Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1994, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1994, Síða 16
16 FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1994 Erlend bóksjá Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Joanna Trotlope: A Spanish Lover. 2. Roddy Doyle: Paddy Clarke Ha Ha Ha. 3. Patricia D. Cornwell: Cruel and Unusual. 4. Tom Clancy: Without Remorse. 5. Sebastian Faulks: Birdsong. 6. Wilbur Smith: River God. 7. John Grisham: The Client. 8. Jilly Cooper: The Man Who Made Hus- bands Jealous. 8. Ken Follett: A Dangerous Fortune. 10. Sue Townsend: Adrian Mole: The Wilder- ness Years. Rit almenns eðlis: 1. Jung Chang: Wild Swans. 2. J. McCarthy & J. Morrell: Some Other Rainbow. 3. W.H. Auden: Tell Me the Truth about Love. 4. Alan Clark: Diaries. 5. Bill Bryson: Neither here nor there. 6. Robert Calasso: The Marriage of Cadmus and Harmony. 7. Russetl Davis: The Kenneth Willlams Diaries. 8. Brian Keenan: An Evil Cradling. 9. Bob Monkhouse: Crying with Laughter. 10. Brian Johnston; More Views from the Boundary. (Byggt á The Sunday Times) Danmörk Skáldsögur: 1. Peter Heeg: Froken Smíllas fornemmelse for sne. 2. Dorothy L. Sayers: Peter Wimsey i Oxford. 3. Alice Walker: Andetemplet. 4. Troels Klovedal: Oerne under vinden. 6. Dan Turóll: Vrangede bílleder. 6. Peter Hoeg: Fortællinger om natten. 7. Bret Easton Ellis: Amerícan Psycho. (Byggt é Politiken Sendsg) Tom Ripley og O.J. Simpson Patricia Highsmith er tvímælalaust einn kunnasti núlifandi glæpasagna- höfundur Bandaríkjanna. Sögur hennar eru í senn óvenjulegar, spennandi og vel skrifaðar. Highsmith fæddist í Forth Worth í Texas árið 1921. Hún stóð á þrítugu þegar fyrsta skáldsaga hennar kom út. Sú heitir Strangers on a Train (1951). Þar segir frá tveimur mönnum sem hittast fyrir tilviijun um borð í jámbrautarlest og ákveða að fremja fullkomið morð hvor fyrir annan. Snilhngurinn Aifred Hitchcock gerði frábæra kvikmynd eftir þessari mögnuöu sögu. Frægasta sögupersóna Highsmiths er hins vegar Tom Ripley, marg- slunginn glæpamaður sem fremur morð. Um þennan kappa hefur hún samiö röð skáldsagna. Fylgistmeð Simpsonmálinu Að undanfornu hefur Patricia Highsmith hins vegar fylgst með og ritað um raunverulegt morð. Þetta er drápið á eiginkonu bandarísku íþróttahetjunnar O.J. Simpson og elskhuga hennar en Simpson var handtekinn fyrir morðin. Fundist hafa fjöldamörg ummerki sem benda til þess aö Simpson sé sekur. Þaö virðist hins vegar lítið hafa dregið úr vinsældum hans meðal banda- rísks almennings og hann neitar sekt sinni. Þýska tímaritið Der Spiegel hefur birt greinar eftir Highsmith um Simpsonmálið og um leið viðtal við höfundinn. Gluggum MtUlega í það: Bandariska skáldkonan Patricia Highsmith. Umsjón: Elías Snæland Jónsson - Hvers vegna tekur þú upp á því að skrifa um raunverulegan glæp, þ.e. Simpsonmáhð? „Þetta mál vakti athygli mína vegna þess að ég hef aldrei áður kynnst því að maður, sem virðist sekur um hryllilegan glæp, skuli samtímis njóta mikilla vinsælda og virðingar meðal þjóðarinnar." - Söguhetja þín, Tom Ripley, er morðingi sem stundar garð sinn og ketti - og næst aldrei. Hvernig hefði hann hagað sér við þær aðstæður sem Simpson lenti í? „Ripley hefði aldrei skihð eftir sig shkan fjölda vísbendinga. Ripley hef- ur ahtaf fullkomna stjórn á málun- um.“ - Meira en eitt þúsund bandarísk hjónabönd enda á hverju ári með því að eiginmaður myrðir konu sína. Fer betur fyrir konum í heimi bókanna, eða hvað? „Alls ekki. Bækur Agötu Christie eru uppfuhar af hkum kvenna. Og að minnsta kosti tvær konur hafa verið myrtar í mínum sögum.