Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1994, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1994, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1994 7 Fréttir Tugir kúabænda bíða niðurstöðu prófmáls vegna skerðingar á mjólkurkvóta haustið 1992: Tekist á um 40 miinónir Tugir kúabænda bíöa núna niður- stööu prófmáls sem rekið er í Héraös- dómi Reykjavíkur. Þrír kúabændur stefndu fjármálaráöherra og land- búnaðarráöherra vegna skeröingar á mjólkurkvóta haustið 1992 án bóta og krefjast þeir 120 króna í bætur fyrir hvem mjólkurlítra. Alls er um 5 miOjóna króna skaðabótakröfu aö ræða. Til vara krefjast þeir 50 króna á hvern htra sem er sú bótaupphæð sem allir bændur fengu haustiö 1992 vegna 4,4% flatrar skeröingar. Dómur verður kveðinn upp í mál- inu um miðjan nóvember og eru lík- ur á að að honum verið áfrýjað til Hæstaréttar. Verði lokaniðurstaðan sú að ríkið tapi máhnu gæti það þurft aö greiða um 40 mihjónir króna til þeirra kúabænda sem urðu fyrir þessari skerðingu, miðað við fullar bætur. Málið snýst um reglugerð sem sett var árið 1991 og gilti fyrir verðlagsár- ið 1991-1992. Samkvæmt henni var kúabændum heimht að selja 80% af mjólkurkvóta sínum en 20% áttu þeir að halda eftir á jörðum sínum. Heimild var þó í reglugerðinni um að ríkið mætti taka þessi 20% við upphaf næsta verðlagsárs. Óllum að óvörum nýtti ríkið sér þessa heinúld og þeir bændur sem seldu mjólkurkvóta á árinu fengu engar bætur fyrir þau 20% sem þeir þurftu að halda eftir. Á grundveOi stjómarskrárlaga og skattalaga hefja kúabændur núna mál gegn ríkinu þar sem ákvörðun um bótalausa skerðingu á framleiðsluréttindum sé ekki hægt að taka með reglugerð heldur þurfi lög til þess. Með þessum hætti voru alls seldir um 327 þúsund mjólkurlitrar á um- ræddu verðlagsári, samkvæmt upp- lýsingum frá Framleiðsluráði land- búnaðarins sem DV aflaði sér. Sam- kvæmt 120 króna markaðsvirði á hvem htra er verðmæti mjólkurinn- ar tæpar 40 milljónir króna. Svo gæti farið að umræddir bændur, sem em um 50 talsins, muni sækja þessar 40 milljónir til baka frá ríkinu. Auk kúabændanna bíður umboðsmaður Alþingis niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur því hann hefur fengið kvartanir frá bændum sem urðu fyr- ir tjóni vegna bótalausu skerðingar- innar. Kísiliöjan: Leyf ið ekki framlengt eftir 2010? Gísh Már Gíslason, formaður rannsóknamefndar um Laxár- og Mývatnssvæðið, sagði á ráðstefnu Húsguhs um náttúmvemd, sem haldin var á Húsavík um helgina, það vera skýrt að árið 2010, þegar náma- leyfi Kísihðjunnar við Mývatn renn- ur út, verði þaö ekki franOengt. Gísh sagði að um þetta hefði verið samið sérstaklega þegar námaleyfið var síðast framlengt með takmörkun við námavinnslu úr Ytri-Flóa. HaOdór Blöndal landbúnaðarráð- herra, sem var á ráðstefnunni, mót- mælti þessum orðum Gísla strax, vísaði ummælum Gísla á bug og sagði ekkert hæft í þvi að um þetta hefði verið samið á þessum tíma. Guðrún Ágústsdóttir: Var persónu- lega boðuð til f undarins „Ég var persónulega boðuð tO þessa fundar og var því í fuhum rétti að taka þá ákvörðun að mæta ekki,“ segir Guðrún Ágústsdóttir