Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1994, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON oq ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNUSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð i lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Rökstudd bjartsýni Betri tíð er í vændum að mati almennings og forstöðu- manna fyrirtækja. Búizt er við, að ekki þurfi áfram að fækka starfsfólki fyrirtækja, heldur sé fjölgun þess í vændum. Þetta eru meðaltalstölur, sem hafa reynzt vel við spár um, hvort þensla eða kreppa sé á næsta leiti. Samkvæmt þessum væntingum hefur kreppan náð hámarki á þessu ári. Næsta ár ætti að verða betra, enda er raunar þegar komið í ljós, að atvinnuleysi á öndverð- um vetri er heldur minna en það var á sama tíma í fyrra. Þensla er þannig þegar byrjuð að leysa kreppu af hólmi. Minnkun atvinnuleysis hefur tvenns konar gildi. Ann- ars vegar dregur það úr margs konar böli í lífi fólks og minnkar spennu og sundrungu í þjóðfélaginu. Hins vegar eflir það bjartsýni og framtak, sem eru forsenda þess, að þjóðfélagið missi ekki af framfaralestinni. Þjóðin hefur staðið sig í kreppunni. Hún hefur kunnað fótum sínum forráð og lækkað rekstrarkostnað sinn. Það sést annars vegar af því, að álag á félagslega kerfið jókst ekki eins mikið í kreppunni og búast mátti við. Og hins vegar af hagstæðum vöruskiptajöfnuði við útlönd. Þetta gildir ekki síður um fyrirtækin í landinu. Mörg hver hafa náð ágætum árangri í rekstri á þessu ári. Þau hafa náð af sér aukakílóum, meðal annars með sársauka- fullum uppsögnum starfsfólks. Þess vegna eru þau nú reiðubúin til nýrra átaka og nýrra mannaráðninga. Eini aðilinn, sem ekki hefur staðið sig, er ríkissjóður. Hann hefur verið illa rekinn, ekki rifað seglin eins og aðrir, heldur haldið áfram að safna skuldum. Þær hafa aukizt úr 120 milljörðum í 160 milljarða á kjörtímabilinu og eru orðnar mun meiri en eins árs velta ríkisins. Þetta hefur þó ekki verið verra en svo, að verðbólgan hefur ekki látið á sér kræla. Hún gerir það raunar ekki enn, þótt fyrstu þenslumerkin séu að byrja 1 atvinnulíf- inu. Það verður stórsigur, ef veltan nær að aukast í þjóð- félaginu, án þess að verðbólgan fari af stað að nýju. Allt eru þetta horfur á líðandi stund og geta snögglega breytzt til hins verra. Við lifum enn í veiðimannaþjóðfé- lagi, sem rís og hnígur með aflasveiflum. Við höfum mildað kreppuna með happdrættisvinningi í Smugunni, en vitum ekki, hversu langvinnur hann verður. Loðnan hefur orðið okkur til hjálpar og sennilega er síldin nú að koma til skjalanna. Þannig hefur hvert happ- ið rekið annað og dregið úr afleiðingunum af hruni þorsk- stofnsins á heimamiðum. Sum sjávarútvegsfyrirtæki hafa blómstrað, þótt önnur hafi koðnað niður. Við höfum eWú borið gæfu til að nota happdrættis- vinningana til að hlífa þorskstofninum á heimamiðum. Engar horfur eru á, að hann rétti við á næstu árum. Fram til aldamóta að minnsta kosti er hann ekki undir það búinn að leysa Smugu, loðnu og síld af hólmi. Ef við lítum yfir allt sviðið, þarf að tempra það mat, að þjóðin hafi staðið sig vel í kreppunni. Hún hefur í stórum dráttum staðið sig vel, en eigi að síður vikið sér undan að taka fullum afleiðingum af hruni þorskstofns- ins og alls ekki náð að hemja rekstur ríkisbúsins. Aðalatriðið er þó, að ýmsir traustir mælikvarðar sýna batnandi tíð í þjóðfélaginu og að aukin bjartsýni fólks og forráðamanna fyrirtækja á sér raunhæfar forsendur. Við sjáum því fram á góðan vetur, þótt nokkur langtíma- mál séu enn á hverfanda hveli að hefðbundnum hætti. Verðbólga þessa árs verður innan við 2%, atvinnu- leysi innan við 5% og hagvöxtur er byijaður á nýjan leik. Þetta eru staðreyndir, sem gefa tilefni til bjartsýni. Jónas Kristjánsson ,Nú þorir enginn að leggja til fjölgun þingmanna og flestir tala um fækkun þeirra," segir Birgir í greininni Kjördæmamálið og kosningalögin: Umræða um grundvallaratriði? Við þá endurskoðun á kjör- dæmakerfi og kosningalögum sem nú stendur fyrir dyrum er hætta á því að stjórnmálamenn falli í tvo pytti. Annar er sá að huga fyrst að eigin skinni og frama í pólitík og hinn er sá að týna sér í tæknilegri úrlausn á því hvernig kjósa eigi til Alþingis. f báðum tilfellum gleym- ast almenn grundvallarsjónarmið, hin póhtísku og siðferðilegu álita- mál sem lýðræðislegar kosningar byggja á. Sporin