Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1994, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1994 Fréttir Vesturland: Ánægður meðsvo sterkan lista - segirSturlaBÖðvarsson „Listinn var samþykktur cin- rótna og hann styrkir stöðu okkar þingmannanna mjög og það er ánægjulegt að ganga til kosninga meö svo sterkan hóp að baki. Eg er mjög ánægður með þennan lista,“ segir Sturla Böövarsson alþingismaður en hann verður áfram í fyrsta sæti Sjálfstæðis- flokksins á Vesturlandi en gengið var frá uppröðun á listann á laug- ardag á kjördæmisráðsfundi á Akranesi. Guðjón Guðmundsson alþingis- maður verður áíram í öðru sæti, Guðlaugur Þór Þórðarson, form- aður SUS, í þriöja sæti, Þrúöur Kristjánsdóttir, skólastjóri í Búð- ardal, í fjóröa sæti eg Ólafur Adolfsson, lyfjafræðingur á Akranesi, í því (immta. Uppstillinganefnd lagði fram tiilögur um þessa röð og voru þær samþykktar einróma á fundinum á laugardag. Aö sögn Sturlu er þetta sterkur og vel mannaður lísti. i þriöja til fimmta sæti er nýtt fólk en Guðlaugur er frá Borgamesi og starfar sem form- aður SUS, Þrúður hefur starfað lengi fyrir Sjálfstæðisflokkinn meðal annars í sveitarstjórnar- málum og hún hefur einnig unnið að ýmsum trúnaðarstörfum. Öl- afur er nýr í flokksstarfinu en hann hefur aðallega sinnt knatt- spyrnu og er auk þess starfandi lyfjafræöingur á Akranesi. Fjóriri sjúkrahús Ökumenn tveggja bíla, sem skullu saman á mótum Hafnar- götu og Vatnsnesvegar í Keflavík, voru fluttir meö minni háttar meiösl í sjúkrahús í Keflavík á laugardag. Bílarnir skemmdust talsvert. Þá voru tveir fluttir í sjúkrahús í Keflavík eftir að tveir bílar skullu saman á Njarövíkurbraut í Njarövík við framúrakstur ann- ars þeirra Nokkur spenna var við talningu atkvæða i prófkjóri sjálfstæðismanna á Suðurlandi sem fram fór í Sjálfstæðishúsinu á Selfossi í gær. Hér sést Kjartan Ólafsson, formaður yfirkjörstjórnar, iesa upp úrslit í prófkjörinu. DV-mynd Reynir Traustason Prófkjör sjálfstæðismanna á Suðurlandi: Eggert Haukdal féll fyrír Drífu - Þorsteinn og Ami öruggir í fyrsta og öðru sæti Eggert Haukdal hafnaði í íjórða sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna á Suðurlandi en hafði stefnt á annað sætiö. Þorsteinn Pálsson hélt fyrsta sætinu örugglega með 2265 atkvæð- um, eða um 74 prósent gildra at- kvæða í það sæti. Þorsteinn fékk um 90 prósent atkvæða alls. Árni Jo- hnsen hélt öðru sætinu með 1683 at- kvæðum í það sæti. Þeir hlutu því báðir bindandi kosningu Eggert Haukdal, sem keppti við Árna um annað sætið, fékk saman- lagt 884 atkvæði í fyrsta og annað sætið. Munaði því 799 atkvæðum á honum og Áma. Drífa Hjartardóttir, bóndi á Keldum, náði þriðja sætinu með 1463 atkvæðum í það sæti eða 334 atkvæðum fleira en Eggert Haukdal fékk í það sæti. Eggert Haukdal fékk 1313 atkvæði samtals í 1. til 4. sæti. Næstur á eftir honum kom Arnar Sigurmundsson frá Vest- mannaeyjum með 1425 atkvæði í fyrstu 5 sætin og í 6. sætinu hafnaði Einar Sigurðsson í Þorlákshöfn. Alls tóku 3233 þátt í prófkjörinu en gildir seðlar vom 3046. í Vestmanna- eyjum var mjög góð þátttaka eða um 1200 manns en aöeins um 600 manns á Selfossi. „Þetta eru mjög góð og afger- andi úrslit. Það var góö þátttaka og niðurstaðan er mjög sigur- stranglegur listisegir Þorsteinn Pálsson sem hlaut afgerandi kosningu í iyrsta sæti á lista sjálf- stæðísmanna á Suðurlandi. „Það er Ijóst aö við fáum þarna mjög sterka konu í þriðja sætið. Úrslitin sýna líka að Eggert Haukdal á sér trygga stuönings- menn,“ segir Þorsteinn. Drífa Hjaríardóttir: „Ég var nokkuð bjartsýn enda fann ég mikinn stuðning um allt kíördæmiö. Fólk þekkir mig og mín störf þar sem ég hef verið varaþingmaöur auk þess að vinna mikið að félagsmálum. Ég tel mig því ekki vera neina puntudúkku," segir Drífa Hjart- ardótth', bóndi að Keldum og varaþingmaður, sem náði þriðja sæti i prófkjörinu og skaut þar meö Eggert Haukdal aftur fyrir sig. EggertHaukdal: Ákveðin blokk vann gegn mér „Það vann ákveðin blokk gegn mér og mátti því viö öllu búast. Ég er að sjálfsögðu ekki sáttur við úrslitin. Ég hafði átt von að- eins betri útkomu,“ segir Eggert Haukdal sem hafnaði í 4. sæti. Eggert segist aðspurður ekki hafa