Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1994, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1994, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1994 15 KjaUarinn Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður um árum meðtöldum, um 2,5 millj- arðar króna og íjöldi þeirra er 16.704. Aðeins um 30% barna 16-19 ára hafa verið úti á vinnumarkað- inum undanfarin ár. Mikill meiri- hluti hama á þessum aldri, eöa um 70%, hefur hins vegar fariö í fram- haldsskóla. Ljóst er að þau böm, sem eru í skóla, afla sér þaö lítilla tekna að skattaafslátturinn er langt frá því slátt barna með sama hætti og nú er mögulegt milli hjóna og sambýl- isfólks, sem ekki síst mun leiöa til lækkunar á skattbyrði einstæöra foreldra. Undir þetta sjónarmið hefir nú stjórn Félags einstæðra foreldra tekið með því að skora á ríkis- stjórnina að beita sér fyrir því að foreldrum verði heimilað að nýta ónýttan persónuafslátt fullorðinna „Öll sanngirni mælir því meö því að foreldrum sé heimilt að nýta ónýttan persónuafslátt barna með sama hætti og nú er mögulegt milli hjóna og sam- býlisfólks.“ vegna tekna á árinu 1993 er ónýttur skattaafsláttur þeirra sem em fæddir á árunum 1973-77, aö báð- að nýtast að fullu. Öll sanngimi mælir því með því að foreldrum sé heimilt að nýta ónýttan persónuaf- barna sinna sem eru á þeirra fram- færi. Jóhanna Sigurðardóttir Opinberir starfsmenn: Réttlætismál Fyrir nokkra lagði undirrituð til á Alþingi að gerðar yrðu tvær megin- breytingar á reglum skattalaga um persónuafslátt. í fyrsta lagi er lagt til að þeim sem hafa á framfæri sínu bam á aldrinum 16-19 ára, að báðum árum meðtöldum, sé heim- ilt að nýta 80% óráðstafaðs per- sónuafsláttar barnsins,'og í öðru lagi að skattþegni verði heimilað að nýta uppsafnaðan persónuaf- slátt sinn, hversu lítill sem hann er, um leið og hann hefur störf að loknu tímabundnu hléi, t.d. vegna atvinnuleysis eöa veikinda. Persónuafsláttur barna í núgildandi lögum um tekjuskatt og eignarskatt era ákvæði sem heimila hjónum eða sambýlisfólki að nýta 80% af óráðstöfuðum per- sónuafslætti þess sem lægri tekjur hefur. Engar slikar heimildir eru fyrir hendi um nýtingu óráðstafaðs persónuafsláttar barna. Verður að telja að í því felist mikið óréttlæti, einkum þegar í hlut eiga einstæðir foreldrar. Framfærslukostnaður vegna barna 16 ára og eldri er mjög mik- ill og ljóst að þau afla sér aðeins tekna fyrir litlum hluta af þeim kostnaði sem hlýst af framfærslu þeirra og skólagöngu. Samkvæmt könnun, sem Félag einstæðra for- eldra gerði á árinu 1991 á fram- færslukostnaði barna á aldrinum 13-15 ára, var hann áætlaður um 500 þús. kr. árlega. Hér er um mjög mikil útgjöld að ræöa, ekki síst í ljósi þess að ætla má að stór. hiuti einstæðra foreldra þurfi að framfleyta sér á lágmarks- launum og þeir þurfi að verulegu leyti einnig að sjá um kostnað af menntun og uppeldi barna. Búast má við að hjá mörgum foreldrum sé framfærslukostnaöur bama á aldrinum 16-19 ára jafnvel meiri en þetta. Skattbyrði einstæðra foreldra Samkvæmt upplýsingum úr álagningargögnum fyrir árið 1994 „Aðeins um 30% barna 16-19 ára hafa verið úti á vinnumarkaðinum undanfarin ár,“ segir Jóhanna m.a. í grein sinni. - Unglingar á Laugavegi. Latir og ábyrgðarlausir? Aumingja Magnús, hann lenti í hrakningum hér um daginn. Alit byrjaði þetta með gríðarlegum magaverk og hann hringdi á slökkvistöðina kl. 10 að morgni til að ná í sjúkrabíl. Eftir að hringt hafði út þrisvar sinnum var honum loks svarað. Bar hann upp erindi sitt en var þá svarað hryssingslega: „Það er allt of mikið að gera hérna. Við komum kannski eftir 4-5 tíma ef við megum vera að því. Vertu svo ekki að ónáða okkur meira.