Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1994, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1994, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1994 Viðskipti Þingvísit. hlutabr. Þri Mi Fi Fö Mð Þorskverð fellur Þorskur á innlendum fisk- mörkuöum hefur fallið í veröi síöustu daga. Hæst fór kílóverðið í 144 krónur í síðustu viku en var 102 krónur á mánudag. Þingvísitala hlutabréfa fór hæst í 1009 stig sl. fóstudag en fór niöur í 1005 stig á mánudag. Viðskipti hafa verið lífleg. Staðgreiðsluverð áls á markaði í London var 1798 dollarar tonnið í gærmorgun en fór hæst í 1830 dollara sl. föstudag. Það er hæsta verð í fjögur ár. Sölugengi pundsins hefur verið sveiflukennt undanfarið, var hæst 108,53 krónur í gærmorgun. FT-SE 100 hlutabréfavísitalan í London var á uppleið þar til í gærmorgun að hún lækkaði í 3087 stig. 150 þúsund íslendingar til útlanda á hveiju ári: Verslunin missir 3,7 milljarða - spymt við fótum með átakinu „Tryggjum atvinnu - verslum heima“ Velta helstu atvinnugreina 1993 — samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum í milljöröum kr. — 247 Smásala 140 Heildsala 107 109,3 89,8 Verslun Rskvlnnsla Iðnaöur ..........■..............= Atakið „Tryggjum atvinnu - versl- um heima“ er samstarfsverkefni fjöl- margra félaga og fyrirtækja í verslun um land allt sem hófst í þessari viku. Hápunktur átaksins verður um næstu helgi með ýmsum uppákom- um og sértilboðum í verslunum landsins. Átakinu er ætlað að vekja almenning til umhugsunar um gildi verslunar á heimaslóð svo hægt sé að tryggja atvinnu í landinu. Að- standendur átaksins benda á að ís- lensk verslun verði árlega af 3,7 milljörðum króna í tekjur sé miöað við að hver þeirra 150 þúsund íslend- inga sem fara til útlanda versli þar fyrir 25 þúsund krónur í hverri ferð. Bent er á að heildarviðskiptin geti verið enn hærri. Ef þessi 3,7 milljarða viðskipti færðust til íslenskrar verslunar þá myndu skapast 750 ný störf. Jafngild- ir það vinnu fyrir alla nemendur í fjölmennum framhaldsskóla en í dag ganga 1100 verslunarmenn atvinnu- lausir. Um 750 milljónir rynnu í rík- issjóð í formi virðisaukaskatts á ári hverju. Það jafngildir um ll%o af áætluðum halla ríkissjóðs á næsta ári. Aðstandendur átaksins benda á að fyrir þessa upphæð mætti auka framlög til Háskóla íslands um 50% eða kaupa nýja björgunarþyrlu eða lækka skatta á hverja fjögurra manna fjölskyldu um 12 þúsund krónur á ári. Verslun er fjölmennasta atvinnu- grein á íslandi með tæplega 20 þús- und starfsmenn eða um 14% af vinnuaíli. Það þýðir að 1 af hverjum 7 vinnandi íslendingum starfar við verslun. 247 milljarða velta Á meðfylgjandi grafi má sjá hvem- ig velta samkvæmt virðisaukaskatts- skýrslum var i helstu atvinnugrein- um. Gróflega má ætla að alls hafl veltan veriö í kringum 500 milljarð- ar. Þar af er verslunin með um 247 milljarða króna veltu. Á næsta ári verður það nálægt 27 milljörðum sem verslunin skilar í gegnum virðis- aukaskattinn. Þetta þýðir að 2 af hverjum 3 krónum sem ríkissjóður innheimtir með virðisaukaskatti koma úr verslun. íslensk verslun hefur jafnt og þétt aukið samkeppnishæfni sína. Það sést best á vaxandi verslun erlendra ferðamanna hér á landi. Nýjar tölur sýna að endurgreiðslur á virðisauka- skatti til erlendra ferðamanna hafa aukist um tæp 50% fyrstu 9 mánuði þessa árs miðað við sama tíma árið 1993, bæði hvað varðar fjárhæðir og fjölda. Átaksaðilar benda á að íslenskir kaupmenn eigi ekki aðeins í sam- keppni við erlenda kollega sína held- ur einnig við ríkissjóð Islands. Hér er átt viö Fríhöfnina þar sem vörur eru seldar án innflutningsgjalda og virðisaukaskatts. T.d. er talið að Frí- höfnin selji um helming allra snyrti- vara sem seljast í landinu. Viðburðir í verslunum Átakið hefur verið kynnt í 1 þús- und verslunum um landið. Inn- kaupapckum, veggspjöldum og límmiðum verður dreift til þeirra. Tækifæri gefast til sameiginlegra auglýsinga í prentmiðlum og sjón- varpi og næstu vikur má vænta ýmissa viðburða hjá verslunum landsins. Hlutabréfamarkaðurinn: 185 milljóna viðskipti Hlutabréfaviðskipti frá 24. október til 31. október námu alls 185,6 millj- ónum króna. Þyngst