Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1994, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1994, Síða 18
18 FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1994 Dagur í lífl Þuríðar Sigurðardóttur hjá Umferðarráði: Grannt fylgst með umferðinni Þuriður Sigurðardóttir hjá útvarpi Umferðarráðs hefur haft í nógu að snúast fyrir verslunarmannahelgina. Þuriður fer í þyrluflug um helgina og útvarpar þaðan. DV-mynd JAK „Ég vaknaði við það á mánudags- morgun að fyrsta klukkan á heimil- inu hringdi rétt fyrir 7. Bóndinn minn, Friðrik Friðriksson, fór fyrst- ur á fætur og síðan synirnir Sigurð- ur, sem er aö vinna á Þingvöllum, og loks Erhng sem er í unglingavinn- unni í fyrsta sinn. Ég var löt, Friðrik pakkaði mér inn í sængina, kyssti mig bless og lagði til að ég tæki það rólega eftir anna- sama og skemmtilega helgi með fjöl- skyldunni í kofanum okkar sem er rétt fyrir utan bæinn. Ég var að syngja bæði föstudags- og laugar- dagskvöld og eyddi mjög litium tíma í kojunni, mátti ekki vera að því. Ég vinn hlutastarf hjá Umferðar- ráöi, fyrir utan fasta útsendingar- tima hjá útvarpi Umferðarráðs. Ég þurfti ekki að sinna útsendingu þennan morguninn en nokkur verk- efni þurfti ég þó að klára í tengslum við undirbúning verslunarmanna- helgarinnar en það gat beðið þar til eftir hádegi. Ég lét freistast, leið inn í draumalandið aftur við notalegar kveðjur sonanna sem þeir hvísluðu í gættina. Síminn og klukkan hringdu samtímis kl. 10 og ég gerði tilraun til þess að tala í klukkuna og slökkva á símanum áður en ég áttaði mig og stökk fram úr hressari en nokkru sinni. Mánudagar eru góðir dagar, öll vikan framundan til að ljúka því sem ekki náðist í síðustu viku. Eg fékk mér glas af rabarbarasaft sem ég hafði búið til á föstudaginn, lagaði kafíi og naut einverunnar með helg- arblöðin fyrir framan mig, en ég hafði hvorki hlustað á fréttir né lesið blöð um helgina. í sveitinni tek ég af mér úrið, fer í gúmmítúttumar mínar (sem eru framleiddar í Tékkó- slóvakíu), er lúði og fíla það í botn. Engar gleðifréttir Það voru engar gleðifréttir sem blöstu við mér þegar ég tók að fletta blöðunum. Umferðarslysafréttir eins og: Banaslys við Þórisvatn, Kona slasast í árekstri, Maður á gjörgæslu eftir bílveltu. Ég varö hrygg af því að lesa þetta og mér varð hugsað tii þeirra sem beijast fyrir lífi sínu á sjúkrahúsunum og til þeirra sem eiga um sárt að binda vegna þessara slysa. Ég bið guð að hjálpa þeim. Klukkan tifar og það er kominn tími til að drífa sig í vinnuna í von um að geta orðið að liði í þeirri við- leitni Umferðarráðs að koma í veg fyrir óþarfa slys, ekki síst núna þegar mesta umferðarhelgi ársins fer í hönd. Áður en ég fer hringi ég í mömmu til að athuga hvort hún sé nokkuð með harðsperrur eftir helg- ina en hún var með okkur og reið út eins og herforingi. Hún bara hló að mér. Ég hringdi líka í vinkonu mína sem er flugfreyja og er á leið til Túnis en fékk bara samband við símsvarann. Ég röflaði við hann smástund og kvartaði yfir því aö heyra ekkert í henni. Fljótlega eftir að ég mætti í Borg- artúnið hringdi Erling sonur minn og bað um leyfi til að þess að baka með vini sínum og starfsfélaga, hon- um Dodda. Það átti að gera sér daga- mun í unglingavinnunni sem er að ljúka um