Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1994, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1994, Blaðsíða 17
16 FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1994 FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1994 25 íþróttir fþróttir Upp með hendur Þorbergur Aöalsteinsson haföi oft ástæöu til aó æsa sig í leiknum í gærkvöldi gegn Dönum en fagnaði sætum sigri í lokin. Þorbergur stýrir íslenska liöinu vonandi til sigurs í kvöld gegn Spánverjum í Kapla- krika klukkan hálfníu. DV-mynd ÞÖK - ísland leikur til úrslita á Reykjavíkurmótinu gegn Svíþjóð eftir sigur á Dönum, 23-22 Guðmundur Hilmarsson skrifar: Eftir úrslitin á Alþjóða Reykjavíkur- mótinu í handknattieik í gærkvöldi stefnir í að íslendingar og Svíar leiki til úrslita á mótinu og verði þar um enn einn Svíaslaginn að ræða. íslend- ingar lögðu Dani að velli, 23-22, í æsi- spennandi leik í hinu nýja íþróttahúsi í Kópavogi en áður höfðu Evrópu- meistarar Svía burstað Frakka. Góður síðari hálfleikur, frábær spila- mennska ungu mannanna, Patreks, Dags, Gústafs og Konráðs og gamla mannsins Sigurðar Sveinssonar - aö Isknattleikur: Bandarískt lið leikur 3 leiki Bandarískt ishokkilið, Ice Pir- ates, er komið til landsins og leik- ur hér þrjá leiki um helgina. Þetta er sýningarlið frá New York og er fyrsta erlenda íshokkíliðið sem sækir ísland heim, Bandaríska liðíð leikur gegn Reykjavíkurúrvali á skautasvell- inu í Laugardal klukkan 20 í kvöld og fer siðan norður um heiðar og mætir Skautafélagi Akureyrar klukkan 16 á laugar- dag og landsúrvali á sama tíma á sunnudag. í liðinu eru aðailega fyrrver- andi atvinnumenn í íþróttinni og háskólaleikmenn, og einn iiös- manna er kvenkyns. Þjálfarinn er einnig kona og hún er senni- lega sú eina í heiminum sem stjórnar karlaliði í greininni. Liðið hefur verið starfrækt í sjö ár og sótt um 70 lönd heim, þar af iimm á þessu ári. Þaö hætti við að fara í ferð til fimm Evrópu- landa til aö geta orðið fyrsta er- lenda ishokkíliðið sem kemur til íslands. Hughestognaði Mark Hughes, sóknarmaður Manchester United, tognaði - á hálsi í leiknum gegn Barcelona í fyrrakvöld. Þó er ekki útilokað að hann spili með gegn Aston Vilia í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Mesta niðuriægingin Alex Ferguson, framkvæmda- stjóri Manchester United, sagði að ósigurinn í Barcelona væri mesta niðurlæging sem hann heföi oröið fyrir. Fall i veðbönkum Breskir veðbankar voru fljótir að breyta útreikningum sínum. Fyrir leikinn í Barcelona töldu þeir líkurnar á aö Man. Utd yröi Evrópumeistari vera 7:2 en frá og með gærdeginum aðeins 16:1. Francis sagði af sér Gerry Francis sagði í gær af sér sem framkvæmdastjóri enska knattspyrnufélagsins Q.PR. Stjórn QPR kvaðst þó ekki vilja taka uppsögnina fil greina. Lokaffagnaður Fylkis Lokafagnaður knattspymu- deildar Fylkis veröur haldinn i Fáksheimilinu á laugardags- kvöldið. Forsala og miðapantanir eru i síma 676467. ógleymdum Bergveini markverði - lögðu grunninn að sætum sigri á sterku liði Dana. íslendingar náðu fyrst að komast yfir þegar 13 mínútur voru eftir og lokamínúturnar voru æsispennandi. Patrekur Jóhannesson skoraði sigurmarkið einni og hálfri mínútu fyrir leikslok en hetja íslenska liðsins var Bergsveinn Bergsveinsson sem varði dauðafæri Dana á lokasek- úndunni og fagnaðarlátunum í