Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1994, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1994, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1994 Fréttir Davíð hefur tvær vikur til að ákveða haustkosningar: Ymislegt mælir með haustkosningum - segir Geir Haarde. Einhugur um Evrópumálin Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins kom saman á fundi í Valhöll í gær og ræddi Evrópumálin, hugsanlegar haustkosningar, stjórnmálaástandið og fjárlögin. Fundurinn var afskap- lega tíðindalítill og samstaða var um öll mál. Enginn ágreiningur var um Evr- ópumálin og lýstu allir þingmenn flokksins yfir eindregnum stuðningi við stefnu forsætisráðherra í þeim, að sögn Geirs H. Haarde þingflokks- formanns, þar á meðal Vilhjálmur Egilsson en hann hefur lýst því yfir að senda beri umsókn um aðild aö ESB. „Það voru allir sammála um að umræða um aðild að sambandinu væri ekki tímabundin" sagði Davið Oddsson forsætisráðherra. Hann sagði að allir þingmennimir á fundin- um hefðu tjáð sig um Evrópumálin. Geir H. Haarde, formaður þingflokks sjálfstæðismanna, heilsar Vilhjálmi Egilssyni, helsta talsmanni aðildar að ESB innan flokksins, við upphaf þing- flokksfundar í Valhöll í gær. Við hlið þeirra stendur helsti andstæðingur ESB í fiokknum, Eyjólfur Konráð Jónsson. DV-mynd BG Davíð sagði að hann hefði tvær vik- ur til að ákveða hvort til haustkosn- inga kæmi. Haustkosningar voru mikið ræddar á fundinum og sáu menn kosti og galla. Það var vilji þingmanna aö svar fengist við þeirri spumingu hið fyrsta, af eða á. Davíð sagði að ef ákveðið væri að ganga til haustkosninga yrðu þær um mán- aðamótin september/október. Davíð taldi ekki að Evrópumálin yrðu aöal- kosningamálið. „Það er ýmislegt sem mælir meö haustkosningum og annað gegn þeim,“ sagði Geir H. Haarde þing- flokksformaður en hann sagðist ekki hafa gert upp hug sinn. Ingi Björn Albertsson mætti ekki á fundinn og Egill Jónsson og Matthías Bjarnason boðuðu forfoll. Stuttar fréttir i>v Skattur á ttáttúruskoðun U mhverfisráðherra íhugar að hefla gjaldtöku af feröaraönnum sem skoöa vilja stórbrotna nátt- úra landsins. Alþýðublaðið greindi frá þessu. Stjórn Miklalax í Fljótum ætlar að óska eftir því að fyrirtækið verði tekið til gjaldþrotaskipta. RÚV greindi frá þessu. . Sekt fyrir náttúruspjöil Danskur ökumaöur var 'í vik- unni sektaður fyrir að aka utan vegar í Hvannalindum. RÚV greindi frá þessu. Furðuljósáhimni Furðuljós sáust á himni yfir vestanverðu landinu síðdegis í gær. Sjónarvottar hejTðu spreng- ingu og sáu skærbláan bjarma hátt á lofti. Talið er að um loft- stein hafi verið að ræða. Ryðrauttpósthus Pósthúsið í Reykjavik verður málað ryðrautt með grænu þaki og grænum gluggakörmum. Treg ioðnuveiði Einungis 5 loðnuskip eru nú á sjó og er veiðin mjög treg. Úttekt á tekjum ráðherra: Launaumslögin bólgnuðu þrátt fyrir þjóðarsátt Tekjur ráðherra jukust verulega í fyrra miðað við árið á undan. Að jafnaði hækkuðu tekjur ráðherranna um rúmlega 63 þúsund krónur á mánuði. Það samsvarar því að hver og einn hafl mánaðarlega fengið verkamannalaun í kaupauka þrátt fyrir þjóðarsátt um að halda verðlagi og launum niðri. Samkvæmt útsvari ráðherranna vegna tekna ársins 1993 var Guð- mundur Árni Stefánsson tekjuhæst- ur. Að meðaltali hafði hann 583 þús- und krónur í tekjur í fyrra saman- borið við 483 þúsund krónur árið áður. Hækkunin milli ára er 20,7 pró- sent. Davíð Oddsson hafði að jafnaði 503 þúsund í mánaðartekjur í fyrra en 436 þúsund árið áður. Hækkunin er 15,4 prósent. Ólafur G. Einarsson hafði að jafnaði 516 þúsund í tekjur í fyrra en 349 þúsund áriö á undan. Hækkunin er 47,9 prósent. Tekjur Friðriks Sophussonar hækkuðu um 6,3 prósent milli ára eða úr 335 þús- undum árið 1992 í 356 þúsund árið 1993. Tekjur Halldórs Blöndals hækkuðu um 7,6 prósent milli ára, úr 370 þúsundum í 398 þúsund, og tekjur Þorsteins Pálssonar um 30,5 prósent, úr 338 þúsundum í 441 þús- und. Tekjur Jóns Baldvins Hannibals- sonar hækkuöu um 10 prósent milli áranna 1992 og 1993 eða úr 350 þús- undum í 385 þúsund