Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1994, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1994, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1994 Menning 39 DV Góðra vina f undur „Lffið er eins og konfektaskja, það er aldrei að vita hvað maður fær upp í hendurnar," segir Forrest Gump. Sama gildir eiginlega um safnplötur ýmislegar. Ég held nú samt að ég mundi hætta á að festa mér safnplötu sem gefin var út í tilefni af sextugsafmæli messósöngkonunnar Marilyn Home, vegna þess að meðal þeirra sem hylla dívuna á téðri plötu er eng- inn annar en Ólafur „okkar" Bjarnason sem virðist nú á góðri leið upp alþjóðlegan metorðastiga stórsöngvara. Upp á sitt besta var Marilyn Horne stundum kölluð „fremsta söngkona í heimi“, svo glæsileg var tækni hennar og túlkunarsviðið vítt. Hún þótti á stundum syngja af meiri hetjuskap en Joan Suther- land, vera tónvísari en Montserrat Caballé og hafa jafnara „register" upp úr og niður úr en Rosa Pons- elie. Fáar söngkonur hafa haft eins mikil áhrif á „bel canto“ vakningu undanfama áratugi, það er vax- andi áhugann á tónlist Bellinis Donizettis og Rossinis, og það sem Home skorti upp á fínlegu blæ- brigðin og húmorinn bætti hún jafnan upp með vinnusemi og ná- kvæmni. Hvað er svo glatt Það var í janúar á þessu ári sem frítt lið söngvara kom saman til að hylla Horne í Camegie Hall, þar á meðal Montserrat CabaUé, Helen Don- ath, Frederica von Stade og Samuel Ramey. Og það sem ætti að gleðja okkar íslensku hjörtu er að sérstakir gestir á þessum hljómleikum voru þeir James Levine, hljómsveitarstjórinn víðfrægi, og Ólafur Bjarnason. Þótt sumir þessara söngvara séu komnir til ára sinna er túlkun þeirra prýðilega áheyrileg enda lagavalið væntanlega sérsniðið að þörfum þeirra. Tónlist Aðalsteinn Ingólfsson Marilyn Horne sjálf lét ekki sitt eftir hggja og söng fimm lög af ýmsu tagi, eftir Brahms, Mahler, Stephen Foster, Martini og Copland, og fór á kostum, aðahega á frábærri tækni. Hins vegar var það messórödd míns gamla uppáhalds, Fredericu von Stade, sem gladdi mig einna mest. Ólafur Bjarnason söng gamla „slagarann" hans Franz Lehár, „Dein ist mein ganzes Herz“, sem hann hefur oftlega sungið fyrir landa sína. Það fer ekki á mhh mála að Ólafur er að verða frábærlega lýrískur söngv- ari; gefur ekki eftir stórstjörnunum þarna á sviðinu í Camegie Hall. Ég hlakka til að heyra hann syngja í óperum Mozarts og Strauss; rödd hans er eins og sniðin fyrir slíka tónlist. Marilyn Horne: Divas in Song A 60th Birthday Celebration, Cabailé, Donath, Fleming, Swenson, Von Stade, Ramey, Ólalur Bjarnason Undirleikari: James Levine o.fi. RCA 09026 62547 2 Umboð á íslandi: Skilan Maður með gítar Bandaríski gítarleikarinn Stanley Jordan hélt einleikstónleika í Há- skólabíói þriðjudagskvöldið 1. nóv. Hann er mikill töframaður .