Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1994, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1994, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1994 17 DV Sviss - íslandíEM: Uppselt Þegar er uppselt á leik Sviss og íslands í EM landsliða í knattspyrnu sem fram fer í Lausanne í Sviss 16. nóvember. Eftir frábæran árangur svissneska landsiiðsins síðustu tvö árin hefur áhug- inn fyrir því verið gífurlegur. Sviss komst í úrslitakeppni HM síðasta sumar og stóð sig með sóma, og á dögunum vann liðið frækinn sigur á Svíum, 4-2. Forráðamenn svissneska knattspyrnu- sambandsins naga sig nú í handarbökin yfir því að hafa sett leikinn í Lausanne því völlurinn þar rúmar aðeins 15.800 áhorfendur. Uppselt var á leikinn við Svía sem fram fór í Bern, en þar voru tæplega 30 þúsund áhorfendur. Ekki var gert ráð fyrir öðru en að Stade Qlympique de la Pontaise, eins og völlurinn í Lausanne nefnist, myndi duga gegn íslandi, en sigur- inn á Svíum gerði útslagið. Sviss er tvískipt land, og það er ein af ástæðunum fyrir því að Lausanne varð fyrir valinu. Þýsld hlutinn er öflugri í knattspyrnunni og þar er oftar leikið, í Zurich, Bern eða Basel, en til að halda friðinn er af og til leikið í franska hlutan- um, í Lausanne eða Genf. Júlíus Jónasson verður í eldlínunni I kvöld þegar íslendingar mæta ítölum i Höllinni. gsliða í knattspyrnu 2. umferð, síðari feikir: andi)........................1-2 = 1-4 Polstyanov (67.) st (Ungverjalandi)...........5-0 = 7-0 kmitt (60.), 4-0 Kirsten (65.), 5-0 Kirsten (69.) Rússlandi)...................4-0 -- 6-2 , 3-0 Garcia (89.), 4-0 Garcia (91.) Austurríki)..................2-4 = 3-5 Schiener (24.), 0-4 Klausz (56.), 1-4 Kozniku igJandi).....................1-0 = 3-3 itimarkareglunni. andi)........................1-1 - 1-2 id Búkarest (Rúmeníu)..............5-0 = 6-2 l eboah (17.), 4-0 Furtok (65.), 5-0 Furtok (67.) .....................................2—1 = 3—2 tciano (77.) uck (Austurríki)..................4-0 = 4-2 3-0 Donato (39.), 4-0 Manjarin (71.) .3-1 = 3-3 6bra (64.). 3-1 Ferreri (73.) Sion fer áfrarn á yrklandi)..........................2-1 = 2-2 Ehigou (90.).Tyrkirnir fara áfram á útimarka- Handboltaveisla - alþjóða Reykjavlkurmótið í handknattleik hefst í kvöld Alþjóða Reykjavíkurmótið í hand- knattleik hefst í kvöld og mæta ís- lendingar liði ítala í sínum fyrsta leik. Þjóðunum átta, sem taka þátt í mótinu, er skipt í tvo riðla. í A-riðli leika Svíþjóð, Sviss, Frakkland og Noregur. I B-riðli leika Spánn, ís- land, Danmörk og ítaha. Mótið í kvöld hefst með þremur leikjum klukkan 18.30. Á Akureyri mætast Sviþjóð og Noregur, í Laug- ardalshöll leika Spánn og Danmörk og í Kaplakrika leika Sviss og Frakk- land. Lokaleikur kvöldsins verður viðureign íslands og Ítalíu klukkan 20.30. Mikill undirbúningur er að baki þessu umsvifamesta handknattleiks- móti sem fram hefur fariö á íslandi. Litið er á mótið sem stóran undir- búning fyrir heimsmeistaramótið næsta vor og telja þeir sem koma mest nálægt mótinu að af því megi læra ýmislegt. HM-þjóðirnar, sem taka þátt í mótinu, leggja mikiö upp úr ferð sinni á mótið en með því kynnast þær öllum aöstæðum hér til hlítar. íslenskir áhorfendur fá að berja augum marga af bestu handknatt- leiksmönnum í heiminum. Svíar koma hingað til mótsins með alla sína bestu menn. Frakkar hafa um alllanga hríð verið í hópi bestu þjóða heims og eins má líka nefna Spán- verja sem að vísu eru að yngja liðið sitt um þessar mundir. Danir eru eins líklegir til afreka á mótinu. Spurningarmerki verður að setja við Sviss, Norðmenn og ítala. Þau gætu allt eins velgt sterku þjóðunum und- ir uggum. Margir velta fyrir sér hvernig ís- lenska hðið kemur undirbúið til leiks. Liðið hefur leikið fáa landsleiki á árinu og því erfitt að meta það í dag. Þorbergur Aðalsteinsson lands- liðsþjálfari sagði í samtali viö DV í gær að stefnan væri að vinna sigur í riðlinum og leika þar með um gull- verlaunin á mótinu. íslenska liðið er til alls víst enda á heimavelli með góðan stuðning áhorfenda. Riðlakeppni mótsins heldur síðan áfram á fimmtudag og fóstudag en á laugardag verður leikið um sæti og fara allir leikirnir þá fram í