Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1994, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1994, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1994 Neytendur Ferðaskrifstofumar rukka fyrir tilboð í hópferðir: Agaðri yinnubrögð og hertar reglur __ _ _ v r „Ég hugsa aö það séu bara agaðari vinnubrögð og hertari reglur sem gera þaö að verkum að gjaldið er innheimt núna. Hér hringir fólk inn í gríð og erg og vill fá tilboð í hópferð- ir og finnst alveg sjálfsagt að við leggjum ómælda vinnu í að senda fox og leita verðtilboða. Vinnan í þessu er alveg ótrúleg og auðvitað kostar hún eitthvað. Ef tilboðinu er tekið fellur tilboðsaaldið inn í það verð sem viðkomandi fær ferðina á,“ sagði Björn Ingólfsson, fjármálastjóri hjá Úrvali/Útsýn, í samtali við DV. Neytandi hafði samband við okkur og kvartaði yfir því að nú væru ferða- skrifstofur almennt farnar að taka gjald fyrir að gera tilboð í hópferðir. Neytendasíðan kannaði þetta og komst að því aö þetta á ekki við um allar ferðaskrifstofurnar en þær sem taka gjald taka allar sama gjald, þijú þúsund krónur fyrir 1. áfanga ferðar og 1.500 krónur fyrir hvern viðbótar- stað sem gert er tilboð í. „Það er bara tilviljun að þaö er tekið sama verð hjá öllum, það er allavega ekki um verðsamráð að ræða. Raunverulega hefur þetta gjald alltaf verið til og auglýst í bæklingum okkar í gegnum árin en það hefur aldrei verið notað. Nú er það hins vegar að aukast að fólk biðji um slík tilboð og tilkostnað- urinn við þetta var orðinn gifurleg- ur,“ sagði Björn. Lágmarksgjald „Þetta hefur verið tekið föstum tök- um síðustu tólf mánuði þannig að - segir fjarmalastjon hja Urvali/Utsyn „Við erum ekki tilbúin til að vinna slíkt nema fólki sé einhver alvara og það sjáum við með því aö taka gjald fyrir,“ segir einn fjármálastjórinn um tilboð ferðaskrifstofanna í hópferðir. menn eru duglegri við að rukka það en áður en við erum búin að vera með þetta tilboðsgjald í nokkur ár,“ sagði Kristján Gunnarsson, fjár- málastjóri hjá Samvinnuferð- um/Landsýn. Aðspurður um ástæðu þess aö nú væri rukkað sagði hann meira um tilboðsbeiðnir núna. „Það er kannski hópur sem fer á tíu ferðaskrifstofur og biður alla um tilboð í sama hlut- inn. Það eru þá tíu starfsmenn ferða- skrifstofa að vinna sama hlutinn, hver á sínum stað. Við erum bara að reyna að draga úr vinnu. Þetta er algjört lágmarksgjald," sagði Kristján. Hann bætti því við að ef hópurinn tæki tilboðinu myndi gjaldið dragast frá heildarverðinu. Aöspurður kannaðist hann ekki við að um samræmda verðskrá væri aö ræða. „Menn eru bara að fylgjast með hvað aðrir eru að gera.“ Framreiðslunemarnir Hallgrímur og Valdís voru í 2. sæti í keppninni og hlutu bikar fyrir en þau eru hér t.v. á myndinni. Guðmundur Agnar Axels- son skólameistari er Valdísi á vinstri hönd. Nemamir stóðu sig vel - lentu í 2. og 4. sæti í alþjóðlegri keppni „Þau Valdís Sigurþórsdóttir og Hallgrímur Sæmundsson náðu 2. sæti í framreiðslu og þeir Ágúst Þór Bjarnason og Ólafur S. Lárusson urðu í 4. sæti í matreiðslu en alls kepptu tólf lið. Við erum feiknalega ánægð með árangurinn sem er senni- lega einhver sá besti sem íslenskir nemendur hafa náð á alþjóðavett- vangi," sagði Pétur Snæbjömsson, matreiðslukennari í Hótel- og veit- ingaskólanum. Fararstjórar þeirra fjögurra nemenda skólans sem tóku þátt í alþjóðlegri keppni í mat- og framreiðslu í Danmörku vikuna 17.