Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1994, Blaðsíða 4
 ÞRIÐJUDAGUR 1. NÖVEMBER 1994 Fréttir Þrefalt hærri slysatíðni á Breiðadalsheiði en Reykjanesbraut: Snjóf lóð koma á augabragði „Snjóflóðin koma þarna á auga- bragði. Menn hafa engan tíma til aö forða sér þó þeir verði varir við þau. í vondum veðrum gnauðar vindur- inn og menn heyra ekki í flóðinu áður en það fellur. Þessi smásnjóflóð eru mjög tíð þama, sérstaklega á vorin og haustin. Ef það snjóar eru menn aldrei öruggir fyrir þessu. Ef bílar em að brölta í gegnum slík flóö, sem er mjög algengt, þá er jafn lík- legt að þeir festi sig og þurfi aö moka sig í gegn. Þá er alltaf von á öðm flóði og þá býður það hættunni heim ef menn em fastir," segir Kristinn Jón Jónsson, umdæmisstjóri Vegagerð- arinnar á ísafiröi, um þá hættu sem vegfarendur um Kinnina í Breiða- dalsheiði eru 1 þegar snjóar. Kristínn þekkir manna best til Breiðadalsheiðarinnar og þeirrar hættu sem þar skapast að vetrinum. Allir sem leið eiga um heiöina að vetrinum þekkja þá ónotatilfmningu sem er samfara því að þurfa að fara þessa leið. Sá atburður sem varð þeg- ar tveir bílar með sex manns fóru í sömu andrá fram af Kinninni vekur upp spumingar um þá hættu sem þarna er á ferðum. „Það falla suma daga svo mörg smáflóð að maður telur þau ekki. Þessi flóð eru oft nógu kraftmikil til aö ýta minni bílum fram af brún- inni. Það er oft þannig að jarðvegur- inn fer með, sérstaklega fyrst á haustin. Það er öðmvísi á veturna, þá er um að ræða stærri flóð sem þá eru eingöngu snjór,“ segir Kristinn. Mörg alvarleg slys Sagan hefur að geyma nokkur alvar- leg slys á þessum slóðum þar sem umferðin er aðeins brot af því sem gerist á fjölfarnari vegum sunnan- lands. Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar hafa orðið á Breiðadalsheiði 17 umferðaróhöpp á 13 árum. Sem þýðir að það hafa orð- ið að meðaltali 1,3 slys á ári. Flest hafa óhöppin orðið 3 árið 1982 sem þýðir slysatíðni upp á 9,32 sé miðað við óhöpp á hverja milljón ekna kíló- metra. Til samanburðar má nefna það að á Reykjanesbrautinni fer slysatíðni hæst í 2 af milljón eknum kílómetr- um en að baki þeirri tölu eru 24 slys. Ef litið er á 14 ára sögu þá verða að meðaltali 3,39 slys á Breiöadalsheiði á milljón kílómetra en samsvarandi er 1,13 slys á Reykjanesbraut. Þetta þýðir að slysatíðnin er þrefalt meiri á Breiðadalsheiði. Það birtir þó til í þessum málum á næstunni því aðeins er eftir að bora 1 kílómetra og þá eru menn komnir til Önundarfjarðar með jarðgöngin. Það er reiknað með að veturinn sem nú gengur í garð sé sá síöasti sem menn fara um þær hættuslóðir sem Kinnin í Breiðadalsheiðinni er óneitanlega. Bubbi á tónleikum á Höfn um helgina: Ég fékk míkrófóninn „beint í upp kjaftinn“ - tönn losnaði en tónleikaferðalag heldur áfram „Ég fékk míkrófóninn beint upp í kjaftinn. Það var einhver fyllibytta sem hjóp á hann. Framtönn losnaði og ég fékk skurð í tannholdið. Ann- ars var þetta ekkert verra en á góðri boxæfmgu. Ég hætti aö spila enda hefði ekki þýtt fyrir mig að syngja með munninn svona. Það voru held- ur ekki nema 15-20 mínútur eftir af tónleikunum," sagði Bubbi. Bubbi er nú á tónleikafor á Aust- fjörðum en ferðin hófst í Reykjavík í síðustu viku. Þrátt fyrir að tönn hafi losnað og trúbadorinn hafi feng- ið tilheyrandi verki hefur tónleika- herferðin gengið að óskum. „Þetta gengur ghmrandi vel. í rauninni er þetta með ólíkindum. Það hefur verið húsfyllir alls staðar. Á Klaustri, Hornafirði, Neskaupstað og víðar,“ sagði Bubbi Morthens. Bubbi: „Framtönn losnaöi og ég fékk skurð í tannholdiö." Atvikið á Höfn mun ekki draga dilk á eftir sér, a.m.k. ekki hvað varðar lagalegan framgang. Á staðnum voru þrengsli og augljóst að um óviljaverk var að ræða þó svo að útlimir við- komandi geranda haíi eitthvað flækst fyrir honum. Slysin á heiðinni - 17 slys á 13 árum á Breiðadalsheiði Okt. 1987: Veghefill varð fyrir snjóflóði og barst út af veginum. Hefillinn stórskemmdist og bílstjóri slasaðist mikið. Maí 1989: Snjóflóð féll á fólksbifreið sem lagðist saman. Farþegar sluppu óskaddaðir. Nóv. 1991: Snjóblásari fékk á sig snjóflóð. Ökúmaður lét lífið. Nóv. 1992: Jeppi lenti í snjóflóði og barst út af veginum. Fjölskylda hætt komin. Bíllinn stórskemmdist. Maí 1994: Snjóflóð á bíl sem skemmdist. Engin slys á fólki. Okt. 1994: Snjóflóð tekur tvo bíla og