Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1994, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1994, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1994 13 DV Fréttir Aðvörunarkerfin plata lögregluna: 160 hringingar - eitft innbrot Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum; „Þetta gjald er sett í þeim tilgangi að veita þeim sem eru með aðvörun- arkerfi aðhald svo þeir gangi frá þeim þannig að þau fari ekki í gang að óþörfu. Falsútköll eru orðin mjög tíð og reyndar alltaf að aukast," sagði Karl Hermannsson, aðstoðaryfirlög- regluþjónn í Keflavík. Nýja gjaldið fyrir útkall er 6 þúsund krónur. Lögreglan í Keílavík hefur í ár fengið 160 útköll frá aðvörunarkerf- um sem farið hafa í gang. í aðeins einu tilfelli var um innbrot að ræða - 159 voru falsútköll. Lögreglumenn þurfa að fara á staðina því ekki er vitað fyrirfram hvað er að gerast. Rauðinúpur: 200 tonn af saltfiski úr Smugunni Raufarhafnartogarinn Rauðinúpur hefur verið við veiðar í Smugunni síðan í júní, og fengið þar um 550 tonn af þorski upp úr sjó. Mestur hluti aflans heí'ur verið saltaður í kör um borð en einnig hefur togarinn komiö með ísfisk til vinnslu í landi úr hverri veiðiferð. Saltfiskurinn sem þannig hefur komið á land á Raufarhöfn síðustu mánuöi er tæplega 200 tonn en í landi er fiskinum.pakkað til útflutnings. Þrátt fyrir að langmestur hluti afla Rauðanúps hafi verið saltaður um borð hefur ekki veriö neitt atvinnu- leysi á Raufarhöfn, og varla fallið úr dagur í fiskvinnslunni þar í allt sum- ar. Á Raufarhöfn hafa verið gerðir út um 20 krókaleyfisbátar og var afli þeirra mjög góður í sumar og haust eða allt þar til gæftaleysui tók við síðustu vikumar. Raufarhöfn: Ríkinu lánað vegna hafnar- framkvæmda Raufarhafnarhreppur hefur unnið að hafnarframkvæmdum fyrir um 21 milljón króna á yfirstandandi ári, m.a. fyrir hlut ríkisins við dýpkun hafnarinnar sem ríkið greiðir ekki fyrr en á næsta ári. Reynir Þorsteinsson, oddviti Rauf- arhafnarhrepps, segir að fram- kvæmdirnar við höfnina hafi utan dýpkunarinnar verið að koma upp gijótvamargarði við smábátahöfn- ina og setja þar niður flotbryggju. Þetta var stærsta framkvæmd sveit- arfélagsins á árinu fyrir utan bygg- ingu íþróttahúss sem nú er fokhelt en í því var unnið fyrir 24 milljónir króna. AUGLYSING AR Þverholti 11 - 105 Reykjavík Sími 632700 - Bréfasími 632727 Græni síminn: 99-6272 (fyrir landsbyggðína) Vegalengdir eru oft miklar því að Keflavíkurlögreglan sinnir öllum Suðurnesjum. Víða eru kerfin í slæmu standi, illa haldið við og fara í gang vegna bilun- ar. Eigendur eru allt of kærulausir og nýja gjaldið á að veita þeim að- hald. BIFREIÐASTILLINGAR ICOLAI Faxafeni 12, sími 882455 VÉLASTILLING 4.800 kr. HYunoni Sonata fyllti ákveðið tómarúm á íslenska bílamarkaðinum og höfðaði strax til þeirra sem vildu eignast bíl sem bæri merki glæsibifreiðar í útliti og aksturseiginleikum - án þess að verðið þyrfti að endurspegla það. 5 gíra 2000 cc - 139 hestöfl Vökva- og veltistýri Rafdrifnar rúður og speglar Samlæsing Styrktarbitar í hurðum Útvarp, segulband og 4 hátalarar á mun betra verði en sambærilegir bílar Verð frá 1.598.000,- HYUnDBI ...til framtíðar kr. á götuna! ÁRMÚLA 13 • SÍIII: 68 12 00 • BEINN SÍMI: 3 12 36 Hafið samband við sölumenn okkar eða umboðsmenn um land allt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.