Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1994, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1994, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1994 9. Útlönd Enn ein bókin um Díönu prinsessu: Þráir fleiri börn og nýjan mann Díana prinsessa á sér þá von heit- asta aö gifta sig einhvern tíma aftur og eignast fleiri böm. Hún vill þó ekki stiga fyrsta skrefið og fara fram á lögskilnað við Karl ríkisarfa. Þá dreymir hana um að Karl verði aldr- _ei konungur. Þetta kemur fram í nýrri bók um prinsessuna, „Díana, nýtt líf‘, sem blaðið Sunday Times birti kafla úr í gær. Höfundur bókarinnar er Andrew Morton, sá hinn sami og skrifaði bók um prinsessuna í fyrra. Sunday Times fullyrðir að Díana líti á sig sem „mestu vændiskonu í heimi“ sem komist hvergi frá kon- ungsfjölskyldunni sem hún kallar „holdsveikranýlenduna". í útdráttunum úr bókinni kemur fram að Díana þjáist enn af átröskun- inni búlimíu, eða sjúklega mikilli matarlyst, og að hún taki hið nýja „undralyf ‘ Prozac við sjúkdóminum. Þá segir blaðið að hún sæki huggun í alls kyns meðferð á borð við nála- stungur, djúpnudd og líkamsrækt, auk þess sem hún tali klukkustund- um saman í símann. Diana var bæði svo heilluð og hneyksluð á sambandi Karls við Camillu Parker Bowles að hún merkti alla fundarstaði þeirra inn á kort og fékk stjörnuspekinginn sinn til að lesa stjörnukort Camillu. Díana prinsessa merkti fundarstaði Karls og Camillu Parker Bowles inn á kort og lét lesa stjörnukort Camillu. Simamynd Reuter í Buckinghamhöll eru menn lítt „slúður sem Morton hafi sett saman hrifnir af bókinni og kalla hana til eigin ávinnings". Reuter á BROSUM í umferðinni - og ailt gengor betnr! tfas™" na Stillholti 16 Mjallargotu 1 Akranesi ísafirði Mjodd og Lynghalsi 10 Furuvollum 1 Reykjavík Akureyri AUKABUNAÐUR A MYND: AIFELGUR. I 20 AR HEFUR VOLKSWAGEN GOLF NOTIÐ FADÆMA VINSÆLDA VÍÐA UM HEIM. HANN HEFUR MARGA HEILLANDI KOSTI, SVO SEM FALLEGT ÚTLIT, EINSTAKT ÖRYGGI, GÓÐA AKSTURSEIGINLEIKA, RÍKULEGAN STAÐALBÚNAÐ, GOn FARÞEGA- OG FARANGURSRÝMI. ÞETTA ALLT ÁSAMT LÁGUM VIÐHALDS- OG REKSTRARKOSTNAÐI ER ÁSTÆÐA ÞESS AÐ HANN ER í HÁVEGUM HAFÐUR... SAMT ER VERÐIÐ NIÐRI A JORÐINNI ! HEKLA Y///e///a óersl/ Volkswagen Öruggur á alla vegu! Laugavegi 170-174, slmi 69 55 00 •2 DYRA FRÁ KR 1.133.000.- «4 DYRA FRÁ KR. 1.237.000.- • LANGBAKUR FRA KR. 1.288.000, ■ ;

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.