kastar þeim 100 metra fram af brúninni. Sex manns sluppu með skrámur. Bílarnir gjörónýtir. Meðaltal slysa 1,13 Breiðadalsheiði Reykjanesbraut ov I dag mælir Dagfari Þetta indæla prófkjör Prófkjöri sjálfstæöismanna í Reykjavík er lokið. Úrslit liggja fyr- ir. Davíð Oddsson varð efstur og er það mikill sigur fyrir hann. Hann sóttist eftir fyrsta sætinu og fékk þaö. Enginn vogaði sér að hjóða sig fram gegn honum og var það mikill sigur fyrir Davíð. Þótt enginn væri á móti honum var hann samt kosinn af langflestum sem tóku þátt í prófkjörinu sem er mikill sigur fyrir Davíö. Hann er hinn ótvíræði sigurvegari kosning- anna. Sama má segja um Friðrik Sop- husson. Hann varö annar í próf- kjörinu þótt enginn hefði farið á móti honum og enginn sóst eftir þvi að kjósa hann í annað sætiö nema hann sjálfur. Samt kaus fólk hann í annað sætið, sem sýnir að Friðrik nýtur mikils fylgis í það sæti sem enginn annar hefur áhuga á en hann sjálfur. Hann vildi ekki verða ofar og ekki vera neðar og hann fékk nákvæmlega það sæti sem hann var búinn að biðja um. Það er mikill sigur fyrir Friðrik. Hann er hinn ótvíræði sigurvegari í öðru sæti listans, í því sæti sem hann viU vera í. Björn Bjamason var í þriðja sæti. Hann sóttist eftir því. Fleiri sóttust eftir því sæti en það voru fleiri sem kusu Bjöm heldur en kusu hina í þriðja sæti og þess vegna var Björn kosinn í þriðja sæti. Það er mikill sigur fyrir Björn. Ef Björn hefði ekki verið kosinn í þriðja sæti hefði einhver annar verið kosinn í þriðja sæti og þá hefði Björn ekki verið í þriðja sæti og hvernig hefði listinn þá litið út? Nei, þetta er mikill sigur fyrir Bjöm og fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Geir H. Haarde sóttist eftir þriöja sæti en fékk það fjórða. Nær gat það ekki veriö og verður að teljast sigur fyrir Geir. Hann hefði alveg eins getað lent í fimmta eða sjötta sæti og þótt hann hafi sóst eftir þriðja sætinu er greinilegt að fólk telur listann vera sterkari með Geir í fjórða sæti og úr því kjósend- ur vilja hafa listann svona þá er það sigur fyrir Geir að lenda í því sæti þar sem kjósendur vilja hafa hann. Þaö hefði orðið mikil óánægja með það ef Geir hefði lent í öðru sæti en kjósendur vilja. Þess vegna er þetta prófkjör mikill sigur fyrir Geir H. Haarde að lenda í nákvæmlega því sæti sem kjósend- ur vilja hafa hann í. Hann er á rétt- um stað og það er gott fyrir flokk- inn og Geir því auðvitað vilja menn vera á þeim stað og í því sæti sem kemur sér best fyrir flokkinn ef það er vilji kjósenda. Sólveig Pétursdóttir lenti í fimmta sæti sem veröur að teljast gott fyrir Sólveigu af því að hún er kona. Það er mikill sigur fyrir Sólveigu að vera kona og í raun og vem mikið lán fyrir Sjálfstæöis- flokkinn aö Sólveig skuh vera kona, því fyrir vikið var það kona sem lenti í fimmta sæti. Þaö veit enginn hvernig þetta prófkjör hefði endað ef Sólveig hefði ekki verið kona. Ef hún heföi lent í fimmta sæti án þess að vera kona hefði enginn kona verið í fimmta sæti. Af öðrum frambjóðendum er það að segja að þeir fengu allir at- kvæði. Sumir mörg atkvæði. Það verður að teljast mikill sigur fyrir þá, þar sem fjórtán manns voru í framboði og ekki mátti kjósa nema tíú og þar að auki voru öll efstu sætin frátekin og ekki pláss fyrir aðra en þá sem voru búnir að panta þau sæti. Það er ekki heiglum hent að fá atkvæði undir slíkum kring- umstæðum og það er mikill sigur fyrir hvern og einn frambjóðenda að komast á lista hjá flokki þar sem mannvahð er shkt að engir komast að nema þeir sem hafa pantað sér sætí. Það sem menn reka helst augun í er útkoma Markúsar Arnar Ant- onssonar sem fyrir utan Davíð sjálfan, var eini maðurinn í þessu prófkjöri sem hafði einhverja um- talsverða þekkingu á málefnum Reykjavíkurborgar. Sjálfstæöis- menn í Reykjavík eru augsýnilega ekki á þeim buxunum að maður með þekkingu og starfsreynslu Markúsar Amar eigi erindi á þing. Fyrir vikið verður þetta sterkur listi og prófkjörið er mikill sigur fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Mjög mikih sigur því það var ahs ekki víst að prófkjörið færi eins og það fór. Það gera kjósendurnir. Þeir rugla stundum dæmið. En þeir stóðu sig. Þeir gerðu nákvæmlega það sem þeir áttu að gera. Kusu frambjóöendurna í þau sæti sem búið var að ákveða að þeir skipuðu. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.