Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1994, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1994, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1994 Neytendur Veitingamenn óhressir með kjúklingaskort: -tímabundið ástand, segja kjúklingabændur Forsvarsmenn kjúklingastaða og fleiri aðilar hafa töluvert kvartað yfir skorti á kjúklingum og segja ástandið ekki gott. Jafnvel er rætt um að flytja inn þessa vöru enda vilja veitingamenn ekki sætta sig við að þurfa að loka vegna hráefnisskorts. DV kannaði málið frekar og ræddi við tvo aðila sem reka kjúkhnga- staði. Annar er með þrjá veitinga- staði en hinn er í startholunum með sinn fyrsta og situr jafnvel uppi með að fresta opnuninni vegna skorts á kjúklingum. Slagur um kjúklinga „Það lítur út fyrir að það geti orðið mjög erfitt að útvega sér kjúklinga. Ég er að leggja milljónir í þennan rekstur og staðurinn er tilbúinn en ég ætla bara að vera með kjúklinga. Ég get opnað um næstu helgi en það lítur út fyrir að það verði töf á því vegna skorts á kjúklingum. Mér er sagt að þaö sé vöntun á markaðnum og ég þori ekki aö opna staðinn um helgina. Ég gæti staðið frammi fyrir því að eiga til kjúklinga einn daginn en ekki hinn. Eg er í algerri óvissu og þetta er mjög pirrandi fyrir fólk sem stendur í viðskiptum og er van- ast því að hér séu sölumenn að reyna að selja manni eitthvað. Hjá mér er þetta slagur um að fá eitthvað," segir Bjarni Þór Þórhallsson sem er að fara af stað með nýjan kjúklingastað. „Mér var sagt þegar ég fór út í þetta að vandamál gætu komið upp en jafnframt að ástandið myndi lagast um mánaðamótin. En það er langt í þau og erfitt að bíða. Menn segja bara að því miður sé ekkert til. Eg veit að fólk lætur ekki bjóða sér svona lagað, hvorki neytendur né kaupendur, eins og ég í þessu tilviki. Þetta gengur ekki upp, þetta er bara bull.“ Aðspurður um innflutning á kjúklingum segir Bjami að það séu bara tvær leiðir í þessu og ef önnur virkar ekki hljóti menn að velja hina. Eigum bara að framleiða meira Helgi Vilhjálmsson á og rekur Smálægð er í framleiðslu kjúklinga um þessar mundir. DV-mynd Brynjar Gauti kjúklingastaðina Kentucky Fried Chicken. Líkt og Bjarni Þór kannast hann við vandamálið með skortinn á kjúklingum þótt ekki taki hann jafn djúpt í árinni. „Þetta er búið að vera slæmt. Ég hef nú verið að reyna að spyrja mennina en það er nefni- lega kvóti á þessu. Mér skilst það á alvöru kjúklingabændum að þeir vilji losna við kvótann. En af hverju á að vera kvóti á þessu? Það fer eng- inn að framleiða kjúklinga ef hann getur ekki selt þá. Þetta kvótakerfi fylgir bara fortíðinni og þeir sem geta framleitt meira gera það ekki af því að þeir hafa ekki kvóta.“ Þegar talið berst að framboði á kjúklingum undanfarna sex mánuði segir Helgi það vera leiðindamál. Hann segist þó halda að ástandið sé að skána en til að verða sér úti um kjúklinga þarf Helgi að leita uppi alla aðila sem framleiða þessa vöru. „Ég hef sem betur fer ekki þurft að loka vegna skorts á kjúklingum og vona að til þess komi ekki. Ég er ekki hlynntur því að flytja þetta inn og vil að við pössum okkar heima- markað. Og náttúrlega eigum viö bara að framleiða meira," segir Helgi. Stofnarnir klikkuðu Neytendasíðan hafði tal af Ólafi Guðjónssyni, sem á sæti stjórn Fé- lags kjúklingabænda, og spurði hann um ástandiö. „Það klikkuðu stofnar og það er skýringin. Það er smálægð í augna- blikinu en aukin framleiðsla kemur inn á markaðinn næstu 2-3 vikurn- ar. Þetta er tímabundið vandamál og hlutur sem ekkert varð við ráðið. Það er líka miklu meiri eftirspurn heldur en var í fyrra. Það kæmi mér ekki á óvart þótt eftirspurnin væri 10-15% meiri en á sama tíma í fyrra. Þetta er tímabundið ástand