Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1994, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1994, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1994 Utlönd Stuttar fréttir Drengirnireru ennþátýndir Ekkerthefur enn spurst til litlu bræðranna tveggja sem bílræn- ingi hafði á brott með sér vestur i Bandaríkjunum i síðustu viku. Svo viröist sem lögreglan hafi ekki neinar vísbendingar. Víðtæk leit var gerð að þeim um helgina en ekkert nýtt kom í ljós. Foreldrar drengjanna voru látnír gangast undir lygamælis- próf og stóðst faðirinn prófið en móðirin féll. Það þykir þó ekki óvenjulegt, miðað við aðstæður. Keutcr Gerðu klárt fyrir veturinn FJÓRHJÓLADRIFSBÍLAR - Gott úrval - Suzuki Samurai SJ 413 1991, ek. 66 þús. km. Kr. 795 þus. 1992, ek. 46 þús. km. Kr. 900 þús. 1993, ek. 9 þús. km. Kr. 1150 þús. Suzuki Swift GL 1300, 3 d., 4x4 1990, ek. 80 þús. km. Kr. 560 þús. 1990, ek. 71 þús. km. Kr. 580 þús. Suzuki Sidekick JX, 5 d., 1991, ek. 88 þús. km. Kr. 1260 þús. Daihatsu Applause Zi 4x4 1991, ek. 34 þús. km. Kr. 990 þús. Subaru Legacy GL 1800 st. 1991, ek. 109 þús. km. Kr. 1190 þús. Subaru DL 1800 station 1990, ek. 54 þús. km. Kr. 870 þús. MMC Lancer GLX 4x4 st. 1987, ek. 130 þús. km. Kr. 610 þús. Góð greiðslukjör $ SUZUKI ■wy ■' SUZUKIBÍLAR HF. SKEIFUNNI 17 • SiMI 685100 Skrúfuþota tættist í sundur á akurlendi við Chicago: Stærsta brotið á við kaffiborð - allir sem um borð voru, 68 manns, týndu lífi Óttast er að 68 manns hafi farist þegar tveggja hreyfla skrúfuþota frá bandaríska flugfélaginu American Eagle skall til jarðar á akri tæpa fimmtíu kílómetra suðaustur af Chicago í gærkvöldi og tættist í sund- ur. Úrhellisrigning og rok var þegar slysið átti sér stað. „Það er ekkert stykki eftir sem er öllu stærra en kaffiborð,“ sagði sjón- arvottur í viðtali við útvarpsstöð í Chicago. Hann sagðist hafa séð það sem virtist vera lendingarbúnaður en að öðru leyti hefði ekkert úr brak- inu minnt á flugvél. Flugvélin, sem var af gerðinni Sup- er ATR, var á leið frá Indianapolis til Chicago. Talsmaöur flugfélagsins sagði að hann hefði ekki neinar upp- lýsingar um hvað heföi valdið slys- inu. Flugvélin var afhent í mars á þessu ári og hún var útbúin til að geta flogiö í slæmu veðri eins og oft gerir í norðurhluta Bandaríkjanna. Talsmaðurinn sagði að 64 farþegar hefðu verið um borð, tveir flugmenn og tvær flugfreyjur. Flugstjórinn var rétt byrjaður að lækka véhna úr 10 þúsund fetum í átta þúsund þegar hún hvarf af rat- sjá. Rannsóknarnefnd flugslysa (NTSB) sendi rannsóknarmenn þeg- ar á vettvang. Þeir eiga þó ekki létt verk fyrir höndum. „Brakið er dreift yfir svo stórt svæði að það er varla hægt að sjá að þetta hafi verið flugvél,“ sagði frétta- maður við útvarpsstöð í Chicago. Aðrir sjónarvottar segjast hafa heyrt hreyflunum gefið inn áður en vélin skall til jarðar. Búist er við að sjónir manna bein- ist að litlu flugfélögunum sem flytja farþega til stóru borganna en slysa- tíðni hjá þeim er tvöfalt meiri en hjá stóru flugfélögunum. Reuter Blíð á manninn Hollywood-hórumamman Heidi Fleiss keppir við ruðningskappann O.J. Simpson um athygli fréttasjúkra Bandaríkja- manna. Réttarhöld standa nú í málum beggja i dómhúsinu í Los Angeles. Frægðin er lík en sakargiftir ólíkar. Heidi er ákærð fyrir að selja blíðu sína og annarra en Simpson fyrir morð. Simamynd Reuter Glæpaklíka stal 12tonnum afsúkkulaði Fjölmenn glæpaklíka í Málmey í Sviþjóð er grunuö um aö hafa stohð 12 tonnum af súkkulaði úr gámi við höfnina þar í borg. Lög- reglan hefur þegar handtekið einn úr hópnum. Sá var með 