Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1994, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1994, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1994 Fréttir Stöðvun blasir við rækjuverksmiðjum um land allt: Þeir sem bjuggu til veiði- reynsluna lenda utangarðs - loðnuskip eiga 10 þúsund tonna rækjukvóta eftir að þeir hafi byggt upp veiðireynslu fyrir þá sem síðan leigi þeim aðgang að veiðinni, þeir benda á það að á sínum tíma hafi loðnuskipin fengið úthlutað varanlegum veiðiheimild- um í m.a. rækju. Þessi úthlutun fór fram vegna þess að aflabrestur var í loðnuveiðum. Síðan þegar loðnu- stofninn tók við sér á ný hafi skipin samt haldið kvótanum. Þarna liggur vandinn í dag að hluta - af þeim 40 þúsund tonnum sem enn eru eftir af rækjukvótanum eru 10 þúsund á skipum sem skráð eru sem loðnu- skip. Megnið af þessum kvóta hefur undanfarin ár verið leigt frá skipun- um en nú kemur hann ekki inn á markaðinn. Þetta er talið stafa af því að loðna hefur enn ekki fundist og það þýðir að útgerðir þeirra halda að sér höndum af ótta við að þær þurfi að nota þessar heimildir gefi loðnan sig ekki til. Fjölgun frystitogara Önnur stór ástæða þess að það kreppir að hefðbundinni rækju- vinnslu er sú að frystitogurum í þess- um veiðum hefur ijölgaö. Ekki er óeðlilegt að öflugt frystískip veiði 2 þúsund tonn á ári. Það lætur nærri að eitt shkt skip taki hráefni sem samsvarar því sem lítíl rækjuvinnsla þarf á ári. Það er ljóst að engar einfaldar lausnir eru á vanda rækjuverksmiðj- anna. Sú þróun sem orðið hefur i veiðunum hefur leitt það af sér að þær hafa lent að miklu leytí utan- garðs. „Menn hcifa verið tilbúnir til að fara fram úr ráðgjöf fiskifræðinga í öðrum tegundum. Það þarf að auka verulega þennan kvóta og það er engin ástæða tíl annars en að gera það. Menn geta velt fyrir sé með hvaða hætti. Það er vitað að veiðin er meiri en áður og á stærri svæðum. Sú rækja sem er á nýjum svæðum getur ekki verið inni í stofnmatí. Þeir sem vilja viðhalda kvótakerfinu verða að rýmka hlutina þarna með aukningu rækjuveiðiheimiida og létta þar með þrýstingnum sem er vegna niðurskurðar í veiðiheimild- um á þorski,“ segir Tryggvi Finns- son, formaður Félags rækju- og skel- fisksframleiðenda. „Þegar rækjuveiðarnar hófust á sín- um tíma gerðu verksmiðjurnar út bátana, lögðu þeim til veiðarfæri og tóku á sig útgerðarkostnaðinn og þar með alla áhættu af rekstrinum. Þar með bjuggu þær til veiðireynsluna á þessa báta sem seinna var lögð til grundvallar þegar kom til þess að rækjan var sett inn í kvótakerfið. Einn góðan veðurdag stóöu þessar verksmiðjur frammi fyrir því að þessar útgerðir sem þær höfðu í raun og veru borið alla fjárhagslega ábyrgð á sátu uppi með kvótana og gátu sett þeim stóhnn fyrir dyrnar og sprengt upp verð á kvótanum. Verksmiðjumar lögðu sem sagt til veiðireynsluna og urðu síðan að kaupa hana dýrum dómum til baka,“ segir Einar Kristinn Guðfinnsson alþingismaður um þann almenna yanda sem rækjuverksmiðjur við ísafjarðardjúp og víðar eiga nú í. Vandamálið er fyrst og fremst að verksmiðjurnar fá ekki leigðan kvóta eins og verið hefur undanfarin ár. Búið er að veiöa 12 þúsund tonn af rækju á þeim tveimur mánuðum sem hðnir eru af kvótaárinu. Það út af fyrir sig getur ekki skýrt þann skort sem er á framboði þessara veiðiheim- ilda. Jón Karlsson hjá Kvótamark- aðnum segir að það sé ekkert fram- boð á rækjukvóta en mikil eftir- spurn. „Það ríkir einhver ringulreið á markaðnum. Þaö f'æst enginn til að selja kvóta þrátt fyrir að vitað sé að mikið sé th af rækjuveiðiheimild- um,“ segir Jón Karlsson. Hann segir að verið sé að bjóða allt að 30 krónum fyrir kílóið en allt komi fyrir ekki. Björn Jónsson hjá LÍÚ tók í sama streng og sagði eftírspurn eftir rækjukvóta vera mikla en lítið fram- boð. Kvótinn verði stóraukinn Það er skoðun margra innan rækjuiðnaðarins að veiðisvæði út- hafsrækju séu sífellt að stækka og það sé vísbending um að stofninn