eins og ég sagði og það er að líða hjá. Það er alveg bullandi framleiðsla að koma inn,“ sagði Ólafur. Peningar á næsta leiti Sjálfsagt hafa margir upplifað það hlutskipti að vera orðnir peninga- lausir eöa peningalitlir þegar þeir eru að sinna erindum sínum utan hefðbundins afgreiðslutíma banka- stofnana. Meö tilkomu hraðbankanna eiga þeir hinir sömu tiltölulega létt með að greiða úr vandamálum sínum enda hægt að taka út peninga hve- nær sem er sólarhringsins. Á með- fylgjandi korti er listi yfir þá hrað- banka sem er að finna í Reykjavík og opnir eru allan sólarhringinn. Rétt er að hafa hugfast að hraðbönk- um fer ört fjölgandi og þá er einnig að finna í nágrannabyggðarlögunum og víða úti á landi. Bæði er hægt að taka út og leggja inn peninga í hraðbönkum og eins má nota þá til að borga reikninga. Viðkomandi getur nánast farið í hvaða hraðbanka sem er og sinnt þessum erindum, óháð því hvar hann sjálfur er með viðskipti. Ef beð- ið er um yfirlit verður það hins vegar að vera í gegnum hraðbanka á vegum þess banka sem viðkomandi skiptir við. Rofabæ\39 Hraðba iðarbankinn - Austufstræti 5 - Kringlunni - Laugavegi 12X - Landspítalanuml íslandsbankinn - Dalbraut 3 - Háaleitisbraut 58 - Lækjargötu 12 - Réttarholtsvegi 3 - Stórhöfða 17 Reykjavfk andsbankinn - Áífabakka 10 - Háaleitisbraut 68 - Háskólabíói - Borgarspítalanum SPRON - Skeifunni 11 Sparisjóður vélstjóra . - Borgartúni 18 DV Gerlar Gerlar eru eðliiegur hluti um- hverfisins. Margar gerlategundir geta fjölgað sér í matvælum og leiöír það til þess að matvælin skemmast. Aðeins sumar gerla- tegundir geta leitt til matareifi-- ana eða matarsýkinga ef gerlarn- ir berast meö matvælum í fólk. Enn aðrir geriar eru nauðsynleg- ír við matvælaframleiðslu, t.d. jógúrt- og ostagerð. Þetta kemur fram í fréttabréfi Matvæla- og næringarfræðingafélags íslands. Þar segir ennfremur að ein- kenni matarsýkinga séu stund- um væg og mimú á flensu. í viss- um tilfellum geta matareitranir verið lífshættulegar. Þeir sem eru sérstaklega viðkvæmir eru ung- börn, aldraðir, ófrískar konur og þeir sem hafa veíkburða ónæmis- kerfi. Á íslandi eru rannsökuð 15-30 meint matarsjúkdómatilvik á ári. í flestum tilvikum er um að ræða 1-3 sjúkdómstilfelli en tilvik ineö mörgum tilfellum eru fatíð. Aukinn mjólkurkvóti „Við upphaf nýs verölagsárs 1. september síðastliðinn var mjóikurkvótinn í landinu aukinn um l mifljón lítra vegna mikillar sölu á mjólkurafurðum að und- anförnu. Ef til vill þarf að auka hann enn frekar ef svo fer fram sem horfir,“ segir í Mjólkurfrétt- um, fréttabréfi Osta- og smjörsöl- unnar sf. og Samtaka afurða- stöðva í mjólkuriðnaði. Kemur þetta spánskt fyrir sjón- ir í ljósi þess að mjólkurfram- leiðsla hefur dregist svo saman sökum lélegra heyja að jafnvel er búist við vandræðaástandi frá nóvember til marsmánaðar. Frissi fríski Húsmóðir á höfuðborgarsvæð- inu hafði samband við neytenda- síðuna og kvartaði sáran yfir pakkningunum sem notaðar eru undir ávaxtasafann Frissa ffíska. Konan sagöist kaupa þennan drykk í hverri viku og alltaf væru fernurnar klistraöar á botninum. Hún sagðist ekki vita hvort leki kæmi að umbúðunum en bætti við að óþolandi væri að geta ekki fengið hreinar pakkningar þegar hún færi út í búð. Sjónvarp og þrumuveður Þegar þrumuveður geísar er rétt aö leiöa hugann að sjón- varpstækinu en þá er best að kippa loftnetstenginu úr sam- bandi. Loftnetið er aö jafnaöi þaö sem hæst ber á húsinu og þar er hættast við að eldingu slái niður. Athugaöu hvaða lögn liggur til lofts og hvar jarösamband er. Ef eldingu slær niður í hina fyrr- nefndu getur hún leiít háspennu- straum inn í sjónvarpstækið og e.t.v. skemmt það.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.