Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1994, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1994, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1994 oo 37 Sýningunni í Alþingishúsinu lýk- ur á morgun. Alþingi á lýð- veldistíma í Alþingishúsinu stendur nú yfir sýning sem nefnist Alþingi á lýðveldistíma en til hennar er efnt í tilefni fimmtíu ára afmælis lýðveldisins. Á sýningunni er bæði vakin athygli á hlut Alþingis í lýðveldis- Sýningar stofnunni og störfum Alþings á lýðveldistímanum. Jafnframt er almenningi gefinn kostur á að fræðast um störf Alþingis og al- þingismanna en Alþingi hefur starfað í húsinu við Austurvöll frá 1881. Þótt Alþingi sé oft í fréttum hefur stór hluti þjóðarinnar aldr- ei lagt leið sína í húsið en á fyrstu hæð þess eru þingflokksherberg- in og eru þau öll notuð undir sýn- inguna. Þá má einnig nefna að hægt er að skoða setustofu þing- manna en þar eru m.a. gjafir sem Alþingi hafa borist. Sýningin er opin frá kl. 13.30 til 16.30 en henni lýkur á morgun. Þessir hjólreiðagarpar eru með öryggisbúnaðinn í lagi. 19 manns á einu reiðhjóli Nítján félagar -í Jago-Sport- klúbímum í Semarang á Mið- Java í Indónesíu stigu á eitt og sama reiðhjólið þann 30. júní 1988. Félagarnir gerðu gott betur en það því þeim tókst að ferðast um eina 200 metra vegalengd á farartækinu en engar sögur fara af ástandi þess í lok hjólreiðaferð- arinnar. Röskur þjónn Barþernan Rosie Schedelbauer er með þeim röskari í bransan- um. Þann 29. júní 1981 gekk hún 15 metra með 5 fullar bjórkrúsir Blessuð veröldin úr leir í hvorri hendi á fjórum sekúndum. Stærsta tyggjóblaðran Stærsta tyggjóblaðra sem vitað er um var 55,8 sentímetrar í þver- mál. Heiðurinn af blöðrunni á Susan Montgomery Williams en hún blés hana í Fresno í Kalifom- íu í júnímánuði fyrir níu árum. Jafnvægislistir Sá fáheyrði atburður átti sér stað á Hilton-hótelinu í Akron í Ohio þann 28. júlí 1988 að manni nokkrum tókst að halda 211 King Edward vindlkössum í jafnvægi á hökunni á sér nokkrar sekúnd- ur. Sá sem vann afrekið heitir Bruce Block en alls hélt hann jafnvægi með vindlakassana í heilar 9 sekúndur. Flestirveg- ir færir Flestir vegir á landinu eru færir öllum bílum en á nokkrum stöðum eru vegavinnuflokkar við vinnu og vegir því grófir og þarf að gæta var- Færð á vegum úðar þegar þeir eru farnir. Á leiðinni Reykjavík-Akureyri er verið að vinna við veginn í Langadal og er vegurinn grófur. Á Vestíjörðum eru vegir greiðfærir en á Austurlandi eru bílstjórar beðnir að sýna aðgát á Hellisheiði eystra. G2 Hálka og snjór @ Vegavinna-aögát @ Öxulþungatakmarkanir Œl Þungfært <D Fært fjallabílum —. án fyrirstööu L-O Lokaö Rosenbergkjallarinn í kvöld: Hljómsveitin Stripshow kem- ur fram í Rosenbergkjallaran- um í kvöld en auk hljóðfæra- leiks þeirra pilta má allt eins búast viö óvæntum uppákom- um á borð við eldgleypa og Skemmtaiúr fieira. Allt efni Stripshow er frums- amið en strákarnir segja tón- listina vera rokk með klassísk- um