Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1994, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1994, Blaðsíða 24
32 FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1994 Menning Undirleikarinn Eins og alheimur veit eru Banda- ríkjamenn öllum öörum snjallari þegar kemur aö kvikmyndagerð. En eitt kunna þeir ekki, nefnilega að nota klassíska tónlist í kvik- myndum. Ýmsar tilraunir þeirra til að gera sér mat úr ævi tónskálda og tónverkum þeirra hafa yflrleitt endað með ósköpum og verið sæmilega upplýstu fólki aðhláturs- efni. Evrópubúar kunna hins vegar að umgangast klassíska tónlist; láta hana bera uppi heilu kvikmyndirn- ar án þess að gera þær leiðinlegar. Hér er vegur Frakka einna mestur; sjá Aila heimsins morgna og nú síðast Undirleikarann. Síðar- nefnda myndin (fæst til leigu á Aðalmyndbandaleigunni við Klapparstíg) var gerð fyrir tæpum tveimur árum eftir sögu rússnesk- frönpjcu skáldkonunnar Nínu Ber- berovu. Hún hefur verið þýdd á Tónlist Aðalsteinn Ingólfsson mörg tungumál, þar á meðal ís- lensku (í Syrtluflokki Máls og menningar). Tónlistin endurspeglar Myndin segir frá ungri og óreyndri stúlku, píanóleikara í Frakklandi í síðari heimsstyrjöld, sem ráðin er til að leika undir hjá þekktri söngkonu. Söngkonan á sér sjarmerandi svartamarkaðsbrask- ara að eiginmanni og ástmann þar að auki, og leika öll tveimur skjöld- um bæði í tilfinningalífi og „alvör- unni“. Undirleikarinn verður eins konar þöguit vitni að örlagasögu þeirra hjóna allt til stríðsloka og um leið eins konar leiksoppur, en Úr kvikmyndinni Undirleikarinn. tónhstin sem þau söngkonan flytja verður sem tregablandin endur- speglun atburðarásarinnar. Þar er um að ræða tónlist eftir Mozart, Berlioz, Strauss, Massenet, Schu- mann, Schubert og Alain Jomy. Leikstjórinn, Claude Miller, er rétt- ur maður á réttum stað; þekktur fyrir smekklega meðhöndlun klassískrar tónlistar í kvikmynd- um. Elena Safonova fer með hlut- verk hins alvörugefna unga píanó- leikara en Angéline Pondepeyre leikur á píanóið fyrir hana. Til að túlka söngkonuna vantaði Miller rödd sem væri „tær og hrein, með sterkri birtingu innri krafts", eins og hann segir í prógrammi með geislaplötunni, og eftir mikla leit valdi hann óþekkta franska sópr- ansöngkonu, Laurence Monteyrol, til að ljá leikkonunni Romane Bo- hringer rödd sína. Monteyrol reyndist sannarlega vandanum vaxin og túlkar alla tón- listina í myndinni á sérstaklega hrífandi hátt. Sérstaklega þótti mér mikið til um meðhöndlun hennar á tónlist Mozarts og Massenets. Þaö er síðan sinfóníuhljómsveit frá Búdapest sem sér um undirleik stærri hljómsveitarverka. í heildina séð er geisladiskurinn annað og meira en venjulegt sam- sáfn tónlistar úr ýmsum áttum, því í henni birtist örlagasaga sem læt- ur engan hlustanda ósnortinn. L'accompanatrice Leikstjórn Claude Miller Kvikmyndatónlist undir stjórn Alains Jomys Auvidis Travelling K 4682 Umboð á íslandi: JAPIS Nord Frost F R Á G I S L A V E D UMBOÐSMENN UM LAND ALLT Besta vetrardekkið! *Niöurstaöa úr yfirgripsmestu prófun á vetrardekkjum sem gerð hefur verið (NIVIS WINTERTEST 92, Finnland). ■.HMIIUIJ SKEIFUNNI 11 • SÍMI 688033 Sviðsljós Reykdælahreppur 100 ára: Fjöl- mennt af- mælismót Jóhanna S. Sigþórsdóttir, DV, Laugum: Það var fjölmenni samankomið í félagsheimilinu Breiðumýri í Reykjadal, þegar 100 ára afmæli Reykdælahrepps í S-Þingeyjarsýslu var haldið hátíðlegt þar nýlega. 200 manns sóttu afmælisfagnaðinn sem hófst með ávarpi Benónýs Arnórs- sonar oddvita. Þá var kórsöngur sem Björn Þórarinsson, skólastjóri tón- listarskólans, stjórnaði. Fluttur var hreppsannáll, einsöngur og ávörp og lesin kvæði eftir fólk úr hreppnum. Söngflokkurinn Ljósin í dalnum skemmti gestum. Kvenfélagið sá um rausnarlegar veitingar. Benóný oddviti, til vinstri, hefur setið lengst manna i hreppsnefndinni eða í 32 ár. Með honum eru hreppsnefndarmennirnir Jón Jónasson og Karl Sig- urðsson. DV-myndirJSS N'VVWWj, • HELGAR- ^TILBOÐ, KJOT OG FISKUR Mjódd Opið 9-20 Sími 73900 Seljabraut Opið 10-23.30 Sími 71780

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.