Kópa- vogi ætlaði aldrei aö linna. Fyrri hálfleikurinn var frekar illa leikinn af hálfu íslendinga. Vamar- leikurinn var mjög slakur og fengu dönsku skyttumar að skjóta nær óhindrað að marki íslendinga. Sóknar- leikurinn var hægur og broddlaus og leikkerfin gengu ekki upp en Konráð Olavsson hélt íslenska liðinu á floti með snjöllum leik í vinstra hominu. Guðmundur Hrafnkelsson náði sér ekki á strik í markinu og þegar gengið var til búningsherbeija í hálfleik höfðu Danir forystu, 10-12. í síðari hálfleik breyttu íslendingar um varnaraðferð, léku vörnina mun framar og gengu langt fram á móti skyttunum. Þessi vörn sló Dani nokk- uð út af laginu og Bergsveinn hrökk í gang í markinu. Þá var sóknarleikur- inn allt annar en í fyrri hálfleik. Pat- rekur fór þar fremstur í flokki, skoraði falleg mörk >g átti hverja snilldar- línusendinrAi aa af annarri á Gústaf sem nýtti f.r.ri sín vel. Dagur stjórnaði leiknum aí festu og Sigurður Sveins- son var geysilega ógnandi. Með þessari spilamennsku jöfnuðu strákamir eftir 10 mínútur og eftir það var leikurinn í jámum. Patrekur Jóhannesson átti skínandi leik eftir að hann kom inn á og sam- vinna hans og Gústafs var frábær. Dagur Sigurðsson komst mjög vel frá leiknum. Sigurður Sveinsson sannaði enn einu sinni að hann er ómissandi og ánægjulegt var að sjá að Konráð Olavsson er að koma sterkur upp eftir að hafa verið í mikilli lægð í nokkurn tíma. Júlíus Jónasson og Geir Sveins- son léku stórt hlutverk í vörninni og þáttur Bergsveins í markinu var stór - honum geta íslendingar þakkað stig- in tvö með þessari frábæru mark- kvörslu í lokin. Einar Þorvaröarson: „Sigur liðsheildarinnar” „Þetta var góður sigur og þá fyrst fremst sigur liðsheildarinnar. Ungu strákarnir, Patrekur, Dagur og Gústaf, gerðu mjög góða hluti og breyttu miklu .í síðari hálf- leik. Þá má ekki gleyma Bergsveini sem stóð sig mjög vel. Við rúlluðum þessu vel, allir fengu að spreyta sig og það er af hinu góða. Þrátt fyrir þennan sigur eigum við ennþá langt 1 land en svona sigrar veita mönnum aukið sjálfstraust. Nú er bara aö halda áfram á sömu braut,“ sagði Einar Þovarðarson landsliðsþjálfari. Hajas skoraði 11 gegn Frakklandi Evrópumeistarar Svía unnu ótrúlega léttan sigur á Frökkum og þegar upp var staðið var munurinn 12 mörk, 32-20. Hið geysisterka lið Svía tók leikinn strax í sín- ar hendur. í hálfleik var munurinn fimm mörk, 15-10, og í síðari hálfleik dró enn í sundur með liðunum. • Mörk Svía: E. Hajas 11, M. Anderson 4/1, P. Thorsson 4, S. Lövgren 3, R. Hedin 3, M. Wisíander 3/1, O. Lindgren 2, R. Andersson 1, T. Sivertsen 1. • Mörk Frakka: O. Maurerlli 6, Houlet 4, Stoecklin 3/1, Casal 2/1, Wiltberger 2, Monthurel 1, Quintin 1, Richardson 1. Gamla brýnið Roger Kjendalen tryggði Norðmönnum sigur á Svisslendingum þegar hann skoraði sigurmarkið á síðustu sekúndunni. Lokatölur urðu 23-22 en í hálfleik höfðu Norðmenn forystu, 12-9. • Mörk Noregs: Bjarkerheim 7, Gjek- stad 6, Garstad 3/1, Daland 2, Kíendalen 2/1, Wingsteræs 1, Schönfeldt 1, Rasch 1. Óvæntustu úrshtin á mótinu til þessa eru sigur ítala á Spánverjum, 19-18. Leikurinn var í járnum allan tímann og í hálfleik var staðan 9-8, Spánverjum í vil. • Mörk ítala: Guerazzi 6, Fusina 3, Gitzl 2, Tarfaino 2, Fonti 2, Bronzo 2, Bonazzi 1, Miglietta 1. • Mörk Spánar: Dominguel 5, Urdiales 3, Esquer 