Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1994, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1994, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1994 13 Menrdng Háskólabíó - Isabelle Eberhart: ★ Ævintýri systur Arabíu-Lárusar Peter O’Toole í hlutverki Arabiu-Lárusar i samnefndri mynd. Arabíu-Lárus var mikil hetja á sinni tíð og um hann var gerð ein skemmtilegasta ævintýramynd allra tíma. Nú er komið á daginn að konur áttu sína Láru, þótt ekki hafi hún nú verið í Arabíu. Sú hét Isabelle Eberhart, var hálft í hvoru Kvikmyndir Guðlaugur Bergmundsson frönsk og blandaði sér í átök Frakka og innfæddra í Alsír um aldamótin þar sem hún reyndi með blaðaskrifum sínum að fletta ofan af svívirðilegri framkomu franskra hersveita. Frakkar og Ástralir hafa nú gert kvikmynd um ævi konu þessarar. Af mynd þessari má ráða að konan hzifi átt fremur viðburðaríka ævi en fyrir einhverra hluta sakir kusu höfundar myndarinnar að sýna sem minnst af þeim ævintýrum. Oft er tæpt á hinu og þessu og siðan ekki söguna meir. Miklum tíma er hins vegar varið í að sýna okkur söguhetjuna drekkandi hinn gör- ótta absint og reykjandi sígarettur. Myndin verður því ákaflega snubb- ótt fyrir bragöið. Öll framvinda myndarinnar er með hægasta móti og fátt sem gríp- ur athyglina utan hvað stöku sinn- um ber fyrir augu hrikalega fagurt eyðimerkurlandslag Norður-Afr- iku með sandöldum sínum, pálma- vinjum og klettagljúfrum. Þótt fátt sé hægt að finna mynd þessari til málsbóta má þó segja höfundum til hróss að þeir fengu Peter O’Toole til að leika hlutverk fransks hershöfðingja sem vill aröbunum vel, en O’Toole lék ein- mitt hinn eina og sanna Arabíu- Lárus í samnefndri mynd. Þá bregður líka fyrir gamalli franskri útvarpskempu í hlutverki ritstjóra fréttablaðs, til ánægju þeim sem til þekkja. Isabelle Eberhart. Leikstjóri: lan Pringe. Leikendur: Mathilda May, Peter O’To- ole, Tcheky Karyo, Claude Villers. T E I K S A M K E P P N I leitin að JOLAKORTI DV efnir til teiknisamkeppni meðal krakka á grunnskólaaldri. Viðfangsefnið er jólakort DV og þurfa innsendar myndir því að vera í lit og tengjast jólunum. Vinningsmyndin verður notuð sem jólakort DV 1994. Glæsileg verdlaun í boöi fyrir jólakort DV: ^Fyrstu verðlaun: NESCO PRCD-700 ferðatæki með geislaspilara, fjarstýringu, FM og LW útvarpi, tónjafnara og tvöföldu segulbandstæki frá Sjónvarpsmiðstöðinni að verðmæti kr. 18.778.- ífl Önnur verðlaun: Gjafabréf að verðmæti kr. 7.500.- frá bókabúðinni Kilju, Háaleitisbraut. Þriðju verðlaun: Gjafabréf að verðmæti kr. 5.000.- frá bókabúðinni Kilju, Háaleitisbraut. Skilafrestur er til föstudagsins 11. nóvembernk. Utanáskriftin er: DV—Jólakort—Þverholti 11-105 Reykjavík UPPBOÐ Eftirtaldar bifreiðar verða boðnar upp að Þjóðbraut 13, Akranesi, föstudag- inn 11. nóvember 1994 kl. 14.00: GD-066 GD-493 HB-657 HI-376 IC-375 IE-282 IK-784 JV-278 LA-228 MT-058 Þá verður þar og boðið upp eftirtalið lausafé: Funai sjónvarpstæki, Ignis frystikista, Finlux sjónvarpstæki, Kenwood hljóm- tækjasamstæða með hátölurum, dökkur tvöfaldur stofuskápur og tveggja pósta bílalyfta, árgerð 1988. Vænta má að greiðsla verði áskilin við hamarshögg. SÝSLUMAÐURINN Á AKRANESI Veitingastaöur hinna vandlátu Kvöldverðartilboð 4/11 - 10/11 * Rjómalöguð sjófangssúpa * Grillaður lambahryggvöðvi með ferskum kryddjurtum og madeirasósu * Grand Marnierostakaka Kr. 1.950 Einnig 5 rétta sœlkeramatseðill á aðeins kr. 2.250 Nýr spennandi a la carte matseðill í hádeginu iO Gllfftlf fíCttlltltD mán.-föst. Laugavegi 178 Opið öll kvöld vikunnar Borðapantanir í síma 88 99 67 TILBOÐSDAGAR 20% afsláttur af húsgögnum 1.-5. nóvember Antikmunir Klapparstíg 40, s. 27977, og Kringlunni, 3. hæð, s. 887877

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.