800 kíló af namminu heima hjá sér. Tíu menn aðrir eru grunaðir um aðild aö ráninu. Allt eru það gamlir kunningjar lögrelunnar. Búið er aö yfirheyra sjö úr hópn- um en þeir þræta allir. Þá oru 11,2 tonn af súkkulaði ófundin. Lögreglunni hefur enn ekki tekist á fá skýringu á hvað menn- imir ætluöu að gera við góssið því vandkvæðum er bundið að selja súkkulaöi i stórum stil á svörtum markaði. TT Eltmgarleikur við glæpamenn í Þýskalandi: Tóku gísla eftir bankarán og stungu lögregluna af Síðasta sólarhringinn hefur þýska lögreglan verið á hælum tveggja strokufanga sem rændu banka í gær, tóku tvívegis gísla og hótuðu að sprengja sjálfa sig og alla nærstadda í loft upp. Þegar síðast fréttist léku mennirnir enn lausum hala. Þeir komust yfir hraðskreiðan bíl og hefur lögreglan mátt sjá á eftir þeim bruna um hraö- brautir landsins á Mercedes-Benz. Lögreglan hefur verið á hælum mannanna í ríkjunum Hesse, Sax- landi, Brandenburg og nú aftur í Hessé. Leikurinn hófst í Frankfurt. Þar tóku strokufangamir tvo lögreglu- menn í gíslingu og notuðu þá til að skýla sér við bankaránið. í bankan- um tóku þeir nýja gísla, tvo karla og eina konu. í nótt slepptu þeir gíslun- um og lögðu enn á flótta. Einn gísl- anna var sár eftir viðskiptin við ræn- ingjana. Lögreglan segir að mennimir séu báöir stórhættulegir. Annar var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð en hinn til langrar refsivistar fyrir vopnað rán auka annarra saka. Sá hafði áður sloppið úr fangavistinni en náðst. Mennirnir eru báðir vopnaðir en ekki er vitað með vissu hvort þeir hafa sprengiefni undir höndum. . Reuter Rússaríiæri Norðmenn eru að kenna rúss- neskum strandgæslumönnum til verka. Gislar teknlr af lífi Þrír vestrænir gíslar í haldi Rauðu khmeranna voru teknir af lífi. Major hafði sigur John Major, forsætisráð- herra Bret- lands, sigraði i glímunni viö stjórnarand- stæðinga sem vildu að gerð yrði opinber rannsókn á staðhæfingura um spillingu ráðherra. Friðurínánd Stjóm Angóla og skæruliðar hafa sett stafi sína við friðarsam- komulag eftir 19 ára átök. Forsetakosníngar Boðað hefur verið til forseta- kosninga í Alsír á næsta ári, fyrr en skyldu bar til. Gislarfrelsaðir Indverska lögreglan frelsaði þrjá breska gísla i haldi aðskiln- aðarsinna í Kasmir. Gíslar hjá NATO Vopnaður maður tók þrjá gisla fyrir utan höfuðstöðvar NATO í Brussel en sleppti tveimur fljótt. Kanarekkimeð Bandarílqamenn verða ekki með ef SÞ gera loftárásir á sveitir múslíma í Bosníu. Karadzichótar Radovan Karadzic, leið- togi Bosníu Serba, hótaði gagnsókn gegn stjórnarher Bosniu, með miklu mann- falli, ti) aö heiha árása á sveitir Serba í norð- vesturhluta landsins. Morðingidæmdur Morðingi forsetaframbjóðand- ans Colosio í Mexíkó var dæmdur í 42 ára fangelsi. Eitflítiðspor Lond Austur-Evrópu færðust skrefinu nær fullri aðild að ESB eftir fund með ráðhemim. Þyrla fórst Þyrla með þrjá menn um borð hrapaöi í hafið nærri sænsku eyjunni Gotlandi í gær. Brennuvargur í Sviþjóö Lögreglan í Vimmerby í Svíþjóð segir að brennuvargur gangi þar laus. Fimm hús hafa brunnið á síðustu þremur dögum. Smáframför hjá Gro Gro Harlem, forsætisráð- herra Noregs, getur litið eilít- ið bjartari aug- um til ESB- kosninganna því andstæð- ingum aöildar fer fækk- andi á ný. Ný skoðanakönnunn sýnir aö 45% þjóðarinnar eru nei-menn, 2% færri en í síöustu könnum. Nei-menn eru eftir sem áður í meirihluta. Lögganíverkfall Norskir lögreglumenn fá verk- fallsrétt eftír aö hafa beitt fjölda- veikindum í kjarabráttu. Reuter, NTB ag TT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.