Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1994, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1994, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1994 17 I>V \ íþróttir leikið afburðavel með Val það sem af er tdsliðshópi íslands sem keppir á Reykja- ð með liðinu samkvæmt heimildum DV. DV-mynd Brynjar Gauti Guðni Bergsson enn inni í myndinni hjá enska liðinu Crystal Palace: semja við Guðna en ekki Rúnar Guðni Bergsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í kna'tt- spyrnu, er enn inni í mynd- inni hjá forráðamönnum enska úrvalsdeildarliðsins Crystal Palace en KR-ingar fengu þau tíðindi hjá félag- inu í gær að ekkert yrði úr samningi Rúnars Kristins- sonar við Palace. „Ég tcdaði við forseta Crystal Palace í dag (í gær) og hann tjáði mér að þeir hefðu áhuga á að semja við mig. Þeir ætla að athuga málið nánar hjá Tottenham og ég býst við að heyra aftur frá þeim síðar í vikunni," sagði Guðni í samtali við DV í gærkvöldi frá Torquay í Englandi þar sem hann er staddur við æfingar með ís- lenska landshðinu. „Ég er hóflega bjartsýnn á að þetta gangi. Liðinu hefur gengið mjög vel, unnið þrjá leiki í röð og ekki fengið á sig mark og fyrir vikið eru þeir ekkert að flýta sér í þessu máli. Að minnsta kosti vilja þeir taka málið lengra, tala við Tottenham og þá í framhaldi gera mér tilboð," sagði Guðni. • Rúnar Kristinsson var ekki búinn að heyra tíðindin frá Palace þegar DV náði tali af honum í Torquay í gær- kvöldi en Lúðvík Georgsson, formaður knattspymudeild- ar KR, sagði við DV að Palace-menn hefðu sett sig i samband við KR í gær og sagt að Rúnar væri ekki lengur inni í myndinni. „Ég hef ekkert heyrt frá forráðamönnum Palace í vikutíma en fyrst KR fékk þessar fréttir hljóta þær að vera réttar,“ sagði Rúnar. „Núna taka þá við frekari viðræður við sænska liðið Örgryte og það er mjög spennandi dæmi. Ég hef ver- ið í sambandi við félagið og á eftir að ræða betur við það eftir ferðina með landslið- inu,“ sagði Rúnar. Guðni Bergsson. IngiRjom Nálfar ÍBK - samdi til tveggja ára Bettframlengir James Bett, Skotinn sem lék með KR í sumar, hefur framlengt samning sinn við skoska úrvals- deildarliðið Hearts um þrjá mán- uði. Hann gerði eins mánaðar samning við Hearts eftir aö hann hélt utan að loknu íslandsmóti og um helgina, þ«gar sá samníng- ur rann út skrifaði hann undir nýjan samning. Afturtilíslands? Bett hefur þótt leika vel með Hearts og er framkvæmdastjóri félagsins, Tommy McLean, mjög ánægður með að Bett skuli hafa framlengt samninginn. Bett hef- ur ekki útilokað að koma aftur til íslands í vorog leika með ein- hverju félagi. Á dögunum bauð KA honum að gerast þjálfarí liðs- ins en Bett hafnaði því boöi. Dalglish viil Redknapp Jamie Redknapp, hinn 21 árs gamli leikmaður Liverpool, gæti verið á förum til Blackbum en kappinn er ekki par ánægður í herbúðum Liverpool. Kenny Dalglish, sem á sínum tíma keypti piltinn til Liverpool þegar hann stjórnaði málum þar, vill fá hann í sínar raðir en Redknapp er metinn á 2 milljónir punda. Ingi Björn Albertsson skrifaði í gærkvöldi undir tveggja ára þjálfara- samning við 1. deildar hð Keflvíkinga í knattspymu. Ingi tekur við þjálfun Keflavíkurliðsins af Pétri Péturssyni sem tók við hðinu eftir að Ian Ross hætti skyndilega þegar skammt var hðið á keppnistímabilið. Ingi hefur tvö undanfarin ár þjálfað hð Breiða- bliks en þar á undan þjálfaði hann hð Vals og FH. „Lít björtum augum á komandi ár“ „Mér hst mjög vel á þessa ráðningu og ht björtun augum á komandi ár. Ingi er toppmaður sem hefur náð geysilega góðum árangri með þau lið sem hann hefur þjálfað. Eftir að hafa skoðað málin mjög vandlega teljum við Inga henta okkar hði mjög vel,“ sagði Jóhannes Ehertsson, formaður knattspyrnuráðs Keflvíkinga, við DV í gærkvöldi. Keflavík hafnaði í 3. sæti 1. deildar- innar annað árið í röð. Liðið hefur þurft að horfa á eftir einum af sínum bestu leikmönnum en Gunnar Odds- son gekk á dögunum til hðs við Leift- ur. Þá er óvíst á þessari stundu hvort Ragnar Margeirsson muni leika áfram með liðinu eins og DV skýrði frá á dögunum. „Ég á alveg von á því að við verðum jafn sterkir á næsta tímabih. Það verða örhtlar hrókeringar á okkar mannskap og ekki miklar breytingar á honum. Það eru ungir og efnilegir strákar sem eru að koma upp og þeir fylla skörð þeirra sem fara,“ sagði Jóhannes ennfremur. Fyrsta æfing Keflvíkinga undir stjórn Inga Björns verður í næstu viku. Emabestáslá Það var Ema Sigmundsdóttir sem sigraði í æfingum á slá á haustmóti fimleikasambandsins um helgina en ekki Erla. Erna er aðeins 9 ára gömul og skákaði mun eldri keppendum á mótinu. Breiðablik vann sigur á ÍS, 50-91, í 1. deild kvenna í körfu- knattleik í gærkvöldi. Hafdís Helgadóttir var stigahæst lyá ÍS með 19 stig en fyrir Breiðablik skoraði Penny Peppas 31. Slrákamirtöpuðu íslendingar töpuðu fyrir Skot- um, 4-0, í síðasta leík sinum i riðlakeppni Evrópukeppni u-16 ára landsliða í Skotlandi í gær. Skotar gerðu út um leikinn á fyrstu 20 roínútunum og þá gerðu þeir 3 mörk og bættu því íjórða viö um miöjan seinni hálfleik. Liverpool tapaði Liverpool tapaði fyrir QPR, 2-1, í ensku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu í gær. Sinclair kom QPR í 1-0 en John Bames jafnaði met- in. Les Ferdinand tryggðí svo heitnamönnum sigurinn 5mínút- um fyrir leikslok. ísland - Danmörk: Lesendaspá DV - síminn er 99-16-00 Lesendum DV gefst kostur á að spá um úrshtin í leik íslands og Dan- merkur á alþjóðlega Reykjavíkur- mótinu í handknattleik sem fram fer í Kópavogi á fimmtudagskvöldið. Þeir sem vilja taka þátt hringja í síma 99-16-00 og svara með því að ýta á 1 fyrir sigur íslands, 2 fyrir sigur Danmerkur og 3 fyrir jafntefli. Mínútan í þessum símtölum kostar 39,90 krónur. Niðurstaðan, og þar með spá les- enda DV, birtist í blaðinu á fimmtu- daginn. Þú getur svarað þessari spurningu meö því aö hringia í síma 99-16-00. 39,90 kr. mínútan. ísland 1; Danmörk 2 Jafntefli 3 ati & r ú o FÓLKSIN 99-16-00 Hvernig fer landsleikur Islands og Danmerkur?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.