áhrifum. Þeir eiga nóg af efni en a.m.k. eitt lag strákanna verður væntanlega gefið út í haust. Þeir sem missa af tónleikum Stripshow í kvöld þurfa ekki að örvænta því strákarnir segjast ætla aö vera í Húnaveri um verslunarmaimahelgina. Strákamir í Stripshow Þessi ungi piltur kom í heiminn kl. 20.08. Við fæðingu vó hann 3580 á fæðingardeild Landspítalans grömm og var 51 sentímetri að fóstudaginn 22. júlí lengd. Foreldrar hans eru Vilhelm- ----------------------------- ína Nielsen og Guðmundur Jó- hannesson en fyrir eiga þau tvær __ dætur, Kristínu Thaxlóru, 10 ára. og Aslaugu, 13 ára. Mel Brooks kemur við sögu. Svínin þagna Regnboginn frumsýndi í gær kvikmyndina Silence of the Hams sem í íslenskri þýðingu hefur fengið nafnið Svínin þagna en handritshöfundur og leikstjóri er ítalski grínarinn Ezio Greggio. í myndinni segir frá alríkislög- reglumanninum Joe Dee Foster sem fær það erfiða verkefni að hafa hendur í hári geðveiks rað- morðinga. Svínin þagna, sem var kosin besta myndin á ítölsku kvikmyndahátíðinni í Róm, sver sig í ætt við grínmyndir á borð við Airplane, Hots Shots og Lo- aded Weapon. í helstu hlutverkum eru Dom Bíóíkvöld Deluise, Billy Zane, Shelly Wint- ers, Martain Balsam, Joanna Pac- ula, Charlene Tilton og Bubba Smith. Frægir leikstjórar á borð við Mel Brooks og John Landis koma einnig við sögu. Nýjar myndir Háskólabíó: Steinaldarmennirnir Laugarásbíó: Krákan Saga-bíó: Járnvilji Bíóhöllin: Steinaldarmennirnir Stjörnubíó: Bíódagar Bióborgin: Maverick Regnboginn: Svínin þagna Gengið Almenn gengisskráning LÍ nr. 180. 28. júlí 1994 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 68,520 68,720 69,050 Pund 105,020 105,330 106,700 Kan.dollar 49,550 49,750 49,840 Dönsk kr. 11,0770 11,1210 11,0950 Norskkr. 9,9860 10,0260 9,9930 Sænsk kr. 8.8480 8,8830 9,0660 Fi. mark 13,2140 13,2670 13,1250_ Fra. franki 12,7410 12,7920 12,700(T: Belg. franki 2,1172 2,1256 2,1131 Sviss. franki 51,4300 51,6400 51,7200 Holl. gyllini 38,8200 38,9700 38,8000 Þýskt mark 43,5900 43,7200 43,5000 It. líra 0,04317 0,04339 0,04404 Aust. sch. 6,1890 6,2200 6,1850 Port. escudo 0,4256 0,4278 0,4232 Spá. peseti 0,5282 0,5308 0.5276 Jap. yen 0,69600 0,69800 0,68700 Irskt pund 103,900 104,420 105,380 SDR 99,69000 100,19000 99,89000 ECU 83,1600 83,5000 83,0000 Slmsvari vegna gengisskráningar 623270. Krossgátan 7 r~ 5““ 7 T~~ n n 8 4 f' )o ■■i I \1 IV- r í * i pr to~ V l Lárétt: 1 mætur, 8 fyrirhöfn, 9 eira, 10 formir, 11 þyngd, 12 stífar, 14 reykjars-. væla, 16 eðja, 17 kúgar, 19 heyúrgangur, 21 oddi, 22 stubba. Lóðrétt: 1 áfrýjun, 2 svipað, 3 hyskni, 4 hlass, 5 snúum, 6 indíánar, 7 lagfæra, 13 kropp, 15 viðmót, 18 róta, 20 kynstur. Lausn á siðustu krossgátu. Lárétt: 1 hel, 4 afla, 7 ólán, 8 ögn, 10 flögg- in, 12 salur, 13 na, 15 vá, 17 drunu, 18 óðu, 19 sátt, 21 lurk, 22 lit. Lóörétt: 1 hóf, 2 ella, 3 lá, 4 angurs, 5 fógru, 6 ana, 11 öldur, 12 svöl, 14 autt, 16 áðu, 20 ál.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.