ákveðið hvort hann muni taka 4. sætið. „Ég mun nú taka mér tíma til að íhuga þessi úrslit. Fæst orð hafa mínnsta ábyrgð á þessari stundu,“ segir Eggert Haukdal. í dag mælir Dagfari Sjálfstæðismenn þakka fyrir sig Sex þúsund kjósendur Sjálfstæðis- flokksins á Reykjanesi tóku þátt í prófkosningum um helgina. Þeir tóku að sér að velja listann sem flokkurinn á að stilla upp í kosn- ingunum að vori. Ekki er þar með sagt að þeir munu aUir kjósa Ust- ann og sagt er að íimmtán prósent þeirra sem fóru á kjörstað hafi ekki einu sinni vitað hvernig kosningin fór fram og gerðu því ógUt. En það voru einmitt þessi ógUdu atkvæði sem björguðu efsta manni listans og núverandi menntamála- ráðherra frá því að faUa niður Ust- ann og falla út. Ólafur G. Einarsson fékk ekki nema tæplega þriðjung atkvæða en tveir þriðju sjáftstæðis- manna í kjördæminu vildu hvorki sjá hann né heyra. Ólafur hékk inni á litlum níutíu atkvæöum og getur sennhega hrósað happi yfir níu hundruð ógildum atkvæðum sem voru þeirrar gerðar að Ólafur var þar htt hafður á blaði. Ólafur er með öðrum orðum lánsamur að kjósendur flokksins kunna ekki að kjósa og bjarga honum áfram á þing. Venjulegast er það nefnilega þannig að menn komast á þing með því að fá nógu mörg gild atkvæði. En Ólafur kemst inn á þing vegna þess að óghdu atkvæði reyndust honum drýgst. Annars eru mestu tíðindin að sjálfsögðu þau að Salome Þorkels- dóttir, forseti alþingis og fyrrver- andi annar maður á hsta Sjálfstæð- isflokksins, hrapar niður í níunda sæti. Óghdu atkvæðin voru ekki nógu mörg tíl að bjarga henni þótt þau hafi bjargaö Ólafi. Salome er þar meö fyrsti forseti alþingis, sem hefur þann sóma af stöðu sinni að falla af þingi. Hún er með þessu úrshtum að fá þau skilaboð frá kjósendum sínum og umbjóðendum í kjördæminu aö forsetastaðan hafi verið þeim htt að skapi. Kjósendur hafna Salome af því að hún hafði ekki vit á því að draga sig í hlé áður en hún var fehd. Ekki er heldur úthokað að Salome sé fehd vegna þess að hún er kona. Og hún er kona við aldur. Eldri konur eru ekki það sem sjálf- stæðismenn vilja hafa á þingi. Sér- staklega ekki ef þær hafa getið sér gott orð. Og ahs ekki ef þær hafa verið valdar til að gegna virðingar- mesta embætti alþingis. Þetta var banabiti Salome. Slíkt fólk á ekki upp á pahborðið hjá kjóséndum Sjálfstæðisilokksins á Reykjanesi. Samanlagt verður þó að draga þá ályktun að Reyknesingar séu að þakka þessum tveim elstu þing- mönnum sínum fyrir framlag sitt tíl flokksins, meö því að segja þeim aö nú gerir þeir flokknum mest gagn með því að draga sig í hlé. Salome segist vera hætt í póhtík og það var auðvitað nauðsynlegt fyrir hana aö taka það fram, svo sjáifstæðismenn í kjördæminu fari ekki aö angra hana frekar. Þeir geta andað léttar eftir þessa yfirlýs- ingu. Þeir vhdu greinilega losna við hana og náðu því takmarki í próf- kosningunni og gerður það svo rækilega að Salome sjálf hefur lof- að því að hætta. Ólafur G. Einarsson skilur hins vegar ekki skilaboðin. Ólafur hefur setið í rúma tvo áratugi á þingi fyr- ir Reyknesinga og hefur verið ráö- herra í þokkabót og formaður þing- flokks um árabh. Hann situr uppi með það í prófkjörinu aö tveir þriðju kjósenda vhdu hann burt af listanum. Samt ætlar hann að sitja sem fastast. Sjálfstæðismenn á Reykjanesi þurfa sem sagt annað prófkjör til að bola Ólafi endaniega í burtu úr því maðurinn tekur ekki sönsum. Það er svo af öðrum prófkjörum hjá Sjálfstæðisflokknum að segja að Eggert Haukdal fékk sömuleiðis reisupassann en Eggert hefur eins og þau Salome og Ólafur gegnt þingmennsku um margra ára bh. Eggert hefur helst haft sig í frammi til að lýsa frati á Jón Baldvin. Sú afstaða mælist greinilega ekki vel fyrir hjá sunnlenskum sjálfstæðis- mönnum sem eru að launa Eggert lambið gráa, með því að vísa hon- um út í ystu myrkur. Það er ekki allt fengiö með því aö komast á þing og sitja þar lengi. Þakkirnar frá samflokksmönnun- um eru þær í prófkosningunum aö nú sé nóg komið. Með því er þeim tilkynnt að þingstarfið hafi í raun- inni verið flokknum til trafala. Annars væri þetta góða fólk ekki með rýtinginn í bakinu. Eða hvað? Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.