vega viðskipti með hlutabréf íslenskra sjávaraf- urða upp á 142 milljónir þegar Fram- leiðendur hf. keyptu hlut í fyrirtæk- inu af Regin, eignarhaldsfélagi Landsbankans. Næst koma viðskipti með hlutabréf Þormóðs ramma, Eimskips, Granda, íslandsbanka og Olíufélagsins í kringum 6 til 7 millj- ónir hver. Þessa viku voru viðskipti með hlutabréf Flugleiöa upp á 2,7 milljónir. Einn togari seldi í Bremerhaven í síðustu viku. Viðey RE seldi 105 tonn fyrir 16,4 milljónir króna. Uppistaða aflans var karfl og meðalverðið um 155 krónur kílóið. Alls seldust tæp 380 tonn af fiski í gámasölu í Englandi fyrir 67 miUjón- ir í síðustu viku. Mest var selt af ýsu, kola og þorski eða 280 tonn. Enn hækkar álið Enn hækkar álverð á erlendum mörkuðum. Staðgreiðsluverðið fór í 1830 dollara tonnið sl. fostudag og hækkaði um 6% á fjórum dögum. Hærra verð hefur ekki sést undan- farin 4 ár. Markaðssérfræðingar spá áfram- haldandi ástandi þótt sumir þeirra séu farnir að óttast að samkomulag framleiðenda um minnkandi fram- leiðslu haldi ekki til lengdar á meðan álverð hækkar og hækkar. Á móti kemur brýn þörf bílaframleiðenda fyrir ál. Til marks um hvað notkun áls hefur aukist í bílaiönaði þá fóru 35 kíló í hvern bO fyrir fáeinum árum en núna fara um 70 kíló. Því er spáð að innan skamms tíma verði hlutur áls kominn í 140 kg/pr. bíl. Útflutningsafurðir, gjaldmiðlar og verðbréf 562 milljóna uppsveif la hjá Flugleiðum Fyrstu átta mánuöi þessa árs var hagnaður af reglulegri starf- semi Flugleiða um 539 milljónir króna. Það er 562 milljóna upp- sveifla miUi ára en 23 milljóna tap varð af rekstrinum fyrstu átta mánuöina 1993. Að sögn forráða- manna Flugleiða eru helstu ástæður fyrir betri afkomu fjölg- un farþega, betri sætanýting, sparnaður í rekstri og hagstæð vaxtakjör. Rekstrarhagnaður án fjár- magnskostnaðar var 1.128 millj- ónir fyrstu 8 mánuðina en var 847 milljónir á sama tíma í fyrra. Handbært fé frá rekstri nam 1.798 milljónum fyrstu 8 mánuðina sem er 387 milljónum hærri fjár- hæö en í fyrra. Veltufjárstaðan batnaöi um 595 milljónir. Fyrstu 8 mánuðina voru farþegar Flug- leiða í millilandaflugi ríflega 533 þúsund og hafði fjölgað um 25% frá fyrra ári. Farþegar í innan- landsflugi voru um 179 þúsund, 1,5% fleiri en á sama tima 1993. Hjólbarðasamn- ingurhjáríkinu Ríkiskaup hafa gert samninga við Heklu og HjólbarðahöUina um kaup á hjólbörðum og þjón- ustu sem þeim tengist. Þetta er niðurstaða útboös sem Ríkiskaup framkvæmdu eftir forval á EES- svæðinu. Góður árangur náðist í útboð- inu og þess vænst að umtalsverð- ar fjárhæðir sparist við kaup rík- isins á þessum vöruflokki. Söluátak Hrím- gulls á náttúru- og heilsuvörum Náttúru- og heilsuvöruverslun- in Hrímgull i Reykjavík hefur í samvinnu við nokkra íslenska framleiöendur hafið kynningu og sölu á íslenskum náttúru- og heilsuvörum. Átakið felst í því að vörur frá þessum framleiðend- um verða til sölu hjá Hrimgulli og sumar þeirra á sérstöku kynn- ingarverði. Meðal framleiðenda sem standa að átaki Hrímgulls eru Álfasteinn á Borgarfirði eystra, Angórufatn- aður í Borgarnesi, tréleikfanga- smiðjan Marín á Egilsstöðum, Leikfangasmiöjan Alda á Þing- eyri, Blindravinnustofan í Reykjavík, kertagerðin Heimaey í Vestmannaeyjum, skóverk- smiðjan Skrefið á Skagaströnd, Lýsi í Reykjavík, Seldalur í Nes- kaupstað sem er með birkisalt, Pottagaldrar í Reykjavík sem eru með krydd, Sjöfn á Akureyri, Sólheimar í Grímsnesi, Móöir Jörð á Fljótsdalshéraði, Rannveig og Co á Patreksfiröi sem fram- leiöir jurtaolíu og -krem. Þá má geta þess aö Hrímgull framleiðir ýmsar vörur úr silki. Kaupfélagi Skagfirðinga ÞórhaDur Asmundss., DV, Sauöárkróki: Samkvæmt átta mánaða upp- 0öri hjá Kaupfélagi Skagfirö- inga, KS, var tæplega 24 milljóna króna hagnaöur á félaginu á þessum tima. Er þetta talsverður bati frá síðasta ári en þá var hagnaðurinn 9 milljónir eftir sama tíma. Dótturfyrirtæki KS eru ekki inni í þessum útreikn- ingum. Þórólfur Gíslason kaupfélags- stjóri skýrir þennan bata aö veru- legu leyti með lækkun á fjár- magnskostnaði milli ára, hann sé 10 milljónum lægri en á sama tíma í fyrra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.