Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1994, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1994, Blaðsíða 24
36 MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1994 Fréttir Nýr vegurað Helguvíkurhöfn Ægir Már Kárasan, DV, Suðuxnesjura; Vegna framkvæmda við höfnína í Helguvík, rétt vestan Keflavíkur, verður nýr vegur lagður niður á hafnarsvæðið í Helguvik. Hafnar- stjóm Keflavíkur-Njarðvíkur er þar með lóð og hefur hafið þar hafnarframkvæmdir. Gamli vegurinn sem var þarna fyrir verður sprengdur í burtu en nýi vegurinn verður samhliða þeim vegi sem varnarliðið notar i Helguvík. Kostnaður við veginn verður um fíórar railljónir króna. Að sögn Péturs Jóhannssonar hafnarstjóra er stefnt að því að taka höfnina í Helguvík í notkun til bráöabirgöa 1. febrúar nk. Höfnin veröur þá meðal annars notuð til frystingar á ioðnu en gert er ráð fyrir að höfnin verði fullkláruð um miðjan maí 1995. FORKÖNNUN Rafmagnsveita Reykjavíkur og Rafmagnsveitur ríkisins hafa í samstarfi unnið að undirbúningi á endurnýjun við- skiptakerfa sinna. Um er að ræða hugbúnað sem notaður er til að halda utan um upplýsingar sem varða viðskipta- menn og orkusölu til þeirra. Þar á meðal er meðhöndlun upplýsinga varðandi gerð orkureikninga, mælabúnað og mælaálestur, heimtaugar, innheimtu og fleira sem snertir samskiptin við viðskiptavini orkuveitna. Við vefstólinn í Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað. DV-mynd Sigrún Hússtjómarskólinn á Hallormsstað: Aðilum sem bjóða upp á slíkan hugbúnað er bent á að nálgast má gögn um málið á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, og hjá innkaupastofnun Reykjavík- urborgar, Fríkirkjuvegi 3, til 16. nóvember nk. Tveir pittar með- INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríklrkjuvegi 3 - Sími 2 58 00 LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA A VALDA ÞÉR SKAÐA! yujgEHOAB Svæðameðferðog létt rafmagnsnudd ásamt acupunchturmeðferð með lacer Sérhæfing við bólgu í herðum, baki og höf- uðverk. ELSA HALL, Langholtsvegi 160, sími 68-77-02. VISA Eftirlaunasjóður Sláturfélags Suðurlands tilkynnir almennan sjóðfélagafund Haldinn verður almennur sjóðfélagafundur í Eftirlaunasjóði Sláturfélags Suðurlands fimmtudaginn 24. nóvember 1994 kl. 18.00 í mötuneyti SS að Fosshálsi 1, Reykjavík. Dagskrá: 1. Úttekt á sjóðnum kynnt. 2. Tillaga til breytinga á reglugerð sjóðsins þess efn- is að framvegis skuli boða almenna sjóðfélaga- - fundi með tveggja vikna fyrirvara (í stað viku nú) og að tillögur um breytingar á reglugerðinni skuli framvegis berast stjórn sjóðsins a.m.k. viku fyrir fundinn. 3. Önnur mál. Stjórnin al nememda Sigxún Björgvinsdóttir, DV, Egilsstöðum: „Ég held að þeir sem stóðu að hús- mæðraskólunum hafi of seint tekið við sér að breyta skólunum í takt við tímann,“ sagði Margrét Sigurbjöms- dóttir, skólastjóri Húsmæðraskólans á Hallormsstað, sem nú hefur starfað í 33 ár og er annar tveggja slíkra skóla sem enn starfa. Skóhnn starfar nú í tveim önnum. Nemendur era 19 á haustönn og er þá skóhnn nær fullsetinn. Það er tim- anna tákn að nú eru tveir piltar þar við nám. Er þeir voru spurðir hvers vegna þeir hefðu farið í hússtjórn- arnám sögðu þeir að það gæti verið gaman að breyta til. Skóhnn var í lægð á áttunda ára- tugnum en með nýjum grunnskóla- lögum hófst þar kennsla í heimihs- fræði fyrir 9. bekk sem var nokkra vetur. Síðastliðinn vetur var svo aft- ur horfið að