2, Garcia 2, Ditoer 2, Mazip 1, Olalla 1, Urdangarin 1. Arsenal og Chelsea áf ram Evrópumeistarar Arsenal eru • Chelsea áfram á útimarkinu. komnir í 8-liða úrslit í Evrópukeppni Auxerre-Besiktas..2-0 =4-2 bikarhafa í knattspymu eftir 2-2 jafn- Grasshoppers-Sampdoria ...3-2 =3-5 tefli gegn Bröndby. Danir fengu óska- Panathinaikos-C.Brugge.0-0 =0-1 byrjun en þeir skoraðu eftir 2 mínút- Zaragoza-Presov.....2-1 =6-1 ur. Ian Wright og Ian Selley komu Bremen-Feyenoord....3=4 =3-5 Arsenal í 2-1 í fyrri hálfleik en • Svíinn Henrik Larsson skoraði 3 Bröndby jafnaði þegar 25 mínútur mörk. voru eftir. Arsenal-Bröndby.......2-2 =4-3 Evrópukeppni bikarhafa UEFA-keppnin Ferencvaros-Porto.....2-0 =6-2 Dortmund-Bratislava.3-0 =4-2 Austria Vin-Chelsea....1-1 = 1-1 Heimsmeistaramót fatlaöra í sundi: Fern verðlaun og met íslenskt sundfólk náði mjög góðum árangri á fyrsta degi heimsmeistaramóts fatlaðra í sundi á Möltu í gær. Sigrún Huld Hrafnsdóttir varð heimsmeistari í 100 m bringusundi í flokki þroska- heftra á 1:29,16 mín. Birkir Rúnar Gunnarsson vann til silfurverðlauna í 100 m bringusundi í flokki B1 á 1:22,67 mín. sem er nýtt íslandsmet. Pálmar Guðmunds- son vann til silfurverðlauna í 200 m skriðsundi í flokki S3 á 4:37,11 mín sem er íslandsmet. Loks vann Ólafur Eiríksson silfurverðlaun í flokki S9 í 400 m skrið- sundi á 4:41,27 mín. Bergsveinn Bergsveinsson: Flrábært að f inna fyrir tuðrunni „Þetta voru langar þrjár sekúndur. Það var annaðhvort að duga eða drepast þarna í lokin. Ég var búinn að verja frá honum í hraðaupp- hlaupi fyrr i leíknum og það var ekkert annaö að gera en að splitta og það var frábært að finna fyrir tuðrunni. Þetta var öllu betra en gegn Itölum. Vamarleikurinn gjörbreyttist í síðari hálfleik en í þeim fyrri fengu skyttur þeirra að leika allt of lausum hala. Við sýndum góðan karakter en við eigum þó nokkuð í land ennþá," sagði Bergsveinn Bergsveinsson. Island Danmörk (10) 23 (12) 22 0-1,1-3,3-6,7-10, (10-12), 12-14, 15-15, 18-17, 20-18, 21-22, 23-22. Mörk íslands: Sigurður S. 6/2, Konráð 0.5, Patrekur J. 4, Gústaf B. 3, Dagur S. 2, Bjarki S. 2, Júl- íus J. 1. Varin skot: Guðmundur 2, Bergsveinn 13. Mörk Ðana: Jacobsen 7, Jensen 6, J. Jörgensen 4/2, Boeriths 2, K. Jörgensen 1, F. Jörgensen 1, Bjerre 1. Brottvísanir: island 6 mín., Danmörk 4 mín. Varin skot: Nörklit 13. Dómarar: Oie og Högsnæs frá Noregi. Áhorfendur: Um 2000. Staóan • Staðan á Alþjóðlega Reykja- víkurmótinu í handknattleik: A-riðill: Svíþjóð....2 2 0 0 61=45 4 Noregur 2 10 1 48-51 2 Frakkland...2 1 0 1 43-50 2 Sviss......2 0 0 2 40-46 0 • Næstu leikir í Höllinni: Frakk- land-Noregur kl. 18.30 og Sví- þjóð-Sviss kl. 20.30. B-riðill: ísland.....2 2 0 0 49-37 4 Danmörk 2 10 1 44=14 2 ítalía.....2 1 0 1 34=44 2 Spánn......2 0 0 2 39=41 0 • Næstu leikir í Kaplakrika: Danmörk-Ítalía kl. 18.30 og ís- land-Spánn kl. 20.30. • Gestur Gylfason. • Lárus Orri Sigurðsson. Gestur til Noregs? - tvö sænsk lið spennt fyrir Lárusi Orra Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: Gestur Gylfason knattspymu- maður, sem lék með Keflvíking- um í sumar, gæti veriö á leið til norska 2. deildar liðsins Stromgodset. Gesti var boðið að koma út til að kynna sér aðstæð- ur hjá liðinu og æfði hann með félaginu í vikutíma. Gestur kom heim í vikunni og það ætti að skýrast um helgina