Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1994, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1994, Blaðsíða 29
FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1994 37 Hildur Waltersdóttir við eitt verka sinna. Afríka í Café Mílanó, Faxafeni 11, stendur yfir sýning á verkum eft- ir Hildi Waltersdóttur. Hildur út- skrifaöist með BFA-gráðu frá Rockford College í Illinois í Bandaríkjunum í maí síðastliðn- um og hefur hún tekið þátt í fimm samsýningum í Bandaríkjunum, Sýningar en sýning hennar í Café Mflanó er fyrsta einkasýning hennar. Þema sýningarinnar er Afríka, en listakonan sækir myndefni sitt til Kenía þar sem hún bjó um tíma. Verk hennar eru að mestu unnin í olíu á striga en einnig eru verk unnin með kol á pappír. Það er virðingartákn að hafa verið sæmdur orðu. Heiðursmerki og orður Elsta heiðursmerki sem veitt hefur verið fyrir vasklega fram- göngu er „heiðursgullið" sem veitt var á dögum 18. konungs- ættar Egyptalands um 1440-1400 fyrir Krist. Slíkt merki fannst við Qan-el-Kebri í Egyptalandi. Breska sokkabandsorðan var stofnuð um 1348 og er þessi orða fyrirmynd annarra heiðurs- merkja sem þjóðhöfmgjar veita. Því hefur verið haldið fram að þistilorðan skoska hafi verið stofnuð árið 787 en það er talið vafasamt. Blessuö veröldin Hetjur Sovétríkjanna Meðan Sovétríkin voru og hétu voru ráðamenn alls ófeimnir við að veita gullstjörnuna sem er æðsta heiðursmerki Sovétríkj- anna. Og meöan á síðari heims- styijöldina stóð voru 10000 slíkar orður veittar og þar af fengu 109 manns orðuna tvisvar, meðal þeirra voru Stalín og Khrústjov. Georgiy Zhukof marskálkur sló þó öllum við. Hann fékk orðuna fjórum sinnumn, hann einn hlaut sigurorðuna tvisvar, Lenínorð- una sex sinnum og orðu rauða fánans þrisvar. Hetjan Hans-Ulrich Rudel Eini maðurinn sem hlaut æðsta stig jámkrossins (riddarakross með sverðum, demöntum og gullnum eikarlaufum) í Þýska- landi í síðari heimsstyrjöldinni var Hans Ulrich Rudel (1916-1982) ofursti fyrir framgöngu sína á austurvígstöðvunum 1941-1945. Hann fór 2530 sinnum í árásar- flug og eyðflagði 519 sovéska skriðdreka. Gjábakkavegur ófær vegna snjóa Á Suðurlandi er Gjábakkavegur orðinn ófær vegna snjóa og á Snæ- fellsnesi er verið að hreinsa snjó af fjallvegum. Á Vestfjörðum er hafinn Færð á vegum mokstur á Klettshálsi í Austur- Barðastrandarsýslu, á Hrafnseyrar- og Gemlufallsheiði og á Breiðadals- heiði, Botnsheiði og einnig yfir Eyr- arfjall í ísafjarðardjúpi og gert ráð fyrir að þær leiðir opnist fljótlega. Ofært er á Þorskafjarðarheiði og Sandheiði og einnig á Ströndum norðan Bjarnafjarðar. Annars staðar eru flestir vegir færir en víðast er hálka nema síst á Suðurlandi þar sem að mestu er hálkulaust eins og er. Ástand vega 02 Hálka og snjór 0 Vegavinna-aögát @ Öxulþungatakmarkanír N fokaö'rSt°ÖU m Þungfært <E>Fært ^allabilum Tveir vinir og annar í fríi: Hljómsveitin Lipstick Lovers hef- ur leikið víða á árinu og fer hún nú að Ijúka haustrúnti sínum. í kvöld leikur hljómsveitin á Tveim- ur vinum en annað kvöld verður hún í Hafurbiminum i Grindavík Skemmtanir og eru það síðustu utanhæjartón- leikar Lipstick Lovers á þessu ári. Að loknum haustrúntinum hverfur sveitin af sjónarsviðinu um stundarsakir meöan hún vinn- ur aö nýju efhi og kemur ekki fram fyrr en á næsta ári. Þeir sem skipa Lipstick Lovers eru: Bjarki Kai- kumo, söngur, Anton Már, gítar, Sævar Þór, bassi, og Ragnar á trommur. Lipstick Lovers á leiðlnni f frf. Jack Nicholson leikur útgefanda sem bitinn er af úlfi. Fyllist óþekkt- um krafti Stjörnubíó hefur að undan- fórnu sýnt nýjustu kvikmynd Mike Nichols, Úlfur (Wolf). í myndinni