á hljóð- færi sitt og fóru tónleikagestir ekki varhluta af færni hans. Jordan hefur þróað sérstaka tækni við gítarleik sem byggir mjög á áslætti með fmgrum hægri handar hkt og leikið sé á hljómborö, meðan vinstri hönd sér um hljómspil, en án þess að hljómamir séu beinlínis slegnir. Þeir eru öhu fremur töfraðir fram með léttu plokki. Þannig að þessi aðferð er ásláttur (tapping, hammering) og plokk (plucking) jöfnum höndum á háls gítars- ins. Laglína eða snarstefjun er yfirleitt leikin með fmgrum vinstri hand- ar, hljómar og arpeggíur ásamt stöku bassatónum með þeirri hægri en raunar blandaðist þetta aht saman á stundum og ekki gott að átta sig á hlutunum frá 25. bekk. Eitt er þó víst að vinstri höndin vissi gjörla hvað sú hægri hafðist að og öfugt. Fyrsta verkið sem Jordan flutti var ekki sérlega spennandi, nánast upphitun með kimnuglegu stefi, en síðan tók við fallegt lag í hægum lat- in-takti með sólókafla sem kahaði fram gæsahúð. Þriðja lagið var svo Djass Ingvi Þór Kormáksson blús með tilbrigðum og bættust þá viö tveir „midi“-tengdir gítarar sem fram að þessu höföu hangið aðgerðalausir í statívum fremst á sviðinu. Annar þeirra tók á sig þetta flna Hammondorgelsánd og var gaman að hlýða á hljómsphið í hraðasta kafla verksins og ekki síður aö horfa á manninn fást við þrjú hljóöfæri í einu. Það var ekki fyrr en í íjórða verkinu að sást til Jordans slá hljóma á venjubundinn máta. Þetta voru eins konar tilbrigði við lagið Elenore Rigby og var kominn dáhtih nýaldartónlistarbragur á Elinóru þegar Jord- an lék geysihraðar arpeggíur höndum tveim og var líkast því sem pró- grammeraöur hljóðgervih væri að verki eða að minnsta kosti. tveir menn en ekki einn. Síðan lék hann My Favorite Things og tvö aukalög eftir góðar viðtökur; Stairway to Heaven og Over the Rainbow með viðkomu í einhveiju sem líktist Bach. Þótt áheyrendur geti orðið alluppteknir og eiginlega gapandi yfir afburða tækni Jordans finnst þeim sem hér ritar að tæknin sé ekki þarna ein- göijgu tækninnar vegna. Þetta er sú leið sem hann hefur vaUð sér til að koma hugmyndum sínum sem best th skUa og þaö tekst. Aðferðin skipt- ir ekki meginmáh nema fyrir þá sem vhja theinka sér hana. Eftir stend- ur útkoman, tónhstin, sem er einlæg og hrífandi fogur á köflum. Ekki alfuUkomin því að stundum áttu sér stað mistök en þau voru aukaatriði og sýndu aðeins að maðurinn er ekki vél. Sem betur fer. Ólafur Bjarnason. FÖNIX RAFTÆKJAKYNNING Vegna síaukins vöruvals höfum við stækkað og breytt verslun okkar í Hátúninu. Af þessu tilefni bjóðum við viðskiptavinum okkar að koma og skoða raftækjaúrvalið. Það er heitt á EMIDE-kaffikönnunni, ískalt EGILS-gos í GRAM-glerhurðarskápnum og djúpfrystir KJÖRÍS-pinnar í GRAM-frystikistunni. Það er greiðfært í Fönix-húsið í Hátúninu og næg bílastæði við búðarvegginn. Við bjóðum aðeins vönduð raftæki frá virtum framleiðendum, sem skara fram úr, hver á sínu sviði. Og þjónustan í Fönix er fyrsta flokks, traust og lipur. Auðvitað erum við með tilboð í gangi, svo þú getir gert virkilega góð kaup. Við veitum drjúgan afslátt á flestum vörum