“ Þetta endaöi með því að Didda, konan hans, keyrði hann á sjúkra- húsið, sárkvalinn. Allir á fundum Á bráðamóttökunni hringdi Didda bjöllunni óralengi áður en dyrnar loksins opnuðust og gam- all, syfjulegur maður hleypti þeim inn. Ekki sást önnur sála þar inni og sá gamli hafði ekki hugmynd um hvar starfsfólkið var. Hann var bara á aukavakt fyrir vin sinn, sem var viljandi veikur, hafði sjálfur sofnað í stól og vissi ekki neitt. Eftir mikla leit fannst að lokum sjúkraliði sem sagði þeim að bíða; þeir af hjúkrunarfræðingunum sem ekki væru viljandi veikir eða að spóka sig í útlöndum væra á nefndar- og „sporslu“fundum. Ein- hver kæmi trúlega eftir 1-2 tíma. Hér var Magnús orðinn svo kval- inn að hann man vart meir. Hann rámar þó í að vera kominn inn á skurðstofugang, þar sem miklar deilur vora um það hvort tími ynn- KjaUaririn Kristmundur Ásmundsson læknir ist til að skera hann upp þann dag- inn. Kæruleysi Það munaði minnstu að þetta yrði Magnúsar síðasta. Kæruleysi, leti, fundasetur og ferðalög allra þessara opinberu starfsmanna, ásamt röð mistaka, höfðu næstum komið honum fyrir ættemisstapa. Og það var svo sem auðvitað að þegar málið var athugað bar engin ábyrgðina frekar en venjulega. Og ekki tók betra við þegar hann kom heim. í millitíðinni höfðu einhveij- ir hreinsað hús hans af öllum verð- mætum. Þegar hann hringdi í lög- regluna til að kæra þetta fékk hann þau svör að þessu yrði í fyrsta lagi sinnt eftir 3-4 vikur - ef menn mættu yfir höfuð vera að þessu. Megnið af starfsmönnum lögregl- unnar væri á „sporslu“þingum á sólarströndum vitt og breitt um heiminn (og Dublin) í þeim tilgangi að hækka sín háu laun og e.t.v. ræða vaxandi afbrotaöldu í heim- inum ef tími ynnist til þess. Virðingarleysi fjölmiðils Já, þetta væri sannarlega mikil reynslusaga ef hún væri sönn. En þetta er nú til allrar lukku bara hugarburður höfundar og fjarri öll- um raunveruleika. En það er ekki af tilefnislausu sem þessi orð eru skrifuð. í einni grein Morgunpósts- ins 20/10 þ.m. er fjallað á mjög nei- kvæðan hátt um störf opinberra starfsmanna um leið og niðurstöð- ur „skoðanakönnunar" um áht al- mennings á störfum þeirra eru kynntar. Mér var brugðið er ég leit á niðurstöðurnar. En eftir að hafa skoðað spurningarnar, sem eru mjög illa unnar og vægast sagt leið- andi, koma niðurstöðurnar í sjálfu sér ekki á óvart. Raunveruleikinn er nefnilega aUt annar. Hjá hinu opinbera starfar mikill fjöldi manna og kvenna dag og nótt að ýmsum bráönauðsynleg- um þjónustustörfum í þágu alls al- mennings í landinu. Ég fullyrði að þetta fólk rækir sín störf upp til hópa af mikilli samviskusemi, oft við erfiðar kringumstæður og stundum á mjög óhagkvæmum vinnutíma. Yfirleitt era launin lág og litlir eða engir möguleikar á „sporslum" hjá þeim