á mánuði. Mán- aðartekjur Sighvats Björg\dnssonar hækkuðu um 5,9 prósent milli ára eða úr 353 þúsundum í 374 þúsund. Tekjur Össurar Skarphéðinssonar hækkuðu um 28,1 prósent, úr 260 þúsundum í 333 þúsund, og tekjur Jóhönnu Sigurðardóttur hækkuðu um 5,2 prósent eða úr 327 þúsundum í 344 þúsund. Úttekt þessi nær einungis til tekna en ekki launa. Um er að ræða skatt- skyldar tekjur í fyrra eins og þær voru gefnar upp eða áætlaðar og út- svar reiknast af. Til samanburðar er stuðst við sambærilega úttekt í fyrra. Kvótasvindlið er að verða þjóðaríþrótt - fullyrðir Óttar Guðlaugsson, útgerðarmaður 1 Ólafsvík „Kvótasvindliö er að verða þjóðar- íþrótt. Ég hef gran um að heilu vöra- bílsfarmarnir af fiski fari norður í land undir þeim formerkjum að um sé að ræða ýsu eða aörar aukateg- undir þegar raunverulega er um að ræða þorsk,“ segir Óttar Guðlaugs- son, útgerðarmaður í Ólafsvík. Óttar segir að sér virðist sem fram- hald mála verði ekkert eftir að rann- sókn veiðieftirlitsins lýkur. „Ég veit til þess að þeir hafa verið að stoppa bíla sem era að flytja þenn- an felufarm. Þar hafa þeir upplýst að um misferh væri að ræða. Söku- dólgarnir hafa sloppið án sekta og farmurinn bara skráður á viðkom- andi bát án eftirmála. Ég tel vera lit- ið fram hjá þessu vegna þess að ann- ars lægi meirihluti flotans bundinn. Það er nefnilega rangt að fara svona langt niður með þorskkvótann eins og raun ber vitni," sagði Óttar. Guðmundur Karlsson, forstöðu- maöur veiöieftirhts Fiskistofu, sagð- ist ekki kannast viö að verið væri að flytja fisk norður í land undir fólsk- um formerkjum. „Kvótaeign Norðlendinga hggur að mestu í þorski þannig að í mínum eyrum hljómar þetta ósennilega. Okkar þáttur er að rannsaka mál og senda þau til viðkomandi lögreglu- stjóra eða til sjávarútvegsráðuneyt- isins eftir því sem ástæða er til,“ seg- ir Guðmundur Karlsson. Guðmund- ur sagði að sér vitanlega væri aðeins eitt fyrirtæki sem væri hjá yfirvöld- um vegna kvótasvindls. Nýir eigendur að Smjörlíki/Sól: Páll Kr. og fleiri búnir að kaupa Gengið hefur verið frá samningum um kaup Páls Kr. Pálssonar, fyrrum forsflóra Vífilfells, og fleiri flárfesta á Smjörlíki/Sól hf. Samningur hefur verið undirritaður viö rekstraraðila fyrirtækisins en stærstu lánar- drottnar hafa rekið það undanfarið ár. Heimhdir DV herma að Páll verði forsflóri fyrirtækisins. Stærstu lánardrottnar Smjörlík- is/Sólar; íslandsbanki, Iðnlánasjóður, Iðnþróunarsjóður og Ghtnir, tóku til sín eignir fyrirtækisins í júlí á síðasta ári og tóku alfariö við rekstrinum í sumar þegar ljóst var að Davíö Sche- ving Thorsteinssyni og öðram eigend- um hafði ekki tekist að standa við skilyrði nauðasamninga frá því í vet- ur. Meðal skilyrða var að auka hlut- afé um 120 mihjónir en það tókst ekki. Kaupverö lá ekki fyrir í gær en heimildir DV herma að það sé í kringum 500 milljónir króna eða um 200 milljón krónum lægra en fyrri eigendum var gert að selja fyrirtækið ef þeir ættu að halda hlut sínum í fyrirtækinu. Kaupendur ásamt Páh og Jóni Scheving Thorsteinssyni era Þróun- arfélag Islands, Hans Petersen hf., Festing, sem er dótturfélag Sjóvá- Almennra, og hjónin Geir G. Geirs- son, eggjabóndi á Kjalarnesi, og Hjör- dís Gissurardóttir, gullsmiður og fyrrum eigandi Benetton-búðanna á íslandi. Tekiur raðherra — framreiknaðar mánaðartekjur í þúsundum króna á árinu 1993 miðað við verðlag í ágúst 1993 — 200 400 Davíð Oddsiion forsætisráð lerra Friðrik Sopi usson fjármáh ráðherra Jón Baldvin Halldór Blöndai Johanna Sig I Sighvatur Björgvinsson, heíibhgöis, iönai ar- og viðskiptar Ossur Skarphéðinsson umhverfisráðherra Vestmannaeyjar: Fjöldi í Herjólfsdal í nótt Töluverður flöldi fólks var saman kominn í Heijólfsdal í Vestmanneyj- um í nótt. Að sögn lögreglu gistu nokkur hundruð manns þar í nótt í rigningu og roki og voru hálfheimihslausir þegar þeir vöknuðu í morgun þar sem ekki hafði verið flaldað vel á sumum bæjum. Búist er við miklu flölmenni til Eyja í dag og er lögreglan með mik- inn viðbúnað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.