hræða Það fyrsta sem blasir við þegar saga kjördæmamálsins er rannsök- uð hér á landi eru hrossakaup flokka í millum og viröingarleysi við almenn sjónarmið lýðræðisins. Aldrei hafa menn komið sér niður á vitlegar grundvallarreglur fyrst og útfært þær síðan á sæmilega viðunandi hátt. Þaö sjónarmið sem hefur ráðið hingað til er hefðbund- inn réttur héraða tii þingmanna. Þetta leiddi auðvitað til þess að í hvert sinn sem kjördæmakerfið hefur verið leiðrétt til samræmis við þjóðfélagsþróun hefur það leitt til fjölgunar þingmanna. Við síðustu breytingu á stjórnar- skrá og kosningalögum árið 1987 var þingmönnum fjölgað um 3, en uppi voru áform um mun meiri fjölgun. Að óbreyttu kjördæma- kerfi er ekki hægt að ná fram jöfn- un á atkvæðavægi án þess að fjölga þingmönnum verulega eða fækka þingmönnum í fámennustu kjör- dæmunum og færa þá til þeirra fjölmennustu. Við síðustu breyt- ingu vörðu þingmenn eigið þing- sæti með kjafti og klóm, þannig að úr varð óviðunandi moðsuða. Nú þorir enginn að leggja til fjölgun þingmanna og flestir tala um fækk- un þeirra. Við slíkar aöstæður er Kjallariim Birgir Hermannsson aðstoðarmaður umhverfis- ráðherra augljóst að erfitt verður að ná sam- komulagi um breytingar á inn- byrðis vægi atkvæða án þess að stokka kjördæmakerfið upp. Hvert stefnir? Mikilvægast af öllu er að ræða þau markmið sem kosningakerfi á að ná. Á slikt kerfi aö tryggja jafn- an eða ójafnan rétt borgaranna í kosningum? Á slíkt kerfi að tryggja jafnræði með flokkum eða hygla sigurvegaranum? Hvernig á að tryggja starfhæft þing, eða er það yfirhöfuð markmið kosningakerfa? Á að gera kröfur um lágmarksfylgi til að flokkur fái menn á þing? Hvaða gildi hefur valfrelsi kjósand- ans um frambjóðendur innan flokks og á milli flokka? Hversu nákvæmlega á að fjalla um kjör- dæmaskipan í stjórnarskrá? Allt eru þetta grundvallaratriði. í Ijósi sögunnar er það með öllu óvíst hvort Alþingi er fært til að taka á þessu máli svo viðunandi sé. Þó verður að telja það líklegra nú en áður, m.a. vegna þess að ekki er lengur hægt að kaupa sér friö með því að fjölga þingmönnum. Það er einnig ljóst aö endurskoðun- in frá 1987 misheppnaðist, aðallega vegna þess að umræöa um grund- vallaratriðin gleymdist. Þingmenn - sumir hverjir í það minnsta - eru reynslunni ríkari og vilja ekki að slíkt gerist aftur. Besta leiðin til að tryggja það að þingmenn missi ekki sjónar á aðal- atriðum málsins er líklegast virkt aðhald fjölmiðla og almennings. Með öllum leiöum verður því að tryggja það að kjördæmamálið verði á dagskrá umræðunnar í vet- ur. Kjördæmaskipan og kosninga- lög eru ekki einkamál stjórnmála- manna. Birgir Hermannsson •» „Það fyrsta sem blasir við þegar saga kjördæmamálsins er rannsökuð hér á landi eru hrossakaup flokka í millum og virðingarleysi við almenn sjónarmið lýðræðisins.“ Skodanir aimarra Smáfyrirtæki í sjávarútvegi „Hér sem annars staðar virðist... hætta á því að „risar“ í einstökum atvinnugreinum reyni aö drepa af sér alla samkeppni. Gegn þeirri þróun verður að vinna og er hægt að vinna með því að skapa litlu fyrirtækjunum eðlileg rekstrarskilyrði. ... I fram- haldi af ræðu sjávarútvegsráðherra á aðalfundi LÍÚ er fuU ástæða til að hann efni til sérstakrar athugun- ar á stöðu og samkeppnisskilyrðum smáfyrirtækja í sjávarútvegi.“ Úr Reykjavíkurbréfi Mbl. 30. okt. Brestir í samstöðu um ESB „Klofningur ríkisstjómarinnar í afstöðunni til Evr- ópusambandsins er öllum ljós. Það er einnig fjóst aö mismunandi sjónarmið eru uppi í Sjálfstæðis- flokknum í afstöðunni til Evrópusamrunans, og al- veg ljóst að áhrifamikil öfl í flokknum fylgja stefnu formannsins með hangandi hendi. ... Ekkert af þessu fer framhjá forystumönnum Evrópubanda- lagsins og þetta stefnuieysi dregur úr trúverðugleika íslenskra stjórnvalda á þeim vettvangi." Úr forystugrein Tímans 29. okt. Þekking hins opinbera „Raunveruleikinn er hinsvegar sá, að mikill hluti af íslenska þekkingarauðnum, ef svo má að orði komast, liggur hjá hinu opinbera. Á íslandi höfum við á fáum áratugum byggt upp tæknisamfélag og innra skipulag sem jafnast á við það besta í hinum vestræna heimi.... Þaö er þessa þekkingu sem þarf að virkja og nýta á komandi árum í þeim tilgangi að skapa hér á landi fleiri störf og auknar gjaideyris- tekjur." Friðrik Hansen Guðmundsson í Mbl. 29. okt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.