Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1994, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: (SAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Fylgi Jóhönnu Skoðanakannanir sýna endurtekið að Jóhanna Sigurð- ardóttir nýtur mikils fylgis. Síðasta könnun Félagsvís- indastofnunar staðfestir þetta fylgi sem er meira en aðr- ar kannanir hafa áður sýnt. Jóhanna hefur meira fylgi heldur en allir aðrir flokkar, að Sjálfstæðisflokknum undanskildum. Auðvitað er öllum ljóst að könnun er eitt og kosning annað. Þessar tölur eiga eftir að breytast og alltof fljótt að spá um árangur Jóhönnu Sigurðardóttur í sjálfum þingkosningunum næsta vor. Það er langur vetur fram undan. Það þarf hins vegar engum að koma á óvart þótt Jó- hanna dragi til sín kjósendur frá flokkunum. Ekki ein- vörðungu frá Alþýðuflokknum, hennar gamla flokki, heldur öllum flokkum. Þetta er óánægjuliðið, mótmæla- atkvæðin, uppreisnaröflin, sem hafa fengið nóg af ástand- inu í þjóðfélaginu, staðnaðri stjómmálaþrætu og sam- tryggingu siðleysis og sofandaháttar. Þetta er undiraldan í samfélaginu sem brýst fram og brotnar á úreltu flokka- kerfi. Það fær útrás þetta afl og þessi straumur þegar einn þungavigtarmaður í póhtíkinni hristir af sér flokks- klafann og býður flokkakerfmu birginn. Þetta hefur gerst áður þegar Vilmundur Gylfason bauð fram sjálfstætt og þegar Albert Guðmundsson stofnaði Borgaraflokkinn. Vísbendingin um fylgi Jóhönnu Sigurðadóttur er enn ein staðfestingin á því að flokkakerfið höfðar ekki til stórs hluta kjósenda. Fylgi Jóhönnu er ekki endilega traustsyf- irlýsing við hana persónulega heldur mótmæh og upp- reisn gegn öhum hinum. Hún er púkinn á fjósbitanum sem fitnar þegar aðrir misstíga sig. Þar með er ekki gert htið úr stefnu og sjónarmiðum Jóhönnu að svo miklu leyti sem þau liggja fyrir. Jóhanna hefur alla tíð verið sjálfri sér samkvæm, hún hefur jafn- an talað afdráttarlaust og verið traustur og heiðarlegur málsvari lítilmagnans. Hún hefur ekki verið bendluð við siðleysi eða sphhngu og aldrei látið vegtyhumar bera sig ofuriiði. Með því að segja sig úr ríkisstjóminni og segja sig úr Alþýðuflokknum getur Jóhanna sphað frítt og telur sig ekld hafa nem lík í lestinni. Menn geta deUt um þá ákvörðun hennar að yfirgefa málstað og flokk sem henni er í blóð borinn og það em ekki allir sáttir við þá ein- stefnu og einstrengingshátt sem stjómar „fýlu“ Jóhönnu. Með sjálfstæðu framboði lætur hún svo sem hún beri ekki ábyrgð á neinu sem á undan er gengið, þótt Jó- hanna Sigurðardóttir hafi setið samfleytt í ríkisstjórnum hátt í heUan áratug. En það er ekki spurt um fortíð og feril og það er eng- in miskunn í stjómmálum. Þeir fiska sem róa og Jó- hanna fiskar í því gmgguga vatni sem stjómmálaflokk- amir og stjómmálaástandið býður upp á. Hún virðist vera samnefnari þeirra sem em búnir að fá nóg, þeirra sem neita að halda áfram þeirri eyðimerkurgöngu sem stjómmálaflokkamir stjóma og viðhalda. Niðurstöður þeirra skoðanakannana, sem sífeht benda tíl mikUs fylgis við framboð Jóhönnu og frambjóðenda á hennar vegum, ættu að vera aðvörun til flokkanna. At- kvæðisréttur er misvirtur, siðferði í stjómmálum er undir smásjánni, lífskjör em á hungurmörkum. Flokk- amir svara einfaldlega ekki örvæntingarópum kjósenda. Þetta em vandamálin en ekki Jóhanna sem slík eða hennar framboð. Menn þurfa að horfast í augu við undir- rótina sjálfa en ekki afleiðinguna. EUert B. Schram „... i rauninni er ailt á uppleið í Bandarikjunum, hagvöxtur mikili, atvinnuleysi minnkandi, rauntekjur hækka ... og ofbeldisglæpum fer fækkandi." Reiðir kjósendur A þriðjudaginn verða kosningar í Bandaríkjunum sem munu mjög móta það sem eftir er af kjörtíma- bili Clintons. Allar horfur eru á að demókrataflokkur Clintons tapi verulegu fylgi. Vel er mögulegt að demókratar missi meirihlutann í öldungadeildinni og meirihluti þeirra í fulltrúadeildinni minnki til muna. Þetta hvort tveggja gæti gert Clinton nær ómögulegt að koma nokkrum lögum í gegnum þingið næstu tvö ár, og hefur það þó ekki gengið of vel hingað til. Frumvarp hans um nýja altæka heilbrigðislöggjöf, sem var horn- steinninn að innanríkismálastefnu hans, dagaði uppi í þinginu í sum- ar, flokksagi