Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1994, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1994, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1994 Fréttir Kunnugir segja stefna í frekari átök milli Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og íslenskra sjávarafurða: Omistunni er lokið en stríðið rétt að hefjast Uflutningsrisarnir kljást 21,2 milljarðar — söluverðmæti ■JU fe s 0 » n Grandi ... ^ÚA bnrmnAiir r'immi 1993 — 13,3 mllljarðar " h ^ pormoour rsmmi H. Böðv., Akranesi Fiskiðjan, Sauöárkr. 1 | | Vinnslustöðin ! ■ | Ö;L_Í Fiskiðjus. Húsavíkur Borgey, Hornafiröi ~KEA, Akureyri j n . . • tei Sölumiðstöð h raðf r ystihusanna islenskar sjávarafurðlr hf. —............-mUr! „Þetta er alls ekki dæmi um sókn þeirra ÍS-manna á markaönum. Meirihlutaeigendur í Vinnslustöð- inni hf. og þar með framkvæmda- stjórinn hefðu að sjálfsögðu getað tekiö þá ákvörðun hvenær sem var að ganga úr viðskiptum viö Sölumið- stöðina og fara í viðskipti hjá íslensk- um sjávarafurðum. Til þess þurftu þeir ekki aö láta fara fram neina eignabreytingu. Þetta gerðu þeir ekki heldur þurfa íslenskar sjávarafurðir að kaupa sér veltu með þeim hætti sem fram hefur komið,“ segir Friðrik Pálsson, forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, vegna kaupa ís- lenskra sjávarafurða á 30 prósenta hlut í Vinnslustöðinni. hf. í Vest- mannaeyjum. Við þessa sölu missir Sölumiðstöð- in spón úr aski sínum þar sem Vinnslustöðin hf. er fimmta stærsta framleiðslufyrirtæki innan SH. Út- gerðarfélag Akureyringa, Grandi, Þormóöur rammi og Haraldur Böðv- arsson eru stærstir innan SH. Að sama skapi er um verulegan ávinn- ing að ræða fyrir ÍS þar sem Vinnslu- stöðin verður stærsta framleiðslu- fyrirtækið innan þeirra vébanda. Þeir sem nú eru stærstir þar eru Fiskiðjan á Sauðárkróki, Fiskiðju- samlag Húsavíkur, Borgey hf. og KEA á Akureyri. Það þykja stórtíð- indi að þessi hrókering eigi sér nú stað því fá dæmi eru um slíkar breyt- ingar á undanförnum árum. Að vísu var frystihús Kaldbaks hf. á Grenivík innan SH og fór yfir til ÍS og svo til baka aftur við það að ÚA yfirtók reksturinn. Þá var Freyja hf. á Suð- ureyri innan Sambandsins forvera ÍS á sínum tíma en fór svo yfir til SH við yfirtöku Norðurtangans og Frosta á fyrirtækinu. Síðan má segja að allt hafi verið með kyrrum kjörum á þessum markaði þar til Vest- mannaeyingarnir gripu til þessarar sölu. Mikil söluaukning Báðir risarnar ÍS og SH hafa verið í ágætiun rekstri undanfarin ár. Þó hefur afkoma SH verið sýnu skárri í ljósi þess að þar er um 40 prósenta söluaukningu að ræða á þessu ári. Þessi söluaukning er að sögn Frið- riks Pálssonar tilkomin að miklu leyti vegna aukinnar sölu á úthafs- karfa og loðnuafurðum. Hjá ÍS er söluaukningin um 5 prósent að sögn Benedikts Sveinssonar, forstjóra Is- lenskra sjávarafurða. Sölutölur fyr- irtækjanna árið 1993 eru 13,3 millj- arðar hjá ÍS og 21,2 milljarðar hjá SH. Eftir 9 mánuði í síðasta lagi mun Vinnslustöðin hf. færa sín viðskipti yfir én það mun ekki hafa veruleg áhrif á þann stærðarmun sem þarna er á. Séu sölutölur 1993 teknar og hlutdeild Vinnslustöðvarinnar víxl- að kemur í ljós að ÍS fer þar með upp í 14,8 milljarða og Sölumiðstöðin fer í 19,7 milljarða þannig að enn er verulegur munur á fyrirtækjunum. Ástæða er til að árétta að þarna er ekki um að ræða að tekið sé tillit til þess með hvaða hætti sölumál hafa þróast á þessu ári. Það er ljóst að íslenskar sjávaraf- urðir hafa brotið blað í sögunni með kaupum sínum á hlutabréfum í Vinnslustöðinni hf. Það er líka nokk- uð víst að Sölumiðstöðvarmenn eiga næsta leik í stöðunni. Hver hann verður er ekki sýnt á þessari stundu en það liggur fyrir aö þó orrustunni sé lokið þá er stríðið eftir. Viðmæl- endur DV sem þekkja vel til i þessum geira eru sammála um að Sölumið- stöðin muni einskis láta ófreistað til að rétta sinn hlut, spumingin sé bara hvemig. Keyptu flug- vélaríUSAog fengu í pósti Ægir Már Karasan, DV, Suðumesjum: „Ég bíð spenntur eftir að geta fiog- iö vélinni. Kominn skjálfti í mann því ég hef lagt mikinn tíma og pen- inga að setja vélina saman. Það væri leiðinlegt að skemma hana í byrjun