hússtjórnarkennslu á tveim önnum. Margrét telur að tvennt hafi orðið til að auka áhuga ungs fólks á þessu námi. Annars vegar er það að fyrir tveim árum tókst samvinna viö Menntaskólann á Egilsstöðum um hússtjórnarbraut, sem er eins vetrar nám, ein önn á Hallormsstað og ein bókleg önn við ME, og svo hitt að ungu fólki finnst aðgengilegt að taka þetta hefðbundna hússtjórnarnám á hálfum vetri. En er þörf fyrir slíkt nám nú? Það telur Margrét svo sannarlega vera. „Þetta kemur í staðinn fyrir þá fræðslu sem heimilin veittu áður en er nú að miklu leyti dottin upp fyrir. Hingað kemur fólk sem ekki kann að halda á hníf og gaffli. Hér kemur fólk með stúdentspróf sem aldrei hefur tekið til í herberginu sínu og þá er ég að tala um stúlkur. Hingað kemur fólk sem er að fara í háskóla en hefur aldrei þurft að sjá um sig sjálft. Hefur aldrei þvegið af sér eða eldað einfalda máltíð, hvað þá gert sér grein fyrir hvað er hollt fæði, og iinnur vanmátt sinn í þessum hlut- um. Nemendur hafa sagt mér að námið hafí nýst þeim vel, t.d. í hótel- störfum, ekki síst hvað þeir kynnu betur en áður að skipuleggja vinnu sína.“ Margrét sagði skólann rekinn eins og stórt heimih. Þaö væru fáar reglur en ríkt eftir því gengið aö þær væru haldnar. Nemendur mega fara burt um hverja helgi ef þeir vilja. Fyrstu dagarnir í haust fóru í að tína ber og sveppi og taka upp kartöflur. Verður mjólkurvinnslu hætt í Borgarbyggð? Olgeir H. Ragnarsson, DV, Borgarbyggö: Fulltrúar Mjólkursamsölunnar og Kaupfélags Borgfirðinga eru nú að ræða möguleika á úreldingu á mjólk- urvinnslu í Mjólkursamlagi Borg- firðinga í Borgarnesi. Samkvæmt heimildum DV munu heimamenn þó ekki samþykkja^ úreldingu nema tryggt verði að önhur störf komi í stað þeirra sem tapast. Deilur hafa staðið mfili Kaupfélags Borgfirðinga annars vegar og eignar- aðila Mjólkursamsölunnar hins veg- ar um breytingar sem samþykktar voru á aðalfundi samsölunnar í síð- ustu viku. Þær ganga í grófum drátt- um út á að eignaraðild að samsöl- unni verði skilgreind á ný en sam- kvæmt þeim eru það mjólkurinn- leggjendur sem eiga samsöluna en ekki mjólkursamlögin. Hjá Mjólkur- samlagi Borgfirðinga er það Kaupfé- lag Borgfirðinga sem á samlagið. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Fulltrúar MB á aðalfundi samsöl- unnar greiddu atkvæði með þessum umdeildu breytingum á samþykkt- um Mjólkursamsölunnar - breyting- um sem Kaupfél. Borgfirðinga hefur mótmælt. Fulltrúamir létu bóka að þeir teldu sig vera í umboði aðalfund- ar mjólkursamlagsins en á þeim fundi kom fram eindreginnn vilji til þess að samþykkja þessar umdeildu breytingar á samþykktum Mjólkur- samsölunnar. Á aðalfundi Kaupfé- lags Borgfirðinga kom síðan fram gagnstæð skoðun. Þar höfðu menn engan áhuga á að missa mjólkursam- lagið og þar var áht manna að kaup- félagið ætti hlut Mjólkursamlagsins í Mjólkursamsölunni. Rækjan er stærri og betri Þórhallur Ásmundsson, D V, Norðurl. vestra: Veiðar á innfíarðarækju eru hafnar frá Hvammstanga. Þrír bátar stunda veiðamar og rækjan er stærri og betri en undanfarin ár. Kvótinn í Húnaflóa er meiri nú - var aukinn úr 1000 tonnum í 1700 tonn. Að sögn Guðmundar Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Meleyrar, ganga veiðarnar vel og stöðug vinna hjá fyrirtækinu sem einnig er með þrjá úthafsrækjubáta í viðskiptum. Rækj- an selst jafnóðum og verðið á henni hefur styrkst á mörkuðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.