íslandsmeistarar Skaga- manna fá Framara í heimsókn á Akranes, Þór og FH leikaá Akur- eyri, KR og Stjarnan í vesturbæn- um og UBK og ÍBK mætast í Kópavoginum en allir þessir leik- ir hefjast kl. 20. Þá er heil umferð á dagskrá í 2. déild karla í kvöld. Nú er farið að síga á seinni hluta landsmótsins í golfi en keppt er á Jaðarsvellinum á Ak- ureyri og er þriðji keppnísdagur meistaraflokks i dag. Skák Þessi staða er frá opna kanadíska meistaramótinu í Winnipeg á dögunum. Kanadamaðurinn Kevin Gentes hafði svart og átti leik gegn Margeiri Péturs- syni. Síðasti leikur Margeirs var riddari til e5, sem lítur ógnandi út. En hvaða svar kunni svartur við þessu? Svartur lék óvænt 25. - Bxc5! því að nú strandar 26. Dxc5 á 26. - Hc7 27. -Dd6 Hcl+ 28. Hxcl Dxd6 og hvítur hefur misst drottninguna. Eftir 26. dxc5 Dxe5 hafði svartur unnið peð. Margeir er hins vegar útsjónarsamur í erfiðum stöðum og eftir 42 leiki sættust keppendur á jafn- tefli. Jón L. Árnason Bridge Aðsókn í sumarbridge hefur farið vax- andi eftir að HM í knattspymu lauk svo greinilegt er að margir bridgespilarar eru einnig áhugamenn um fótbolta. Síðasta þriðjudag mættu 40 pör til leiks og spil- uöu Mitchell-tvímenning með forgefnum spilum. Þetta er spil númer 12 frá þvi kvöldi en sagnir gengu þannig á einu borðanna, vestur gjafari og NS á hættu: * ÁK1073 V ÁD103 ♦ D965 + -- ♦ 842 V 75 ♦ 104 + Á98752 ♦ DG965 V KG96 ♦ K8 + KG V 842 ♦ ÁG732 + D10643 Vestur Norður Austur Suður Pass 14 Pass 1 G Pass 2f p/h Suður vildi endilega stýra sögnum í betri samlegu og sagði eitt grand sem var krafa. Norður á varla fyrir stökksögn (í standard-sagnkerfi) og sagði þvi rólega 2 hjörtu og suður lét þar við sitja. Austur sá greinilega á spilum sínum hvert stefndi og taldi að spaðatrompanir væru yfirvofandi í blindum. Hann spilaði þvi út hjartasexu. Sagnhafi átti fyrsta slag á tiuna, tók tvo hæstu í spaða og trompaði spaða. Síðan kom litið lauf, vestur setti ásinn og norður trompaði með þristinum. Þá kom tíguldrottning, austur setti kóng- inn og ás í blindum átti slaginn. Enn kom lauftrompun og kóngur austurs féU í slaginn. Sagnhafi var nú farinn að gera sér nokkra grein fyrir skiptingu spUanna hjá AV, spUaði næst tígh á gosann, trompaði lauf með þjartaás og fékk síðan óhjákvæmUega tíunda slaginn á hjarta- áttuna í blindum með þvi að spUa spaða. Að fá 170 reyndist þó ekki nema rétt rúm- lega meðalskor í NS. Ekkert par náði fimm tíglum á hendur NS. ísak örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.