Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1994, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1994, Síða 10
10 FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1994 Vísnaþáttiir________ Páll Ólafsson Páll Ólafsson fæddist á Dverga- steini við Seyðisfjörð 8/31827. Hann var sonur séra Ólafs Indriðasonar er var prestur á Dvergasteini um skeið en fluttist svo að Kolfreyju- stað í Fáskrúðsfirði og þar ólst Páll upp frá sex ára aldri. Snemma mun Páll hafa farið að setja saman vís- ur. Elsta vísa hans, sem varðveist hefur, er talin ort 1835. Segir sagan að Páll hafi gengið niður túnið á Kolfreyjustað að vetrarlagi og fetað svo aftur á bak í sömu spor heim og falið sig. Var hans leitað og spor hans rakin uns þau hurfu og hafði fólk á orði að sveinn hefði orðið uppnuminn. Um þetta orti hinn átta ára piltur: Uppnuminn fyrir utan garð úti og niðri á fönnum séra Ólafs sonur varð syrgður af heimamönnum. Þórunn systir skáldsins hélt eitt sinn á skeifu, þá bamung, og vildi reyna að brjóta hana. Kvað þá Páll: Galin ertu góða Tóta, get ég ekki betur séð, þú vilt skeifu þessa bijóta þínum litlu fingrum með. Næstu vísu mun Páll hafa kveðið undir predikun í Heydalakirkju. Má af vísu þessari lesa að mönnum hefur verið kennt að syndir þeirra og yfirsjónir yrðu gerðar upp um síðir. Vísan hljóðar svo: Að heyra útmálun helvítis hroll að Páh setur. Ég er á nálum öldungis um mitt sálartetur. Páll orti og birti í Norðanfara saknaðarljóð eftir Björn vin sinn Skúlason. Þar læddist inn prent- villuskratti þar sem orðmyndinni sveini var breytt í sveimi. Páll kvað þá um Norðanfara: Ekki trúi eg aula þeim oftar fyrir línum, fyrst hann breytti sveini í sveim í söknuðinum mínum. Hina næstu vísu kvað Páll um nýútkomna bók sem hefur fallið honum miður en ekki er mér kunn- ugt um hvaða kver þetta var. En vísan hljóðar svo: Það ég sannast segja vil um sumra manna kvæði. Þar sem engin æð er til ekki er von að blæði. Um þróunarkenninguna kveður Páll Nú er ekki á verra von, villan um sig grefur. Kristur apakattarson kannske verið hefur. Er Páll var umboðsmaður kon- ungsjarða og sá um innheimtu og útleigu jarða fylgdu því ferðalög og erindrekstur margvíslegur. Var Páli því nauðsyn að hafa jafnan góðan reiðskjóta og hefur Páll haft yndi af hestum sínum. Fræg er þessi vísa um Rauð: Ég hef selt hann yngra Rauð er því sjaldan glaður. Svona er að vanta veraldarauð og vera drykkjumaður. Einnig þessi vísa: Vísnaþáttur Valdimar Tómasson Aldrei sofna ég sætan blund svo mig ekki dreymi að litli Rauður litla stund lifi í þessum heimi. Stöku þessa kvað skáldið er hann sá hey í skóm konu sinnar: Ég vildi að ég fengi að vera strá og visna í skónum þínum því léttast gengirðu eflaust á yfirsjónum mínum. Fjölda vísna kvað Páll til konu sinnar Ragnhildar: Ásýndin þín engilbjört ef mér hyrfi sýnum verða mundi sólin svört sjónum fyrir mínum. Einnig þessa: Þótt eilífðin mér yrði að nótt, augasteina mína gefa skyldi ég fús og fljótt fyrir návist þína. Um efnahag sinn kveður Páll: Utan bæði og innan lands, eins á sjó og landi, skuldir eru haldnar hans hartnær óteljandi. Ekki er ótrúlegt að kvöldvers þetta sé kveðiö í blankheitum: Undarlega er undir mér orðið hart á kvöldin seld því undirsængin er á sýslu- og hreppagjöldin. Til bakkusar konungs kveður PáU: Bakkusar að knjám ég krýp klökkur daga og nætur. Þar ég margan sopann sýp og sofna við hans fætur. Finnst þér lífið fúlt og kalt, fullt er það með lygi og róg en brennivínið bætir allt, bara að það sé drukkið nóg. Heimildir: Páll Ólafsson Ijóömæli l-ll 1900-01 Páll Ólafsson kvæöi l-ll 1984 ísl. skáldatal Í/ÁsímÁ Eftir einn - ei aki neinn! yUMFERÐAR RÁÐ Matgæðingur viloirinar ítalskar lundir - og avocado með rækjufyllingu „Uppskriftina að avocado með rækjufyllingu fékk ég úr írskri matreiðslubók en ég hef svolítið gaman af að kaupa matreiðslubækur þegar ég er á flakki. Þessar uppskriftir eru allar mjög auðveldar og þannig á það að vera svo maður geti setið með fólki en sé ekki að streða allan tímann," segir Kristín Halldórs- dóttir, húsmóðir og læknaritari í Bolungarvík, sem er matgæðingur DV að þessu sinni. Avocadorétturinn er matbúinn á eftirfarandi hátt: Tveir avocadoávextir afhýddir og skornir í tvennt, steinar teknir úr. Látnir í eldfast mót og penslaðir með smjöri og settir undir grillið við lágan hita á meðan fyllingin er útbúin. í fyllinguna fer einn laukur, tvö hvítlauksrif, 'A rauð paprika. Skorið smátt og hitað í smjöri. Út í þetta er bætt 'A dós af tómötum og 250 g af rækjum og látið hitna. Athugið að sjóða ekki fyllinguna eftir að rækj- urnar eru komnar út í, kryddað með salti og pipar. Sett í avocadohelmingana. 