og því ætla ég að taka nokkra fiug- tíma áður en ég fer í loftið. Ég er búinn að vera með flugdellu síðan ég var átta ára,“ sagði Hans Óli Hans- son í Keflavík í samtali við DV. Hans Óli og Jóhann G. Jóhannsson í Njarðvík keyptu á sama tíma tvær Þys flugvélar frá Bandaríkjunum. Vélamar komu ósamsettar og voru sendar í pósti. Kosta tæpa milljón króna hvor og ekki þarf flugpróf til að fljúga þeim. Þetta eru einsmanns vélar. Heildarþyngd 120 kg og sjö metra langar. Geta borið 275 kíló . „Fá verkfæri þarf til að setja véhna saman og það tekur mig rúmlega 400 klst. að vinna verkið. Það kostar svipað að eiga slíka vél og reka vél- sleða og styrkur hennar er svipaður og kennsluflugvéla. Véhn er frábært leitartæki. Getur fiogið lágt og útsýni er frábært," sagði Hans Oli. Hans Óli í vél sinni og Jóhann G. Jóhannsson. DV-mynd Ægir Már Hjúkrunarframkvæmdastjóri Landspítalans: Styttri legutími sjúklinga - niðurskurður íheilbrigðiskerfinueinástæöan „Sjúkhngar útskrifast við aðrar aðstæður en áður og legutíminn er styttri. Það er erfitt að meta hvort þeir séu almennt veikari við útskrift en áður en sennilega er það í ein- hverjum tilvikum. Tækninni hefur hins vegar farið fram, aðgerðir hafa breyst og núna er hægt að gera meira fyrir fólk á göngu- og skammlegu- deildum. Niðurskurðurinn hefur því ekki einn haft áhrif á legutímann. Það þarf ekki að vera neikvætt að liggja stutt á sjúkrahúsi," segir Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarfram- kvæmdastjóri Landspítalans. Anna hélt erindi á hjúkrunarþingi um síðustu helgi þar sem hún gagn- rýndi hversu htið hjúkrunarfræð- ingar tjá sig um faglega hhð hjúkrun- ar á niðurskurðartímum. Hún benti á að hjúkrunarfræðingar heföu haft sig mikið í frammi vegna kjaramála fyrri hluta ársins 1993 en nánast ekk- ert komið fram opinberlega þegar umræðan um niðurskurð í heh- brigðiskerfinu var mestur fyrri hluta árs 1992. „Þetta hlýtur að koma almenningi undarlega fyrir sjónir. Aukin um- ræöa getur orðið th þess að hjúkrun- arfræðingar skoði þá þjónustu sem þeir veita og bæti árangurinn. Það hefur engin fagstétt gott af því að hjakka í sama farinu." Anna segir ýmsar áleitnar spum- ingar hafa vaknaö samfara niður- skurðinum innan hehbrigðiskerfis- ins að undanfömu. Th dæmis kunni legutími á sjúkrahúsum að hafa ver- ið orðinn of langur. Takmörk séu fyrir því á hverju þjóðfélagiö hafi efni. Þá sé það álitamál hversu gott það sé fyrir sjúkhnga aö hggja of lengi á sjúkrahúsi. ',rVið lifum á niðurskurðar- og hag- ræðingartímum í heilbrigðisþjón- ustunni. Ósjálfrátt hefur það áhrif á það sem við gemm,“ segir Anna. Umhverfis- slysiafstýrt við Eiðavatn Öm Ragnaisson, DV, Eidum: Fyrir skömmu var gert \1ð stíflu í Fiskhæk, skammt frá Eiðaskóla, sem farin var að leka verulega og komin að því að bresta. Ef ekkert heföi verið að gert heföi yfirborð Eiðavatns lækkað um 2-3 metra og þannig gert umhverfið heldur óyndislegt en við Eiðavatn standa 17 orlofs- hús BSRB og Kirkjumiðstöö Austurlands. Árið 1935 varreíst vatnsaflsstöð sem sá Eiðaskóla fyrir birtu og yl þar th skólinn tengdist sam- veiturafmagni 1970. Til að fá aukna fahhæð og th að nýta Eiða- vatn til vatnsmiðlunaf var af- rennsh vatnsins, Fiskilækur, stiílaður og vatnsborðið hækkað. Sjðan rafstöðin var aflögð hefur tímans töim unnið sitt verk og lengi verið vitað að hverju stefhdi. Thraunir th að fá fjármagn th að styrkja stifluna hafa tekiö sinn tíma enda hafa ráðuneytismenn haft htinn skilning á málinu. Land Alþýðuskólans á Eiðum heyrir undir menntamálaráðu- neytiö og embættismaöur þar lét þau orð falla aö sér kæmi litið við þó vatnsborð lækkaði í ein- hverju vatni austur á landi. Röskir starfsmenn Vökvavéla hf. á Eghsstöðum voru hins vegar aðeins einn dag að gera stífluna svo úr garði aö ekki þarf aö hafa áhyggjur af henni næstu árin. Jarðgöng á Vestfjörðuin: Opiðumjólin Að sögn Björns Harðarsonar, umsjónarmanns jarðgangna á Vestfjörðum, er stefht aö því aö leggurinn úr Skutulsfirði til Súg- andafjarðar verði opinn frá 17. desember fram yfir áramót. Björn segir að þetta velti á frammistöðu verktakans. 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.