leikur Jack Nicholson Will Randall, yfirmann hjá út- gáfufyrirtæki. Hann er kvöld eitt á ferð í bíl sínum þegar fram undan örlar á hreyfingu. Hann stígur á hemilinn en of seint. Hann hefur keyrt á úlf og er smá- lífsmark með úlfinum, nóg til að hann nær að bíta í hönd Wflls. Fljótlega eftir þetta fer líf Wills að taka miklum breytingum. Hann fyllist áöur óþekktum krafti, kjarki og kynorku. Lífið verður aldrei það sama fyrir Will. Jack Nicholson bætir hér einu leikafrekinu við langan lista góðra hlutverka. Leikferill hans spannar um það bil fjörutíu ár. Kvikmyndahúsin Hann hlaut eldskím sína í kvik- myndum Rogers Cormans og eru þekktastar The Little Shop of Horrors og the Raven. Það var samt ekki fyrr en hann lék í hippamyndinni Easy Rider að hann varð þekktur leikari og hef- ur ferill hans síðan veriö ein sam- felld sigurganga. Nýjar myndir Háskólabíó: Isabelle Eberhart Laugarásbíó: Gríman Saga-bíó: Forrest Gump Bíóhöllin: Bein ógnun Stjörnubió: Það gæti hent þig Bíóborgin: í blíðu og stríðu Regnboginn: Reyfari Gengið Gengið með ströndinni Strandgöngur geta verið mjög áhugaverðar og eru yfirleitt léttar og öllum færar. Ein slík leið er að ganga úr Selvogi tfl Þorlákshafnar. Sjálf- sagt er að hefja gönguna við Strand- Umhverfi arkirkju og geta menn þá gert áheit á staðnum. Sagan segir að Strandar- kirkja hafi í upphafi verið byggð vegna áheits í sjávarháska. Gengið er á hrauni alla leið til Þorlákshafnar og víða á leiðinni em sérkennilegir klettar og skvompur meitlaðar af briminu. Eins má sjá hvernig sjórinn hefir hreinsað klappirnar og hent heljarbjörgum langt upp á land. Ef mikill sjógangur er gerir það gönguna enn mikilfenglegri og ævin- týralegri. Öll leiðin er tæpir 20 kíló- metrar og hæfilegt er að ætla 5-6 tíma til göngunnar. Heimild: Göngulelðlr á íslandi eftir Einar Þ. Guöjohnsen. metm Þorlákshö Hafnarnes * Skotubót Strandarkirkjjjy*" ^cflavík *'^^ - Latur Dóttir Guðlaugar og Bóasar Litla stúlkan, sem á myndinni Landspitalans 1. nóvember kl. 5.40. sefur vært, fæddist á fæðingardeild Hún var við fæðingu 3620 grömm ------------------- að þyngd og 53 sentimetra löng. Ram rlarrcinc Foreldrar hennar em Guðlaug DdUlUdyblllb Jónsdóttir og Bóas Ragnar Bóasson og er þetta fyrsta bam þeirra. Almenn gengisskráning LÍ nr. 254. 04. nóvember 1994 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 66,790 66,990 66,210 Pund 107,880 108,210 108.290 Kan. dollar 49,110 49,310 49,060 Dönsk kr. 11,2140 11,2580 11,3020 Norsk kr. 10,0650 10,1060 10,1670 Sænsk kr. 9,0740 9,1100 9,2760 Fi. mark 14,2980 14,3550 14,4730 Fra. franki 12,8060 12,8570 12,9130 Belg. franki 2,1369 2,1455 2,1482 Sviss. franki 52,5600 52,7700 52,8500 Holl. gyllini 39,2000 39.3500 39,4400 Þýskt mark 43,9600 44,0900 44,2100 It. líra 0,04274 0,04296 0,04320 Aust. sch. 6,2360 6,2670 6,2830 Port. escudo 0,4296 0,4318 0,4325 Spá. peseti 0,5268 0,5294 0,5313 Jap. yen 0,68230 0,68430 0,68240 Irskt pund 106,490 107,030 107,000 SDR 98,72000 99,22000 99,74000 ECU 83.7000 84,0400 84,3400 Slmsvari vegna gengisskráningar 62327Ö. Krossgátan Lárétt: 1 fyrirkomulag, 8 nefna, 9 spök, ^ 10 gláp, 11 svein, 12 deila, 14 fugUnn, 16 hreinn, 18 ftjó, 19 írábrugðinni. Lóðrétt: 1 hrygla, 2 hlykk, 3 eljusamir, 4 bréf, 5 bleyta, 6 festa, 7 hindraði, 12 sak- laus, 13 áflog, 14 hommyndun, 15 lik, 17 fisk. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 hörunds, 8 eril, 9 em, 10 fasti, 11 áa, 12 stutt, 13 ljá, 15 mata, 16 þó, 17 miðun, 19 nuðir. Lóðrétt: 1 hefil, 2 öri, 3 rist, 4 ultum, 5 neitaði, 6 dráttur, 7 snagana, 12 sjón, 14 ámu, 16 þá, 18 ið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.