2 dl af rjóma, sem rifnum osti hefur verið bætt í, hellt yfir. Því næst er þetta sett aftur undir grillið þar til það hefur brúnast örlítið. Fljótlegur og einfaldur „italskar lundir fékk ég í dönsku blaði en rétturinn er mjög fljótlegur og einfaldur. Þetta er góður réttur sem hægt er að búa til í hvelli og stinga honum síðan bara í ofninn í 30 mín. áður en hann er borinn fram. í réttinn fer eftirfarandi: 2-3 svínalundir Salt og pipar Skinka Sinnep Ostur í sneiðum 1 tsk. karrí u.þ.b. 1,5 dl rjómi u.þ.b. 1 dl tómatpuré Lundimar skornar í þykk buff og bönkuð létt með hendinni. Bufíin eru síðan krydduð og brúnuð á pönnu, lögð í eldfast mót og ofan á hvert buff er lögð skinkusneið, smurð með sinnepi, og þar ofan á ost- sneiö. Karríið sett út í smjörið á pönnunni með rjóman- um og tómatpuré. Hellt yfir bufíin og mótið sett í 225 gráða heitan ofn í 30 mín. Gott að bera fram með góðu brauði, hrísgrjónum og salati. Góður vínberjaábætir „Uppskriftina að vínberjaábætinum fékk ég í danska blaðinu Femina í gamla daga, á fyrstu búskaparárum Hinhlidin Er á sultarlaunum - segir Guðrún Amardóttir, í slandsmeistari í 200 metra hlaupi Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Enga sérstaka. Uppáhaldsleikari: Eggert Þorleifs- son. Uppáhaldsleikkona: Edda Björg- vinsdóttir. Uppáhaldssöngvari: Mariah Carey. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Rannveig Guðmundsdóttir. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Grettir. Uppáhaldssjónvarpsefni: Sækjast sér um líkir. Ertu hlynnt eða andvíg veru varn- arliðsins hér á landi? Hlynnt. Hver útvarpsrásanna fínnst þér best? Fer eftir því í hvernig skapi ég er. Uppáhaldsútvarpsmaður: Enginn. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Sjónvarpið því ég hef ekki myndlykil. Uppáhaldssjónvarpsmaður?Auð- vitað Bjarni Fel. Uppáhaldsskemmtistaður: Það er alltaf svo gaman alls staðar. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Ár- mann. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni? Að bæta mig í hlaup- inu. Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí- inu? Keppa í 100 metra grinda- hlaupi á Evrópumótinu sem fram fer í Helsinki 7.-14. ágúst. „Eg hafði nú svona hálft í hvoru búist við því að sigra," segir Guð- rún Amardóttir úr Ármanni sem setti glæsilegt íslandsmet í 200 metra hlaupi á íslandsmeistara- mótinu 1 frjálsum íþróttum sem fram fór sl. helgi. Guðrún er í íþróttafræði í Georg- íu í Bandaríkjunum en á sumrin vinnur hún á slysadeild Borgar- spítalans. Hún á tvö ár eftir af námi og segist að því loknu stefna að því að koma heim. „Ég verð hér þar til um miðjan september en þá fer ég aftur út. Á haustin eru bara æfingar en keppn- istímabilið byrjar svo strax í vor. Það er alltaf alveg feikinóg að gera hjá mér úti.“ Fullt nafn: Guðrún Arnardóttir. Fæðingardagur og ár: 24. septemb- er 1971. Maki: Engin. Börn: Engin. Bifreið: Blár Mitsubishi Colt, ár- gerð '81. Starf: í sumar vinn ég sem lækna- ritari á slysadeild Borgarspítalans. Laun: Sultarlaun. Áhugamál: Fijálsar íþróttir. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Þrjár. Hvað fínnst þér skemmtilegast að gera? Hlaupa, borða og sofa. í réttri röö. Guðrún Arnardóttir. DV-mynd JAK Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að vakna af ljúfum blundi. Uppáhaldsmatur: Súkkulaðikaka. Uppáhaldsdrykkur: Kók. Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur i dag? Sally Gunn- ell. Uppáhaldstímarit: Bjarmi. Hver er fallegasti karlmaður sem þú hefur séð? Ekki er öll ást í and- liti fólgin. Ertu hlynnt eða andvig rikisstjórn- inni? Andvíg. Kristín Halldórsdóttir, húsmóðir og matgæðingur vik- unnar. mínum. Ég hef ekki notað hana mikið en hún er svolít- ið óvenjuleg og öðruvísi en maður á að venjast. Réttur- inn er auðveldur og smakkast mjög vel.“ í réttinn fer eftirfarandi: 1 bolli vatn 2 bollar sykur Soðið saman þar til það er nærri síróp. Þá er 1 msk. af hunangi og rifnum sítrónuberki bætt í. Því næst er þetta kælt. Út í þessa blöndu er síðan bætt 1 cl af koníaki, 2 cl af góðum líkjör og safa úr A sítrónu ásamt vínbeijum (1 bolla á mann) sem hafa verið skorin í tvennt (steinarnir teknir úr). Látið vera í ísskáp þar til næsta dag. Borið fram með sýrðum rjóma. Kristín skorar á Philippe Ricart, handverksmann í Bolungarvík með meiru, að vera næsti matgæðingur DV en hún segir hann afar sniðugan og góðan kokk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.