þessar mundir og þeir höfðu tekið að sér baksturinn á brúntertu og skúffuköku. Jú, jú, það ætti að vera í lagi, svaraði ég og áður en ég komst að með skilyrði um góða umgengni og passið ykkur á ofninum og munið að slökkva á öllu þegar þið eru búnir kom rullan: Við göngum vel um og frá öllu, pössum okkur og allt það. Útvarpað úr þyrluflugi Þá var klukkan orðin 13 og kominn tími til að snúa sér að vinnunni. Ég fletti blöðunum aftur en nú í öðrum tilgangi en fyrr. Nú voru þaö allar auglýsingar og efni sem tengdist skipulögðum útihátiðum um versl- unarmannahelgina sem ég tók út til að hafa til viðbótar þeim upplýsing- um sem Uggja fyrir og hægt er að nýta fyrir umferðarútvarpið. Eins leitaði ég eftir því hvort eitt- hvað mætti læra af þeim slysum sem urðu í umferðinni og gæti orðið til viðvörunar. Það verður fylgst grannt með umferðinni héðan meira og minna alla helgina og meðal annars fer ég í þyrluflug og útvarpa þaðan. Ég tók á móti nokkrum ábending- um vegfarenda um hvað mætti betur fara í umferðinni aö þeirra mati en það er mikið um það að fólk hringi í okkur með ábendingar og þá oft með útvarpið í huga. Margir hringdu út af auglýsingu sem haföi birst í dagblöðum þar sem kom fram að það tæki aðeins 3 tíma að aka á tiltekna hátíð sem er í 316 km fjarlægð frá Reykjavík. Þarna var beinlínis verið að hvetja til hraðaksturs og Sigurður Helgason fræðslufulltrúi tók að sér að hafa uppi á þeim sem þarna aug- lýstu til að fá þetta leiðrétt. Hestaflutningar austur á Skeið Þegar þessum tiltölulega stutta vinnudegi lauk kom ég við í búð, keypti í matinn, fór heim og í hesta- gallann því að við hjónin höföum tekið að okkur að flytja hesta fyrir Ella bróður austur á Skeið en hann var á förum til útlanda til að kenna Ameríkönum að sitja íslenska hest- inn og var svolítið seinn fyrir. Okkur var boðið upp á skúffuköku þeirra Erlings og Dodda sem smakkaðist upp á 10. Eg ætla ekkert að tala neitt sérstaklega um fráganginn en þeir voru alsælir og brosin þeirra glöddu meira en margar skúringar. Viö Friðrik skröfuðum margt á leiðinni og meðal annars lögðum við drög að verslunarmannahelginni sem ég vona að verði slysalaus í umferðinni og vil ég nota þetta tækifæri til að hvetja alla vegfarendur til að fara nú varlega og óska öllum lands- mönnum góðrar helgar.“ Þetta var svo fallegt brúðkaup, Gunni. Við skulum ekki eyðileggja það Nafn:............. allt núna. Heimilisfang:...... Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í Ijós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum hðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: Rummikub-spil- ið, eitt vinsælasta fjölskyldu- spil í heimi. Það er þroskandi, skerpir athyglisgáfu og þjálfar hugareikning. 2. verðlaun: Fimm Úr- valsbækur. Bækumar, sem em í verölaun, heita: Mömmudrengur, Þrumuhjarta, Blóðrúnir, Hetja og Ban- væn þrá. Bækumar era gefnar út af Frjálsri fjölmiðlun. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú flmm breytingar? 268 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir tvö hundr- uð sextugustu og sjöttu get- raun reyndust vera: 1. Sunnar Karen Jónsdóttir, Einholti, 755 Stöðvarfirði. 2, Elín Edda Sigurðardóttir, Seljavegi 31, 101 Reykjavík. Vinningamir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.