minnkar stöðugt og skilin milli demókrata og repúblik- ana eru oft svo óglögg að Clinton veröur að treysta meira á frjáls- lynda repúblikana en sína eigin flokksmenn til að koma málum fram. Tímatakmarkanir Sterkasta einkenni kosninganna í ár virðist vera andstyggð almenn- ings á pólitíkusum ynrleitt og al- menn reiði og óánægja með ástand mála heima fyrir og utanlands. Þetta virðist ekki sanngjarnt því að í rauninni er allt á uppleið í Bandaríkjunum, hagvöxtur mikill, atvinnuleysi minnkandi, rauntekj- ur hækka, og þrátt fyrir stöðugt tal um glæpaöldu fer ofbeldisglæpum í raun og veru hlutfallslega fækk- andi. Utanlands getur CUnton líka stært sig af því að „frelsa" Haiti án manntjóns, semja við Norður- Kóreu um kjarnorkueftirUt, sýna Saddam Hussein mátt Bandaríkj- anna og koma á friðarsamningum í Miðausturlöndum. Samt einkenn- KjaUarinn Gunnar Eyþórsson blaðamaður ist kosningabaráttan af óánægju. Þetta hefur birst meðal annars í samþykktum í allmörgum ríkjum um að takmarka kjörtímabil allra þingmanna á ríkisþingum og alrík- isþingi svo og ríkisstjóra við eitt eða tvö kjörtímabU. í ríkjum sem Uggja að Mexíkó er fjandskapur við útlendinga að grafa um sig og í Kalifomíu er á kjörseðU ályktun, sem taUð er að verði samþykkt, um að framvegis fái ólögiegir innflytjendur ekki nein réttindi til skólagöngu, lækn- ishjálpar né neinnar opinberrar þjónustu. Andúð á útlendingum er heitasta máUð í því ríki og nýtt fyr- irbrigði í bandarískri pólitík. Óánægja Þetta virðist vera uppsöfnuð, órökstudd gremja. Almenningi virðist sem at\dnnupólitíkusar séu innantómir froðusnakkar og hand- bendi sérhagsmunahópa, sem séu úr snertingu við venjulegt fólk, hugsi mest um eigin hag og komi engu í verk. Af þessu stafar meðal annars viðleitni til að takmarka kjörtímabiUn viö eitt eða tvö, sem að reyndra manna yfirsýn mun aðeins verða til þess að gera alríkis- þingið nær óstarfhæft og létta þeirri kvöð af þingmönnum að standa ábyrgir gerða sinna gagn- vart kjósendum til endurkjörs. Bill CUnton fær slæmar einkunn- ir, þykir óákveðinn og ósjálfstæð- ur, auk þess sem stöðugt tal um kvennamál og ýmiss konar vesen grefur undan honum. Ross Perot sótti fylgi sitt árið 1992 til þeirra sem fyrirUtu póUtíkusa. Fleiri slík- ir munu eflaust koma fram á sjón- arsviðið því að ljóst má vera að eðUsbreytingar séu að verða í bandarískri pólitík. Gunnar Eyþórsson „Sterkasta einkenni kosninganna í ár virðist vera andstyggð almennings á pólitíkusum yfirleitt og almenn reiði og óánægja með ástand mála heima fyrir og utanlands.“ Skodanir annarra Að sækja Island heim „Markmiö átaksins „ísland, sækjum það heim“ sem efnt var til sl. sumar voru mjög háleit. Stefnt var m.a. að því að stuðla að auknum ferðalögum íslendinga um eigið land.... Þótt árangurinn af átak- inu... virðist góður þarf að horfast í augu við það að hér er um skammtímalausn að ræða. Ekkert átak mun megna aö breyta miklu um viðhorf almennings til ferðalaga innanlands til lengri tíma litið nema komið verði til móts við kröfur um sanngjarnt verð- lag og góða þjónustu." KB í Viðskipti/Atvinnulíf Mbl. 3. nóv. Sameiginlegt framboð? „Vandinn er auvitað sá að menn bjóða ekki fram slíkt framboð í Reykjavík einni heldur yrði það helst að vera á landinu öllu. ... Við höfum viljað ræða við Jóhönnu Sigurðardóttur, og höfum gert það, ég hef t.d. rætt ítarlega við hana.... Það er eining inn- an okkar flokks um að kanna alla möguleika í þessu sambandi, og auðvitað hafa menn lengi verið að velta þessu fyrir sér. Við erum samfylkingarsinnaðir í eðh okkar, Alþýðubandalagsmenn, og höfum alltaf verið það.“ Svavar Gestsson alþm. í Tímanum 3. nóv. Guðmundur Árni segi af sér „Ég vona að Guðmundur Ami sjái að sér og fómi fimm mánuðum af ráðherratíð sinni (til kosninga) fyrir hagsmuni flokksins. Ef ekki, ber formanni og þingflokki að taka af skarið. Sé ekki fyrir hendi kjarkur og siðferðisþsrek til þess, er Alþýðuflokkur- inn ekki sá flokkur sem ég hef haldið í átta ár að hann væri. Ég get ekki varið það fyrir sjálfum mér að vinna með flokki sem lokar augimum fyrir spill- ingu, bmðh og valdhroka." Vihjálmur Þorsteinsson kerfisfr. í Alþbl. 3. nóv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.