vegna ummæla Gunnars Jóhanns Birgis- sonar í DV fyrir helgi. Gunnar Jó- hann, sem á ásamt Guðrúnu sæti í framkvæmdanefnd um Reykjavík sem reynslusveitarfélag, lýsti furðu sinni á þeirri ákvörðun Guðrúnar að mæta ekki á fundi um reynslusvéit- arfélög fyrr en ríkið hætti við að láta sveitarfélögin greiða 600 miOjónir til Atvinnutryggingarsjóðs. „Þetta er misskOningur hjá hon- um. Ég hafði samráð við borgarstjóra um máhð og Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, formaöur Sambands sveitarfélaga, er sammála þessari ákvörðun minni. Vinnu við undir- búning þessa máls er haldið áfram afhálfuborgarinnar," segir Guðrún. SophiaHansen: Fyrirbæna- samkoma Fjöldi tónhstarmanna kemur fram í kvöld þegar ýmsir hópar kristinna safnaða koma saman í Fíladelfíu- kirkjunni við Hátún til að biðja fyrir Sophiu Hansen og dætrum hennar í Tyrklandi. Á milh tónhstaratriða munu ein- stakhngar leiða fyrirbæn en sérstak- ur tónlistargestur er Pálmi Gunnars- son söngvari sem hefur stutt Sophiu frá upphafi. Auk einsöngvara munu Gospel-kórinn og Lofgjörðarhópur FOadeldfíu syngja. Samkoman í kvöld hefst klukkan átta. Aðgangur er ókeypis en efnt verður tíl samskota sem renna óskipt til málefnis Sophiu. Goldstar CBT-4902 er hentugt 14" sjónvarpstæki með fjarstýringu, inniloftneti, abgerðastýringum á skjá, tímarofa, Scart-tengi, 40 stöðva minni, sjálfvirkri stöbvaleit o.m.fl. 34.900, Thomson 36 MP 12 er vandað 14" sjónvarpstæki meb fjarst., inniloftneti, aðgerbastýr. á skjá, tíma- rofa, Scart-tengi, 40 stöbva minni, sjálfv. stöbvaleit, tengi fyrir heyrnartól og sjónvarpsmyndavél o.m.fl. Thomson 55 MS 11 PSM er vandab 21" fjölkerfa sjónvarp meb flatskjá, fjarst., abgerbastýr. á skjá, tímarofa, Scart-tengi, 40 stöbva minni, sjálfv. stöbvaleit, tengi fyrir heyrnartól o.m.fl. ím 'm Goldstar MA-680 er 17 lítra örbylgjuofn, 800 W, meb snúnincjsdiski og tölvustýringu. 99 mín. klukka, 10 hitastillingar o.m.fí. Nordmende SC-63 Nicam er 25" Nicam stereo-sjónvarpstæki, meb Black Matrix Super Planar-flatskjá, glampasíu, íslensku textavarpi, abgerbastýringum á skiá, Surround- búnabi fyrir umhverfisnljóm, Scart- tengi, tengi fyn'r sjónvarpsmyndavél, tengi fyrir heyrnartól, práblausri fjarstýringu o.m.fl. Ath. Takmarkab magn! Mikib úrval geisladiskapakka meb 4 diskum í hverjum, s.s. klassík, þunqarokk, vinsælustu lögum fimmta, sjötta og sjöunda áratugarins, kántry, dinnertónlist o.m.fl. V/SA Samkort MUNALAN Frábær greiðslukjör við allra hæfi ! Athugiö aö þetta er aöeins sýnishorn afþeim fjölmörgu vörum sem eru á vetrartiiboöinu okkar. Takmarkaö magn... Gríptu gœsina meöan hún gefst! ScncJum nm allt tnncJ ! 19 SKIPHOLTI SÍMI 29800 BDá&ffllT yETfllSITII fifpilfillfl VBII|(II|IILDvtr TflKHARKAÐ HflQN! Echostar SR-700 stereo-gervihnattamóttakari með þráblausri fjarstýringu, asamt 1.2 m diski, 0.6-7 dB LNB. Tilvaíinn til móttöku á ASTRA- gervihnattastöbvum. Goldstar RQ 20 HP er vandab QuickStart- myndbandstæki meb 2 sjálfhreinsandi mynd- hausum, stafrænni myndsxerpu, abgerbastyringum á skjá, Scart-tengi, barnalæsingu o.m.fl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.