okkar, allt að 20% á stórum raftækjum og enn meiri, jafnvel allt að 40% á smærri tækjum, eins og sjá má hér að neðan: m ASKO ÞVOTTAVELAR, TAUÞURRKARAR OG UPPÞVOTTAVÉLAR ASKO þvottavélarnar, tauþurrkararnir og uppþvottavélarnar eru sænsk hágæðavara. Takmark ASKO er einfalt: „Aðeins það besta er nógu gott". Árangurinn er vélar, sem hafa hlotið frábæra dóma í neytenda- prófunum á kröfuhörðustu mörkuðum Evrópu og Ameríku. Nú bjóðum við ASKO vélarnar á frábæru verði, t.d. ASKO 10504 þvottavél m/1000 sn. vindingu á kr. 65.540,- stgr. KÆLISKAPAR, FRYSTISKAPAR OG FRYSTIKISTUR Nú kynnum við nýjar gerðir dönsku GRAM kæliskápanna, glæsilegri en nokkru sinni fyrr. Nýtt útlit, ný innrétting og ný rafeindastýrð hita- stilling. Þú getur valið um 20 gerðir kæliskápa, með eða án frystis, 8 gerðir frystiskápa og 9 gerðir af frystikistum. Að sjálfsögðu eru öll GRAM tæki freonfrí. NILFISK FÖNIX KYNNIR NÝJU NILFISK GM-RYKSUGURNAR 3ja ára ábyrgð ÓMENGUÐ GÆÐI 3 litir og 3 útfærslur: Sameiginlegt er 1200W mótor, inndregin snúra og sogstykkjageymsla. GM200 og GM210 hafa rykmæli og stillanlega rörlengd. GM210 að auki 2ja hraða mótor, TURBO-teppasogstykki með snúningsbursta og nýjan síunarbúnað, svonefnda HEPA-síu, sem er svo fullkomin, að hún heldur eftir 99,95% rykagna. Ný NILFISK á frábæru kynningarverði, frá kr. 17.990,- OTRULEGT VERÐ INNBYGGINGAROFNAR OG HELLUBORÐ (RAF OG GAS) Frábær tæki á enn betra verði. Fjölmargar gerðir og litir af ofnum, með eða án blásturs, á verði frá kr. 19.990,-. Helluborð með 2 eða 4 hellum, keramikhelluborð í miklu úrvali, einnig gas- eða gas+raf helluborð. Það er þess virði að kanna úrvalið og verðið hjá okkur. FALLEGAR - VANDAÐAR #TURBO ELDHÚSVIFTUR 15 gerðir og litir. Venjulegar, hálfinnbyggðar, með útdregnum gler- hjálmi, hálf-háfformaðar og til innbyggingar í háf. Verð frá aðeins kr. 6.980,- LITLU TÆKIN A LAGA VERÐINU idelins euRhx Ávaxtapressur, borðeldavélar, borðofnar, borðviftur, brauðristar, brauð- og áleggshnífar, djúpsteikingarpottar, dósahnífar, eggjasjóðar- ar, handsugur, hárblásarar, hitamælar, hrærivélar, hraðsuðukönnur, kaffivélar, matvinnsluvélar, rafmagnsofnar, ryksugur, ryk- og vatnssug- ur, safapressur, samlokugrill, straujárn, vöfflujárn, örbylgjuofnar - og margtfleira. * Já, Fönix er sannkallaður raftækjamarkaður um þessar mundir. Stáðgreiðslu- og magn- afsláttur. EURO- og VISA-raðgreiðslur til allt að 18 mánaða án útborgunar - og MUNALAN með 25% útborgun og 3.000,- á mánuði. Frí heimsending - og við fjarlægjum gamla ísskáp- inn, þvottavélina eða önnur tæki þér að kostnaðarlausu - um leið og við komum með nýja tækið - glæsilegt, notadrjúgt og sparneytið - og nú á betra verði en nokkurn tíma fyrr. Við munum taka vel á móti þér og hlökkum til að sjá þig. OPIÐ mánud.-föstud. 9-18 laugard. 10-14 fyrsta flokks frá iFOnix HÁTÚNI 6A REYKJAVI'K SÍMI (91)24420 AUGLYSINGAR 63 27 00 markaðstorg tækifæranna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.