Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1994, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1994, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1994 Spumingin Tekur þú lýsi? Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir: Já, alltaf í töfluformi. Kolbrún Edda Gísladóttir: Nei, aldr- ei. Þröstur Bergmann: Nei, aldrei. Jóhannes Lange: Já, stundum. Halldór Pálsson: Já, ég tek lýsi á hverjum degi. Tómas Tómasson: Ég er ekki dugleg- ur við það. Lesendur________ Kröfur lánardrottna „Oft er fólk með hnút í maganum áður en farið er inn til bankastjóra," segir bréfritari m.a. Hrafnkell Tryggvason framkvstj. skrifar: Margir þurfa eflaust að fara til banka og annarra lánardrottna til að semja um vanskil eða lengingu lána. - Hvernig á að bera sig að við þetta verkefni, spyrja eflaust margir. í þessu sambandi þarf að hafa ýmis- legt í huga, t.d. framkomu, viðmót og almenna kurteisi. Skuldari kemur til bankastjóra. Sá fyrrnefndi er niðurdreginn og oft eins og á ílótta. Það er regla númer eitt að bera sig mannalega. Hvers vegna? Jú, því skyldi bankastjórinn gera eitthvað fyrir skuldara sem er niðurdreginn og ekki traustvekj- andi? Hann hugsar hins vegar: ef skuldari ber sig mannalega þá er töggur í honum, og e.t.v. megi koma skipulagi á mál skuldarans. Oft er fólk með hnút í maganum áður en farið er inn til bankastjóra. Ástæðan er oft sú að mikið er í húfi fyrir lánbeiðanda að honum verði veitt lániö. Þessi kvíði er algengur, en honum má ryðja burt eins og áður segir með því að bera sig mannalega og skoða sína sögu hjá viðkomandi lánastofnun. Sumt fólk sefur ekki nóttina áður en farið er til banka- stjóra. - Þó eru bankastjórar mann- legir eins og við hin og vilja einungis tryggja hag bankans og síðan að greiða fyrir viðskiptavininum. Ef skuld er komin tii lögfræðings eru önnur lögmál í gildi gagnvart samningum. - Á þessu stigi er öll skuldin oftast fallin í gjalddaga og skuldari þarf að greiða upp skuldina, annaðhvort strax eða á mjög skömm- um tíma. Stundum biðja lögfræðing- ar um réttarsátt, en það er samkomu- lag um ákveðna greiðsluröð, yfirleitt til nokkurra mánaða. Önnur leið er sú að fá að greiða inn á skuldina og afstýra þannig fjárnámi og/eða upp- boðsmeðferð. Sá möguleiki að skuld- breyta skuld sem er hjá lögfræðingi er fátíðari, en þó mögulegur gegn góðum tryggingum, því skuldari er oftast kominn út í horn í samningum við sinn lánardrottin. Hvernig ber maður sig svo að við að semja við lögfræðing um skuld? Það gilda í grundvaliaratriðum sömu lögmál og við bankann, nema þeir vilja fá skuldina greidda á sem styst- um tíma, og þá er kúnstin sú að teygja lánstímann með því að segja mjög ákveðið að greiðslugetan sé ekki meiri en ákveðin upphæð og láta ekki undan óttanum við lögfræð- inginn um hans kröfu. - Þegar verið er að semja við birgja er mest um vert að vera í stöðugu sambandi og greiöa inn á. Greiðslum, sem sýna að ekki sé hætta á ferðum, að fyrir- tækið sé að fara á hausinn eða eitt- hvað álíka. - í stuttu máli, að snúa vörn í sókn gegn lánardrottninum. Yf irvofandi kjaraskerðing hjá póstmönnum? P.S.K. skrifar: Kjör póstmanna hafa smátt og smátt verið að versna á undanforn- um misserum. Mönnum þykir þetta furðulegt með tilliti til þess að póst- meistarinn var áður formaöur Póst- mannafélags íslands og þótti standa sig mjög vel og barðist af hörku fyrir bættum kjörum póstmanna, með all- sæmilegum árangri. Nú er fyrirhug- að að eftir áramótin næstu verði hvert póstútibú á einn eða annan hátt sjálfstæður póststaður eða útibú, og þeir sem þar ráða, útibús- stjórar, eigi að reka útibúin á eigin ábyrgð, a.m.k. að nafninu til. En Póstur og sími hefur sem fyrr alræð- isvald og yfirstjórn fjármála hjá Pósti og síma. - Útibússtjórar eigi svo að reka útibúin með hagnaði. Útibússfjórar og póstmeistari hafa fundað um þessi mál og einnig hafa útibússtjórar fundað einir sér, vegna samningaaðferða sem þeir geti hugs- anlega gripið til. Þeir sem heyra vel inni í Póstmiðstöð hafa hlerað að meðal þess sem útibússtjórar gripu til, í samráði við póstmeistara, væri að stytta afgreiðslutíma pósthúsa verulega. - Láta fólk mæta kl. 8.00 í staðinn fyrir 7.30 og ef einhver hætti verði ekki ráðið í hans stað, heldur bæti fólk á sig þeirri vinnu, og það fyrir sömu laun. En það þýddi kaup- lækkun sem um munar. Ég vona svo sannarlega að útibús- stjórar sjái að sér og gæti hófs í þess- um fyrirætlunum. Eg skora líka á nýja stjórn Póstmannafélags