Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1994, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1994, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1994 3 Fréttir Amfetamín, blandað rottu- eitri, í umferð - hef heyrt af þessu, segir yfirmaður fíkniefnadeildar „Ég hef heyrt að menn hafi orðið fárveikir af að neyta amfetamíns sem hefur verið drýgt með rottueitri eða strikníni. Það er ekki óalgengt að fikniefni séu blönduð með aukaefn- um, þar á meðal þessu. Við höfum hins vegar ekki orðiö áþreifanlega varir við þetta enn þá,“ segir Kristján Ingi Kristjánsson, yfirmaður fíkni- efnadeildar lögreglunnar, um orð- róm þess efnis að amfetamínneyt- endur séu að neyta striknínblandaðs amfetamíns. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir að um sé að ræða þekkta aðferð við að drýgja fikniefni. Strikn- ín hafi örvandi áhrif og hafi í eina tíð verið notað sem mixtúra. Hann geti hins vegar hvorki játað því né neitað að slíkt eigi sér stað hér á landi. Að minnsta kosti hafi enginn fíkniefnaneytandi á Vogi neytt striknínblandaðs amfetamíns svo hann hafi vitneskju um. Þórarinn segir að samkvæmt ný- legri rannsókn sé miklu meira um óhrein fikniefni á markaðnum hér en í árdaga, þegar menn voru að byija að nota sterkari efnin, það er að styrkleiki þeirra er að minnka. Mjög flókin eituráhrif fylgi strikníni og SEifnast það upp í líkamanum. Islendingar eru þekktir fyrir það viða um lönd að halda fast í tunguna og vanda málfar enda málfarsstefna hér á landi íhaldssöm og allt gert til að sporna gegn erlendum áhrifum á málið. Eitthvað virðist metnaðurinn þó hafa minnkað eins og þetta skilti á horninu á Lækjargötu og Austurstræti ber með sér. Skiltið er löglegt og í fullu samræmi við reglugerð frá dóms- málaráðuneytinu. Sumum gæti þó reynst boðskapurinn torskilinn enda er ekki vist að allir skilji þessa blöndu af íslensku og ensku. Hér virðist höfund- inum heldur betur hafa fatast flugið þegar hann ætlaði að banna beygju til hægri - öllum nema leigubilstjórum. DV-mynd GVA Akureyri: Verður ný fkrtkví keypt í Litháen? kvína en smíði hennar er á lokastigi. Um er að ræða kví sem tekur skip allt að 3 þúsund þungatonnum. Talið er að verð á slíkri kví nýrri sé ná- lægt 130 milljónum króna. Þeir sem eru í Litháen eru sagðir hafa heimild til að ganga frá kaupunum ef samn- ingar takast en þeir eru Guðmundur Tulinius, framkvæmdastjóri Slipp- stöðvarinnar Odda, Einar Sveinn Ólafsson, formaður hafnarstjórnar og fuUtrúi eignarhaldsfélags Lands- bankans sem er aðaleigandi Slipp- stöðvarinnar Odda hf. ----------------L_________ Krækti í matráðskon- una á Hótel Djúpuvík Regína Thorarensen, DV, Gjögii: Þá kom að því að breyting varð á. Eftir að fólki hefur fækkað um mörg hundruð manns á undanfornum ára- tugum í Árneshreppi á Ströndum hefur fólki fjölgað þar á þessu ári. Stóra-Ávík, sem komin var í eyði, er nú komin í ábúð á ný. Jörðin er vel hýst, íbúðarhús og peningshús í besta lagi, og reki fylgir einnig. Guð- mundur Jónsson í Stóru-Ávík , sem róið hefur mörg sumur til fiskjar og lagt upp á Norðurflrði, náði í konuna Bergþóru Gústafsdóttur sem verið hefur matráðskona á Hótel Djúpu- vík. Nú kennir Bergþóra við barna- skólann á Finnbogastöðum aðra hverja viku og þau Guðmundur og Bergþóra hófu búskap í Stóru-Ávík í vor. Þrír fulltrúar Akureyrarbæjar og Slippstöðvarinnar Odda hf. á Ak- ureyri eru nú staddir í Litháen og er erindið að reyna að komast að samkomulagi um kaup á nýrri flotkví. Til þessa hefur verið stefnt að þvi að kaupa notaða kví til bæjarins en málin tóku nýja stefnu þegar fréttist af tveimur nýjum kvíum sem voru til sölu í Litháen. Aðilar í Singapúr voru hins vegar fyrri til og keyptu þá kvína sem var fullgerð og freista Akureyringarnir þess nú aö fá hina Margar gerÖir afhjólaborðum, blómasúlum, blaðagrindum, innskotsborÖum ogfallegum speglum. Verð á hjólaborðum erfrá Kr. 5.560.- 20% afsláttur fm Faxafeni v/Suöurlandsbraut Sfmi 68 ó0 20 AUGLYSINGAR 63 27 00 markaðstorg tækifæranna ikíptir ékki neinu máli hvort stofan þín er hentug fyrir hornsófa, sófasett eda bara staka sófa með hægindastól. Við leysum málin með Joker. 5 sæta eða 6 sæta hornsófi, sófasett 3-2-1 eða 3-1-1, 2ja sæta sófi eða 3ja sæta sófi allt eftir hvað hentar þér. Vandað leður á slitflötum og margir leðurlitir Joker 3-1-1 sófasett kr. 149.260,- Joker 3-2-1 sófasett kr. 163.920,- Joker 5 sæta hornsófi kr. 139.960,- Joker 6 sæta hornsófi kr. 154.620,- Joker 2ja sæta sófi kr. 54.640,- Joker 3ja sæta sófi kr. 69.300,- Eig'iam vid, «kki aé Mtftast í dag:? Staðgreiðsluafsláttur Húsgagnahöllin eda gód greidslukjör BÍLDSHÖFÐA 20 - 112 REYKJAVÍK - SÍMI 91-871199 munalán E , EUROCARD ,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.