Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1994, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1994, Blaðsíða 36
48 MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1994 Sviðsljós Fjöldi fólks var viðstaddur opnun á yfirlitssýningu Errós á Kjarvalsstöðum um helgina. Sýningin ber yfirskrift- ina „Gjöíin“ og ber hún það nafn vegna fjölda listaverka á sýningunni sem Erró hefur fært Reykjavíkurborg aö gjöf á undanförnum árum. Á myndinni eru Helgi Skúlason, Helga Bachmann, Thor Vilhjálmsson og Markús Örn Antonsson. Úr hringiðu helgarinnar Þórdís Helgadóttir sigraði í keppni um tískulínu í Islandsmeistarakeppninni í hársnyrtiiðn sem haldin var á Hótel Loftleiðum um helgina. Alls tóku um 40 keppendur þátt og var keppt í hárskurði, hárgreiðslu og hugar- flugi, einnig var parakeppni. Félagar úr Hestamannafélaginu Fák héldu svokallað karlakvöld sl. föstudag í Félagsheimili Fáks í Víðidalnum. Hestakarlar á öllum aldri skemmtu sér konunglega yfir mat drykk og frábærum skemmtiatriðum. Á myndinni eru frá vinstri: Sævar Sigurðsson, Sigurþór Jóhannesson, Friðrik Jónsson, Ingólfur Jónsson, Bragi Ásgeirs- son og Skafti Stefánsson. fimmtudaginn 10. nóvember, kl. 20.00 Hljómsveitarstjóri: Guillermo Figueroa Einleikari: Gunnar Kvaran Guillermo Figueroa m Gunnar Kvaran Efnisskrá: Felix Mendelssohn: Draumur á Jónsmessunótt, forleikur Luigi Boccherini: Sellókonsert í B-dúr W. A. Mozart: Sinfónía nr. 41, Júpíter B I ó m s t r a n d i á/mó6&22ofé> j ó m s v e i t 5 S ! | g s *és þegar þær héldu sinn árlega flóamarkað. A boðstólum var íjölbreyttur fatnaður, bæði notaður og nýr, og verðið að sjálfsögðu mjög lágt. Fjölmarg- ir komu til að leggja þessu góða málefni Uö og gerðu að sjálfsögðu góð kaup í leiðinni. Þessi skemmtilega kanína heilsaði upp á krakka í Kringlunni á iaugardag- inn en þar eru í gangi um þessar mundir íslenskir dagar. Kaupmenn í Kringlunni kynntu íslenskar vörur sérstaklega og buðu upp á margs konar uppákornur. Það var mikið um að vera á Laugaveginum á laugardaginn enda langur laugardagur. Fyrir utan Hagkaup í Kjörgarði var margt að gerast og m.a. skemmti þessi harmoníkuleikari vegfarendum með fjörugri tónlist. Svöluleikhúsið kynnti um helgina í Kringlunni leikritið Jörfagleði sem frumsýnt verður á næstunni í Borgarleikhúsinu. Gestum Kringlunnar var vel skemmt eins og sést á meðfylgjandi mynd og vakti kynningin mikla athygli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.