Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1994, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1994, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1994 5 DV Hafnarhúsið til umúöllunar 1 menningarmálanefnd borgarinnar: Fréttir Um 200 milljónir þarf til að gera húsið hæft til útleigu „Hugsanlegt er aö við mörkum stefnu varðandi húsakost fyrir nýtt Errósafn og Listasafn Reykjavíkur í dag og Hafnarhúsið kemur líklega mjög sterklega inn í þá mynd. Ég hef verið að skoða hugsanlegt húsnæði undir Errósafn og Listasafnið sem er í geymslu á Kjarvalsstöðum. Ég geri ráð fyrir að skýra menningar- málanefnd frá máhnu í heild í dag. Hafnarhúsið er í eigu Reykjavíkur- hafnar og því þurfum við að ræða við hafnarstjóm en það er óhætt að segja að húsið er mjög fallið fyrir listasafn," segir Guðrún Jónsdóttir, formaður menningarmálanefndar Reykj avíkurborgar. Miklar umræður hafa átt sér stað um framtíðarráðstöfun á fyrstu hæð og hluta af annarri hæð Hafnarhúss- ins við Tryggvagötu í Reykjavík en engin formleg ákvörðun hefur verið tekin ennþá. Hafnarstjórn hefur látið vinna tillögu þar sem gert er ráð fyr- ir að 3.000 fermetra rými á fyrstu og hluta af annarri hæð hússins verði breytt þannig að hægt verði að nýta það undir verslanir og veitingasölu, arúc þess sem byggt verði þak yfir 600 fermetra garð inni í portinu. Neðstu hæðimar em nú þegar að hluta til auðar og er hægt að rýma þær með stuttum fyrirvara. Ljóst er að ekki er mikill áhugi hjá borgaryfirvöldum á að koma þama upp verslunarmið- stöð. „Kostnaður við breytingamar nema um 200 milljónum króna ef húsnæðiö er gert tilbúið undir tré- verk og frágengið til útleigu. Þarna höfum við hjá höfninni látið staðar numið því að við teljum að finna þurfl rekstrargrundvöll og aðila sem vill fjárfesta í þessum framkvæmd- um því að ekki er gert ráð fyrir að þetta fé komi úr sjóðum hafnarinnar. Hugmyndimar em margar og erfitt að henda reiður á hvemig máhn þró- ast,“ segir Hannes Valdimarsson, hafnarstjóri í Reykjavík. Ýmsar hugmyndir að framtíðar- starfsemi í Hafnarhúsinu hafa verið til umræðu í borginni. Listamenn hafa sótt hart að fyrsta eða önnur hæð hússins verði óbreytt þar sem mikill skortur er á vinnustofum í borginni, auk þess sem blönduð starfsemi kemur sterklega til greina. Sýning á verkum sem Erró hefur gefið Reykjavikurborg undanfarin ár hefst á Kjarvalsstöðum á laugardag. Útgerð í Eyjum vill ekki greiða til LÍÚ: Félag einstæðra foreldra hefur farið fram á það við Alþingi að einstæðir foreldrar fái að nýta sér að fullu ónýttan persónufrádrátt barna sinna. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra tók í vikunni við undirskriftum frá ríflega 4 þúsnd manns úr hendi Guðbjargar Karitasar Sigurðardóttur, formanns Félags einstæðra foreldra, þar sem þessi krafa er sett á oddinn. Málið var tekið fyrir á rikisstjórnarfundi í gær en ákvörðunar er ekki að vænta í bráð. Lauslega áætlað má gera ráð fyrir að það myndi kosta rikissjóð hátt í 300 til 400 milljónir króna á ári ef einstæðir foreldr- ar fengju að nota ónýttan persónufrádrátt barna sinna. DV-mynd BG Kenna okkur um laga- setningu á Alþingi - segir Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ „Þetta er útgerð sem kaupir kvóta- laust skip. Einhverra hluta vegna hafa þeir metið máhð þannig aö það sé okkur að kenna að Alþingi setti lög um takmörkun á framsalsrétti sem byggist á því að ekki megi flytja meiri kvóta á skip en er fyrir. í öðru lagi hafa samtök útvegsmanna haft þá skoðun aö það beri aö afnema tvöföldun á línu. Þeir sem þær veiöar hafa stundað fengju það metið til kvóta og veiddu þegar þeim sýnist. Þetta hefur ekki verið einkaskoðun mín,“ segir Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útgerðarmanna, í tilefni af því að útgerðarfélagið Byr hf. í Vestmanna- eyjum vih út úr LÍÚ og hafnar því að þurfa að greiða lögbundið gjald til samtakanna, eins og fram kom í DV í gær. Útgerðarmennimir rituðu bréf tíl aðalfundar LÍÚ með ýmsum ávirð- ingum á samtökin sem þeir óskuðu að yrði lesið upp á fundinum. Við þvi var ekki orðið. „Það er rangt sem þeir halda fram að við höfum ekki staðið með þeim í því að mótmæla veiðirétti Færey- inga. Færeyingar eru sannanlega að eyðheggja þann visi sem er að línuút- gerð á utankvótategundir. Við höfum sagt varðandi þessar veiðar að við megum ekki við því að gefa neinum eitt né neitt. Ég hef m.a. átt samtöl við sjávarútvegsráðherra þar sem ég hef látið í ijós andstööu við þessar veiðar,“ segir Kristján. Hann segir varðandi aðhdina að LÍÚ að þetta séu frjáls samtök og menn ráði því hvort þeir séu innan þeirra eða utan. „Menn borga hér félagsgjald með tvennum hætti. Annars vegar á hverja rúmlest í eigu hvers félags- manns og hins vegar í gegnum greiðslumiðlun. Þetta form að fá greitt í gegnum greiðslumiðlun á ekki bara við útgerðarmenn. Því út- gerðarmenn, hversu einkennhegt sem það nú er, þurfa að greiða th samtaka sjómanna. Hér fyrir nokkr- um árinn voru stórar útgerðir sem stóðu utan við LÍÚ og kusu það. Und- anfarin ár höfum við ekki búið við annað en flestar útgerðir væru inni í samtökum okkar," segir Kristján. Hlíðarfjall: Styttist í opnun skíðasvæðisins „Þaö lítur vel út með að við get- vantar sennilega annað eins af snjó um opnaö barnalyfturnar um í fjallið til þess að hægt verði að næstu helgi og við stefnum að því,“ opna ahar lyftur en þetta htur vel segir ívar Sigmundsson, fofstöðu- út,“ segir ívar. maður skiðasvæðisins í Ihíöarfjalh Undanfarin ár hefur ekki verið við Akureyri. hægt að opna lyftur í Hlíöarfjalli ívar segir að sá snjór sem fahið fyrr en komið hefur verið fram hefur f Hlíðarfjalh hafi fahið þar i undir jól, en eins og staðan er þar logni og ekkert haf! skafið í gh og núna stefnir í opnun allra lyftn- lautir þar eins og gera þarf. „Okkur anna mun fyrr. -miðs Mjódd og Lynghálsi 10 Reykjavík Furuvöllum 1 Akureyri Stillholti 16 Akranesi Mjallargötu 1 fsatirði MIÐVIKUDAGS- > < TILB0Ð KJOT OG FISKUR Mjódd Opið9-19 Sími 73900 Seljabraut Opið 10-23.30 Sími 71780

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.