langflestum. Höfum þetta hugfast næst þegar við sjáum lögreglumann, hjúkran- arfræðing eða einhvem annan op- inberan starfsmann að störfum, kannski á vakt á stórhátíð, fjarri fjölskyldu og vinum, að þjóna þörf- um okkar hinna. Látum ekki Loft Atla Eiríksson á Morgunpóstinum eða aðra „gabba" okkur til aö tala illa hvert um ann- að. Þessi óvirðing við heilu starfs- stéttimar er óþolandi. Sýnum hvert öðra reisn og virðingu. Kristmundur Ásmundsson „Hjá hinu opinbera starfar mikill fjöldi manna og kvenna dag og nótt að ýms- um bráðnauðsynlegum þjónustustörf- um í þágu alls almennings í landinu.“ Landsamband íslenskra útvegsmanna Allir frjálsir aðaðild „Það er jafn eðlilegt að spyrja hvort eðlilegt sé að útgerðar- menn séu að fjármagna sjómanna- samtökineins og að þeir séu að greiða til Ingimar Halldóreson, Landssam- *aralormaaurLÍÚ. bands íslenskra útvegsmanna í gegnum greiðslumiðlun. Það era allir ftjálsir að því að vera innan eöa utan LÍÚ svo framarlega að skip þeirra séu yfir 12 rúmlestum. Það verður enginn aðili að LÍÚ nema vera fyrst aðili aö útvegs- mannafélagi en það getur enginn orðið beinn aðili. Varðandi greiöslumiðlunina er það ljóst aö þetta skiptist samkvæmt lögum milli sjómanna og útgerðar- manna. Þegar lög um stjórn fisk- veiöa komu til umsagnar innan LÍÚ vora um þau mjög skiptar skoðanir. Þar varð ofan á að linu- tvöfóldun ætti að fella niður. Þrátt fyrir að við Vestfirðingar værum ekki sáttir við þessa nið- urstöðu var þetta vilji samtak- anna og allir verða að gera sér grein fyrir þvi að meö því að vera aðilar að félagasamtökum verða menn að sætta sig við að verða undir i málum. Það er ekki alltaf hægt að ná sínum sjónarmiðum fram. Þannig er þetta í öllum fé- lagsskap hvort sem hann heitir LÍÚ eða Sjómannasamband ís- lands. Vilji menn taka þátt i fé- lagsstarfi verða þeir jafnframt aö vera tilbúnir aö taka þeirri niöur- stöðu sem upp kemur hverju sinni.“ Bátaflotinn afskiptur „Bátaflot- inn hefurver- iö mjög af- skiptur af stjórn LÍÚ og nægir þar að benda á ræðu sjávarútvegs- ráðherra á aðalfundi LÍU. Þar segir Sveinn Búnar Valgelrs- hann að af- útgeríarmaöur, koma bátaflotans sé sérstakt áhyggjuefni. Á sama fund barst bréf frá bátaútgerð þar sem fram kemur að LÍÚ hafi ekki í neinu sinnt hagsmunum tiltekins báta- flokks. Til þess að þurfa ekki aö ræða efni bréfsins var því rang- lega haldið fram að viðkomandi útgerð hefði gengið úr Útvegs- bændafélagi Vestmannaeyja sl. haust. LÍÚ hefur ekki lyft litla- fingri til aö koma til móts við hagsmuni línubáta sem eru í samkeppni viö Færeyinga um linusvæði. Þá er sú ráðstöfun undarleg að láta 400 tonna lúðu- kvóta í skiptum til Færeyinga gegn því að þeir samþykki bann viö laxveiöum í sjó. Þá er súyfir- lýsta skoðun formanns LÍU að það eigi aö sameina LÍÚ samtök- ura fiskvinnslunnar enn ein stað- festing þess að hann ber ekki hagsmuni hinna smærri útgerð- arfyrirtækja innan LÍÚ fyrir brjósti. Þá er sú stefna LÍÚ aö afnema beri línutvöföldun sem er undirstaða þess að hægt sé aö gera út á linuveiðar vægast sagt óeðlileg. Það hefði öllu heldur átt að vera sérstakt keppikefli for- mannsins og samtaka hans að viðhaida þessu fyrirkomulagi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.