Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1994, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1994, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1994 3 DV Fréttir - en enginn talinn ógna Finni Ingólfssyni 1 efsta sætinu Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson: Ágreiningur leysist innan viku „Ég hef sterka tilfinningu fyrir því að ríkisstjórnin standi við samkomu- lagið frá 10. desember í fyrra um að sveitarfélögin haldi ekki áfram að greiða í Atvinnuleysistryggingasjóð. Ég hef trú á því að þetta mál verði leyst innan viku til tíu daga með því að ríkisstjórnin komi með yíirlýs- ingu í þá veru að hún standi við sam- komulagiö," segir Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, formaöur Sambands ís- lenskra sveitarfélaga. Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, fjármálaráðuneytisins og félagsmálaráðuneytisins um sam- starf sveitarfélaganna við Atvinnu- leysistryggingasjóð á næsta ári. Margir þingmenn hafa lýst yfir að þeir hyggist ekki ganga í berhögg við samkomulag ríkis og sveitarfélaga. Reynslusveitarfélög: Fundi f restað - um óákveöinn tíma „Við ákváðum að fresta fundinum um óákveðinn tíma. Maður les þaö bara á hinum póhtíska hitamæli hve- nær fundur verður boðaður aftur. Boltinn er hjá sveitarfélögunum. Þetta átti bara að vera samræming- arfundur fyrir þau,“ segir Sigfús Jónsson, formaður verkefnisstjórnar reynslusveitarfélaga. Fulltrúar reynslusveitarfélaganna sendu félagsmálaráðherra bréf ný- lega þar sem þau óskuðu eftir því að fundi með formönnum fram- kvæmdanefnda reynslusveitarfélag- anna og verkefnisstjórn félagsmála- ráðuneytisins í dag yrði frestað þar til ágreiningur um 600 milljóna króna framlag sveitarfélaga í At- vinnuleysistryggingasjóð hefði verið leystur. Mermingarmálanefnd: Villtillögurum nýt- ingu Korpúlfsstaða Menningarmálanefnd hefur sam- þykkt að óska eftir því við forstöðu- menn safnastofnana að þeir skili nefndinni á næstunni tillögum um nýtingu hússins á Korpúlfsstöðum í Reykjavík. Guðrún Jónsdóttir, formaður menningarmálanefndar, segir að til að nefndin geti tekið afstöðu til hvaða viðhald eigi að fara fram á húsinu verði hún að fá tillögur um nýtingu. Um helgina fer fram prófkjör hjá Framsóknarflokknum í Reykjavík. Prófkjörið fer fram meðal aðal- og varamanna í fulltrúaráði flokksins, alls 425 manns. Þetta er sama aðferð viö að stilla upp hsta flokksins og var notuð fyrir síðustu þingkosningar. Þeir sem best þekkja til hjá Fram- sóknarflokknum í Reykjavík telja Finn Ingólfsson alþingismann örugg- an um að hreppa 1. sæti hstans eins og síðast. Hins vegar er talað um mikinn slag um 2. sætið. Þar takast' þau á Ásta Ragnheiður Jóhannes- dóttir, sem skipaði það sæti síðast, og Ólafur Örn Haraldsson landa- fræðingur. Fram til þessa hafa menn talið Ástu Ragnheiði líklegri th sig- urs þar eð hún var í þessu sæti síð- Hafið samband við sölumenn okkar eða umboðsmenn um land allt ■. -----—— ----------------------------------------—---------------1-- ast. Að auki þykir heppilegt að hafa konu í baráttusætinu. Það sem aftur á móti gerir slaginn spennandi er að Ásta hefur lítið unn- ið í sínu framboðsmáli en Ólafur Örn er sagður með vel skipulagt lið manna að vinna fyrir sig. í því liði eru meðal annarra Guðmundur G. Þórarinsson, fyrrverandi þingmaður flokksins í Reykjavík, og hans vinir og stuðningsmenn. Hönnun innanrýmis gefur hámarksnýtingu fyrir ökumann og farþega - DV bflar 17. október. Nýr bíll Accent er með nýrri 12 ventla, l,3cc og 84 hestafla Alfavél með beinni innspýtingu, sem gerir bflinn ótrúlega kraftmikinn og skemmtilegan í akstri. Velja má 4 þrepa sjálfskiptingu^eða fimm gíra beinskiptingu. Accent er mjög rúmgóður og þaegilegur. Saetin veita góðan stuðning í akstri og fóta- og höfuðrými er umtalsvert. Sætaáklæði er sérlega slitsterkt og með líflegu mynstri. - nýjar áherslur Frábærar viðtökur Accent var í 3ja sæti yfir mest seldu bflana á íslandi í október, en hann var frumsýndur 8. þess mánaðar. Verð frá 1.089.000/" kr.ágötuna! ÁRMÚLA 13 • SÍMI: 68 12 00 • BEINN SÍMI: 3 12 36 Prófkjör hjá Framsóknarflokknum í Reykjavík: Mikill slagur er um annað sætið HYUnDFII

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.