Laugar- dalshöllinni. Guðni er Rosenborg vill skoða LárusOrra - geri hann ekki samning við Stoke Gísli Guðmundsson, DV, Englandi: Samkvæmt áreiðanlegum heimildum DV hafa norsku meistararnir í Rosen- borg áhuga á að skoða Lárus Orra Sigurðsson með hugsanlega samning í huga. Lárus Orri hefur verið undir smásjá enska 1. deildar liðsins Stoke City og hefur dvalið við æfingar og leikið með varaliði félagsins síðustu vikuna. Leikur hugsanlega með aðailiði Stoke í kvöld í kvöld á Stoke að mæta Sheffield United í 1. deildar keppninni og talsverðar líkur eru á að Lárus Orri fái að spreyta sig í aðalliðinu en eins og kunnugt er sat hann á varamannabekknum þegar Stoke og Wolves skildu jöfn um síðustu helgi. Heimildir DV herma að ef Stoke gerir ekki samning viö Lárus Orra þá vilji Rosenborg fá hann til Noregs til viðræðna og æfinga með liðinu. eftirsóttur - Örebro og Helsingborg vilja fá hann Eyjólfur Harðaison, DV, Svíþjóð: Sænsku úrvalsdeildarfélögin Hels- ingborg og Örebro hafa spurst fyrir um Guðna Bergsson, fyrirliða ís- lenska landsliðsins í knattspyrnu, og samkvæmt áreiðanlegum heimildum DV hafa bæði liðin mikinn áhuga á að fá hann til liðs við sig. Örebro hefur góða reynslu af ís- lenskum leikmönnum því þar eru Arnór Guðjohnsen og Hlynur Stef- ánsson í lykilhlutverkum. Helsing- borg hefur áður sýnt áhuga á að fá íslendinga til sín, meðal annars var Sigurður Jónsson í viðræðum við félagið í fyrra, en þjálfari þar er Reine Almqvist sem stýrði liði Hac- ken meðan Arnór lék þar. Guðni hefur átt í viðræðum við enska úrvalsdeildarliðið Crystal Palace að undanfornu og eins og fram kom í DV í gær ætla forráða- menn Palace að ræða við Tottenham um það mál í vikunni. Líkurnar á því að Guðni leiki áfram með Vals- mönnum næsta sumar fara því óðum minnkandi og það yrði skarð fyrir skildi hjá Hlíðarendaliðinu. Þú getur svaraö þessari spurningu meö því aö hringja í síma 99-16-00. 39,90 kr. mínútan. ísland 1 Danmörk 2 Jafntefíi 3 10 0 FÓLKSINS 99-16-00 Hvernig fer landsleikur íslands og Danmerkur? íþróttir Amórverðurekki meðgegnSviss Nú er ljóst að Arnór Guðjohn- sen leikur ekki með islcnska landsliðinu i knau spyrnu gegn Svisslendingum i Evrópu- keppninni þegar liðin mætast í Lausanne þann 16. nóvember, Arnór þarf aö gangast undir upp- skurð vegna kviðslits í næstu viku, það hefur þjakað hann frá því í ágúst, en hann frestaði aö- gerðinní til að geta lokið keppms- tímabilinu með Örebro í Svíþjóð. Ólafur Þórðarfer ítvo uppskurði Ólafur Þóröarson, fyrirliöi Js- lands- meistara Skaga manna, þarf að gangast undir tvo uppskurði nú á næstunni. Ólafur, sem átti við þrálát meiðsli að stríða í sumar, verður í dag skor- inn upp í ökkla vegna liðbanda- slita og þegar hann verður rétt farinn að stíga í fótinn þarf að skera hami upp í hné þar sem lið- þófinn er skemmdur. Af framangreindu er Ijóst að Ólafur getur ekki farið aö æfa með islandsmeisturunum fyrr en nýtt ár er gengið í garð. Þórðurskaut Wynaldaniður Eric Wynalda, bandanski landsliðs- maðurinn sem leikur meö Boc- hum i þysku ur valsdeild- inni í knattspyrnu, fékk að kenna á skothörku félaga síns, Þórðar Guðjónssonar, á æfmgu í síöustu viku. Þóröur skaut Wynalda hreinlega niður, sá bandaríski varð fyrir skoti hans af þriggja metra færi og steinlá með heila- hristing! Frá þessu var sagt í Kicker sem einu ai' óhöppunum sem dunið hafa yfir leikmenn Bochum að undanfórnu en þeir hafa margir hverjir átí við meiðsli að stríða. Wynalda náði sér þó fljótlega og gat æft á ný tveimur dögum siðai- en hann og Þórður leika saman í framlínu Bochum þessa dagana. GuðmundurValur Guð- mundur Sig- urðsson hcfur verið ráðinn þjálfari á, deildar liösH Ægis í knatt- sþymu ftrir nasstu leiktíð og mun hann jafnframt lcika með liðinu. Guðmundur er gamal- reyndur knattspymumaður sem leikið hefur 971. deildar leiki með Þór, Breiðábliki og FH. Á síðasta képþnistíraabili lék hann með Víði í 3. deild sem vann sér sæti í 2. deild að ári. Þá þjálfaði hann liö Hauka í 1. deild kvenna i sum- ai-. Guðmundur tekur við að Magnúsi Pálssyni sem tekinn or við Fylkisliðinu en undir hans stjórn sigraði Ægir i 4. deildinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.