-22. október sl. voru Guðmundur Axelsson, skólameistari Hótel- og veitingaskóla íslands, og Pétur Snæ- björnsson. „Það voru Finnar sem hrepptu 1. sætið í framreiðslunni og Bretar í matreiðslunni. Keppnin var haldin i tilefni 25 ára afmælis hótel- og veit- ingadeildar Tækniskólans í Álaborg, þ.e.a.s. kokka- og þjónalínunnar. Boðið var gestum frá ellefu þjóðum, u.þ.b. hundraö manns, og þarna var dagskrá fyrir okkur í heila viku. Keppnin var bara einn liðurinn," sagði Pétur. Aðspurður sagði hann árangurinn ekki hafa komið á óvart, í það minnsta ekki á meðal Skand- inavanna. „Viö erum búin aö skapa okkur nafn á þessum vettvangi svo menn eiga nú von á talsverðu þegar íslendingar mæta til leiks.“ Undirbýður fríhöfn- ina á Mackintosh „Viö ætlum að selja tveggja kílóa dós á 1.660 kr. eða undir fríhafnar- verði. Við erum með takmarkaðar birgðir í byrjun en fáum meira seinni partinn í nóvember," sagði Friðrik G. Friðriksson, eigandi F&A, í sam- tali við DV. Friðrik náði hagstæðum innkaupum á Mackintosh-dósunum og undirbýður nú fríhöfnina líkt og í fyrra. Sams konar dós kostar 1.680 kr. í fríhöfninni en 2.646 kr. í Hag- kaupi. „Þetta er okkar tillegg í átakinu að halda versluninni í landinu. Ég lít á fríhöfnina sem útlönd og kaupmenn eru að keppa við útlönd. Fólk verslar mikið erlendis en það stuðlar svo óbeint aö hærra vöruverði hér heima, innkaup eru jú hagstæðari eftir því sem magnið er meira,“ sagði Friðrik. Hvað kostar kílóið af kartöflum? m *__Ejnungis selt f 2 kg pokum, á 79, 97 og 199 kr. r^-^L Matvæla- dagurMNÍ Árlegur matvæladagur Mat- væla- og næringarfræðingafélags íslands (MNÍ) verður haldinn kl. 9-13 að Borgartúni 6 á morgun, laugardag. Markmið hans er að vekja athygli á mikilvægi mat- vælaiðnaðarins fyrir líf og heilsu manna en m.a. verður flutt inn- gangserindi um æskilega nær- ingu og áhrif matvælaframleiðslu á hollustu. í lok ráðstefnunnar verður Fjöreggið (verðlaunagripur MNÍ) veitt fyrir lofsvert framtak á mat- vælasviði en það kom í hlut Emmess-ísgerðar í fyrra fyrir vöruna ísnál. 150þúsund glös Þátttakan í mjólkurbikarleik Mjólkursamsölunnar fór fram úr björtustu vonum en nú hafa 150 þúsund mjólkurbikarar verið af- hentir. Forsvarsmenn leiksins urðu sem kunnugt er uppi- skroppa með glösin svo senda varð út nýja pöntun. Ódýrari GSM-far- símar í kjölfar verðkönnunar okkar á GSM-farsímum sl. þriðjudag hafði Bjarni í Hljómbæ samband við okkur og sagðist bjóða Pion- eer PC-CD 710 símana á lægra verði en fram kom í könnuninni. Þar höfðu símarnir einungis fundist hjá íslenskum fjarskipt- um á 73.505 kr. en Bjarni býður þá á 71.658 kr. Hljómbær, sem er umboðsaðili Pioneer hér á landi, er einnig með aöra tegund GSM-síma frá Pion- eer sem heita PC-CD 700. Þeir kosta 59.900 kr. Kertavax úr peysum Til okkar hringdi ung kona og vildi miðla af reynslu sinni varð- andi kertavax í fótum. Hún sagð- ist hafa slæma reynslu af því að strauja vaxið úr í gegnum pappír því straujámiö væri ónýtt á eftir. „En ef ég nota Yes Ultra Plus uppþvottalög og nudda honum í vaxið hverfur það um leið. Ég notaði þetta á bómullarpeysu og skolaði hana svo upp úr volgu vatni á eftir.“ Þessu er hér með komið á framfæri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.