“ Sektarkennd - Ritverk þín gefa í skyn að glæpur- inn sé mikilvægari en lausn hans. Og að þér sé sama um réttlæti. „Ég get vel skihð þá túlkun. Þaö sem ég hef áhuga á varðandi glæpa- mann er hvort hann finnur til sektar- kenndar eða ekki. Auðvitað er gleði- legt að sjá réttlætinu fullnægt. En alltof oft getur klókur lögfræðingur látið sýkna sekan karl eða konu.“ - Söguhetjan þín, Ripley, virðist fylgja kenningunni: ég myrði, þess vegna er ég. Kanntu að meta fjar- skyldan ættingja hans, kvennamorð- ingjann Raskolnikov í sögu Dostojevskís? „Ég er mjög hrifin af Raskolnikov og skáldsögunni Glæpur og refsing. Að mínu áliti spurði Raskolnikov sjálfan sig ekki að því hvort hann ætti að drepa eða ekki. Hann spurði sig hvort mannslíf hefðu misjafnt ghdi eða væru öh jafnmikhs virði." - Efast þú um það eins og Raskoln- ikov? „í augum laganna eru öh mannslíf jafnverðmæt," svarar Highsmith. Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. Tom Clancy: Without Remorse. 2. Míchael Crichton: A Case of Need. 3. E. Annie Proulx. The Shipping News. 4. John Grisham: The Client. 5. John Le Carré: The Night Manager. 6. Scott Turow: Pleading Guilty. 7. Jeffrey Archer: Honor Among Thieves. 8. Judith McNaught: Perfect. 9. Cormac McCarthy; All the Pretty Horses. 10. Carl Hiaasen: Strip Tease. 11. Robert Ludlum: The Scorpio lllusion. 12. Kevin J. Anderson: Dark Apprentice. 13. Dominick Dunne: A Season in Purgatory. 14. Anne Rivers Siddons: Hill Towns. 15. Mary Higgins Clark: l'll Be Seeing You. Rit almenns eðlis: 1. Thomas Moore: Care of the Soul. 2. Peter D, Kramer: Listening to Prozac. 3. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 4. Bailey White: Mama Makes up Her Mind. 5. Joan W. Anderson: Where Angels Walk. 7. M. Hammer & J. Champy: Reengineering the Corporation. 8. Cornelius Ryan: The Longest Day. 6. Witliam Shatner & C. Kreski: Star Trek Memories. 9. Maya Angelou: I Know why the Caged Bird Sings. 10. Susanna Kaysen: Girl. Interrupted. 11. LewisB. Puller Jr.: Fortunate Son. 12. Benjamin Hoff: The Tao of Pooh. 13. Peter Mayle: A Year in Provence. 14. C. David Haymann: A Woman Nemed Jackie. 15. Gail Sheehy: The Silent Passage. (8yggt á New York Tímes Book Review) Karpað uni blóðhita í dauðum risaeðliun Sóru risaeðlur sig meira i ætt við spendýr en skriðdýr? Um það deila vís- indamenn. Vísindi Fösturfíima til sársauka Efasemdir eru komnar upp um þá útbreiddu skoðun að fóstur geti ekki fundið fyrir sársauka fyrr en meðgangan er komin vel á leið. Breskir vísindamenn hafa kom- ist að því að þegar læknar stinga í húð fóstra vegna blóögjafa gefa þau frá sér streituhormóna, svip- aða þeim sem börn og fullorðnir gefa frá sér viö sársauka. Vísindamennimir mældu streituhormóna í fóstrum, sem voru milli 20 og 34 vikna gömul, og jókst magn þeirra eftir því sem nálin var lengur i kviðarholinu. Þeir telja að hægt sé að lina streitu fóstranna með því að gefa verkjastiUandi lyf fyrir blóðgjöf- ina. Rándýr með kjöt á heilanum Þörf rándýra til að vera sifellt aö veiða og eta kjöt kemur til af sérstöku taugabúnti í heila þeírra. Vísindamenn í Bretlandi hafa fundíð nokkrar sérstakar taugar hjá rándýrum sem mynda tengsl milli mænunnar og svæðis mitt í heilanum. Og þaö er hér sem sjón- og hreyfiskynjun um- breytist í löngun til að veiða og drepa bráðina. Rándýr hafa fleirí og stærri taugafrumur í þessum hluta