sé mjög sterkur og því ástæða tíl aö gefa veiðamar frjálsar með því aö taka rækjuna út úr kvóta. Annar kostur að matí þeirra sömu er sá að stórauka kvótann eða um a.m.k. 25 þúsund tonn. Mikil óvissa ríkir í rækjuiðnaðinum sem vill fá auknar veiðiheimildir. Aðrir hafa látið í ljós þá skoðun að ekki sé nein lausn fólgin í þessu. Aukning kvótans myndi ekki leysa vanda vinnslunnar þar sem vanda- máhð sé það að veiðiheimildirnar séu einfaldlega á ’/itlausum stað og viðbótin myndi ekki skila sér nema að litlu leyti til þeirra sem mesta þörf hafa fyrir hana. Frjáls sókn myndi leiða af sér ofveiði á rækju í Ijósi þess að mjög er kreppt að mörg- um varðandi veiðar á öðrum tegund- um. Þess vegna hefði verið eðlilegra að tryggja það að verksmiðjurnar fengju þær með því að úthluta þeim í gegnum Þróunarsjóð gegn gjaldi. Á þeirri hugmynd eru þeir meinbugir að tíl þess að svo mætti verða þyrfti að koma tíl lagabreytingar. Fréttaljós Stöðugleiki stjórnkerfis mikilvægur „Tillaga um að Þróunarsjóður fái úthlutað kvóta hefur ekki verið rædd viö ráðuneytið en hún felur í sér grundvallarbreytingar á fiskveiði- stjórnunarkerfinu. Við munum að sjálfsögðu ræða við LÍÚ-menn um það ef þeir telja rétt að taka það mál upp. Þaö hggur alveg í augum uppi aö nú þegar nýlokið er endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiöa verður ekki gengið tíl grundvallarbreytinga án undangengins mikils samráðs og skoðunar í þeim efnum. Ég hef talið að stöðugleiki í stjórnkerfinu sé mjög mikhvægur fyrir atvinnugreinina. Hafrannsóknastofnun er með það til skoðunar hvort tílefni sé til þess að auka við rækjukvótann. Niðurstað- an hggur ekki enn fyrir þannig að svör hafa ekki fengist. Aukinn kvóti verður að byggjast á vísindalegum niðurstöðum. Það er ekki hægt að taka ákvörðun um aukinn kvóta út frá öðrum forsendum. Líffræðilegar forsendur hljóta að ráða því hve stór kvóti er ákveðinn, annað væri efna- hagslega óskynsamlegt," segir Þor- steinn Pálsson. Loðnuskip með rækjukvóta Rækjumenn gagnrýna fleira en það ÞJÁIST ÞÚ AF BAKVERK? SCIPR0 bakbeltið veitir þér réttan stuðning! BAKBELTI Notað innan klæða svo ekkert sést VINNUBELTI Þegar taka þarf á við vinnu SP0RTBELTI Til íþróttaiðkana TITANhf TÍTANhf LÁGMÚLA 7 - 108 REYKJAVÍK Sími 814077 Fax 813977 #SciPro. Fyririigglanál i ðllum stærium SEHDUM í PÓSTKKÖFU CC Q. Þórshöfn: Þriðjungur íbúða á vegum hreppsins „Atvinnuástandið hér á Þórshöfn hefur verið þannig að okkur hefur vantað fólk og ekki síður húsnæði. Okkur vantar hingað bjartsýnt fólk sem er thbúið að byggja yfir. sig,“ segir Reinhard Reynisson, sveitar- stjóri á Þórshöfn. „Málið er að okkur vantar leigu- húsnæði, eftirspumin er eftír því fyrst og fremst. Það er hins vegar spurningin hver á að byggja það. Sveitarfélagið er þegar með mjög mikið af ibúðum á sínum snærum, félagslegar íbúðir hér eru mjög margar, kaupleiguíbúðir, félagslegar eignaríbúðir, almennar kaupleigu- íbúðir og leiguíbúðir sveitarfélagsins eru um þriðjungur allra íbúða hér í sveitarfélaginu. Bærinn á ekki ahar þessar íbúðir en sveitarfaélagið hef- ur kaupskyldu á þeim öhum ef eig- endumir vhja selja. Við viljum því sjá aðra aðha taka þátt í lausn hús- næðisvandans. Auðvitað væri æski- legast að einhver hluti íbúanna hér vhdi byggja yfir sig í stað þess að vera í þessu kerfi, en það hefur reynst þungt enn sem komið er.“ - Situr ekki fólk uppi með verð- lausar íbúðir ef aflabrestur verður og hráefnisskortur í fiskvinnslunni? „Jú, en það á ekki bara við um Þórshöfn. Það er auðvitað hægt að skhja þetta út frá sjónarmiði ein- staklinga sem hafa þessa reynslu af fasteignaverði á landsbyggðinni, að menn hugsi sig tvisvar um áður en þeir fara að byggja þar. Það er annað að kaupa eign á þessum stöðum á markaðsverði sem hægt er að losna við aftur á sambærhegu verði. Vand- inn er nýbyggingamar sem em dýr- ari en markaðsverðið fyrir þær,“ seg- ir Reinhard.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.