íslands að skrifa ekki undir nýja kjarasamn- inga um áramót eða síðar nema vitað sé hvað framundan er - t.d. hvort kjarasamningar séu væntanlegir eða ekki. - Póstmannafélag íslands hefur verið mjög einhtt á undanfórnum árum og það er einlæg von mín að Póstmannafélagið verði sverð og skjöldur alla póstmanna í hvaða stöðu sem þeir eru. Leiguaðall I Tjarnargötu Við Tjarnargötuna. - Vinsæll og eftirsóttur staður, við Ráðhúsið. Margrét Kristjánsdóttir skrifar: Reykjavíkurborg hefur nokkrar leiguíbúöir á sínum vegum. Þær eru ætlaðar fólki sem hefur einhverra hluta vegna lent tímabundið í erfið- leikum, efnahagslegum eða heilsu- farslegum. Megnið af þessum íbúð- um er því ekki frambúðardvalarstað- ur fólks heldur tímabundinn þar til úr rætist, sem oftast verður sem bet- ur fer. Eitthvaö af þessum íbúðum hefur verið í umræðunni og minnist ég þá sérstaklega íbúðar í Tjarnargötunni og sem hafði verið leigð í tíö fyrrv. DV áskilur sér rétt tilaðstytta aósend lesendabréf. borgarstjómar til aðila sem ekki var talið að þyrfti slíkrar aðstoðar við. Síðar hefur verið upplýst að einmitt í þessari götu eru fleiri íbúar sem leigja húsnæði á vegum borgarinnar. Almennt kallast þessir aðilar „leigu- aðaliinn", vegna þess hve staðurinn er miðsvæðis og eftirsóttur. Að mínu mati ætti ekki að eiga sér stað að borgin, sem úthlutar húsnæöi sem greitt er fyrir úr sameiginlegum sjóði okkar, eyrnamerki sérstakar íbúðir eða svæði í borginni hópi eða fólki sem hugsanlega getur staðið á eigin vegum. Þaö leiðir einungis til aðkasts eða rógburðar sem annars væri hægt að komast hjá. I>V „Sföru“nöfiiiit auglýsa Sigurður Gíslason hringdi: Eg staðnæmdist viö heilsíðu- auglýsingu í Morgunblaðinu sl. miðvikudag. Þetta var auglýsing- in „Þjóðin þarf bækur!“ vegna þjóðarátaks stúdenta fyrir þjóð- bókasafn. Allt gott um það átak. Mér finnst það hins vegar skond- ið að sjá auglýsingu hinna 19 sem segjast styðja átakið. Eru þeir ekki fleiri en þetta? Eða vilja þessir aðilar vera einir og sér i auglýsingu? Kannski borga þeir auglýsinguna, og þá liggur málið ljóst fyrir. Af þessum 19 „stóru nöfniun" eru 9 prófessorar, ehm þjóðarforseti og einn Alþýðusam- bandsforseti og svo VSÍ-maður. Mér fmnst auglýsingin ljóma. Hún Ijómar af hroka og vanmeta- kennd í senn. Salmonellan ekki ástæðan Ársæll hringdi: Jóhannes i Bónusi gafst upp fyrir yfirdýraiækni í kjúklinga- málinu. En sárast finnst mér að Jóhannes skuli þurfa að kyngja því að ástæðan fyrir innflutn- ingsbanninu sé salmonellubakt- ería sem eigi að vera til staðar í Danmörku. Kjúklingarnir áttu þó að vera soönir svo að saimonellu- bakterían er ekki hin raunveru- lega ástæða heldur einfaldlega innflutningsbann á erlendum búvörum sem er þó brot á EES- samningnum. Þegar þá vantar aura... Sigrún Þorsteinsdóttir hringdi: Mér finnst stundum að okkar frægu listamenn, sem lengi hafa dvalist erlendis, sýni okkur lönd- um sínum hér heima snert af lít- ilsvirðingu þegar þeir koma hing- að heim með sýningu. Já, já, þeir eru beðnir um að koma, eða þannig. Maöur veit allt um það. En ég hef á tilfmningunni að þeir komi bara þegar þrengist í búi hjá þeim erlendis, og þegar þá vantar aura. Við hér heima erum svo örlát, við borgum og borgum. Einn maður, eitt atkvæði Hörður skrifar: Ég þakka fyrir sjónvarpsþátt- inn um breytta kjördæmaskipan, sem fluttur var sl. þriðjudags- kvöld. Þama kom berlega fram álit stjórnmálaflokkanna á því hvernig þeir vilja taka á málinu. Mér skildist að flokkamir vildu helst ekki hreyfa málinu af neinni alvöru utan Alþýðuflokk- urinn sem heldur sig við slagorð- ið „Eirm maður, eitt atkvæði" og mér skildist: landið eitt kjör- dæmi. Hinir flokkamir lögðu áherslu á „skrefatahflnguna“, bara taka litiö skref í einu, sem þýöir náttúrlega aðeins eitt: frest- un á frestun_ ofan og því enga breytingu. - Áfram í baráttunni, ungliðar allra flokka. Söngofhátt! A.P.K. hringdi: Mágur minn fór nýlega, af ein- skærum áhuga, í söngnám hjá Söngsmiðjunni. Hann hafði ekki verið neraa stutt í náminu þegar honum var bent á að hann væri ekki hæfur til söngnáms þar sem hann syngi of Mtt! Mér fannst þetta svo hlægflegt að ég mátti tfl meö að hringja og segja frá þessu. - Ég hélt hins vegar, að það væri þá hlutverk söngskólans að ná niöur hljóðum nemandans þann- ig að hann gæti talist hæfur nem- andi. En kannski eru skólar orðn- ir svo sérhæföir nú á dögum að þeir vilji fá nemendur svo til fullnuma til sín.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.