hvort af verð- ur að Gestur gangi til liðs við Stromgodset sem féll úr 1. deild- inni á nýafstöðnu keppnistíma- bili. „Mér leist mjög vel á allar að- stæður og ég hef mikinn áhuga á að leika með liðinu,“ sagði Gestur við DV. Ragnar í Svíþjóð Þá er annar leikmaður Keflavík- urliðsins að kynna sér aðstæður hjá erlendu félagsliði en Ragnar Steinarsson er þessa dagana staddur í Svíþjóö í boði sænsks 1. deildar hðs. „Boltinn er hjá Stoke“ Það era fleiri íslenskir knatt- spyrnumenn til skoðunar hjá er- lendum félagsliðum. Einn þeirra er Lárus Orri Sigurðsson sem kemur heim til íslands í dag eftir að hafa dvaliö í 3 vikur hjá enska 1. deildar liðinu Stoke. Lárus lék með varaliði félagsins sem sigr- aöi Blackburn, 2-0, og átti hann góðan leik í vörninni. Eftir leik- inn ræddi Lárus við Lou Macari, framkvæmdastjóra Stoke, en hann hefur boðið Lárusi samning við liðið. „Nú er bara að bíða og sjá hvað verður. Við höfum rætt þetta fram og til baka en eigum enn eftir aö ræða hlutina þannig að allir verði sáttir. Það má segja að boltinn sé hjá þeim núna en auð- vitað er maður spenntur fyrir því að fara út í atvinnumennsku,“ sagöi Lárus við DV í gærkvöldi. Tvö sænsk úrvalsdeildarlið hafa einnig spurst fyrir um Lárus og í samtali við DV kvaðst Lárus hafa heyrt um það en vildi að svo stöddu ekki nefna félögin. Þá hef- ur DV áður skýrt frá því að norska liðið Rosenborg hafi verið með fyrirspurnir. Hvað fannst Guðna Guðnasyni? „Njarðvík er með mun betra lið en Kef lavík“ Guðni Guðnason veltir fyrir sér úrslitum í leikjum DHL-deildarinn- ar að þessu sinni en umfjöllun um leikina sex í gærkvöldi er á næstu síðu. Guðni var til margra ára einn besti körfuknattleiksmaður lands- ins, lék með KR og landsliðinu en hefur að mestu lagt skóna á hill- una. • „Það kom mér á óvart að KR skyldi tapa í Borgamesi. KR-hðið hefur veriö sterkt í undanfornum leikjum og ég hélt að það væri kom- inn ákveðinn stöðugleiki í þetta. Leikmenn Skallagríms era óút- reiknanlegir. Þeir geta leikið mjög iha í einum leik og svo mjög vel í þeim næsta. • Úrshtin í leik Vals og Snæfells eru eðlileg að mínu mati. Bow lék nú meö Val á ný og hann hefur mjög mikið að segja fyrir liðið. Snæfells bíður ekkert annað en fall og liðið er slakt um þessar mundir. • Ég er hreinlega hissa á úrsht- unum á Sauðárkróki þegar mann- skapurinn hjá Tindastóli er hafður í huga. Þórsarar eiga að vera með mun sterkara hð á pappírnum. Frekar óvænt úrslit. • Máhð með ÍR-inga er að alhr leikmenn liösins virðast hitta ótrú- lega vel í Seljaskólanum og höið hefur ekki enn tapaö leik á heima- velh í deildinni. Það hafa orðið miklar breytingar á hði ÍR-inga og ÍR er með mjög sterkt lið í dag enda hafa þeir á að skipa einum besta körfuknattleiksmanni landsins í dag, Herbert Amarsyni. • Það hlýtur að koma að því aö það komi Haukum í koll aö keyra ahtaf á sömu fimm leikmönnunum leik efttr leik. Grindvíkingar era mjög sterkir en ég held að Booker sé ekki rétti útlendingurinn fyrir þá. Það er mín skoðun. • Ég var frekar á því aö Njarðvík myndi vinna Keflavík og úrshtin koma mér þvi ekki mjög á óvart. Njarðvík er með mun betra lið en Keflavík. Keflvíkingar eru þunnir og lítil breidd í hðinu,“ sagöi Guðni Guðnason. Guðni Guðnason i leik með KR áður en hann lagði skóna á hill- una.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.