taugakerfisins en jurtaætur. Umsjón Guðlaugur Bergmundsson Risaeölurnar eru kannski löngu útdauðar en því fer víösfjarri að þær séu gleymdar og grafnar. Þær hafa sjálfsagt aldrei verið jafnmikið í sviðsljósinu og upp á síðkastið og nú karpa menn um það hvort þær hafi verið með heitt blóð eða kalt. Steingervingafræðingurinn Reese Barrick segir að ný greining á beini úr týrannósárusi rex, stærstu og ægilegustu risaeðlunni, gefi til kynna að eðlutegund þessi hafi haft mjög svo stöðugan líkamshita, ekki bara milli dags og nætur heldur einn- ig milli árstíða. Það þýði að skepnan hljóti að hafa haft fremur hröð efna- skipti. Samkvæmt því var týrannós- árus rex þess vegna líkari spendýri en skriðdýri. Barrick og starfsbróðir hans, Will- icim Showers, sem báðir starfa við ríkisháskóla Norður-Karólínu í Ra- leigh, skýrðu frá því fyrir tveimur árum að greining þeirra á súrefnis- samsetningu fosfats í nokkrum gömlum risaeðlubeinum bentu til þess að skepnumar þær hefðu verið með heitt blóð. Þær rannsóknir voru hins vegar gagnrýndar þar sem óljóst var hvort beinfosfatið kynni að hafa breyst á þeim árþúsundum sem bein- in voru að steingervast. En þeir Barrick og Showers eru ekki af baki dottnir því í nýju hefti tímaritsins Science segjast þeir hafa komist aö svipuðum niðurstöðum þegar þeir notuðu sömu greiningar- aðferð við bein á vel varðveittum týrannósárusi rex sem risaeðlufræð- ingurinn Jack Homer fann árið 1989. Týrannósárusinn er stærsta rán- dýr sem nokkru sinni hefur ráfað um á jörðinni, rúmlega átta metra hár. Hann var með stutta framleggi en stóra afturfætur og tennurnar voru flugbeittar. Vísindamennirnir segja að hin nýja greining þeirra sýni ekki einasta að munur á hitastigi beina úr mismun- andi líkamspörtum risaeðlunnar hafi verið innan við fjórar gráður á selsíus heldur einnig að hitastigið innan sama beinsins hafi lítið breyst í gegnum tíðina. Nýju vísbendingarnar kölluðu á hörð viðbrögð innan steingervinga- fræðinnar þar sem vísindamenn hafa verið á öndverðum meiði um málið frá því fyrst var hreyft við því fyrir 25 ámm. Lífeðlisfræðingurinn Frank Palad- ino við Purdue háskólann í Indiana segir að risaeðlur haíi veriö meö jafnheitt blóö af því að þær voru stór- ar en ekki af því að efnaskiptin vom hröð. „Þær voru skriðdýr og ekkert ann- að,“ segir Paladino í grein sem einnig birtist í Science. Kínverjar, Japanir og Kóreu- menn em næmari fyrir bæði sjó- og bílveiki en Vesturlandabúar. Og orsakirnar eru erfðafræðiieg- ar. Það var fyrir algjöra tilviljun að bandarískur vísindamaður uppgötvaði þetta. Hann fékk Kín- verja í heimsókn tU sín tU að læra á búnað sem framkallar sjóveiki. Kinverjinn fékk landa sína sem tilraunadýr og þeir urðu næstum allir sjóveikir. í tilraunum með Evrópubúa varð aðeins tæpur helmingurinn sjóveUmr. í ljós kom að hormónið vaso- pressin leikur þama stórt hlut- verk en þaö eykst í blóði manna eftír því sem þeir verða sjóveik- ari. Aukningin meðal Asíubúa er miklu meiri en meðal Vestur- landamanna. Ensím breiðir út æxli Japanskir vísindamenn við há- skólann í Kanazawa hafa uppgöt- vað ensím sem þeir segja að séu hugsanlega þess valdandi að æxli breiðist út um likamann. Uppgötvun þessl gæti orðið til þess að auðvelda leitina að leið- um tíl að koma í veg fyrir út- breiðslu æxla um allan Ukamann, að sögn tímaritsins Nature. Ensím þessi virka á einhvem hátt á efni sem er að finna á yfir- borði æxla og fara æxlisfrumum- ar þá í landvinninga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.